Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 3
4 17. janúar 2004 LAUGARDAG Munu menn ná til Mars og ganga þar um? Spurning dagsins í dag: Stunda stóru olíufélögin verðsamráð? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 28% 72% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir Raufarhöfn og Hólmavík: Óttast ekki um lokun fyrirtækja SJÁVARÚTVEGSMÁL Hólmadrangur á Hólmavík hefur nú eignast nýja eigendur með því að Brim seldi Skagstrending hf. til Fiskiðjunnar Skagfirðings. Áður var Hólma- drangur í eigu Útgerðarfélags Ak- ureyringa sem seldi frystitogara félagsins úr landi og innbyrti kvótann. Ásdís Leifsdóttir sveit- arstjóri segist vera bjartsýn á framtíðina. Rækjuverksmiðjan byggðist upp á innfjarðarrækju og sé á meðal þeirra best búnu í landinu. Á Raufarhöfn tók oddvitinn í sama streng. Hún segir atvinnu- ástandið hjá Jökli, sem rekið er undir merkjum GPG vera ágætt. Í fyrra sagði Útgerðarfélag Akur- eyringa, þáverandi rekstraraðili, upp öllu starfsfólki með tilheyr- andi svartnætti í þorpinu. „Við höldum að atvinnuástand- ið sé orðið nokkuð stöðugt,“ segir Heiðrún Þórólfsdóttir, oddviti Raufarhafnarhrepps. „Ég hef samúð með Akureyr- ingum. Það er mjög erfitt þegar stóru fyrirtækin geta keypt upp litlu staðina og lokað þegar þeim sýnist. Þetta gerðist hjá okkur í sumar þótt þá færi betur en á horfðist,“ segir Heiðrún. ■ Bæjarstjóri fundaði með Rifsbræðrum Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir nýja eigendur ÚA ætla að reka ÚA sem alvörufyrirtæki. Blendnar tilfinningar gagnvart höfnun KEA. Samherji áhugalaus um ÚA. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þeir segjast ætla að reka Útgerðarfélag Akureyringa sem alvörufyrirtæki og ég hef enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um fund hans og bræðr- anna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi sem keyptu Ú t g e r ð a r f é l a g Akureyringa af Brimi fyrir níu milljarða króna. Kristján Þór hefur verið mjög harðorður í garð Björgólfs Guð- m u n d s s o n a r , stjórnarformanns Landsbankans, og lýsti honum sem Hróa hetti sem umhverfst hefði í fógetann í Nott- ingham. Kristján Þór segist ekkert hafa að athuga við það þótt ÚA gangi kaupum og sölum. Hann seg- ist fyrst og fremst gagnrýna við- skiptabanka fyrirtækisins sem sé kominn út fyrir öll eðlileg mörk með því að kaupa og selja fyrirtæki sem þeir búi yfir öllum upplýsing- um um. „Ég gagnrýni hvorki einstak- linga né fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í atvinnulífinu fyrir norð- an,“ segir Kristján Þór. Hann segir að fólk á Akureyri og reyndar miklu víðar botni ekkert í því hvers vegna Landsbankinn gangi fram með þessum hætti. Andri Teitsson, forstjóri KEA, brást mjög illa við þegar Lands- bankinn samdi við Rifsfeðga. Hann sleit 100 ára viðskiptum KEA við bankann og tók út þær 300 milljónir króna sem fyrirtækið átti þar inni. Meðal sjálfstæðismanna á Akureyri eru blendnar tilfinningar gagnvart KEA-málinu. Heimildarmaður Fréttablaðsins í þeirra röðum nyrðra sagði að kauptilboð KEA hefði verið veikburða tilraun S- hópsins til að koma á fót nýju Sam- bandi. Af tvennu illu vildu þeir heldur að Rifsfeðgarnir fengju ÚA í þeirri von að ætlan þeirra sé að við- halda atvinnu í Eyjafirði. Þeir Akur- eyringar sem taldir voru hafa burði til að kaupa ÚA voru Samherjaf- frændur og fyrrum félagi þeirra, Þorsteinn Vilhelmsson, sem á stóra hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum. Samherjafrændur sýndu ÚA engan áhuga sem kann öðrum þræði að snúast um að þeir hafi farið upp fyr- ir leyfileg mörk í kvótaeign. Hins vegar er sú kenning uppi að Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði ekki haft minnsta áhuga á því að selja sig undir vald Landsbankans. Þorsteinn Vilhelmsson sýndi áhuga á kaupum þar til hann sá þær verðhugmyndir sem voru í gangi. Hann hefur sterkar taugar til ÚA sem faðir hans stjórnaði um árabil og heimildir herma að hann hafi ekki getað hugsað sér að kaupa á því verði að hann myndi neyðast til að grípa til róttækra og sársauka- fullra aðgerða til að hagnast á rekstrinum. rt@frettabladid.is Þingeyjarsveit: Bæta þarf samgöngur SAMGÖNGUMÁL „Þetta er orðið e og í gamla daga, ég hef ekki fen póst frá því áður en ofviðrið bra út,“ segir Jóhann Guðni Reyniss sveitarstjóri í Þingeyjarsveit. Ha segir reynsluna af ofviðrinu og e angrun sveitarfélaga sýna fram nauðsyn samgöngubóta á borð Vaðlaheiðargöng. Jóhann vill þó að gangamunn verði sunnar en gert er ráð fy Þannig nýtist þau íbúum Þingey sveitar betur og eins er hægt fara áfram gegn Vagla- eða Bi ingsstaðafjall í framtíðinni. Með mætti komast hjá svæðum þar s hætta er á að snjóflóð falli á veg VANVIRÐING Bandaríski flugmaðurinn Dale Robin He gaf brasilískum yfirvöldum fingurinn þe hann var myndaður á flugvellinum í S Paulo. Flugmaður sektaður: Gaf yfirvöld um fingurinn BRASILÍA, AP Flugmanni bandarí flugfélagsins American Airlin var gert til að greiða sem sva um 900.000 íslenskum krón fyrir að sýna yfirvöldum vanvi ingu þegar tekin var mynd af h um á flugvellinum í Sao Paul Brasilíu. Yfirvöld í Brasilíu settu nýv ið reglur um að teknar sk myndir og fingraför af bandarí um ríkisborgurum þegar þ koma inn í landið. Bandarí flugmaðurinn Dale Robin He lyfti upp löngutöng annar handar þegar hann var mynda við komuna til Sao Paulo. Ha var handtekinn og sakaður um hafa sýnt yfirvöldum vanvirðin en samþykkti að borga sekt til sleppa við ákærur. ■ WESLEY CLARK Friðarsinninn Michael Moore hefur lýst yfir stuðningi við hershöfðingjann Clark í forvali Demókrataflokksins. Michael Moore: Styður hers- höfðingja NEW YORK, AP Bandaríski óskarsverð- launahafinn og rithöfundurinn Michael Moore hefur lýst yfir stuðningi við fyrrum hershöfðingj- ann Wesley Clark í prófkjöri demókrata fyrir forsetakosningarn- ar í nóvember. Moore segist hafa trú á því að Clark muni binda enda á átökin í Írak. „Það stemmir, friðarsinni kýs hershöfðingja,“ stendur í bréfi sem Moore afhenti kosningastjóra Clarks. „Hann mun berjast fyrir rétti kvenna, blökkumanna og hina vinnandi stétta í þessu landi. Og hann mun valta yfir George W. Bush,“ segir í bréfinu. Moore hefur gert heimildar- mynd og skrifað metsölubækur með harðri gagnrýni á stefnu Bush for- seta. ■ VERSLUN Á ÁLFTANESI Húsið er illa farið eftir brunann. Álftanes: Verslun bran BRUNI Verslun á Álftanesi bran fyrrinótt. Þegar slökkviliðið kom staðinn var mikill eldur í versl inni sem er um 40 fermetra tim urskúr. Eldsins varð vart um tveim tímum eftir að starfsfólk la vinnu og fór heim. Slökkvilið gekk illa að komast að eldinum sem gluggar voru mjög ram gerðir vegna innbrotsþjófa. ■ INNBROT Í BÍLA Brotist var inn bíla við Sjómannaskólann í Reykjavík í fyrrinótt. Vökulir borgarar sáu til tveggja manna og gerðu lögreglu viðvart. Þeir voru handteknir í nágrenninu o voru með þýfi úr bílunum í fór um sínum. FLUTNINGABÍLL FÓR ÚT AF Flut ingabíll með tengivagn rann af ur á bak og út af á Botnabraut efst í Eskifirði. Bíllinn valt ekk og var hægt að ná honum aftur upp á veg. Viðræður um nýjan kjarasamning grunnskólakennara: Fyrsti fundur 2. febrúar KJARAMÁL Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir grunnskólann hefjast mánudaginn 2. febrúar, undir stjórn ríkissáttasemjara. Þá leggja samninganefndir kennara og launanefnd sveitarfélaga jafn- framt fram kröfur sínar. Samkvæmt viðræðuáætlun milli Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga, sem undirritað var í vikunni, er gert ráð fyrir að viðræðum og gerð kjarasamnings verði lokið 31. mars 2004, en þá rennur nú- gildandi kjarasamningur fyrir grunnskóla út. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar, sem Gallup gerði fyrir Félag grunnskólakennara í lok síðasta árs, eru eðlileg byrjunarlaun kennara, að loknu þriggja ára há- skólanámi um 250 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun grunn- skólakennara eru í dag 170 þús- und krónur. Þau þyrftu því að hækka um rúmlega 47% sam- kvæmt könnuninni. ■ Reykjavík: Líkamsárás í Tryggvagötu LÍKAMSÁRÁS Ráðist var á átján ára stúlku fyrir utan skemmtistað í Tryggvagötu í Reykjavík í fyrri- nótt. Hún var slegin með flösku í síðuna og oft með hnefum og hnú- um í andlitið. Enginn hefur verið handtekinn vegna þess en talið er að árás- armaðurinn hafi verið kona. Stúlkan var nokkuð bólgin í and- liti eftir árásina. ■ HÓLMAVÍK Allur bolfiskkvóti farinn en innfjarðarrækjan bjargar atvinnulífinu. GRUNNSKÓLI Samningaviðræður grunnskólakennara hefjast 2. febrúar. Þá verða kröfur jafn- framt lagðar fram. Stefnt er að því að nýr samningur liggi fyrir í lok mars. KALDBAKUR VIÐ HÖFN Á AKUREYRI Sala Útgerðarfélags Akureyringa hefur valdið hatrömmum deilum. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Hundskammar Landsbankann fyrir söluna til Rifsfeðga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.