Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 33
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir japönsku myndina Yojimbo eftir Akira Kurosawa í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Sænskur texti. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Hanna Dóra Sturludóttir verður einsöngvari á nýárstónleikum í Salnum, Kópavogi. Með henni leikur átta manna salonhljómsveit sem skipuð er úrvalsliði hljóðfæraleikara, þeim Sig- rúnu Eðvaldsdóttur og Roland Hartwell, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Hávarði Tryggvasyni, Martial Nardeau, Sigurði Ingva Snorrasyni, Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur og Pétri Grétarssyni.  17.00 Austrian Double Reed Qu- artet heldur tónleika í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi.  17.00 Tónleikar verða haldnir í Hveragerðiskirkju á vegum Tónlistar- félags Hveragerðis og Ölfuss til styrktar flygilkaupasjóði félagsins. Á tónleikunum koma fram Jón Hólm Stefánsson tenór, Jörg Sondermann, píanó/orgel, Gréta Salome Stefánsdóttir, fiðla, og Hulda Jónsdóttir, fiðla.  20.00 Íslenska óperan tekur nú aftur upp sýningar á Werther eftir Massenet. Aðeins tvær sýningar eru eftir.  21.00 Tríóið Hvanndalsbræður með Rögnvald Gáfaða í fararbroddi verður með útgáfutónleika á Kaffi 22 á Laugavegi. Leikin verða lög af nýút- komnum diski þeirra félaga sem ber heitið Út úr kú. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Rauðu skórnir eftir H.C. Andersen frumsýnt í Borgarleikhúsinu.  20.00 Ríkarður þriðji eftir William Shakespeare á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.  20.00 Bless fress með Þresti Leó Gunnarssyni í Loftkastalanum.  20.00 Meistarinn og Margaríta eft- ir Búlgakov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sýningin Stefnumót við safnara, verður opnuð í Gerðubergi. Þar sýna ellefu safnarar á öllum aldri brot af gersemum sínum.  15.00 Bjarni Sigurbjörnsson og Svava Björnsdóttir opna samsýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri.  15.00 Sigríður Guðný Sverrisdótt- ir opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16. Sýn- inguna nefnir listakonan Gulur, rauður, grænn og blár. Sýningin standur til 1. febrúar.  16.00 Sýning Ólafs Elíassonar, Frost Activity, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  19.00 Harmonikufélag Reykjavík- ur heldur þorrablót sitt með dúndrandi stórdansleik í Ásgarði, Glæsibæ. Fyrir dansi leika fimm hljómsveitir: Suður- nesjamenn, Stormurinn og hljómsveitir Corina Cubid, Hildar Friðriksdóttur og Ulrics Falkner.  21.00 Línudansball verður á skemmtistaðnum NASA til miðnættis. Frítt er inn.  23.00 Dj B-Ruff og Gísli Galdur sjá um stálborðin í Setustofunni  Sagaklass skemmtir á Players í Kópavogi.  Dj Bjarki Batman á Glaumbar.  Dj Sóley á Vegamótum.  Dj Einar Sonic heldur uppi stemn- ingunni á Bar 11.  Hljómsveitirnar Moody Company og Tenderfoot ásamt Rúnari leika frum- samið efni á Kaffi Puccini við Vitastíg.  Dj Áki verður á efri hæðinni á Pravda á meðan DJ Sóley sér um að stelpurnar fái sitt á neðri hæðinni með RnB og léttu hip hop.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Sóley á Vegamótum.  Hljómsveitin Ný Dönsk heldur ball á Nasa við Austurvöll.  Spilafíklarnir leika fyrir dansi á Rauða Ljóninu, Eiðistorgi.  Spútnik leikur í Pakkhúsinu á Sel- fossi.  New Icon Party verður á Kapital með snúðunum Lewis Copeland, Tommi White og Andrési auk söngvara og fleiri.  Dj Leibbi verður á Dátanum, Akur- eyri.  Rut Reginalds og hljómsveit leika á Fjörukránni í Hafnarfirði.  Dj Matti X heldur uppi gleðinni á Café 22, Laugavegi 22.  Hljómsveitin 3-some spilar á Celtic Cross.  Hljómsveitirnar Mínus, Jan Mayen og Manhattan spila á Grand Rokk.  Danssveitin SÍN leikur á Ránni í Keflavík.  Hermann Ingi jr mun leika fyrir gesti á Café Catalina við Hamraborg.  Atli skemmtanalögga skemmtir á Felix.  Hinni eini sanni Geirmundur Valtýs- son og hljómsveit halda uppi sveiflunni á Kringlukránni.  Dj Benni á Hverfisbarnum. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Ferðafélag Íslands efnir til gönguskíðaferðar með Þorsteini Eiríks- syni. Mæting í Mörkinni 6. Sameinast í bíla og haldið af stað til fjalla. ■ ■ FUNDIR  11.00 Í Norræna húsinu heldur í dag áfram ráðstefna ReykjavíkurAkadem- íunnar undir yfirskriftinni Menningar- stefna, menningararfur, menningarfræði. Gestir ráðstefnunnar og aðalfyrirlesarar eru þau Tony Bennett og Barbro Klein. ■ ■ FÉLAGSLÍF  14.00 Félag eldri borgara í Kópa- vogi efnir til félagsfundar í félagsheimil- inu Gjábakka. Rætt verður um starf félagsins og samskipti við bæjaryfirvöld. Bæjarstjóri Kópavogs og félagsmálastjóri mæta á fundinn.  14.00 Félag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni. Ferðanefndir um utan- lands- og innanlandsferðir halda kynn- ingarfund í Ásgarði, Glæsibæ um fyrir- hugaðar ferðir árið 2004. ■ ■ SÝNINGAR  Jón Gnarr er með myndlistarsýningu í Fríkirkjunni undir nafninu I.N.R.I.  Þrjár sýningar standa yfir í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal sýnir Rósa Gísla- dóttir „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju sýnir Margrétar M. Norðdahl „Annarra manna Staðaldur“ og í Arin- stofu er sýning á nokkrum portrett- myndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu Listasafns ASÍ.  Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir eru með sýningu í Ný- listasafninu sem stendur til 17. febrúar.  Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson er með málverkasýningu á veitingahúsinu Sólón.  Hafsteinn Michael sýnir í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. Þetta er sjöunda einkasýning hans.  Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæ- mund Auðarson og Særúnu Stefáns- dóttur stendur yfir í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrýmið. Auk verka úr safneigninni standa einnig yfir þrjár aðrar sérsýningar í Safni: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Lit- ir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Tvær einkasýningar standa yfir í Gall- erí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarðhæð gallerísins sýnir Sólveig Birna Stefáns- dóttir níu málverk og ber sýningin yfir- skriftina „Reiðtúr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverks- ins. Í kjallara gallerísins er Hulda Vil- hjálmsdóttir, Húdda, með sýninguna „Þegar ég gef þér ritið, tek ég mynd af því með glermyndavélinni.“ Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetningu.  Íris Linda Árnadóttir er með sýningu á Pósthúsbarnum, Pósthússtræti 13.  Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Gall- erí Hlemmi. Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um fegurðina“ og samanstendur af um það bil 10.000 samansaumuðum eyrnapinnum og vídeói. Sýningin stend- ur til 31. janúar.  Þýski myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich er með sýningu í Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23. Sýning Ingo stendur til 8. febrúar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir þema sýning úr verkum Errós í eigu safnsin  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur sýningin Carnegie Art Award 2004, sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu listamönnum Norðurlanda. Sýningin stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er opið 11–17 alla daga nema mánuda  Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn ingin Ferðafuða, sem er sýning á mí túrum eftir fjölmarga íslenska listame Þar stendur einnig yfir sýningin „Myn listarhúsið á Miklatúni - Kjarvalsstaðir 30 ár“. Sýningum lýkur 25. janúar.  Guðbjörg Lind er með málverkas ingu í galleríinu og skartgripaversluni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðmin safnsins stendur yfir sýning í risi Þjó menningarhússins.  Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu og akrílmyndir í nýju galleríi að Tryggv götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.  Sýning á málverkum eftir Braga Á geirsson stendur yfir í forkirkju Hall- grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbun in olíuverk þar sem hann vinnur með ljósið og þau birtuskil sem framunda eru. Sýningin stendur til 25. febrúar.  Í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú sýningin „Í orði og á borði“ sem er sa sýning Freyju Bergsveinsdóttur grafí hönnuðar og Guðrúnar Indriðadóttu leirlistarkonu.  Í Ásmundarsafni stendur yfir sýn in Ásmundur Sveinsson – Nútíma- maðurinn. Þetta er yfirlitssýning hald tilefni af 20 ára afmæli Ásmundarsafn  Sölusýning Péturs Péturssonar á málverkum hjá Val-myndum í Ármúl hefur verið framlengd út janúarmánu Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 34 17. janúar 2004 LAUGARDAG hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 JANÚAR Laugardagur Það eru til alveg ógrynnin öll afVínartónlist. Jóhann Strauss yngri samdi meira en 500 verk. Og bæði pabbi hans og tveir bræður voru líka að semja. Ég veit ekki hvað þeir sömdu marga valsa og polka þessir menn. Þannig að það er úr nógu að velja,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari. Hún stendur ásamt eigin- manni sínum, Sigurði Ingva Snorrasyni klarinettuleikara, fyr- ir Vínartónleikum í Salnum í Kópavogi síðdegis í dag. „Sigurður bjó í sex ár í Vín og spilaði feiknamikið af þessari tón- list. Hann þekkir þennan stíl út í æsar,“ segir Anna Guðný. „Það er svo mikill þokki yfir þessari tón- list og það stendur ekkert allt saman í handritunum. Maður tog- ar kannski aðeins í tempóið á e um stað og leyfir því að ha áfram á fullu annars staðar. Þe verður maður bara að þekkja.“ Þau hafa haldið Vínartónle árlega um nokkurt skeið, og h þeir verið með ýmsu móti. þessu sinni verða þau með á manna salonhljómsveit, sem sk uð er þeim Sigrúnu Eðvaldsdót og Roland Hartwell, Brynd Höllu Gylfadóttur, Háva Tryggvasyni, Martial Narde Sigurði Ingva Snorrasyni og Pé Grétarssyni, auk Önnu og Sigu ar. Einnig kemur Hanna D Sturludóttir sópran til lands sérstaklega til þess að syngja m á þessum tónleikum. Tónleikarnir verða síðan e urteknir á morgun. ■ Vínarsveifla í Salnum ■ TÓNLEIKAR HANNA DÓRA, ANNA GUÐNÝ OG SIGURÐUR INGVI Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur ásamt átta manna salonhljómsveit á Vínartónleikum í Salnum í Kópavogi, bæði í dag og á morgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.