Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 11
12 17. janúar 2004 LAUGARDAG ■ Andlát ■ Afmæli Rússneskar herdeildir frelsuðuVarsjá, höfuðborg Póllands, und- an hernámi Þjóðverja þann 17. janú- ar 1945. Loftárás Þjóðverja á borg- ina þann 1. september 1939 markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar þannig að Varsjá hafði verið vígvöll- ur og í brennidepli allt frá stríðs- byrjun. Umsátur þýska hersins, sem fylgdi í kjölfar árásarinnar, kostaði tugi þúsunda Pólverja lífið og sögu- frægir staðir og byggingar voru lögð í rúst. Borgarbúar voru rafmagns-, vatns- og matarlausir og gáfust upp 27. september. Það var í ágúst árið 1944 sem Rússar fóru að hrekja Þjóðverja í vesturátt og tóku stefnuna á Varsjá. Pólska heimavarnarliðið óttaðist að Rússarnir myndu ekki aðeins flæma Þjóðverjana á braut heldur leggja borgina undir sig í framhaldinu. Pól- verjar gerðu því uppreisn í von um að geta frelsað borgina sjálfir með fulltingi bandamanna. Rússarnir sátu hins vegar hjá og leyfðu Þjóðverjum að brjóta and- spyrnuna niður áður en þeir blönd- uðu sér í málið þannig að það var hægðarleikur fyrir Stalín að gera Pólland að leppríki að stríðinu loknu. Íbúar Varsjár voru um það bil 1,3 milljónir fyrir stríð en þegar Rúss- arnir komu voru ekki nema 153.000 manns eftir. ■ Ingimundur Kristjánsson, Yrsufelli 5, Reykjavík, lést föstudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Þorsteinsdóttir, Skúlagötu 40, lést miðvikudaginn 14. janúar. Rósa Ingibjörg Jafetsdóttir, Erluhrauni 6, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 13. jan- úar. Þorsteinn Sveinsson, Jakaseli 26, Reykjavík, lést miðvikudaginn 14. janúar. Þórarinn Magnússon, frá Hátúnum, lést miðvikudaginn 14. janúar. 13.30 Ólöf Jónsdóttir, Heiðarvegi 3, Sel- fossi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju. 14.00 Gunnar Guðlaugsson, Hnaukum, Álftafirði, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju. 14.00 Kristín Ólafsdóttir, Túngötu 37, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju. 14.00 Óskar Andri Sigmundsson verð- ur jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Ragnar Júlíus Sigfússon frá Skálafelli verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju. 14.00 Sigurður B. Guðnason frá Sand- gerði, Hörðalandi 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá safnaðar- heimilinu í Sandgerði. JIM CARREY Maðurinn með gúmmíandlitið fæddist á þessum degi árið 1962. 17. janúar ■ Þetta gerðist 1806 James Madison Randolph, ba barn Thomas Jefferson, for Bandaríkjanna, verður fyrsta ba til að fæðast í Hvíta húsinu. 1893 Liliuokalani, drottning á Hawaii salar sér krúnunni vegna þrýst frá eigendum sykurekra og skiptajöfrum. 1916 Samband atvinnugolfspilara stofnað í New York. 1945 Sænski sendifulltrúinn Raoul W lenberg, sem bjargaði þúsund gyðinga í seinni heimsstyrjöld hverfur á meðan hann er í vö Rússa. 1946 Öryggisráð Sameinuðu þjóða kemur saman í fyrsta sinn. 1991 Bandarísk Patriot-flaug skýtur n fyrstu Scud-flaug Íraka. 1995 Rúmlega 6.000 manns farast í stiga jarðskjálfta sem skók Kob Japan. 2000 Lyfjafyrirtækin Glaxo Wellcome SmithKline Beecham tilkynna áf um samruna sem felur í sér stof stærsta lyfjafyrirtækis í heimi. RÚSTIR HÖFUÐBORGAR Roman Polanski fjallaði um hernám Varsjár í mynd sinni The Pianist. Rússar frelsuðu borgina á þessum degi 1945. Rússar ná Varsjá VARSJÁ FRELSUÐ ■ Rússneski herinn náði höfuðborg Póllands úr klóm Þjóðverja. Borgin var rústir einar eftir árás, umsátur og hersetu Þjóðverja og mannfall meðal óbreyttra borgara var gríðarlegt. 17. janúar 1945 Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, er 53 ára. Sigurjón M. Egilsson blaðamaður er 50 ára. Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur er 41 árs. Hugrakkur eins og ljón, kænn eins og refur Hann er almennt bara einstaktljúfmenni og hefur alltaf ver- ið,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöf- undur um afmælisbarn dagsins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, formann Sjálfstæðisflokksins og skáld, sem er 56 ára í dag. Davíð varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1982, aðeins 32 ára, og hélt því embætti í níu ár, allt þar til hann varð forsætisráð- herra árið 1991. Davíð hefur því verið forsætisráðherra í tæp þrettán ár, lengst allra kjörinna vestrænna þjóðarleiðtoga sem nú eru við völd, en nú lítur út fyrir að þetta verði síðasti afmælisdagur hans í embætti, að minnsta kosti í bili. Þrátt fyrir að Davíð sé langt í frá óumdeildur, eins og sést í skoðanakönnunum, voru þeir sem Fréttablaðið hafði samband við sammála um ljúfmennsku hans og afburðahæfileika til stjórn- málaforystu. „Davíð Oddsson er tvímæla- laust merkasti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa átt. Ég ber mesta virðingu fyrir hans ein- földu og skýru sýn sem felst í því að hann vill fyrst og fremst auka svigrúm og gildi einstaklinganna í landinu,“ segir Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. „Umfram allt er Davíð óvenju heilsteyptur einstaklingur sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er ekki búinn til af ímyndarsérfræðingum eða skoð- anakönnunum en dapurlegustu stjórnmálamennirnir eru þeir sem aldrei taka af skarið af ótta við að ögra einhverjum.“ „Afmælisósk mín til Davíðs er að hann haldi áfram að veita þjóð- inni forystu, því ekki er vanþörf á,“ segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor. „Þetta er ein- dregin ósk mín og margra ann- arra.“ Um persónu Davíðs segir Hannes að um sé að ræða óvenju- legan mann með venjulegar skoð- anir. „Hann er frjálslyndur íhalds- maður í eðli sínu og hlynntur forn- um gildum fjölskyldu og kirkju. Hann hefur þá eiginleika sem Macchiavelli sagði lýsa góð forystumönnum, að vera hugra ur eins og ljón og kænn eins refur, því hann er mjög snjall le andi á vellinum. Þeir sem þek Davíð vel vita hversu vel innræ ur hann er og ljúfur og því be sem ég hef kynnst honum, því b ur líkar mér við hann. Ég ef ekki um að dómur sögunnar á e ir að vera sá að hér fari einn me leiðtogi sem við höfum átt.“ ■ Músunum úthýst eftir viðgerðir Tilhlökkunin er mikil hjá okk-ur,“ segir Saga Jónsdóttir, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú í lok mánaðarins standa vonir til þess að hún og annað starfsfólk leikfélagsins fái að nýju gamla Samkomuhúsið, sem í vetur hefur gengið í gegnum miklar breyting- ar. „Við höfum starfað í allan vet- ur á Smíðaverkstæði Leikfélags- ins, sem er ekki mjög gott hús- næði, bæði kalt og ekki mjög hent- ugt til æfinga. En við höfum látið okkur hafa það.“ Fyrir leikarana munar sjálf- sagt mest um nýju búningsher- bergin. Þau gömlu voru rifin nið- ur, „enda héldu þau hvorki vatni né vindum, og alls ekki músum. Það var ansi mikið af músum að trítla yfir lappirnar á okkur þar“. Einnig hefur verið sett lyfta í húsið, sem breytir miklu fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að komast upp brattan stigann. „Svo er búið að breyta bæ miðasölunni og veitingaaðst unni. Þetta verður allt annað.“ Æfingar eru þegar hafnar Draumalandinu, nýju leikriti e Ingibjörgu Hjartardóttur, s frumsýnt verður í byrjun mars „Þetta er spennusaga úr nút anum,“ segir Saga, sem er leikenda ásamt þeim Skúla Gau syni, Hildigunni Þráinsdóttur Þráni Karlssyni. Leikstjóri er Þ steinn Bachmann. ■ ■ Jarðarfarir Afmæli DAVÍÐ ODDSSON ■ er 56 ára í dag. Samkvæmt stjórnar- sáttmála er þetta síðasti afmælisdagur hans í embætti. Leikhús LEIKHÚS Í ENDURNÝJUN ■ Samkomuhúsið á Akureyri hefur verið lokað í vetur vegna viðgerða og endurbóta. Á meðan hafa leikarar Leikfélags Akureyrar notast við Smíðaverkstæðið til æfinga. SAMKOMUHÚSIÐ Á AKUREYRI Verður opnað 6. mars eftir miklar endurbætur á húsinu með frumsýningu á nýju íslensku leikriti. SAGA JÓNSDÓTTIR „Mikil tilhlökkun.“ DAVÍÐ ODDSSON Á árum sínum sem forsætisráðherra hefur hann einnig gefið út smásagnasöfnin Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar og Stolið frá höfun stafrófsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.