Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 20
UGARDAGUR 17. janúar 2004 HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR asmír er draumaáfangastaður hennar en þar dvaldi hún eitt umar fyrir fimmtán árum og varð ástfangin af landi og þjóð. asmír er draumastaður Hildar Helgu Sigurðardóttur: Varð ástfangin af landi og þjóð Kasmír á Indlandi er yndisleg-asti staður sem ég hef komið “ segir Hildur Helga Sigurðar- tir. „Kasmír er uppi í Himalaja- lunum og þaðan voru Nehru og ira Gandhi ættuð. Ég var þarna lt sumar fyrir einum fimmtán m og heillaðist mjög, enda eru smírbúar einstaklega heillandi k. Þeir eru fallegir, bæði í útliti hið innra, og hafa tignarlega og lega framkomu. Ég varð ást- gin af landi og þjóð.“ Hildur Helga segir Kasmír ein- klega fallegt land: „Þarna eru kil vatnahéruð. Vötnin hjá þeim eins og þjóðvegir hjá okkur. er ótrúleg lífsreynsla að ferð- eftir vötnunum. Þar rekst ður á alla mannlífsflóruna. r eru líka með mikið af húsbát- um og ég bjó einmitt í einum slík- um úr útskornum sedrusviði. Þvottahúsið og kaupmaðurinn á horninu og allt annað sem maður þarfnast kom til manns á bátum. Svo sveimuðu litlir kólibrífuglar yfir vatnsfletinum. Nú er mikil og ógurleg óöld í Kasmír, sem er orðið eitt hættu- legasta svæði í heiminum fyrir vestræna ferðamenn. Ef ég ætti mér einhverja ósk þessu fallega landi til handa þá væri það að þar kæmist aftur á friður. Maður hef- ur sterkar taugar til landa sem maður hefur komið til og finnur sterkt til með þeim sem maður hefur verið í sterku nábýli við. Ég lít á Kasmírbúa sem vini mína og syrgi mjög hvernig komið er fyrir þeim.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.