Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 37
38 17. janúar 2004 LAUGARDAG Þeir sem fylgdust með afhend-ingu Íslensku tónlistarverð- launanna hafa líklegast orðið var- ir við gleði rokksveitarinnar Mín- us þegar piltarnir tóku við verð- laununum fyrir bestu plötu ársins. Með þeim á svið fór Birgir Örn Thoroddsen upptökustjóri, eða Bibbi Curver eins og hann er kall- aður. Hann sat svo við trommusett- ið þegar rokkararnir ráku hávært smiðshöggið á hátíðina. Þakklæti Mínus-manna í garð Bibba er greinilega gífurlegt, því hann fékk að eiga verðlaunastytt- una að hátíð lokinni. „Þetta var virðingar- og þakk- lætisvottur fyrir samstarf okkar,“ útskýrir Bibbi. „Þetta var gert í samvinnu okkar sex auk Ken Thomas. Ég hef verið að vinna með þeim í framleiðslunni. Líka þessari sköpunarlegu hlið, ekki bara sem hljóðmaður. Ég er að reyna hjálpa þeim og styðja þá í því að reyna búa til einhvern hljóð- heim í kringum þá. Ég reyni að hjálpa þeim við að beisla þennan listræna kraft sem þeir búa yfir á þann stað sem þeir vilja fara.“ Upptökur á Halldór Laxness, sem er þriðja breiðskífa Mínus, fóru að mestu leyti fram í janúar á síðasta ári. Nafnið var valið um svipað leyti í fyrstu tónleikaferð sveitarinnar til Bretlands árið 2002. Bibbi segir samstarfið hafa verið yndislegt, þroskandi og skemmtilegt. Hann vonast til að það haldi áfram. „Við höfum unn- ið mikið saman á tónleikasviðinu. Höfum haldið tvo þriggja stunda spunatónleika á Nýlistasafninu og Listasafni Reykjavíkur. Þá kom ég meira inn í þetta sem Curver, að spila með þeim. Það er á dag- skrá að vinna úr þeim tónleikum þar sem þeir voru teknir upp.“ Bibbi geymir verðlaunastytt- una í stúdió Tíma. „Kannski var það líka bara praktískt atriði þeir gáfu mér styttuna. Þeir h ekki viljað velja sín á milli og er hlutlaus. Mér þykir samt m vænt um þetta. Við eigum ha allir, en ég geymi hana hér,“ se Bibbi og ljómar að lokum. ■ Tónlist MÍNUS OG BIBBI CURVER ■ Piltarnir í Mínus þökkuðu upp- tökustjóra Halldór Laxness fyrir sig með því að gefa honum verðlaunastyttuna sem þeir fengu fyrir plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fréttiraf fólki Upptökustjórinn fékk styttuna Idol-stjörnuleitin átti hug þjóð-arinnar í gær en þessu undar- lega sjónvarpsmenningarfyrir- bæri virðist hafa tekist að brúa kynslóðabilið og brjóta alla múra há- og lágmenningar. Keppnin hreyfði í það minnsta við nemendum við Háskóla Ís- lands en andstæðu fylkingarnar Röskva og Vaka slógu báðar upp veglegum Ídol-partíum. Sam- komurnar voru auglýstar ræki- lega á veggjum bygginga skól- ans en Röskvuliðar lögðu kosn- ingaskrifstofu sína undir her- legheitin og háskælingar gátu óhikað fylgst með örlögum stjörnuefnanna í góðum félags- skap, óháð skoðunum í stúd- entapólitíkinni. Danskur blaðamaður semmætti á blaðamannafund hjá Ólafi Elíassyni myndlistarmanni í gær notaði tækifærið til að grennslast fyrir um sannleiks- gildi tveggja kjaftasagna um ís- lenska kvikmyndargerðarmenn, hjá kollegum sínum á Íslandi. Þær sögur ganga nefnilega fjöll- um hærra í Danmörku að tveir íslenskir leikstjórar keppist nú um að kvikmynda lengri jarðar- fararsenur og ekki síður að þekktur leikstjóri hafi boðið til frumsýningar nýlega en stigið svo á svið og tilkynnt gestum að ekkert yrði af sýningu myndar- innar þar sem hún hefði ekki fengið nægilega háan styrk. Íslendingarnir komu af fjöllum og kannast ekki við þessar skemmtilegu sögur. Jón Ólafsson tónlistarmaðurman ekki eftir eins annasamri helgi og þessari. Á dagskránni fyrir helgi voru Idol-stjörnuleit, tvö böll, generalprufa og frum- sýning á Chicago. Hann viður- kennir að finna fyrir kvíða. „Bjössi er á landinu og því er ég að spila alla helgina með Nýdönsk á Nasa,“ segir Jón. „Við höfum ekki spilað í um tvö ár. Bjössi dúkkaði allt í einu upp hérna, öllum að óvörum. Það eru svo margir búnir að vera spyrja hvort við séum hættir. Við verð- um að slá á það. Maður hættir aldrei.“ Björn Jörundur er fluttur til Brasilíu þar sem hann hefur ver- ið að sýsla ýmislegt upp á síðkastið. Honum hefur greini- lega langað mikið á hljómsveitar- æfingu, því leiðin á Klakann er löng. „Við vonumst til að einhver vilji koma og syngja með lögun- um. Því stuðið hjá okkur felst ekkert endilega í hraða laganna, heldur frekar textunum. Stuðið hjá okkur mælist í söng, frekar en hraða.“ Jón fer líklegast dálítið ringlaður upp á svið í kvöld, því í dag er generalprufa fyrir söng- leikinn Chicago, sem er frum- sýndur á morgun í Borgarleikhús- inu. Jón sér um tónlistarstjórn í sýningunni. „Ég verð að passa mig á því að ganga hægt um gleð- innar dyr. Þetta er sennilega mest bissí helgi hjá mér á árinu. Þetta er búið að vera svo mikil syrpa. Svo hef ég séð um undirleikinn fyrir Idol, og það var líka að klár- ast í vikunni.“ Jón viðurkennir að líða hálf undarlega þegar hann hefur lítið að gera. Hann er þó ákveðinn í því að tileinka næstu viku meiri ró- legheitum. „Það er engin regla fyrir því hvað ég geri venjulega á laugardagskvöldum. Stundum leigi ég DVD, fer í leikhús, fæ mér eitthvað gott að borða eða annað. Ég reyni að rækta andann. Svo eru alltaf einhverjar veislur og afmæli á þessum dögum. Ég held að það sé enginn laugardagur líkur öðrum í mínu lífi,“ segir Jón að lokum og hlýtur að teljast heppinn með það. ■ Ingólfur Margeirsson, sagn-fræðinemi og fyrrum ritstjóri, skrifar pistil á Kreml.is undir fyrirsögninni Hvernig sam- félag viljum við og Samfylkingin? En líkt og oft áður er lítið um svör þegar stó er spurt. Kremlólógar geta þó talið sig lesa ýmislegt um stöðu Samfylkingar innar í dag og framtíðarsýn hennar út úr f irsögn Eiríks Bergmann sem birtist þar str á eftir. Hans svar virðist ve hreinskilið: Ég veit það ekki. Hann er einn áhrifamesti murinn í norskum stjórnmál um, það kannast enginn við han og hann er íslenskur. Hún er ei hvað á þessa leið lýsingin á Hann- esi Hafstein, for- seta Eftirlits- stofnunar EFTA, í norska blaðinu Aftenposten. Þar er sagt frá Hann- esi sem tók við forsetastólnum um síðustu áramót og rifjað up að Noregur og Ísland hafi deilt um hvort landið skyldi eiga for setann. Sjálfur ber Hannes á m því að hann hafi svo mikil áhri hann sé aðeins einn af þremur stjórnendum stofnunarinnar, se allir hafi álíka áhrif. Nokkuð se Aftenposten virðist ekki alls kostar sammála. BIBBI CURVER Bibbi geymir styttuna sína í Stúdíó Tím þar sem hluti af gerð plötunnar fór fra Mínus heldur í kvöld útgáfuhátíð veg smáskífunnar Angel in Disguise á Grand Rokk. Lifandi skemmtun Sirkus Homma Tomm & Stella Andrea Gylfa ásamt fleiri gestum Húsið opnar kl. 21:00 Ekta gay dansæfing frá miðnætti, við diskaþeytingar Skjaldar & Steina Miðaverð + einn bjór 1.500 Allur ágóði af miðasölu rennur til Hinsegin daga HoMmAhOpP & LeSbÍuSkOpP HINSEGIN DAGAR REYKJAVÍK GAY PRIDE kynna Í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 17. janúar 2004 becks.is -heitur vefur ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Valur Ásbjörnsson Spirit Guðjón Guðmundsson Lárétt: 1 ýti undir, 5 kveikur, 6 vitlaus, 7 rykagnir, 8 hjúp, 9 fall, 10 ullarhnoð 12 flana, 13 hestur, 15 verkfæri, 16 farkostur, 18 meyrt. Lóðrétt: 1 farartæki, 2 skjól, 3 keyri, 4 opinberir starfsmenn, 6 sómann, 8 djöfla, 11 beiðni, 14 ásynja, 17 más Lausn. étt: 1 hvet,5rak,6ær, 7ar, 8áru, run,10ló,12ana,13ess,15al, skip,18fúið. ðrétt: 1hraðlest,2var, 3ek,4bruna- 6æruna,8ára,11ósk,14sif, 17pú. 1 5 6 7 8 13 15 17 14 18 2 3 11 9 1210 4 Fréttiraf fólki Laugardagskvöld JÓN ÓLAFSSON ■ er að upplifa mjög annasama helgi. Tvö böll með Nýdönsk, Idol klárað, generalprufa og frumsýning Chicago þar sem Jón sér um tónlistarstjórn. Mest bissí helgi ársins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Augun Hann fylgist náið með stóru olíu- félögunum og þrátt fyrir sakleys- isglampann leynist hugrakkt rán- dýr á bak við augun. Hver á þau? Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu. JÓN ÓLAFSSON „Stuðið hjá okkur mælist í söng, frekar en hraða.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.