Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2004, Qupperneq 5

Fréttablaðið - 17.01.2004, Qupperneq 5
6 17. janúar 2004 LAUGARDAG ■ Stjórnmál ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.05 0.56% Sterlingspund 127.03 -0.34% Dönsk króna 11.76 -0.70% Evra 87.59 -0.67% Gengisvísitala krónu 120,70 -0,28% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 538 Velta 7.639 milljónir ICEX-15 2.288 0,73% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands hf. 726.750.785 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 237.367.866 Íslandsbanki hf. 212.924.767 Mesta hækkun Eimskipafélag Íslands hf. 8,55% Nýherji hf. 5,88% Landsbanki Íslands hf. 4,92% Mesta lækkun Líf hf. -1,25% SÍF hf. -1,01% Flugleiðir hf. -0,80% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.560,1 0,1% Nasdaq* 2.125,4 0,8% FTSE 4.479,0 0,5% DAX 4.113,1 1,1% NK50 1.387,8 0,2% S&P* 1.135,3 0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Sandgerðingar vildu kaupa til sínaftur helming þess kvóta sem þeir misstu þegar Miðnes í Sandgerði var sam- einað HB. Hvað heitir bæjarstjórinn í Sandgerði? 2Hvað heitir bandaríska könnunar-farið sem er lagt af stað í leiðangur um yfirborð reikistjörnunnar Mars? 3Hvaða fyrrum þingmaður hefur veriðráðinn í atvinnurekstrardeild hjá Hagstofu Íslands? Svörin eru á bls. 38 LOÐNUVEIÐAR „Það er gríðarlega mikilvægt að ná utan um mæling- arnar og því var þetta samkomu- lag gert,“ sagði Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, og vísaði til samkomulags milli LÍÚ, Hafrannsóknastofnun- arinnar og sjávarútvegsráðuneyt- isins um vöktun loðnumiðanna. Ákveðið er að 16 loðnuskip skiptist á að vakta loðnumiðin þar til að rannsóknaskipið Árni Frið- riksson RE fer til loðnuleitar í næstu viku. Fjögur skip verða úti í einu, þrjá daga í senn. Fyrstu skip- in eru þegar farin á miðin en þau hafa leyfi til þess að taka sýni, hvort heldur er í nót eða troll. „Það sem vekur okkur vonir um að loðnan sé þarna, er að í sumar var veiðin góð. Skipstjórar sáu mikið af henni. Veiðibannið sem sett var á í vikunni er gríðarlegt áfall fyrir okkur. Loðnan er í besta ástandi til bræðslu um þessar mundir og sömuleiðis fyrir fryst- ingu á Rússlandsmarkað. Og þó að frysting á Japansmarkað hefjist í febrúar þá bætum við ekki þennan tíma upp. Tapið vegna þessa nem- ur hundruðum milljóna króna,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson. ■ VIÐSKIPTI Greiningardeildir allra bankanna gagnrýna kaup inn- herja í Eimskipafélaginu á sama tíma og upplýsingar um áhrif stórviðskipta á efnahag félagsins. Þessi viðskipti eru talin draga úr trúverðugleika markaðarins. Samson Global sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Kristinssonar keyp- tu hlut í Eimskipafélaginu, eftir tilkynningu um sölu HB og ÚA. Þá keyptu félög tveggja stjórnar- manna, þeirra Þórðar Magnús- sonar og Baldurs Guðnasonar hluti í félaginu. Eigendur Sam- sonar sitja ekki í stjórn félagsins og teljast því ekki til innherja nema að því marki að þeir hafi upplýsingar umfram almenna fjárfesta. Staða þeirra er háð túlkun. Stjórnarmenn eru hins vegar fruminnherjar og lúta regl- um um slík viðskipti. Eftir að við- skiptin voru kunngerð tilkynnti Eimskipafélagið um kaup á norsku skipafélagi. Þær upplýs- ingar voru ekki kunnar markaðs- aðilum fyrr en eftir lokun mark- aða á fimmtudag. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar segir viðskiptin hafa verið skoðuð frá sjónarhóli Kauphallarinnar. „Niðurstaðan var sú að mikilsverðustu upplýs- ingarnar um áhrif viðskiptanna á félagið væru komnar fram og því ekki ástæða til þess að setja félag- ið á athugunarlista.“ Hann vísar að öðru leyti á Fjármálaeftirlitið hvað varðar skoðun á innherja- viðskiptunum. Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill ekkert tjá sig um það hvort þessi viðskipti verði tekin til skoð- unar hjá eftirlitinu. Magnús Gunnarsson, stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, vís- ar því á bug að ónógar upplýsing- ar hafi legið fyrir um söluna á fyr- irtækjum Brims. Hann segir stjórnina hafa farið yfir það hvort þessi viðskipti væru lögleg og sú hafi verið niðurstaðan. Aðspurður um það hvort þetta hafi áhrif á traust og trúverðugleika segir Magnús að hann vilji ekki svara fyrir það, enda ekki sjálfur átt í neinum viðskiptum. „Innan stjórnarinnar hefur verið rætt um að félagið setji sér sjálft reglur um slík viðskipti. Það er þekkt erlendis að fyrirtæki geri strang- ari kröfur um viðskipti innherja en lög segja til um.“ haflidi@frettabladid.is Verkalýðsfélag Akranes Mikilli óvissu eytt VIÐSKIPTI Stjórn Verkalýðsféla Akraness fagnar því að Gra og HB-fjölskyldan skuli h komist að samkomulagi um ka á eign Brims í Haraldi Böðva syni, og vonar að þeirri mi óvissu sem ríkt hefur um st sjómanna og fiskvinnslufólks Akranesi, hafi þar með end lega verið eytt. Stjórn Verkalýðsfélags Ak ness skorar jafnframt á núv andi eigendur, að sjá til þess sú rekstrareining sem hefur v ið starfrækt hér á Akranesi árinu 1906, verði áfram tryg um ókomna framtíð. ■ BRUNI Rannsókn hefur leitt í ljós að kviknað h út frá kertaskreytingu. Suðureyri: Bruni rakinn til kerta- skreytingar BRUNI Rannsókn á eldsupptöku sem urðu við Stefnisgötu á Suð eyri aðfaranótt þriðjudags, er l ið. Í ljós kom að kviknað hafði frá kertaskreytingu sem ha verið logandi fyrr um kvöldið. Lögreglan vill biðja fólk huga vel að kertaskreytingum því sem næst er. Þá er fólk hv til þess að huga að reykskynj um, hvort þeir séu virkir, og fjöldi þeirra sé nægjanlegur. ■ Olíufélögin: Óljóst með frestinn SAMKEPPNI „Þau hafa óskað e frekari frest en ekki verið te afstaða til þess,“ segir Guðmu ur Sigurðsson, forstöðumað samkeppnissviðs Samkeppn stofnunar, um gang mála s snúa að meintu ólöglegu samr olíufélaganna. Félögin hafa hv og eitt frest fram í miðjan næ mánuð til að svara þeim efn atriðum sem koma fram í sei hluta frumskýrslu Samkeppn stofnunar. Þar er fjallað um ma aðsskiptingu og verðsamráð. Guðmundur segir að eng frekari viðræður hafi farið fr um sektargreiðslur félaganna e ir að upp úr þeim slitnaði á m vikudag fyrir hálfri annarri v síðan. ■ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR STÆRSTUR Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,5% atkvæða ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Viðskiptablaðsins. Samfylkingin fengi 25,5%, Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 13,8% hvor og Frjáls- lyndi flokkurinn 2,7%. 600 manns voru spurðir og svarhlutfall 57%. Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu GENGIÐ FRÁ KAUPUM Gengið hefur verið frá endanlegum kaupsamningi vegna kaupa Pharmaco á 90% hlut í tyrk- neska lyfjafyrirtækinu FAKO. Áreiðanleikakönnun er lokið og öllum fyrirvörum vegna kaupa- nna hefur verið aflétt. FAKO mun koma inn í samstæðuuppjör Pharmaco frá 1. janúar 2004 Loðnuleit hafin á ný: Sjómenn vakta miðin VAKTA MIÐIN Samkomulag hefur tekist milli LÍÚ, Hafrannsóknastofnunarinnar og sjávar- útvegsráðuneytisins um að vakta loðnu- miðin. 16 skip vakta miðin, fjögur í senn. Bankarnir átelja viðskipti innherja Kaup innherja í Eimskipfélaginu á sama tíma og félagið gengur í gegn- um miklar breytingar eru harðlega gagnrýnd. Forstjóri Kauphallarinn- ar segir ekki ástæðu til aðgerða frá hennar sjónarhóli. GAGNRÝNI Greiningardeildir bankanna eru ósáttar við upplýsingagjöf vegna stórviðskipta Eimskipafélagsins og telja innherjaviðskipti í kjölfarið gagnrýniverð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.