Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 15
16 17. janúar 2004 LAUGARDAG Hann hefur alltaf verið ljúfur og þægilegur í umgengniog sérlega geðgóður,“ segir Stefanía Þorsteinsdóttir um son sinn, Gunnar Berg Viktorsson stórskyttu. „Hann var sér- lega skemmtilegt barn með gott skap og hafði aldrei nein unglingavandamál. Hann er oftast mjög léttur og ekki alltaf að deyja úr áhyggjum.“ Gunnar Berg er langyngstur þriggja bræðra og að sögn móður hans vilja eldri bræðurnir meina að hann sé að vissu leyti of- dekraður. Þorsteinn bróðir hans var í handbolta og endaði feril sinn hjá Aftureldingu. „Hann hlýtur að hafa fengið íþrótta- genið frá pabba sínum, sem var í fótbolta. Ég var rétt að gutla í handbolta en varla hægt að hafa orð á því,“ segir Stefanía, sem vissi varla af því til að byrja með að sonur hennar væri farinn að æfa handbolta. „Ég frétti það allt í einu úti í bæ að hann væri orðinn góður. Hann fór ungur út í höll að æfa og var þar öllum stundum. Hann var líka mjög vel geymdur þar.“ Stefanía hefur trú á að landsliðið eigi eftir að ná langt á Evrópumótinu. „Ég heyrði í Guðjóni Val og Einari Erni í Lífs- auganu á Bylgjunni um daginn og þar var kona sem spáði liðinu einu af þremur efstu sætunum. Ætli ég verði ekki að reyna að trúa því,“ segir Stefanía. Ljúfur og þægilegur Hann er rólegur, traustur og þolinmóður,“ segirUnnur Jónasdóttir, móðir Guðmundar Hrafn- kelssonar landsliðsmarkvarðar sem leikur með Kronau-Östringen í Þýskalandi. Unnur segir Guð- mund alla tíð hafa verið rólegan en kátan dreng. „Það voru engin vandræði með hann,“ segir hún. Guðmundur er annar í röðinni af fimm systkin- um, á tvo bræður og tvær systur. „Pabbi hans var fyrir íþróttir en lék ekki sjálfur,“ segir Unnur en skellir upp úr og neitar því alfarið aðspurð hvort hún hafi leikið handbolta. Guðmundur hóf ungur að æfa knattspyrnu áður en hann sneri sér að handboltanum. Hann var alinn upp hjá Fylki en lék lengst af með Val hér heima. „Hann eyddi öll- um frístundum í íþróttir. Við komumst nú lítið á leiki til að horfa á hann enda með mörg börn,“ segir Unnur, sem hefur þó gaman af handbolta og segir hann skemmti- legri en fótbolta. Unnur segir að ekki megi geri of miklar kröfur til landsliðsins á Evrópumótinu. „En ég vona það besta og mun hugsa vel til þeirra,“ segir hún. Rólegur og traustur Hann er mjög traustur og góður strákur sem er tilfyrirmyndar,“ segir Jóna Vernharðsdóttir, móðir Reynis Reynissonar landsliðsmarkvarðar. „Hann er rólegur en mikill húmoristi sem leynir á sér. Hann er jafnframt duglegur og metnaðarfullur.“ Jóna Þórunn segist aldrei hafa dottið í hug að Reynir myndi leika í marki í handbolta. Þegar hann var yngri lék hann bæði í horninu og sem skytta úti. Jóna Þórunn segir Reyni mikið íþróttafrík. Hann byrj- aði snemma að æfa handbolta og var einnig góður í fótbolta. Þá þykir hann liðtækur í badminton og golfi og þar að auki góður skákmaður. Fjölskylda Reynis hefur verið iðin við íþróttaiðkun og leggja systkini hans stund á ýmsar greinar, svo sem knattspyrnu, handbolta, golf og badminton. Jóna Þórunn æfði handbolta sem unglingur en stundar nú bad- minton og golf líkt og Reynir, faðir Reynis Þórs. Jóna Þórunn hefur mikla trú á landsliðinu á Evrópumótinu. „Þeir eiga að sjálfsögðu eftir að vinna mótið. Á maður ekki annars að vera bjart- sýnn?“ segir hún. Traustur og duglegur Það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann fljótt ogákveðið. Hann er mjög skipulagður og hefur heilmikinn bolta í sér,“ segir Ragnheiður Lárusdóttir um son sinn, Dag Sigurðsson landsliðsfyrirliða. „Þegar hann var sjö ára sagðist hann ætla að verða atvinnumaður og það gekk eftir. Hann æfði bæði handbolta og fótbolta og náði strax ágætis árangri í báðum greinum. Hann var meðal annars í unglinga- landsliðinu í knattspyrnu þegar hann tók ákvörðun um að einbeita sér að handboltanum.“ Dagur á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Faðir hans, Sigurður Dagsson, er fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og Ragnheiður var í gull- aldarliði Vals í handbolta og lék um árabil með landsliðinu. „Það er oft eins og börnin mín séu eingetin því það er alltaf talað um að þau séu börn Sigurðar. En ég á sennilega fleiri verðlaunapeninga en hann,“ segir Ragnheiður hlæjandi. Ragnheiður telur möguleika Íslands á Evrópumótinu ágæta. „Þetta er gríðarlega sterkt mót og hver leikur mikil- vægur. Þótt það séu fá lið eru þau öll góð. Það væri auðvitað gaman að komast á verðlaunapall en ég held að liðin sem lenda í fimm efstu sætunum séu öll svipuð að styrkleika. Það er dagsformið sem skiptir máli og svo spilar heppnin líka inn í. Ég er samt alltaf bjartsýn.“ Skipulagður og ákveðinn Hann býr yfir miklu keppnisskapi en almennt er hann afskaplega ljúf-ur og góður. Þetta er svona kalt mat og hlutlaust,“ segir Guðrún Ína Einarsdóttir, móðir Guðjóns Vals Sigurðssonar hornamanns. „Guðjón hefur alltaf verið þægilegur og ljúfur og vill ekki neinum illt. Það mætti segja að með keppnisskapinu nái hann þeim takmörkum sem hann ætlar sér.“ Guðrún Ína segir að Guðjón hafi ekki ver- ið með bestu leikmönnum í yngri flokkum, hafi yfirleitt verið varamaður eða í b-liðun- um, en hann hafi lagt hart að sér með góð- um árangri. „Guðjón var fimm ára þegar hann byrjaði í fótbolta. Hann hóf svo að æfa handbolta þegar hann var sjö ára og lagði knattspyrnuskóna á hilluna þegar hann var sautján.“ Guðrún Ína segist ekki hafa verið mikil íþróttamanneskja á sínum yngri árum. Hún telur Guðjón Val hafa fengið íþróttagenið frá afa sínum, sem var knattspyrnudómari og var á sínum tíma Íslandsmeistari í sund- knattleik. Langafi hans var einnig mikill afreksmaður í langhlaupum. Guðrún Ína fylgdi syni sínum á hvert mótið á fætur öðru þegar hann var yngri. „Það er varla til það íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu sem ég hef ekki komið í,“ segir hún. Henni líst vel á Evrópumótið enda hafi liðið staðið sig frábærlega undanfarið. „Ég vona bara að það verði allir heilir á mótinu. En á ég ekki að vera bjartsýn og spá þeim einu af þremur efstu sætunum? Þá toppa þeir árangurinn frá síð- asta móti. Maður verður nú að hafa trú á sínum mönnum.“ Ljúfur keppnismaður Hann er sérvitur, svolítið utangátta og á það til að gleyma sér enþað er mjög gaman að umgangast hann,“ segir Helga Lilja Björnsdóttir, móðir Ólafs Stefánssonar. „Hann er voðalega indæll og góður við mömmu sína og systkini. Hann reynir alltaf að rækta samband sitt við fjölskylduna, sem er orðin ansi stór. Fyrir vikið á hann kannski lítinn frítíma fyrir sjálfan sig. Hann er mjög skipulagð- ur og hefur brýnt fyrir fólki að nýta tímann vel og rækta sjálft sig.“ Helga Lilja segir Ólaf snemma hafa sýnt íþróttum áhuga. Hann hóf að æfa knattspyrnu með Sindra á Hornafirði þegar hann var fimm ára og svaf í fyrsta búningnum sem hann fékk. Hann byrjaði að æfa handbolta þegar hann var ellefu ára. Fjölskylda Ólafs er á kafi í íþróttum og systkini hans hafa verið að gera það gott í körfu- bolta, fótbolta, freestyle-dansi, fimleikum og tennis. „Ég var sjálf í Val á sínum tíma en stunda nú mest skíði og sund. Ég var einnig í blaki og badminton,“ segir Helga Lilja. „Svo var ég í jóga og tók Ólaf með mér í tíma. Þar hefur hann kannski lært að huga ekki bara vel að líkamanum heldur andlegu hliðinni líka. Ann- ars lærði hann þessar heimspekilegu vangaveltur af afa sínum, sem var prófessor í guðfræði,“ segir Helga Lilja. Aðspurð hvaða árangri íslenska landsliðið muni ná á Evrópumótinu sagði Helga Lilja: „Þetta verður mjög spennandi mót. Ef þeir komast í milliriðla mæta þeir mjög sterkum liðum, líklega Frökkum og Svíum. En ég get vel trúað að þeir nái langt. Landsliðið hefur ekki verið svona gott í lengri tíma og það verður spennandi að fylgjast með því.“ Sérvitur og utangátta Íslenska landsliðið í handknattleik verður í eldlínunni á Evrópumótinu í Slóveníu sem hefst á fimmtudaginn kemur. Þegar vel gengur eru land liðsmennirnir kallaðir „strákarnir okkar“. En hvað segja mæður þessara drengja um þá? Og hvaða möguleika telja þær landsliðið eiga á mótinu Strákarnir okkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.