Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 21
22 17. janúar 2004 LAUGARDAG BÓK VIKUNNAR Carry on, Jeeves eftir P. G. Wodehouse. Satt best að segja eru fáar bækur sem er jafn gaman og notalegt að lesa og skáldsögur P.G. Wodehouse. Þær eru ein- faldlega hin fullkomna afþrey- ing sem tíminn hefur ekkert unnið á. Wodehouse er alltaf góður en bestur er hann í sög- unum um Bertie Wooster og þjón hans Jeeves. Carry On, Jeeves er safn smásagna um samskipti hins treggáfaða hús- bónda og hins snjalla þjóns hans. Svona bækur á að lesa einu sinni á ári. ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Almanak Háskóla Íslands. Háskóli Íslands 2. Þú getur hætt að reykja. Guðjón Berg- mann 3. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 4. Mýrin. Arnaldur Indriðason 5. Hlutafélög, einkahlutafélög og fjár- málamarkaðir. Stefán Már Stefánsson 6. Almanak Þjóðvinafélagsins. Sögufélagið 7. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 8. Heilsudagbókin. Ritstjóri Ingvar Jónsson 9. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 10. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien 2. Andlit. Bjarni Bjarnason 3. Hringadrottinssaga I-III. J.R.R. Tolkien 4. Bóksalinn í Kabúl. Åsne Seierstad 5. Heilagra meyja sögur. Bergljót Kristjánsdóttir / Guðrún Ingólfsdóttir / Sverrir Tómasson 6. Miðnæturbörn. Salman Rushdie 7. Don Kíkóti I & II. Cervantes 8. Silmerillinn. J.R.R. Tolkien 9. Píanóstillirinn. Daniel Mason 10. Tvífundna land. Gyrðir Elíasson SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 4. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxnes 5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 6. Egils saga með skýringum. Mál og menning 7. Eddukvæði með skýringum. Mál og menning 8. Hvíta kanínan. Árni Þórarinsson 9. Röddin. Arnaldur Indriðason 10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 07.01.-13.01. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSONAR OG PENNANS Bókaforlagið Bjartur hefur gef-ið út skáldsöguna Blikkkóng- arnir eftir Magnus Mills í þýðingu Snæbjörns Arngrímssonar. Þetta er þriðja skáldsaga Mills, en fyrsta skáldsaga hans, Taumhald á skepnum, var tilnefnd til hinna virtu Booker-verðlauna. Sú til- nefning varð umdeild, einfaldlega vegna þess að Mills var strætis- vagnastjóri og var ekki talinn eiga langa framtíð fyrir sér í breskum bókmenntaheimi. Þegar önnur skáldsaga hans, All Quiet on the Orient Express, kom út var mönn- um ljóst að engin innistæða var fyrir hrakspánum því sú bók gaf þeirri fyrri ekkert eftir. Notalegur húmor Þriðja skáldsaga hans, Blikk- kóngarnir, er afar skemmtileg og sérkennileg skáldsaga. Hún kom út í Bretlandi árið 2001, heitir á frummálinu Three to See the King og fékk mjög góðar viðtökur les- enda og gagnrýnenda. Aðalpersón- an er karlmaður sem sest að í blikkhúsi úti á sandauðn og unir sér vel við að hlusta á gnauðið í vindinum. En þá ryðst kona inn í tilveru hans og setur líf hans úr skorðum. Í þessari bók eins og fyrri bókum tekst Mills sérstak- lega vel að koma til skila því kæf- andi andrúmslofti sem skapast þegar aðrar manneskjur gera inn- rás í líf einstaklings sem býr við einangrun. Hin sérstaki húmor höfundar nýtur sín einnig til fulln- ustu. „Þetta er sérkennileg og skrýtin bók,“ segir þýðandinn Snæbjörn Arngrímsson. „Hún er á mörkum þess að vera dæmisaga en það liggur ekki í augum uppi hvað Mills er að segja með henni. Hann slær allar túlkanir úr höndunum á manni. Þetta er ekki mikið raun- sæisverk, það sem gerist er allt mjög furðulegt en samt ekki út í hött. Þetta er sú bók hans sem ég hef haft mest gaman af vegna þess að ég hrífst af húmornum í henni. Í hinum bókunum hans er húmorinn mjög svartur en í þessari er hann mun notalegri.“ Skemmtilegur og vænn maður Snæbjörn, sem er útgáfustjóri Bjarts sem gefur út verk Mills, kynntist rithöfundinum ágætlega þegar hann kom hingað á bók- menntahátíð árið 2000. „Okkar kynni byrjuðu reyndar illa því hann kom á opnunarhátíðina sem ég nennti ómögulega að mæta á. Hann hafði það eitt erindi á þess- ari opnunarhátíð að hitta útgef- anda sinn og margspurði eftir mér. Það var hringt í mig frá opn- unarhátíðinni og ég beðinn vin- samlegast um að mæta og hitta þennan höfund. Ég fór og hafði hann á mínum vegum þá fimm daga sem hann var hér á landi. Það var ansi gaman. Við vorum oft á gangi í Kvosinni þar sem bárujárnshúsin standa. Á þessum tíma var hann að skrifa Blikk- kóngana. Hann varð gríðarlega hrifinn af þessum húsum og við fórum inn í eitt þeirra og skoðuð- um okkur um þar.“ Þegar Snæbjörn er beðinn um að lýsa Mills segir hann: „Hann er skemmtilegur náungi og er ekkert fyrir að fylgja ítrustu kurteisis- venjum. Mjög vænn maður og það er þægilegt að umgangast hann.“ Bílstjóri sem skrifar sögur Rithöfundurinn sem í byrjun vakti athygli fyrir að vera strætisvagnastjóri keyrir nú póst- bíl og skrifar þess á milli. „Mills gæti lifað af því að vera rithöf- undur en hann vill það ekki,“ seg- ir Snæbjörn. „Hann segist vera fljótur að skrifa bækur og nennir ekki að hanga þess á milli. Hann vill vinna það sem kallað er ven leg vinna á hverjum degi. Bara að gefa því á kjaftinn að hann hluti af bókmenntaheiminum s ir hann mjög oft þá sögu að ha hafi lesið tvær bækur um ævi Glæp og refsing ef Dostojevski, bók sem allir sög að hann yrði að lesa fyrst ha væri rithöfundur, og Miðnæt börnin eftir Salman Rushdie hann segist hafa verið búin að l helminginn af henni þegar ha sá að hann var aftur að lesa Gl og refsingu. Auðvitað er þe della því þegar maður les bæk hans sér maður að hann er síf að vísa í aðrar bækur. En ha segir svona sögu til að tryg stöðu sína sem einhvers konar þýðumaður; bílstjóri sem skri sögur.“ kolla@frettablad Hermundur Rósinkranz, talna-spekingur og miðill, spáði fyrir árinu 2004 á Útvarpi Sögu á dögunum. Hann fór þó enn lengra fram í tímann og spáði Íslending- um Nóbelsverðlaunahafa í bók- menntum innan tíu ára. Hermund- ur sagðist ekki treysta sér til að spá um hvort verðandi verðlauna- hafi sé karl eða kona en þarna væri um mjög tilfinningaríka manneskju að ræða. Í stuttu við- tali við Fréttablaðið ítrekaði Her- mundur þessa spá sína, sagði að þarna væri um gríðarlega virt er- lend bókmenntaverðlaun að ræða sem Íslendingur hreppti innan tíu ára og hann teldi að þarna væri um sjálf Nóbelsverðlaunin að ræða. Hermundur hefur áður spáð fyrir atburðum í fjölmiðlum og hefur reynst ótrúlega sann- spár. ■ Halldór, fyrsta bindi ævi-sögu Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, er um- deildasta bók síðari ára hér á landi. Bókin seldist í 3.000- 3.500 eintökum fyrir jólin, sem þykir ekki slök sala á íslenskan mælikvarða. Að sögn kunnugra kom ekki kippur í söluna þegar bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en ekki dró heldur úr sölu þeg- ar hörð gagnrýni á bókina hófst í fjölmiðlum. Skil á bókinni munu heldur ekki vera meiri en eðlilegt telst um jólabækurnar í ár. Umfjöllun, jákvæð og neikvæð, hafði því engin áhrif á sölu bókarinnar. ■ HERMUNDUR RÓSINKRANZ Spáir Íslendingum Nóbelsverðlaunum í bókmenntum innan tíu ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Umfjöllun hafði ekki áhrif á sölu HANNES HÓLMSTEINN Mikil umfjöllun, jákvæð og neikvæð, hafði ekki áhrif á sölu bókar hans um Halldór Laxness. SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON „Þetta er ekki mikið raunsæisverk, það sem gerist er allt mjög furðulegt en samt ekki út í hött. Þetta er sú bók hans sem ég hef haft mest gaman af vegna þess að ég hrífst af húmornum í henni. Í hinum bókunum hans er húmorinn mjög svartur en í þessari er hann mun notalegri.“ Blikkkóngarnir eftir Magnus Mills er nýkomin út í íslenskri þýðingu: Skrýtin og skemmtileg bók Mills gæti lifað af því að vera rithöfundur en hann vill það ekki. Hann segist vera fljótur að skrifa bækur og nennir ekki að hanga þess á milli. Hann vill vinna það sem kallað er venjulega vinnu á hverjum degi. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Íslendingi spáð Nóbelnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.