Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 19
20 17. janúar 2004 LAUGARDAG Það er ekki kátt í höll Englandsdrottningar, þar sem hvert hneykslismálið á fætur öðru dynur yfir: Heimilisböl í höllinni Þegar Elísabet II Englands-drottning settist á valdastól árið 1952 fögnuðu þegnar hennar innilega. Drottningin hefur alla tíð notið lýðhylli enda rækt starf sitt af trúmennsku, og reyndar einnig af annáluðu húmorsleysi. Hún hefur hvergi farið illilega út af sporinu en um leið hefur hún haft ómældan ama af lítt konung- legri hegðan barna sinna og tengdabarna. Eiginmaður hennar, Filippus prins, er einnig umdeild- ur. Hann þykir stífur og kuldaleg- ur maður sem hefur hvað eftir annað komist í fjölmiðla vegna óheppilegra yfirlýsinga um menn og málefni. Hann er sagður ótrúr eiginmaður og slúðrað er um að hann eigi börn utan hjónabands, en breska pressan hefur ekki treyst sér til að leggjast í rann- sóknir í því máli. Erfið hjónabönd Elísabet og Filippus eiga fjög- ur börn: Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Hjónin eru sögð hafa alla tíð sýnt hestum sínum og hundum meiri ástúð en börnum sínum og það kann að eiga einhvern þátt í hjónabandsógæfu barnanna. Þau hafa öll skilið við maka sína, fyrir utan Játvarð, sem er kvæntur Sophie Rhys-Jones. Ekki líta allir svo á að gæfa sé í því hjónabandi því slúðurdálkahöfundur víða um heim hafa fullyrt að Játvarður sé samkynhneigður og hjónabandið sé hagkvæmnishjónaband. Hjónin bjuggu að miklu leyti aðskilin fyrstu hjónabandsárin en á dög- unum eignuðust þau dóttur sem mun væntanlega tengja þau undir sama þaki mestan hluta ársins. Anna Bretaprinsessa er sögð eftirlæti föður síns, viljasterk, ákveðin og formföst. Sagt er að Filippus harmi mjög að hún skuli ekki eiga að erfa ríkið því hann er sagður treysta Karli ríkisarfa lítt til að verða dugmikill kóngur. Anna hefur ekki notið gæfu í einkalífi en þó sloppið betur frá umfjöllun slúðurblaða en systkini sín. Hún giftist liðsforingja en þau skildu og seinni maður henn- ar var hestasveinn, nokkrum árum yngri en hún. Þau hafa ekki skilið formlega en langt er síðan hjónabandið fór í hundana. Andrés er talinn glaumgosinn í systkinahópnum. Hann var stöðugt fréttaefni meðan hann átti í villtu sambandi við klámdrottn- inguna Koo Stark. Hann kvæntist síðan rauðhærðu skellunni Fergie, sem gekk svo illa að temja sér hirðsiði að bresk yfirstétt saup hveljur. Breskri alþýðu þótti Fergie einnig óhefluð. Faðir henn- ar var hinni konunglegu fjöl- skyldu einnig til ama vegna heim- sókna sinna til vændiskvenna sem slúðurblöð skýrðu skilmerkilega frá. Slúðurblöðin komust yfirleitt ætíð í feitt þegar Fergie var ann- ars vegar en aldrei eins og þegar myndir náðust af henni og ítölsk- um greifa þar sem hann sleikti tær hennar. Sagt var að Elísabet og Filippus hafi glaðst innilega þegar Andrés og Fergie skildu. Síðan hefur verið fremur hljótt um Andrés og Fergie kemst nú að- allega í slúðurblöðin vegna reglu- bundinna megrunarkúra sinna. Örlagavaldurinn Díana Karl Bretaprins, erfingi krún- unnar, er sagður bera þess nokkur merki að foreldrar hans sinntu honum lítt í uppvextinum. Sér- staklega hefur sambandið milli hans og föður hans verið stirt en Filippus er sagður þykja Karl vera allt of veikgeðja. Þegar Karl leiddi unga brúði sína, Díönu Spencer, að altarinu árið 1981 grunaði sennilega engan hversu mikil vandræði þessi unga stúlka átti eftir að kalla yfir konungsfjöl- skylduna. Þótt hún væri feimin var hún jafnframt tilfinngarík og hinn mjög svo bældi eiginmaður hennar komst snemma að því að hann botnaði ekkert í henni og þjáðist auk þess af afbrýðisemi vegna gífurlegrar lýðhylli hennar. Allir vita hvernig fór, hjónin skildu eftir afar erfitt hjónaband þar sem bæði játuðu opinberlega á sig framhjáhald. Díana þótti komast betur frá játningunni en Karl, enda virtist sem hann hefði stundað hjúskaparbrot svo að segja frá fyrsta degi hjónabands- ins með gamalli kærustu, Camillu Parker Bowles, sem þá var gift kona. Camilla skildi seinna við eiginmann sinn en það breytti engu um hug Breta til hennar. Þeir eiga einfaldlega bágt með að þola hana og stór hópur mun aldrei sætta sig við að hún verði drottning. Þótt konungsfjölskyldunni hafi þótt Díana hafa verið til vand- ræða meðan hún var gift Karli byrjuðu vandræðin fyrst fyrir al- vöru eftir skilnaðinn þegar Díana tók upp ástarsamband við hinn vafasama Dodi Al Fayed, sem var arabi. Tilhugsunin um að hún myndi giftast honum og fæða múslimabarn sem yrði hálfsystk- ini prinsanna Vilhjálms og Harrys var dyggustu konungssinnum næstum óbærileg. Ýmislegt bend- ir þó til að Díönu hafi verið lítil al- vara með sambandinu við Dodi enda var hún yfir sig ástfangin af pakistönskum skurðlækni sem elskaði hana en vildi ekki kvænast henni vegna stöðu hennar og þeirrar fjölmiðlaathygli sem hann vissi að hjónaband myndi kalla yfir þau. Slys eða samsæri? Þegar Díana lést í sviplegu bílslysi í París ásamt Dodi kvikn- uðu fljótlega sögur um að hún hefði verið ráðin af dögum. Breska leyniþjónustan var nefnd til leiks og jafnvel Karl Breta- prins sjálfur og Filippus faðir hans. Háttsettur maður innan frönsku lögreglunnar segist hafa séð skýrslu sem staðfesti að Díana hafi verið barnshafandi þegar hún lést. Það ýtir enn undir grunsemdir þeirra sem halda því fram að um morð hafi verið að ræða. Læknir innan konungshirð- arinnar segir þessa fullyrðingu hins vegar vera tóma þvælu. Ann- að sem deilt er um er þáttur bíl- stjórans Henri Paul í slysinu. Áfengismagn í blóði hans á að hafa verið svo mikið að hann hefði vart átt að geta gengið. Eft- irlitsmyndavélar sýna hins vegar að þegar bílstjórinn gengur að bifreið sinni er ekkert óeðlilegt við göngulag hans eða framkomu. Nýlega birti Sky frétt þess efnis að blóðsýnið sem talið hefði verið úr Henri Paul væri alls ekki úr honum. Versti skellurinn fyrir kon- ungsfjölskylduna var þó sú upp- ljóstrun að Díana hafi sjálf talið að Karl ætlaði að ráða hana af dögum. Skoðanakannanir í Bret- landi sýna að fæstir landsmanna trúa þessu en samkvæmt skoð- anakönnun SKY telja ríflega 80 prósent þó að um samsæri hafi verið að ræða og jafn stór hópur trúir því að rannsókn þar í landi um dauða Díönu muni ekki leiða sannleikann í ljós. Vilhjálmur í sporum Hamlets Sá meðlimur bresku konungs- fjölskyldunar sem líklegastur er til að skaðast mest af öllum sögu- sögnum um samsæri og morð á Díönu er elsti sonur hennar og Karls, Vilhjálmur prins. Hann er kannski ekki í alls ólíkum sporum og Hamlet. Vilhjálmur þarf að velja milli hollustu við föður sinn eða látna móður sem snýr aftur eftir dauðann í bréfi þar sem hún heldur því fram að eiginmaðurinn hyggist myrða hana. Fyrir rú lega tvítugan, viðkvæman og h drægan mann er þetta skelfi staða. Yngri bróðir hans Harry líklegri til að komast óskadda frá æsilegustu fréttum um f eldra sína, en hann er léttur í lu og þekktur fyrir áhyggjuley Reyndar er ekkert lát á þe niðurlægjandi fréttum sem pri arnir verða að þola um forel sína og má þá nefna frétt um Karl Bretaprins hafi átt í ást sambandi við þjón sinn. Frétt s bresk blöð þorðu ekki að segja fulls en gáfu í skyn og erlend b birtu óhikað. Vel má líkja hjónabandi Díö og Karls og eftirleiknum Shakespeare-harmleik þótt e hverjir myndu kannski frem vilja jafna sögunni við ótrúle sápuóperu. Nærri sjö ár eru síð Díana lést en vofa hennar e bresku konungsfjölskylduna virðist ekki á förum. kolla@frettablad DÍANA PRINSESSA Hún reyndist bresku konungsfjölskyldunni ekki sá happafengur sem talið var í fyrstu KARL BRETAPRINS Eiginkona hans trúði því að hann vildi hana feiga. ELÍSABET ENGLANDSDROTTNING Hún má ekki vamm sitt vita en ekkert lát er á hneykslismálum kringum börn hennar og tengdabörn. Sá meðlimur bresku konungsfjölskyldun- ar sem líklegastur er til að skaðast mest af öllum sögusögnum um samsæri og morð á Díönu er elsti sonur hennar og Karls, Vil- hjálmur prins. Hann er kannski ekki í alls ólíkum sporum og Hamlet. Vil- hjálmur þarf að velja milli hollustu við föður sinn eða látna móður sem snýr aftur eftir dauðann í bréfi þar sem hún heldur því fram að eiginmaðurinn hyggist myrða hana. Fyrir rúmlega tvítugan, viðkvæman og hlédrægan mann er þetta skelfileg staða. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.