Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 15

Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 15
Stafar mannkyni meiri hætta afloftslagsbreytingum af manna- völdum en herskáum hryðju- verkahópum? Spurningin kom fram í Silfri Egils sunnudaginn 10. janúar í um- ræðu um loftslagsbreytingar. Við henni er ekki einhlítt svar enda verið að bera saman ólíka hluti. Sjálf er ég þó þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar af mannavöld- um séu stærsta sameiginlega verkefni sem mannkynið þarf að glíma við á næstu áratugum. Verk- efnið er tvíþætt. Í fyrsta lagi þurf- um við að leita allra mögulegra leiða til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda til að hægja á þeim breytingum sem þegar eru farnar að eiga sér stað á loftslagi jarðar. Í öðru lagi þarf að huga að því hvernig best sé að bregðast við og aðlagast þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða vegna þess kolefnis sem hefur safnast upp í andrúmsloftinu síðustu hundrað árin. Ekki lengur framtíðarmál Loftslagsbreytingar af manna- völdum eru ekki lengur hugsan- legur framtíðarvandi. Þær eru málefni samtímans. Breytinga á loftslagi er þegar farið að gæta og þeir vísindamenn sem höfðu nokkrar efasemdir um vísindin að baki þeim spám að aukinn styrkur kolefnis í andrúmslofti myndi leiða til umtalsverðar hlýnunar eru flestir að skipta um skoðun. Við þetta má bæta því að á allra síðustu árum hafa einnig komið fram niðurstöður úr nokkrum vís- indarannsóknum sem sýna að breytingar á loftslagi eiga sér stað hraðar á Norðurslóðum en á svæð- um nær miðbaug. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur Íslend- inga sem búum norðarlega því það er ekki síst hraði breytinga sem ræður því hversu vel okkur tekst að aðlagast nýjum aðstæðum. Því hraðari sem breytingar verða, því erfiðara fyrir vistkerfi og mann- leg samfélög að aðlagast. Þjóðir heims geta ekki stungið höfðinu í sandinn og litið framhjá þeim viðfangsefnum sem blasa við. Örlög Kyotobókunarinnar eru óviss um þessar mundir, þar sem beðið er eftir staðfestingu Rússa svo bókunin geti tekið gildi. En jafnvel þó Kyotobókunin verði að veruleika er hún einungis fyrsta skrefið í langri ferð. Takist að uppfylla skuldbindingar Kyoto- bókunarinnar mun það leiða til samdráttar upp á örfá prósentu- stig á losun iðnríkja, en engar skorður eru settar á losun gróður- húsalofttegunda frá þróunarríkj- um. Heildarlosun mun því væntanlega aukast. Til að ná tök- um á loftslagsvandanum er hins vegar talið að draga þurfi úr losun um tugi prósenta. Þar skiptir mestu máli að finna leiðir til að draga úr losun vegna brennslu jarðeldsneytis (kol, olía og jarð- gas) en langstærsti hluti losunar gróðurhúsalofttegunda er tilkom- inn vegna bruna jarðeldsneytis. Uppstokkun í orkumálum Ljóst er að samdráttur upp á tugi prósenta mun ekki nást nema með algerri uppstokkun á orku- notkun í heiminum. Hér yrði ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Öruggur aðgangur að ódýrri orku er lykilþáttur í efna- hagsuppbyggingu ríkja heims og viðskipti með orkugjafa eru þungamiðja í alþjóðlegum við- skiptum. Hagsmunir sem tengjast orkugeiranum eru gríðarlegir og helstu stríð dagsins í dag eru m.a. háð til að tryggja aðgang að olíu- auðlindum. Engu að síður er verkefnið ekki talið ómögulegt. Litið er til orkusparnaðar og aukinnar notkunar endurnýjanlegra orku- gjafa í þessu samhengi sem og tækniþróunar sem gerir okkur kleift að nýta vetni til að knýja áfram samgöngutæki. Við þurfum orku til að framleiða vetnið, en hægt er að nota fjölbreytilegri orkugjafa en einungis jarðelds- neyti, auk þess sem orkunýtnin í vetnisknúnum farartækjum mun væntanlega verða margfalt betri en þegar bensín eða dísilolía eru notuð sem eldsneyti. Eins og oftast er raunin þegar fást þarf við flókin viðfangsefni er vetnisvæðingin ein og sér þó ekki fullnægjandi lausn. Takast þarf á við vandann á mörgum víg- stöðvum. Leita þarf leiða til að auka bindingu kolefnis í skóglendi og gróðri og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðn- aðarferla, svo dæmi séu tekin. Hvert er hlutverk Íslands? Í svo risavöxnu verkefni er ekki laust við að manni fallist hendur og velti því fyrir sér hvað lítil þjóð eins og Ísland hafi til málanna að leggja. Því getur ver- ið freistandi að einbeita sér að sínu og láta stórþjóðirnar um að kljást við þennan vanda. Okkar hlutur í heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda er hvort sem er svo lítill hann er varla greinanlegur. En þetta er viðhorf sem við getum ekki leyft okkur. Sem fullburða þjóð í hinu alþjóðlega samfélagi ber okkur skylda til að leggja okk- ar af mörkum. Áhrif okkar ætti ekki heldur að vanmeta. Þó að- gerðir okkar heima fyrir muni ekki leiða til stórfelldra breytinga á losun á heimsvísu geta óbeinu áhrifin verið umtalsverð. Ísland nýtur mikillar sérstöðu í orkumálum. Við höfum betri að- gang en flestar aðrar þjóðir að endurnýjanlegum orkuauðlind- um, bæði vatnsorku og jarð- varma, og höfum verið í hópi þjóða sem eru í fararbroddi í vetnisrannsóknum. Þá eru mögu- leikar okkar til að auka bindingu kolefnis með skógrækt og land- græðslu umtalsverðir. Með sam- stilltu átaki gætum við því átt möguleika á að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, langt umfram það sem Kyotobók- unin kveður á um. Takist það gæti reynsla okkar orðið öðrum þjóð- um góður vegvísir. ■ 15MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 Umræðan AUÐUR H. INGÓLFSDÓTTIR ■ skrifar um loftslagsbreytingar. Loftslagsbreytingar, stærsta viðfangsefni samtímans AUÐUR H. INGÓLFSDÓTTIR Alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í vinnuhópi Landverndar um loftslags- breytingar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.