Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 16
16 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Það hitnaði verulega undir BillClinton, forseta Bandaríkjanna,
þegar kvennamál hans komust í há-
mæli í ársbyrjun árið 1998. Þann
21. janúar þvertók hann alfarið fyr-
ir það að hafa átt í sambandi við
Monicu Lewinsky, lærling í Hvíta
húsinu, og sagði allar sögusagnir
um slíkt vera þvætting. Þá sagði
hann það einnig alrangt að hann
hefði reynt að fá stúlkuna til að
ljúga til um samband þeirra.
Þetta var ekki tekið gilt enda
þótti Monicu-málið alvarlegra en
fyrri brek forsetans þar sem það
kom upp eftir að hann tók við
embætti forseta. Önnur kvennamál
og ásakanir um áreitni höfðu komið
upp nokkru fyrr þegar hann var
ríkisstjóri Arkansas.
Monicu-málið bættist því ofan á
ásakanir Paulu Jones á hendur for-
setanum og rannsókn Whitewater-
málsins og saksóknarinn Kenneth
Starr fór mikinn í gagnaöflun sinni
gegn forsetanum. Clinton vék sér í
framhaldinu undan því að svara
spurningum um Monicu og var
meðal annars spurður af blaða-
mönnum hvers vegna hann hlypi í
felur ef hann hefði ekkert að fela.
Washington Post hafði það eftir
fyrrum lífverði
C l i n t o n s
nokkrum dög-
um síðar að
forsetinn og
Monica hefðu
eytt klukku-
stund ein sam-
an á skrifstofu
forsetans í
Hvíta húsinu
árið 1995. Líf-
vörðurinn vissi
þó ekki hvað
þeim fór á milli á fundinum örlaga-
ríka. Ferill Clintons var í hættu á
tímabili en eiginkona hans, Hillary,
snerist til varnar enda staðráðin í
því að láta ekkert koma karli sínum
út úr Hvíta húsinu. ■
Edda Guðmundsdóttir er 67 ára.
Arnar Jónsson leikari er 61 árs.
Kristín Marja Baldursdóttir er 55 ára.
Oddný Bergsdóttir lést á Heilbrigðis-
stofnun Sauðárkróks laugardaginn 17.
janúar.
Jenný Jónsdóttir, Vallabraut 6, Njarðvík,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja fimmtudaginn 15. janúar.
Þórunn Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
Rekagranda 6, Reykjavík, lést fimmtu-
daginn 15. janúar.
Elín Sveinsdóttir, Gullsmára 7, Kópa-
vogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð föstudaginn 16. janúar.
Helga Pétursdóttir, frá Skammbeina-
stöðum, Hæðargarði 33, Reykjavík, and-
aðist á heimili sínu föstudaginn 16. jan-
úar.
Guðrún Anna Árnadóttir, Byggðarenda
24, Reykjavík, lést á Landspítalanum við
Hringbraut laugardaginn 17. janúar.
Unnsteinn Stefánsson andaðist á hjúkr-
unarheimilinu í Sunnuhlíð að morgni
mánudagsins 19. janúar.
Friðrik Björnsson, Suðurgötu 22, Sand-
gerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja laugardaginn 17. janúar.
Ólafur Valgeir Sverrisson, Víðihlíð, áður
til heimilis á Sunnubraut 4, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð,
Grindavík, laugardaginn 17. janúar.
Ég tek því nú bara rólega í dagenda er ég veikur í baki og er
búinn að vera meira og minna í
hjólastól,“ segir Svavar Guðni
Svavarsson, sem er 70 ára í dag.
„Ég tók þátt í skákmóti í septem-
ber og október. Ég vann það þó ég
hafi ekki teflt á skákmóti í um 11
ár. Þetta var samt dálítið erfitt,
seturnar tóku á og bakið fór alveg
þannig að ég er bundinn við hjóla-
stólinn.“
Svavar segist að öðru leyti bera
aldurinn vel. „Vinkona mín kom til
mín um daginn og hafði orð á því
hvað ég væri unglegur og ég sagði
henni að ég væri alltaf jafn sléttur
þar sem ég hefði aldrei á ævinni
reykt eina einustu sígarettu. Ég
reykti stundum vindla og veikt
píputóbak en veit ekki hvað olli
því að ég snerti aldrei sígarettur.
Báðir afar mínir og faðir minn,
Svavar Guðnason listmálari,
reyktu ekki heldur sígarettur.
Þetta voru þeir menn sem ég um-
gekkst mest og maður tekur ein-
hvern veginn eftir því sem þeir
gera sem maður lítur upp til og
þykir vænt um og reynir að líkja
eftir þeim. Ég held að þetta komi
af sjálfu sér í uppeldinu.“
Svavar hefur dvalið mikið er-
lendis og var meðal annars bú-
settur í Belgíu, Bandaríkjunum
og á Cayman-eyjum en þar gekk
hann í hjónaband í júní 1996. „Ég
kom hingað samt alltaf á svona
fimm mánaða fresti og gerði upp
mín mál og hef því verið íslensk-
ur ríkisborgari allan tímann.“
Svavar þoldi hitann á Cayman-
eyjum illa og flutti því aftur til
Íslands fyrir nokkrum árum.
„Konan mín kom með mér og
reyndi að búa hérna en flutti aft-
ur til baka þegar hún var orðin
mjög lasin. Það er erfitt að búa á
Íslandi þegar maður er vanur
rakanum og hitanum þarna. Hún
gat ekki búið hér og ég gat ekki
búið þar. Þannig að það má segja
að við höfum þurft að rjúfa þetta
vegna veðurfars. Það er helvíti
hart,“ segir Svavar, sem heyrir
þó alltaf reglulega í eiginkonunni
fyrrverandi í síma.
Svavar segist ekki hafa sett
fram neinar sérstakar óskir um
afmælisgjafir enda ekki mikið að
velta sér upp úr slíku. „Eldri dótt-
ir mín spurði mig um daginn
hvort mig langaði frekar í ham-
borgarhrygg eða lambalæri á
morgun. Ég held ég vilji frekar
hrygginn, þakka þér fyrir.“ ■
Afmæli
SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON
■ er 70 ára í dag.
Hann hefur aldrei reykt sígarettur og
skýrir frísklegt útlit sitt þannig.
EMMA BUNTON
Kryddpían sem kallaði sig Baby Spice á
afmæli í dag og er orðin 26 ára gömul.
21. janúar
■ Þetta gerðist
1793 Loðvík XVI Frakklandskonungur er
hálshöggvinn fyrir landráð.
1908 Reykingar kvenna á almannafæri í
New York eru bannaðar með lög-
um.
1915 Fyrsti Kiwanis-klúbburinn er settur
á laggirnar í Detroit í
Bandaríkjunum.
1924 Rússneski byltingarmaðurinn
Vladimír Ilyits Lenín deyr, 54 ára
gamall.
1950 Rithöfundurinn George Orwell
deyr úr berklum.
1954 USS Nautilus, fyrsti kjarnorkukaf-
báturinn í heiminum, fer í sína
fyrstu ferð.
1976 Englendingar og Frakkar taka
Concorde-þotur í almenna notk-
un.
MONICA LEWIN-
SKY
Lærlingurinn á bláa
kjólnum kostaði Bill
Clinton næstum
embætti forseta
Bandaríkjanna.
Hann sór allar sög-
ur um samband
þeirra af sér á þess-
um degi árið 1998.
BILL AFNEITAR MONICU
■ Bill Clinton mætti fréttamönnum og
þvertók fyrir það að hann hefði átt í sam-
bandi við Monicu Lewinsky.
21. janúar
1998
Alltaf jafn sléttur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðbjörg María Sigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá
Hrútafirði,
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Gunnbjörn Jónsson
Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson,
Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir,
Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir,
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson,
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson,
Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Frímann Jónsson
húsasmíðameistari,
f. 09.02.1924,
Einibergi 17, Hafnarfirði,
lést þann 15. janúar síðastliðinn.
Fjölskyldan
13.30 Adolf F. Wendel verður jarðsung-
inn frá Kristskirkju, Landakoti.
13.30 Rósa Ingibjörg Jafetsdóttir verð-
ur jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
Þegar Clinton laug
SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON
„Ég fæddist á Bergþórugötunni og ólst upp við hana. Ég hef eiginlega alltaf búið á þessum slóðum og er fæddur Framari. Ég reyndi á
tímabili að búa í Vesturbænum en það gekk ekki.“
VIÐAR HREINSSON
Hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir
tveggja binda ævisögu Stephans G. Steph-
anssonar. Í frístundum vill hann lesa fleiri
bækur og njóta íslenskrar náttúru.
??? Hver?
Bóndasonur að norðan og bókmennta-
fræðingur.
??? Hvar?
Er bara heima hjá mér.
??? Hvaðan?
Úr Saurbæjarhreppi sáluga sem nú er
þriðjungur af Eyjafjarðarsveit.
??? Hvað?
Bókmenntir og íslensk náttúra.
??? Hvers vegna?
Þetta bara er svona.
??? Hvernig?
Les og ferðast um landið eins og ég get,
en ekki bæði í einu.
??? Hvenær?
Les allan daginn, en reyni að komast út
úr bænum um helgar og á sumrin.
■ Persónan
Nýtt ár hefst sam-kvæmt kínversku
dagatali á fyrsta degi nýs
tungls á nýju ári og hátíð-
arhöldum lýkur 15 dögum
síðar. Gamlárskvöld og
nýársdagur eru haldnir
hátíðlegir í faðmi fjöl-
skyldunnar, sem tími end-
urfunda og þakkargjörð-
ar.
Nokkuð er af hjátrú
tengdum kínverska nýár-
inu og má þar nefna að
hús skulu vera þrifin hátt og lágt
fyrir nýársdag. Ef slíkt er gert á
nýársdaginn sjálfan er talin hætta á
að góðri lukku verði sópað út um
dyrnar. Hendinni
er sleppt af gamla
árinu með flugeld-
um og með því að
hafa allar hurðir
og glugga opna.
Allar skuldir skulu
vera greiddar fyrir
nýársdag og sagt
er að sá er lánar
eitthvað á þeim
degi muni standa í
lánastarfsemi allt
árið. Forðast er að
ræða um gamla árið á nýársdag,
þar sem allt skal beinast að því nýja
og nýju upphafi. Þá er sagt að sá er
grætur á nýársdag muni gráta allt
árið. Rauður er talin lánsamur litur,
bjartur og glaður, og að klæðast
rauðu á nýársdag færir bjarta
framtíð. En ef hár er þvegið á þess-
um degi er möguleiki á að þvo
heppnina í burtu svo það er forðast.
Flestir Kínverjar í dag trúa ekki
lengur á hjátrúna sem í þessu er
falin en líta þess í stað á ára-
mótasiðina sem góða hefð sem vert
er að halda í. ■
KÍNVERSKUR NÝÁRSFAGN-
AÐUR
Samkvæmt kínverskri hjátrú er
fyrsti dagur ársins til marks um
hvernig árið muni vera.
Hjátrú
ÁRAMÓT
■ Samkvæmt gamalli kínverskri hjátrú
verður fólk að gæta þess að sópa ekki
hamingjunni út á gamlársdag.
Kínverskir áramótasiðir