Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 25

Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 21. – 27. jan VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.500kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 3.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 34 19 01 /2 00 4 Henrik Larsson: Kveðjuleikur í vor? FÓTBOLTI „Umræður um hugsanleg- an kveðjuleik fyrir Henrik Lars- son eru þegar hafnar,“ sagði tals- maður Celtic við dagblaðið Daily Record. „Ef af leiknum verður er ég viss um að margir stuðnings- menn Celtic munu vilja sýna ein- um besta leikmanni félagsins virð- ingu sína.“ Kveðjuleikurinn er ráðgerður í lok leiktíðarinnar og gætu tekjur Larsson af honum numið um einni milljón punda. Henrik Larsson hefur skorað 220 mörk í 288 leikjum með Celtic en félagið keypti hann frá Feye- noord fyrir 650.000 pund árið 1997. Fjölmiðlar á Bretlandi hafa velt því fyrir sér hvað Larsson gerir þegar hann yfirgefur Celtic en sjálfur hefur hann ekki gefið það upp. „Það getur vel verið að ég hætti að leika fótbolta og flytji heim til Helsingborg,“ sagði Lars- son í viðtali við sænska dagblaðið Expressen. „Það er jafnar líkur á því og því að ég haldi áfram að spila. Þessar ágiskanir eru heldur pirrandi. Ég mun ekki hafa sam- band við önnur félög. Umboðs- maðurinn sér um það og við mun- um ákveða í sameiningu hvað ger- ist þegar samningur minn við Celtic rennur út.“ ■ HENRIK LARSSON Yfirgefur Celtic í vor. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar töpuðu 104-92 fyrir franska félaginu JDA Dijon í fyrsta leik félaganna í Bik- arkeppni Evrópu í gær. Leikurinn fór fram í Dijon en seinni leikur- inn fer fram á föstudag í Keflavík. Sigri Keflvíkingar á föstudag leika félögin að nýju í Dijon á mið- vikudag í næstu viku. Hávaxið Dijon lið hóf leikinn af krafti og skoraði tíu fyrstu stigin. Munurinn á liðunum var orðinn fimmtán stig eftir fyrsta leik- hluta, 38-23. Annar leikhluti var til að byrja með á svipuðum nót- um og sá fyrsti en þá breyttu Keflvíkingar í svæðisvörn og tókst að minnka muninn niður í 57-49 fyrir lok annars leikhluta. Keflvíkingar unnu því leikhlutann 26-19. Á þessum kafla skoraði Magnús Þór Gunnarsson tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og lentu síðan í átökum við einn leikmann Dijon. Báðir fengu ásetningsvillu og skoraði Magnús úr báðum sínum skotum. Frökkunum þótti nóg um vasklega framgöngu Keflvíkinga og sögðu á heimasíðu sinni að leikurinn hefði verið mjög grófur. Munurinn var átta til tíu stig mestallan þriðja leikhlutann en undir lokin kom slæmur kafli hjá Keflvíkingum og náðu Frakkarnir aftur fimmtán stiga forystu, 80-65. Keflvíkingar náðu fljótlega að minnka muninn í tíu stig í fjórða leikhluta og hélst tíu til tólf stiga munur til leiksloka. Derrick Allen skoraði 37 stig, Nick Bradford 26 og Magnús Þór Gunnarsson ellefu. ■ Tólf stiga tap Keflvíkingar töpuðu 104-92 fyrir JDA Dijon í Bikarkeppni Evrópu. DERRICK ALLEN Skoraði 37 af 92 stigum Keflvíkinga gegn JDA Dijon. FÓTBOLTI Middlesbrough hefur vænlega stöðu eftir fyrri leik fé- lagsins við Arsenal í undanúrslit- um enska deildabikarsins. Midd- lesbrough sigraði 1-0 með marki Juninho á 53. mínútu. Middles- brough sótti upp vinstri kantinn og gekk boltinn hratt milli manna þvert fyrir vítateig Arsenal til Juninho, sem skoraði með skoti af um tíu metra færi. Middlesbrough gerði aðeins þrjár breytingar á liðinu sem náði jafntefli við Leicester á heima- velli á laugardag. Lið Arsenal var hins vegar gjörbreytt frá 2-0 sigrinum gegn Aston Villa á sunnudag. Jens Lehmann, Sol Campbell, Patrick Vieira, Robert Pires, Fredrik Ljungberg og Thierry Henry voru allir hvíldir. Ólafur Ingi Skúlason var meðal varamanna Arsenal en kom ekki við sögu í leiknum. ■ JUNINHO Osvaldo Juninho Paulista skoraði sigur- mark Middlesbrough gegn Arsenal í gær. Hér er hann í baráttu við Ray Parlour. 1. deild kvenna í körfu: Grindavík í baráttuna KÖRFUBOLTI Grindavík vann 57–64 útisigur á toppliði ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta í gær og hafa Stúdínur þar með tapað þremur leikjum í röð á rúmri viku. Grinda- vík sinn annan leik í röð og er liðið farið að blanda sér í baráttuna. Kesha Tardy skoraði 32 stig fyrir Grindavík þar af öll 12 stigin á kafla þar sem Grindavík breytti stöðunni úr 51–48 í 53–60. Sólveig Gunnlaugsdóttir var með 16 stig. Hjá ÍS skoraði Stella Rún Krist- jánsdóttir 13 stig, Svana Bjarna- dóttir var með 12 stig og Lovísa Guðmundsdóttir gerði 11. ■ Enski deildabikarinn: Boro vann á Highbury

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.