Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 Nýtt hundaæði í Chile Hundaeigendur í borginni Nu-noa í Chile hafa sett nýjan staðal fyrir hundabúninga. Þar þykir nefnilega flottast að klæða hundinn sinn í ofurhetjubúning. Þar er það því ekki óalgeng sjón að sjá hunda klædda í Batman-, Superman- eða Spiderman- búninga. Úti á götum keppast menn sín á milli í því hvaða hundur sé í flott- asta búningnum. Samkvæmt dag- blaðinu Las Ultimas Noticias eru það ekki bara ofurhetjubúningar sem sjást heldur er það ekki óal- gengt að sjá hunda í kjólfötum eða brúðarkjólum. Mjallhvít, Ösku- buska og dvergarnir eru einnig á fjórum fótum í borginni. Við sérstök tilefni, svo sem há- tíðar, eru hundarnir klæddir sér- staklega upp á. Þannig eru þeir í kanínubúningum á páskunum, beinagrindabúningum á hrekkja- vöku og jólasveinabúningum á jól- unum. Sérstök búð er í borginni sem selur og saumar búninga á hunda. Hún er í eigu mæðgna sem segj- ast hafa saumað búninga á hamstra, ketti og kanínur. ■ Britney Spears íhugar aðgefa út sjálfsævisögu þar sem hún mun láta allt flakka. Mun hún m.a. fjalla um ástar- sambönd sín við Justin Timber- lake, Fred Durst og síðast en ekki síst fyrrum eiginmann sinn Jason Alexand- er. Talið er að bókin, sem á að heita On My Own, komi út síðar á þessu ári. Ljósmyndir af Sadie Frost,fyrrum eiginkonu leikarans Jude Law, blindfullri í þrítugs- afmæli fyrirsætunnar Kate Moss voru birtar í breskum slúður- blöðum á dögun- um. Law varð víst bálreiður þegar hann sá myndirn- ar og mun hafa miklar áhyggjur af villtu líferni Frost upp á síðkastið. Hjartaknúsarinn Ben Affleckhefur vísað á bug orðrómi um að unnusta hans Jennifer Lopez sé byrjuð aftur með P. Diddy. Affleck segir að samband hans við Lopez muni vara að eilífu enda sé það byggt á gagn- kvæmu trausti. Leikarinn Ashton Kutchervakti mikla athygli þegar hann mætti á Sundance-kvik- myndahátíðina í kúrekaklæðn- aði. Hann sagðist í gríni hafa misskilið allt saman og haldið að hann þyrfti að klæðast eins og Butch Cassidy and the Sun- dance Kid. Kutcher var á hátíðinni til að kynna myndina The Butterfly Effect. Roger Daltrey, söngvari TheWho, segist hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar félagi hans Pete Townshend var sakaður um eiga barnaklámmyndir í fórum sín- um. Hann segir að síðasta ár hafi verið hræðilegt, bæði út af barna- klámsmál- inu og dauða bassaleik- arans John Entwistle. Þess má geta að sveitin hef- ur áður lent í skakkaföllum því trommarinn Keith Moon dó árið 1978 úr ofneyslu lyfja. Denise Richards, eiginkonaleikarans Charlie Sheen, segist ekkert vilja heyra um villt líferni hans hér á árum áður. Sheen hefur áður viður- kennt að hafa drukkið, tekið eit- urlyf og sofið hjá mörgum kon- um en Richards vill ekkert af því vita. „Hún er frekar raun- sæ. Hún telur að þá hafi ég ver- ið annar gaur í öðrum veruleika og í öðrum alheimi. Það sé ekki sá sem hún kynntist og er ást- fangin af,“ sagði Sheen. Rokkhundurinn Neil Youngætlar að frumsýna kvik- mynd byggða á síðustu plötu sinni Greensdale í Bandaríkjun- um í febrúar. Myndin, sem er 80 mínútna löng, fjallar um hina skálduðu Green-fjölskyldu sem á yfir höfði sér mikið um- hverfisslys. Young lýsir mynd- inni sem lagi sem hægt er að horfa á. Hljómsveitin The Red HotChili Peppers ætlar að spila á þrennum stórum tónleik- um í Bretlandi næsta sumar, í borgunum London, Manchester og Edinborg. Fyrir áhugasama má nefna að miðasala hefst á laugardaginn. Fréttiraf fólki Skrýtnafréttin ■ Í borginni Nunoa í Chile er það komið í tísku að klæða hunda upp í ofurhetjubúninga. HUNDAR Nú er í tísku að klæða hundinn sinn svona.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.