Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 29

Fréttablaðið - 21.01.2004, Page 29
Ú T S A L A Ú T S A L A Innrömmun 20%afsláttur Tilboð Trérammar 24x30 kr 600 Trérammar 13x18 kr 200 Álrammar 24x30 kr 600 Álrammar 40x50 kr 990 Álrammar 42x60 kr 1800 Smellurammar 40x50 kr 350 Ótal rammar á tilboði All ar vö ru r á 20 % afs l. í ja nú ar Gefins myndir í barnaherbergi Speglar 30% afsláttur Íslensk myndlist Plaggöt 30% afsláttur MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 ROTTEN Mikla athygli vakti í gær þegar tilkynnt var að John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, söngvari Sex Pistols, myndi taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpinu. Hér sést Rotten spjalla um daginn og veginn í Kanada í sumar. AMISH Fólkið lifir fábrotnu lífi og hunsar nánast allar tækninýjungar. Amish í stórborginni Bandaríska sjónvarpstöðin UPNætlar að hefja framleiðslu á nýjum raunveruleikaþáttum sem fjalla um unglinga af Amish-trú sem kynnast í fyrsta sinn nútíma- legum lifnaðarháttum. Óopinbert heiti þáttanna er Amish in the City en ekki er talið líklegt að þeir muni heita það á end- anum. „Að láta fólk sem á ekki sjón- varp ganga eftir Rodeo Drive-göt- unni og verða steinhissa á því sem það sér held ég að sé áhugavert sjónvarpsefni,“ segir Leslie Moon- ves, forstjóri CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar sem rekur UPN. „Þættirnir munu ekki gera lítið úr Amish- fólki.“ Fólk sem er Amish-trúar klæðir sig á einfaldan máta og hunsar nán- ast allar tækninýjungar. Stærstu Amish-samfélögin er að finna í Pennsylvaníu og Ohio í Bandaríkj- unum. Þar má víða sjá fólk aka um á hestvögnum eftir sveitavegum. 16 ára að aldri fá Amish-unglingar að losna undan hefðum trúarinnar til að ákveða hvort þeir vilji láta skíra sig sem fullorðna einstaklinga og ganga fyrir fullt og allt í Amish- samfélagið. Á þessu tímabili fara unglingarnir á stefnumót, drekka áfengi, keyra bílum og eru fjarri heimkynnum sínum. Flestir ung- linganna fá nóg og ákveða að snúa aftur heim til að helga sig trúnni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.