Fréttablaðið - 09.02.2004, Side 14

Fréttablaðið - 09.02.2004, Side 14
14 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Bítlarnir lögðu upp í fyrstu Am-eríkuferð sína í febrúar árið 1964 og riðu á vaðið í hinum vin- sæla spjallþætti Eds Sullivan á CBS-sjónvarpsstöðinni. Þeir stigu á svið í myndveri stöðvarinnar í New York og fluttu lögin All My Loving, Til There Was You og She Loves You og síðar í þættinum tóku þeir I Saw Her Standing There og I Want to Hold Your Hand. Þátturinn fékk metáhorf en 73 milljónir Bandaríkjamanna fylgd- ust með fjórmenningunum frá Liverpool á skjánum. Áhrifin létu heldur ekki á sér standa og Bítla- æðið var komið til Ameríku fyrir alvöru. Sagan segir að Sullivan hafi bókað Bítlana í þáttinn án þess að hafa heyrt eitt einasta lag með hljómsveitinni. Það eina sem hann hafði fyrir sér var að þegar hann var staddur á Heathrow- flugvelli í Englandi í október árið 1963 varð hann vitni að því þegar Bítlarnir lentu á vellinum og blaðamenn og hundruð trylltra aðdáenda tóku á móti þeim. Sulli- van þurfti ekki að vita meira og Bítlaþættirnir hans komust á spjöld bandarískrar sjónvarps- sögu. ■ Egill Ólafsson, söngvari og leikari, er 51 árs í dag. Ólöf Erla Hjaltadóttir, Borgargerði 9, lést 6. febrúar. Hermann Guðjónsson, Fornhaga 22, lést 5. febrúar. Haraldur Jóhannsson, Skeljanesi 2, lést 24. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. 13.30 Gísli Sigurjónsson, Þórsgötu 6, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju 9. febrúar. 10.30 Karl Friðrik Schiöth, Mávanesi 15, verður jarðsunginn frá Digra- neskirkju 10. febrúar. 13.30 Benedikt Hafliðason, Njörva- sundi 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 10. febrúar. 15.00 Sveinn Konráðsson, Háagerði 25, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju 10. febrúar. 13.30 Halldór Arason, Tjarnarlundi 12b, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 11. febrúar. JOE PESCI Þessi geðþekki leikari er 61 árs í dag. 9. febrúar ■ Þetta gerðist 1870 Veðurstofa Bandaríkjanna er sett á laggirnar. 1943 Bandarískir hermenn frelsa Kyrrahafseyjunna Guadalcanal eftir sigur á japönskum hersveit- um. 1950 Öldungardeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy gefur í skyn að einhverjir starfsmanna utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna séu kommúnistar. 1971 Þriggja manna áhöfn Apollo 14 snýr aftur til jarðar eftir þriðju tungllendingu Bandaríkjamanna. 1981 Rokksöngvarinn Bill Haley deyr, 55 ára að aldri. 1984 Sovétleiðtoginn Júrí Andropov deyr, 69 ára gamall. 1995 Fyrrum þingmaðurinn J. William Fulbright deyr í Washington, 89 ára gamall. 2002 Margrét prinsessa, systir Elísa- betar Englandsdrottningar, deyr á sjúkrahúsi í London. Hún var 71 árs. ED SULLIVAN Jay Leno síns tíma vissi ekkert um Bítlana annað en að þeir væru vinsælir í heima- landinu. Hann bókaði þá því í sjónvarps- þáttinn sinn hjá CBS og allt varð vitlaust. Bítlarnir hjá Ed Sullivan BÍTLARNIR ■ Komu fram í fyrsta sinn í bandarísku sjónvarpi í þætti Eds Sullivan og Bítlaæð- ið tröllreið Bandaríkjunum í kjölfarið. 9. febrúar 1964 Sest brátt í þennan fræga helga stein Ég hef ákveðið að halda ekkiupp á afmælið heldur láta það líða hægt og hljótt og verð af þeim sökum að heiman,“ seg- ir Magnús Bjarnfreðsson blaða- maður, sem er sjötugur í dag. Óhætt er að segja að Magnús sé þjóðkunn persóna. Hann vakti fyrst á sér athygli þegar íslenska sjónvarpið hóf göngu sína í lok september 1966. Magnús starfaði þá sem frétta- maður auk þess að starfa við dagskrárgerð. Hann starfaði samfleytt við Sjónvarpið í tíu ár og aftur hjá útvarpinu á níunda áratugnum, þá sem útvarpsþul- ur. „Það er langt síðan ég hef farið í heimsókn í Sjónvarpið. Þeir eru ekki orðnir margir eft- ir sem störfuðu á sama tíma og ég. Helst ber að nefna Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.“ Heilsubrestur hefur hrjáð Magnús síðustu tvö ár. Um er að ræða jafnvægisleysi sem er af- leiðing sykursýki. „Ég vinn hluta úr degi hjá Happdrætti Háskólans en ætla að hætta störfum í vetur og setjast þá í þennan fræga helga stein. Þrátt fyrir að veikindi hamli mér kvíði ég ekki aðgerðaleysi.“ Magnús segir veikindi sín ólæknandi. „Ég segi eins og maðurinn. Fyrir utan það sem er að mér er ég stálhraust- ur.“ Magnús segist stunda hugarleikfimi. „Ég er langt í frá einangraður heima hjá mér. Ég uni mér við lestur bóka og fylgist vel með hvað er að gerast í þjóðlífinu. Að því er ég best veit hafa veik- indin ekki haft áhrif á hugar- starfsemina. En er það ekki venju- lega svo að þeir sem þannig er ástatt fyrir eru síðastir til að átta sig,“ bætir hann við og hlær sínum djúpa bassa- hlátri. Magnús á þrjá syni og eina dóttur. Elsta soninn eignaðist Magnús í sínu fyrra hjónabandi. Þá eru bræðurnir Árni og Páll áberandi í íslenskum stjórnmál- um. Magnús segist afar stoltur af börnunum sínum. Sem kunn- ugt er á Árni sæti í ríkisstjórn Íslands og Páll er aðstoðarmað- ur iðnaðarráðherra. Hann segir synina lítið fyrir að ræða hvað gerist á bak við tjöldin. „Ég geri mér grein fyrir að það er ákveð- in lína sem ekki má fara yfir og drengirnir slúðra ekki í pabba gamla. Einu fréttirnar sem ég fæ eru þegar ég fylgist með um- ræðunni í sjónvarpinu.“ ■ Norðurljósin í Listhúsinu Þór Marteinsson hefur festnorðurljósin á filmu í allri sinni dýrð og sýnir afrakstur þeirrar vinnu sinnar í ListaCafé í Listhúsinu í Laugardal í febrú- ar, en af hverju norðurljósin? „Þetta er sérstakt og þetta er svolítið eins og að fara að veiða. Maður fer út aftur og aftur og stundum fær maður og stundum ekki. Það fer mikill tími í þetta og dagarnir sem maður fær eru allt of fáir vegna þess hversu oft það er skýjað.“ Þetta er önnur norðurljósa- myndasýning Þórs, sem er sjálf- menntaður í ljósmyndun og hef- ur unnið við framköllun og prentun ljósmynda síðastliðin fimm ár. Allar myndirnar eru teknar á filmu og eru í stærðun- um 20x30 og 25x38. Rétt eins og myndefnið sjálft eru myndirnar margbreytilegar og engar tvær eru eins. „Ég lít nú á þessa sýningu sem fyrstu alvöru sýninguna mína. Ég er áhugaljósmyndari og fyrsta sýningin var hálfgerð æfing sem ég lærði mikið af. Ég seldi samt myndir þá og allar myndirnar á þessari sýningu eru líka til sölu. Ég sýni norður- ljósamyndirnar þar sem ég legg einna mestan metnað í þær þó ég sé alltaf að mynda, en ef það eru norðurljós er líklegast að ég sé úti með vélina.“ ■ HLAUPTU VÆNA, HLAUPTU „Run Baby Run“ nefnist þetta verk eftir Portúgalann Carlos Barão, sem sýnir verk sín í Listasafni Reykjanesbæjar um þessar mundir. Carlos í Reykjanesbæ Portúgalski myndlistarmaðurinnCarlos Barão hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í Listasafni Reykjanesbæjar. „Þetta er ungur maður sem hef- ur verið mjög virkur í myndlist síð- ustu árin,“ segir Valgerður Guð- mundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. „Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, þótt áður hafi reyndar sést hér eitt verk eftir hann. Það var árið 2000 þegar Salt- fisksetrið í Sandgerði var opnað.“ Carlos Barão nýtur virðingar í heimalandi sínu, eins og sjá má af því að hann var fenginn til þess að skreyta stærstu íþróttahöllina í Lissabon fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, sem verður haldið þar í sumar. „Hann er búinn að vera á kafi í þessu verkefni undanfarið, og verk- in á sýningunni hér bera sterkan keim af því. Maður sér mikið af boltum og mörkum og slíku í þeim.“ Sýning Carlosar er fyrsta sýning ársins í Listasafni Reykjanesbæjar. „Þetta er annað starfsárið okkar, svo við erum bara rétt að fóta okk- ur. Við vorum með fimm sýningar í fyrra og það var allt saman eðal- fólk, fagfólk alveg fram í fingur- góma,“ segir Valgerður. „Enginn sem sýnir hér borgar leigu, og við prentum veglegan bækling um hvern listamann og verk hans. Í staðinn skilja lista- mennirnir hér eftir eitt verk sem bætist í safnið.“ ■ ■ Jarðarfarir NORÐURLJÓSIN Þegar þau stíga sinn heillandi dans á himinhvolfinu mætir Þór Marteinsson með mynda- vélina sína og festir þau á filmu. Afraksturinn er nú til sýnis í Listhúsinu í Laugardal. Ljósmyndun ÁHUGALJÓSMYNDARINN ÞÓR MARTEINSSON ■ eltir norðurljósin á röndum með myndavélina sína. Afrakstur þeirra veiði- ferða sýnir hann um þessar mundir í List- húsinu í Laugardal. Afmæli MAGNÚS BJARNFREÐSSON ■ er 70 ára í dag. Hann verður að heim- an á afmælisdaginn. MAGNÚS BJARNFREÐSSON Heilsubrestur hefur hrjáð Magnús síðustu tvö ár. Um er að ræða jafn- vægisleysi sem er afleiðing sykur- sýki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.