Fréttablaðið - 09.02.2004, Page 18

Fréttablaðið - 09.02.2004, Page 18
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Árlega lendir einn af hverjumfimm bílum, sem eru í um- ferð á Íslandi, í tjóni. Fyrir öku- menn eru því töluverðar líkur á að lenda í árekstri einhvern tím- ann á ferlinum. Það er ekki nauð- synlegt að kalla til lögreglu þeg- ar um minniháttar tjón á bílum er að ræða, en ef slys verða á fólki er mikilvægt að kalla til lögreglu. Þar til gerð eyðublöð vegna tjónstilkynninga eiga að vera í öllum bílum en auðvelt er að nálgast þau hjá næsta trygginga- félagi. Þeir sem aldrei hafa séð slík eyðublöð ættu að fá starfs- fólk Tryggingafélagsins til að leiðbeina sér um hvernig á að fylla þau út. Villur og mistök við útfyllingu tjónstilkynningar geta valdið miklum vandræðum þegar ákvarða á bótaskyldu tjónsins. Rangt skráð tryggingafélag, rangt bílnúmer og þegar dagsetn- ingar og undirskriftir ökumanna vantar eru dæmi um atriði sem geta valdið vandkvæðum við mat bótaréttar. Einnig reynist þeim sem les yfir skýrslurnar oft erfitt að átta sig á hvað gerðist í raun og veru. Ítarlegar upplýsingar gefa alltaf besta mynd af því sem gerst hefur og eru margfalt betri en upplýsingar af skornum skammti. Það margborgar sig líka, þegar árekstur hefur átt sér stað, að fylla út skýrsluna strax á staðnum. Það getur nefnilega orðið þrautin þyngri að hafa uppi á tjónvaldinum síðar. Þeir sem verða vitni að ákeyrslu ættu alltaf að gera vart við sig við þá sem eiga hlut að máli, því oft vantar vitni að árekstrum. Mað- ur veit heldur aldrei hvenær maður sjálfur þarf á aðstoð samborgarans að halda. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á netfangið bilar@frettabladid.is ■ Skýrsla á staðnum EINBEITTUR Undirbúningur fyrir Formúlu 1 kappaksturinn er nú í fullum gangi. Austurrík- ismaðurinn Alex- ander Wurz, öku- þór McLaren, virkaðir afar ein- beittur á Spáni á dögunum þegar hann prufukeyrði bílinn sinn. Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Sagan bak við númersplötuna: Ástin vekur athygli Það var eiginmaðurinn semréð þessu,“ segir Bryndís Svavarsdóttir, 47 ára gömul námskona úr Hafnarfirði, um elskulega númersplötuna á bíln- um hennar og eiginmannsins Lúthers Þorgeirssonar, en á plöt- unni stendur hvorki meira né minna en: ÁST. „Hann vildi endi- lega fá einkanúmer á bílinn og auðvitað er vandi að velja þegar maður þarf svo að keyra með þetta um allar götur. „Ástin“ hef- ur auðvitað vakið athygli og mik- ið spurt,“ sagði Bryndís. Aðspurð um það hvort eigin- maðurinn hafi verið að tjá henni ást sína þegar hann keypti núm- ersplötuna sagðist Bryndís vona það. „Ég vona að hann elski mig meira en bílinn. Annars er hann ekki mikið fyrir það að tjá tilfinn- ingar sínar og kannski er þetta hans aðferð til þess. Ég varð meira að segja að biðja hans og bera þessa elsku yfir þröskuldinn þegar við giftum okkur. Annars er hann mjög kærleiksríkur og hef- ur mikla ást á lífinu og tilverunni yfirleitt. Kærleikurinn er mikil- vægur þáttur í lífinu og óþarfi að fara með hann í felur,“ sagði kjarnorkukonan Bryndís, sem stundar nám á Hraðbraut í Hafn- arfirði og stefnir á guðfræðinám. „Ég er komin á þann aldur að ég þarf að drífa þetta af á tvöföld- um hraða. Ég er þó ekkert að gefa í á malbikinu eða í trimminu. Held mig bara á mínum hraða,“ sagði Bryndís, sem stundar langhlaup og hleypur helst á hverjum degi þegar tíminn leyfir en hún á að baki hátt í fimmtíu maraþonhlaup víða um heim. ■ Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ segir best að gera tjóna- skýrslu strax. Á LEIÐ Í SKÓLANN „Kærleikurinn er mikilvægur þáttur í lífinu og óþarfi að fara með hann í felur,“ segir Bryndís Svavarsdóttir, sem keyrir um á Toyota Land Cruiser árgerð 1997, með ástina í bak og fyrir. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.