Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.02.2004, Qupperneq 4
4 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Ertu hlynnt(ur) lýtaaðgerðum í fegrunarskyni? Spurning dagsins í dag: Telur þú að ofbeldi hafi aukist á Ís- landi á síðustu 10 árum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 54% 46% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Norðurlönd ATVINNUMÁL „Við treystum okkur ekki til að gefa umsögn nema við höfum tilteknar lágmarksupplýs- ingar, sem við höfum ekki. Við vísum þessu því aftur til sýslu- mannsembættisins,“ sagði Þor- björn Guðmundsson, formaður Samiðnar, um fyrirliggjandi um- sóknir til staðfestingar atvinnu- réttinda erlendra starfsmanna hér á landi. Sýslumannsembættið á Seyðisfirði hafði sent Samiðn 20 umsóknir frá Impregilo, sem bið- ur um staðfestingu atvinnurétt- inda í byggingar- og málmiðnaði. Þorbjörn sagði að á þessum pappírum kæmi ekki einu sinni fram þjóðerni manna, hvað þá annað. „Það er alveg ljóst að það gilda tvenns konar reglur,“ sagði Þor- björn. „Annars vegar fyrir EES- borgara og hins vegar fyrir þá sem eru utan EES. Það er ekki hægt að afgreiða umsóknirnar nema við vitum af hvaða þjóðerni þessir menn eru.“ Þorbjörn sagði að samkomulag það sem verkalýðshreyfingin hefði gert við Impregilo á sínum tíma væri tvíþætt. „Annars vegar snýr það að þeim sem voru komnir inn á svæðið, þegar það var gert. Þar horfðum við framhjá því að þar væru menn búnir að brjóta lög og reglur. Hins vegar snýr það að þeim sem áttu að koma eftir að samkomulagið tók gildi. Þeir áttu ekki að fara inn á svæðið fyrr en þeir væru búnir að leggja fram tilskilda pappíra.“ ■ MORÐMÁL „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ segir Þorgeir Jónsson kaf- ari, sem fann líkið í höfninni í Neskaupstað á miðvikudag. Þorgeir segir að hann hafi ver- ið fenginn til að skoða bryggjuna neðansjávar vegna skemmda sem urðu í óveðri í byrjun febrúar. „Ég var að skoða skemmdirnar og fyrirvaralaust blasti líkið við mér. Ég stoppaði aðeins við, hugsaði andartak og leit í kringum mig áður en ég fór upp til að láta vita.“ Þorgeir var viss frá upphafi að það var lík sem hann sá. Lögregl- an var kölluð til. Þorgeir kafaði aftur, nú til að aðstoða lögreglu svo unnt væri að hífa líkið upp, en það var á um sex til sjö metra dýpi. Þorgeir segist efast um að líkið hefði getað hreyfst til, þar sem búið var að festa við það þunga bobbinga. Þorgeir segir sig strax hafa grunað að um morð væri að ræða. Hann segir hrikalegt til þess að hugsa að kafarar geti átt von á sjón sem þessari. „Ég hef hugsað til þess í hvaða stöðu sportkafarar væru sem lentu í ámóta. Reynslan hjálpaði mér. Áður en ég fram- kvæmdi eitthvað stoppaði ég við og hugsaði málið. Gætti þess að fara ekki of hratt upp, en alltaf er hætta á köfunarveiki.“ Þorgeir hefur stundað köfun frá árinu 1988. Árið 1994 fór hann til Seyðisfjarðar ásamt þremur öðrum Norðfirðingum til að leita í höfninni að manni sem var sakn- að. Þeir fundu manninn fljótt. „Þá vissum við hvað við vorum að fara út í en það var samt áfall þegar við fundum hann.“ Þorgeir var að fara til að kafa í höfninni þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann sagðist þurfa að kanna svæðið í höfninni frekar auk þess sem gott væri fyrir hann að kafa fljótt aftur til að ná skrekknum úr sér. Þorgeir ber sig vel og segist hafa það þokkalegt. Hins vegar sé því ekki að neita að upplifunin sé alltaf að skjóta upp kollinum af og til enda erfitt að komast hjá því þar sem fréttir af atburðinum eru í öllum fréttatímum og blöðum. Hann fékk áfallahjálp eftir atvik- ið og segir það hafa verið hið besta mál. hrs@frettabladid.is Aftaka í Texas: Myrti tíu ára stúlku TEXAS, AP Karlmaður á fimmtugs- aldri var tekinn af lífi í Texas fyr- ir þrjú morð sem framin voru árið 1991. Á meðal fórnarlamba mannsins var tíu ára stúlka sem hann hafði beitt kynferðisofbeldi. „Eins og ég hef sagt frá upp- hafi drap ég þau ekki,“ sagði Ed- ward LaGrone áður en banvænu eitri var sprautað í æðar hans. Sannað þótti að Lagrone hefði ruðst inn á heimili hinnar tíu ára gömlu Shakeisha Loyd og hafið skothríð. Shakeisha og tvær frænkur hennar létust en frændi hennar særðist. Móðir Shakeisha hafði kært LaGrone fyrir kynferðisbrot gegn dótturinni. Shakeisha var barns- hafandi þegar hún lést og var það niðurstaða DNA-rannsóknar að LaGrone væri faðirinn. ■ ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Bandaríkjamenn voru sakaðir um að njósna um aðildarríkin. Ásakanir um njósnir: Vilja svör MEXÍKÓBORG, AP Stjórnvöld í Mexíkó hafa krafið Bandaríkja- menn og Breta svara vegna ásak- ana um að leyniþjónustur land- anna hafi njósnað um ríki sem áttu aðild að öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak. Í bréfi sem þau sendu breskum og bandarískum stjórnvöldum er lýst áhyggjum af umræðu um hugsanlegar njósnir og óskað eftir svörum við því hvort njósnað hafi verið um mexíkóska sendimenn. „Þeir voru að njósna. Banda- ríkjamenn hafa alltaf notast við njósnir til að sjá fyrir hvaða ákvarðanir önnur ríki taka,“ sagði Adolfo Aguilar Zinser, fyrrum sendiherra Mexíkó hjá Samein- uðu þjóðunum. ■ BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Matarlist og leikhús Leikhúsmatseðill milli kl. 18.00 - 20.00 ÞrIggja rétta kvöldverður á 4.500 kr. Upplýsingar á www.holt.is • • • • • • • • • undur.is 100 ÁRA Danska dagblaðið Ekstra bladet fagnaði í gær hund- rað ára afmæli sínu. Blaðið sem upphaflega var aukaútgáfa Politi- ken gaf ekki út sérstaka hátíðar- útgáfu en setti upp stóra auglýs- ingu við húsnæði sitt af hundi pissandi á fætur konu, undir yfir- skrift sem þýða mætti „Illa upp alið frá 1904“ MORÐMÁL „Það var algjör tilviljun að líkið fannst svona fljótt,“ segir Gísli Sigurbergur Gíslason, hafn- arstjóri í Neskaupstað. Gísli segir að bryggjan þar sem líkið fannst hafi skemmst þegar bátur sem lá við bryggjuna í óveðri barðist við hana Hann segir að við- gerðir á bryggjunni hafi ekki verið áætlaðar fyrr en seinna á árinu eða jafnvel því næsta. Hann hafi hins vegar rætt við Þorgeir Jónsson kafara á þriðjudag og beðið hann að athuga hvort skemmdir væru á stólpum bryggjunnar. Þorgeir hafði samband við Gísla daginn eft- ir til að láta vita að hann ætlaði að fara niður þá um daginn þar sem veðrið væri svo gott. „Ég bað Þorgeir einnig að at- huga hvort fríholt hefðu dottið af bryggjunni og væru á botninum. Þegar hann fór að gá að þeim fann hann líkið.“ Gísli stóð á bryggj- unni með öðrum manni til að vera Þorgeiri innan handar og til að hífa upp fríholtin ef einhver væru. „Við ætluðum ekki að trúa honum þegar hann kom upp úr sjónum og sagðist hafa séð lík.“ ■ Ólöglegir innflytjendur: Haldið í gíslingu KALIFORNÍA, AP Bandaríska lögregl- an fann 64 ólöglega innflytjendur læsta inni í litlu húsi skammt frá Perris í Kaliforníu. Þrír menn voru handteknir í húsinu grunaðir um að hafa smyglað fólkinu yfir landa- mærin frá Mexíkó og haldið þeim í gíslingu á meðan beðið var eftir greiðslum frá fjölskyldum þeirra. Einum gíslanna tókst að sleppa og gera yfirvöldum viðvart. Húsið sem innflytjendurnir voru læstir inni í var aðeins 81 fermetri að flat- armáli og í mikilli niðurníðslu. Gísl- arnir voru frá Mið-Ameríku en mennirnir sem voru handteknir eru taldir vera Mexíkóar. ■ GÍSLI SIGURBERGUR GÍSLASON Kafarinn leitaði fríholta þegar hann fann líkið. Gísli Sigurbergur Gíslason, hafnarstjóri í Neskaupstað: Líkið fannst fyrir tilviljun Brá þegar hann synti fram á hinn myrta Þorgeir Jónsson kafari, sem fann líkið í höfninni við netagerðarbryggj- una í Neskaupstað, fann fyrir tíu árum í Seyðisfjarðarhöfn mann sem saknað hafði verið. ÞORGEIR JÓNSSON KAFARI Synti fram á innpakkað lík. Þrátt fyrir að honum brygði illa við náði hann áttum áður en hann synti upp og lét vita. Samiðn vill meiri upplýsingar frá Impregilo: Endursendi umsóknir til sýslumanns ÞORBJÖRN GUÐ- MUNDSSON Formaður Samiðnar seg- ir að í upplýs- ingunum sem borist hafi frá sýslumannin- um hafi ekki einu sinni komið fram af hvaða þjóð- erni mennirnir væru. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A GAGNRÝNIR BYGGINGU VEGGSINS Ástandið í landinu helga er áhyggjuefni fyrir alla, sagði Jóhannes Páll páfi II þegar hann gagn- rýndi ísraelsk stjórnvöld fyr- ir að byggja vegg milli Ísra- ela og Palest- ínumanna. Hann sagði að menn ættu frekar að byggja brýr en veggi og leita friðar og sátta þegar hann tók á móti Ahmed Qureia, for- sætisráðherra Palestínu. JÁTAR SÖK Rúmlega fertugur Bandaríkjamaður sem hafði lýst sig saklausan af ákærum um að hafa numið á brott tólf ára breska stúlku hefur nú játað sök. Stúlk- unni kynntist hann á Netinu, hitti hana í Bretlandi og fór með henni til Frakklands og Þýskalands. Hann neitar því að hafa haft mök við stúlkuna og segist hafa talið hana átján ára. STJÓRNMÁLAMAÐUR STUNGINN MEÐ HNÍFI Kona vopnuð hnífi réðst á yfirmann dómsmála í Hamborg á framboðsfundi í gær. Roger Kusch, sem er meðlimur í Kristilegra demókrataflokknum, var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka á læri. Við- staddir yfirbuguðu konuna og héldu henni þar til lögreglan kom á staðinn. FORSETAFRAMBJÓÐENDUR MÓT- MÆLA Frambjóðendur í forseta- kosningunum í Rússlandi neituðu að taka þátt í kappræðum í sjónvarpi sem Vla- dímír Pútín forseti hafði ákveðið að sniðganga. Frambjóð- endurnir sögðu að það þjónaði engum tilgangi að ræðast við í sjónvarpi þegar aðalkeppi- nauturinn væri fjarri góðu gamni. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.