Fréttablaðið - 13.02.2004, Page 12

Fréttablaðið - 13.02.2004, Page 12
12 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR BLÓMASALI VIÐ ÁRBAKKANN Árbakkinn í Phnom Penh er vinsæll hvort tveggja meðal Kamdódíumanna og er- lendra ferðamanna. Þetta vita sölumenn eins og stúlkan á myndinni sem ber fat fullt af lótusblómum á höfði sér. Nýtt líf aðskildra síamstvíbura sem voru samvaxnir á höfði: Læra eitthvað nýtt á hverjum degi DALLAS, AP Fjórum mánuðum eftir að síamstvíburarnir Mohamed og Ahmed Ibrahim voru aðskildir eru þeir stöðugt að læra nýja hluti sem þeir gátu ekki gert meðan þeir voru samvaxnir á höfði. Bræðurnir leika sér nú saman og sjá hvorn annan andliti til and- lits. Nokkuð sem var ómögulegt fyrir þá áður en þeir voru aðskild- ir rúmlega tveggja ára gamlir. Fyrir þann tíma áttu þeir til að lyfta höndum yfir höfuð sér og takast í hendur. Nú kasta þeir og sparka boltum á milli sín sem er eitt af því sem þeir hafa lært sem hluta af lífi sínu sem aðskildir ein- staklingar. „Þeir læra eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Linda Beisanz, einn þroskaþjálfanna sem kenna strákunum að takast á við nýtt líf. Þeir voru aðskildir í 34 klukkutíma aðgerð sem fram fór í Dallas í október síðastliðnum en eru fæddir í Egyptalandi. Enn er þó langt í land. „Við reynum að fá þá til að tala og borða eins og börn á þeirra aldri og leika við jafnaldra sína,“ segir Jacob Makkappallil, annar þroskaþjálfi þeirra. ■ Ögmundi hugnast Svavarsvæðing VG Þingflokksformaður VG segir Svavar Gestsson vera ódeigan baráttumann sósíalista og saknar hans. Ósáttur og ósammála sumu sem andófsöflin innan VG hafa sett fram. Þolir þó vel gagnrýni. STJÓRNMÁL „Mér finnst Svavars- væðingin góð,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG, í grein á vefsíðu sinni ogmund- ur.is vegna þeirrar óánægju sem er innan Vinstri grænna meðal grjótharðra sósíalista um að flokkurinn hafi sveigst til hægri og í raun snúið baki við öreig- um og láglauna- fólki til að berj- ast fyrir hags- m u n a m á l u m miðstéttarinn- ar. Óánægju- hópurinn hefur meðal annars rætt um stóraukin áhrif Svavars Gestssonar, sendi- herra og fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins, og hans fólks innan VG. „Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, var einhver dug- legasti og ódeigasti baráttumaður í hreyfingu sósíalista um árabil. Svavar hamaðist í pólitík lengur en flestir hafa gert og sér víða stað verka hans. Löngum þótti mér mikið til Svavars koma sem stjórnmálamanns og saknaði þess þegar hann hvarf af vettvangi stjórnmálanna, mér liggur við að segja fyrir aldur fram,“ segir Ög- mundur á heimasíðu sinni. Um þau ættmenni Svavars sem komist hafa til áhrifa segir Ög- mundur að allt sé þetta sérstakt öndvegisfólk og mikill fengur sé fyrir hreyfinguna að fá til liðs við sig. „Ef menn vilja kalla þetta Svavarsvæðingu, þá styð ég hana heilshugar. Ekki ætla ég að gera upp á milli þessa fólks en sem flokksfélagi í Reykjavík vil ég segja að Svandís Svavarsdóttir, formaður okkar, er geislandi bar- áttukona,“ segir Ögmundur. Ögmundur segir að nokkuð hafi verið um heitingar af hálfu einstaklinga sem honum séu kær- ir og hann meti mikils. „Um sumt sem sagt hefur ver- ið hef ég ekki verið sammála; sumt hef ég meira að segja verið mjög ósáttur við. En hitt, að sam- an komi hópur félaga í VG, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, til að ræða áherslur í flokksstarfinu og þess vegna gagnrýna okkur sem erum á þingi eða annars stað- ar í forsvari fyrir flokkinn, er nokkuð sem allir ættu að forðast að leggja út á versta veg. Þarna er um að ræða marga gamalgróna baráttujaxla, fólk sem hefur stað- ið í áratugi í eldlínunni og unnið hreyfingunni ekki síður en hinir sem starfað hafa undir kastljósi fjölmiðlanna,“ segir Ögmundur. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sem gagnrýni andófsaflanna beinist að nokkru leyti að, vildi ekkert tjá sig um málið en kvaðst myndu skrifa um það grein á heimasíðu VG. rt@frettabladid.is „Um sumt sem sagt hef- ur verið hef ég ekki verið sammála 1. flokki 1989 – 53. útdráttur 1. flokki 1990 – 50. útdráttur 2. flokki 1990 – 49. útdráttur 2. flokki 1991 – 47. útdráttur 3. flokki 1992 – 42. útdráttur 2. flokki 1993 – 38. útdráttur 2. flokki 1994 – 35. útdráttur 3. flokki 1994 – 34. útdráttur Frá og með 15. febrúar 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. febrúar. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf THOMAS DUPRE Biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Springfield í Massachusetts hefur verið sakaður um kynferðislega misnotkun á tveimur ungum drengjum. Biskup segir af sér: Sakaður um kynferðisbrot MASSACHUSETTS, AP Biskup rómversk- kaþólsku kirkjunnar í Springfield í Massachusetts sagði af sér af heilsu- farsástæðum daginn eftir að fjöl- miðlar greindu frá því að hann hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Dagblaðið The Republican hefur það eftir ónafngreindri konu að bisk- upinn Thomas Dupre hafi misnotað son hennar og annan ungan dreng þegar hann var sóknarprestur á átt- unda áratugnum. Yfirmenn kirkju- deildarinnar segja að þeim sé ekki kunnugt um neinar ásakanir á hend- ur Dupre. Einn af prestum safnaðarins hef- ur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjölda ungra drengja og sökuðu verjendur fórnarlambanna Dupre um að hylma yfir með honum. ■ LÆRA Á NÝTT LÍF Mohamed, til vinstri, og Ahmed, til hægri, læra nú á líf sem aðskildir einstaklingar sem geta farið hvor í sína áttina. FORYSTAN Ögmundur Jónasson lýsir aðdáun sinni á Svavari Gestssyni, sendiherra og fyrrverandi formanni Alþýðubandalagsins. Steingrímur J. Sigfússon vill ekkert um gagnrýni harðlínumanna í flokknum segja. ALÞINGI Formenn þingflokka á Al- þingi komu saman á stéttinni fyr- ir utan Alþingishúsið í gær og fylgdust með því þegar Rúnar Guðbrandsson leikstjóri flutti til- mæli um nýju eftirlaunalögin frá um 2000 kjósendum alls staðar að af landinu. Vefurinn almenning- ur.is hafði frumkvæði að gjörn- ingnum. Stjórnvöld voru hvött til þess að endurskoða lög um eftir- laun forseta Íslands, ráðherra, al- þingismanna og hæstaréttardóm- ara, sem sett voru 15. desember síðastliðinn, og beðin um að hafa það að leiðarljósi að almenningur og kjörnir fulltrúar almennings byggju í grundvallaratriðum við sömu eftirlaunaréttindi. „Forréttindi ganga gegn rétt- lætis- og lýðræðishugmyndum þorra landsmanna, sérstaklega forréttindi kjörinna fulltrúa. Þeir sem kjörnir eru til að setja lögin mega hvorki búa sjálfum sér almenn réttindi umfram þau sem umbjóðendur þeirra njóta né afmarka almenningi grundvallar- réttindi sem þeir sjálfir vilja ekki una við og telja ófullnægjandi,“ sagði Rúnar Guðbrandsson þegar hann flutti þingflokkunum skila- boð kjósenda. ■ Tilmæli til alþingismanna: Eftirlaunalög verði endurskoðuð ÞINGFLOKKSFORMENN TAKA VIÐ TILMÆLUM Formenn þingflokkanna á Alþingi taka við tilælum frá almenningi.is þar sem stjórnvöld voru hvött til þess að endurskoða lögin um eftirlaun æðstu embætta landsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.