Fréttablaðið - 13.02.2004, Side 19

Fréttablaðið - 13.02.2004, Side 19
19FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004 Mikil gleði ríkti í Fjölskyldu- oghúsdýragarðinum fyrr í vik- unni þegar kýrin Gráskinna bar fal- legri rauðhuppóttri stjörnóttri kvígu. Kvígan litla er sannkallað af- kvæmi Húsdýragarðsins, því Grá- skinna var fyrsta kýrin sem fædd- ist í garðinum. Sú stutta er einnig undan merkisnautinu Guttormi sem er eitt frægasta naut landsins. Þetta er áttundi kálfur Gráskinnu en áður hefur einn kálfur hennar drepist við burð og annan þurfti að taka með keisaraskurði og var því nefndur Keisari. Vegna þeirrar kátínu sem ríkti á þriðjudagskvöld- ið í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um þegar burðurinn gekk vel hlaut litla kvígan nafnið Kátína. ■ Mikil kátína í Húsdýragarðinum KVÍGAN KÁTÍNA Nýjasta viðbótin í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum er undan Gráskinnu og Gutt- ormi. Hún hlaut þó ekki nafnið Guttskinna. SNÚÐU VIÐ BLAÐINU Óvættur dagsins Jason Voorhees er einn þekktastimorðingi kvikmyndasögunnar en hann hefur farið hamförum í ótrú- legum fjölda unglingahryllings- mynda og er þar í flokki ekki minni manna en Michael Myers úr Hall- oween myndunum og Freddy úr martraðamyndunum kenndum við Álmstræti. Föstudagurinn 13. er annálaður ólukkudagur og það fer því vel á því að Jason láti til sín taka þegar þessi óheppilega sameining mánaðar- og vikudags skýtur upp kollinum á dagatalinu. Fyrsta Friday 13th myndin kom út árið 1980 en þá var það móður Jasons, Pamela Voorhees, sem kom unglingum, sem hún taldi bera ábyrgð á dauða sonar síns, fyrir kattarnef. Jason reis síðan upp og tók við af mömmu sinni í endalaus- um fjölda framhaldsmynda. ■ Skrímsli FÖSTUDAGURINN 13 ■ Yfirnáttúrlegi morðinginn Jason Voorhees lætur reglulega til skarar skríða í hryllingsmyndum kenndum við föstudaginn þrettánda. JASON Er einn nafntogaðasti morðingi kvikmynda- sögunnar en endalaus framhaldsmynda- serían um hann er kennd við föstudaginn 13. en eins og gefur að skilja boðar það ekki mikla gæfu að verða á vegi kappans. Ekkert óheppnari á föstudeginum 13. Það fer nú lítið fyrir hjátrú hjámér,“ segir Halldór Einarsson hönnuður. „Ég kalla það ekki hjá- trú að nudda hársvörðinn á fólki af belgískum uppruna til að fá aukið fjárstreymi eða að kasta krónu á eftir nunnu til að tryggja að veturinn verði mildur. Þetta er svona það helsta sem ég geri sem þröngsýnt fólk gæti flokkað sem hjátrú, jú reyndar er eitt í viðbót og það hafa margir reynt og sann- að að er rétt. Það að bera olíu á sólana á skóm móðursystur þinn- ar tryggir góðan hlátur.“ Föstudagurinn 13. hefur alltaf verið Halldóri góður, fyrir utan einn árið 1998. „Ég pantaði mér ítalskan bíl en þar má kenna um vanþekkingu á bifreiðum frekar en álögum. Hins vegar hefur það alltaf fylgt mér að lenda í skrítn- um hlutum á föstudeginum þrett- ánda og þessum 13. föstudegi mun ég verja í lítilli kompu inn á Nelly’s við það að blása upp vel á annað þúsund gasblöðrur. En ég vil þakka blaðamanni kærlega fyrir það að redda föstudags- kvöldinu og nú ætla ég að slást við hópinn allan af fólki úti á vídeóleigu til að reyna að tryggja mér eintak af Friday the Thir- teenth.“ ■ Hjátrú ■ Orðið paraskevidekatriaphobia stend- ur fyrir hræðslu við föstudaginn þrett- ánda. Fleiri eru haldnir þessari hræðslu en vilja viðurkenna þó svo vísindalega sannanir styðji ekki þá hjátrú að fólk sé óheppnara á þessum degi en öðrum. HALLDÓR EINARSSON Ætlar að verja þessum 13. föstudegi í lítilli kompu við það að blása upp vel á annað þúsund gasblöðrur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.