Fréttablaðið - 13.02.2004, Side 23
Nýlega kom út geisladiskurinnTáknmálsleikir 1 sem er
margmiðlunarefni ætlað heyrnar-
lausum börnum á aldrinum fjög-
urra til sjö ára, foreldrum þeirra
og aðstandendum. Markmiðið
með leikjunum er að örva mál-
þroska heyrnarlausra barna og
veita kennslu í táknmáli. Leikirnir
koma út á geisladiski. Þeir eru
átta talsins, sex fyrir börn og tvö
verkefni fyrir foreldra. Efnið
byggist á myndum, hreyfingu og
stuttum táknmálstextum.
Táknmálsleikir 1 er samstarfs-
verkefni Samskiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og heyrnarskertra
og Námsgagnastofnunar. Náms-
gagnastofnun annast dreifingu til
grunnskóla en Samskiptamiðstöð-
in til aðila utan þeirra. Efnið er
þýðing á norska táknmálsefninu
TegnRom1.
Með útgáfu efnisins Táknmáls-
leikir 1 er leitast við að koma til
móts við aðalnámskrá grunnskóla
en þar er lögð áhersla á að tákn-
mál hafi grundvallarþýðingu fyr-
ir málþroska, persónuleika og
hugsun heyrnarlausra nemenda.
Enn fremur segir að táknmál
gegni lykilhlutverki í skóla fyrir
heyrnarlausa og heyrnarskerta og
þroski hugsun nemenda og sköp-
unargáfu. ■
23FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004
Á morgun:
Laugavegi 53, simi. 552 3737
NÝJAR VÖRUR KOMNAR
Síðasta helgi útsölu
- meiri lækkun
Öskudagur nálgast og inn umlúgurnar læðast bæklingar
með auglýsingum um grímubún-
inga fyrir börnin. Það má gera
því skóna að þeim fækki sífellt
sem sauma slíka búninga sjálfir,
enda eru tilbúnu búningarnir
orðnir miklu ódýrari en áður. En
í auglýsingabæklingunum er
mjög stöðluðum kynjahlutverk-
um haldið að börnunum. Stelpur
eru þar sýndar í bleikum eða
hvítum prinsessu- og álfabúning-
um. Drengirnir eru hins vegar í
hlutverki ofurhetja eins og Leð-
urblökumannsins eða jafnvel í
hermannabúningum, með byssu
eða önnur vopn í hendi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
ráðskona staðalímyndahóps
Femínistafélags Íslands, segir
mikilvægt að börnin fái tækifæri
til að velja sjálf og að við yfir-
færum ekki okkar hugmyndir
um kynjahlutverk yfir á börnin.
Hún segist vilja benda leikfanga-
búðum á að skoða þær ímyndir
sem settar eru fram í bæklingum
af þessu
tagi.
„Það er
eins og
gengið sé út
frá því sem
vísu að búið
sé að sanna
að svona sé
eðli stráka
og stelpna.
Þar af leið-
andi gefum
við börnun-
um ekki tækifæri til að velja og
komumst ekki út úr þessum hlut-
verkum. Karlmennskuímyndinni
fylgir oft ákveðin hugmynd um
ofbeldi, til dæmis byssur eða
sverð. Stelpur eru hins vegar
aldar upp í að vera prinsessur,
sætar og góðar. Við verðum að
gefa börnunum fjölbreyttari fyr-
irmyndir og þarna bera leik-
fangabúðirnar vissa ábyrgð.
Börn eru að uppgötva sjálf sig og
lífið í kringum sig og fara eftir
því sem þau sjá, hvað gera stelp-
ur og hvað gera strákar. Ekki má
láta líta út fyrir að strákar hafi
einkarétt á einu og stelpur öðru
og að búið sé að móta þeim hlut-
verk fyrir fram.“
Katrín Anna segir að þessi
umræða hafi einnig vaknað fyrir
síðustu jól, en þá var það sama
uppi á teningnum og í auglýs-
ingabæklingum mátti finna
stelpuhluti og strákahluti. „Við
erum föst í þessum staðalímynd-
um og það þarf meðvitað átak
gegn þeim. Þá getum við kannski
brotist út úr þessu fari.“
audur@frettabladid.is
Margmiðlunarefni fyrir heyrnarlausa:
Leikir sem
örva málþroska
TÁKNMÁLSLEIKIR
Átta verkefni eru á disknum, sex fyrir börn
og tveir fyrir foreldra.
KATRÍN ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Ráðskona staðalímynda-
hóps Femínistafélags
Íslands.
Öskudagsbúningar og kynjahlutverk:
Börnin fái tækifæri
til að velja sjálf
OFURHETJA OG PRINSESSA
Börn fá afar eindregin skilaboð
um hvert þeirra kynhlutverk er.
Leikskólakennarar álykta:
Áhyggjur
af stefnuleysi
Stjórn Félags leikskólakennarahefur sent frá sér ályktun þar
sem lýst er yfir áhyggjum vegna
stefnuleysis margra sveitarstjórna
um fyrirkomulag sumarleyfa leik-
skóla. „Félag leikskólakennara hefur
lengi haft í stefnuskrá sinni að loka
beri leikskólum a.m.k. fjórar vikur
samfleytt á hverju sumri og hefur
hvatt öll sveitarfélög til að gera slíkt.
Í leikskólastefnu félagsins stendur:
FL leggur áherslu á að leikskólum sé
lokað að minnsta kosti 4 vikur sam-
fellt á sumrin og að leikskólastarf-
semi sé skipulögð þannig að leik-
skólaárið hafi upphaf og endi,“ segir
meðal annars í ályktuninni. ■
Fyrirtækið Icekart á Íslandi,sem rekur farandleigu gokart-
bíla, er þessa dagana að kynna
ökukennslu fyrir börn 10 ára og
eldri og fer kennslan fram á sér-
útbúnum rafdrifnum gokart-bíl-
um. Að sögn Charles Onken, verk-
efnastjóra Icekart, er fyrsta nám-
skeiðinu þegar lokið en það var
haldið í desember á yfirbyggðu
bílastæði Kringlunnar.
„Við erum búnir að missa þá
aðstöðu þannig að við erum nú
háðir veðri og vindum en höfum
tryggt okkur nokkur svæði í borg-
inni og bíðum batnandi veðurs.
Skráning er í fullum gangi og það
eru þegar komnir langir biðlistar.
Við setjum öryggið á oddinn og
getum fjarstýrt kraftinum í bílun-
um, sem eru stilltir miðað við ald-
ur og getu nemenda. Við getum
líka slökkt á bílunum ef okkur
sýnist svo og erum tryggðir í bak
og fyrir. Við erum ekki að kenna
umferðarreglur heldur gengur
þetta út á það að fá tilfinningu
fyrir bílnum, þjálfa fjarlægðar-
skynið og viðbragð og nákvæmni í
stjórn bílsins eins og við beygjur
og bremsun,“ sagði Charles.
Allar nánari upplýsingar um
ökuskólann og bílana er að finna á
vefsíðu Icekart: icekart.com. ■
Ökuskóli fyrir 10 ára og eldri:
Öryggið
sett á oddinn
KENNSLUBÍLL
Gokart-bílar með öllum nauðsynlegum öryggisbúnaði eru notaðir við kennsluna.