Fréttablaðið - 13.02.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 13.02.2004, Síða 24
13. febrúar 2004 FÖSTUDAGURhvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 FEBRÚAR Föstudagur Þetta er lítill leikþáttur um tværstelpur að tala saman,“ segir Ólöf Sverrissdóttir hjá Furðuleik- húsinu um „Eins og fuglar himins- ins“, leiksýningu fyrir börn sem frumsýnd verður í Álftamýrar- skóla í dag. „Umræður þeirra fara að snúast um traust, því önnur þeirra er svo- lítið hrædd. Hún stendur sig ekki mjög vel, hvorki í leikfimi né öðru. Hin er aftur á móti miklu öruggari með sig og greinilega mjög góð í öllu í skólanum. Samt eru þær góð- ar vinkonur og þær komast að því í gegnum þessa umræðu að það borgi sig að treysta, það geri ekk- ert til þó maður geri mistök.“ Út frá þessu spinnst líka um- ræða milli þeirra um Guð, enda eru hugtökin „traust“ og „trú“ nátengd. „Þær eru að spekúlera í því hvort Guð sé þessi refsandi Guð, eða hvort hann sé bara algóður og fyrirgefi allt.“ Heiti sýningarinnar vísar að sjálfsögðu í Biblíuna, þar sem fólk er hvatt til þess að hafa ekki of miklar áhyggjur af morgundegin- um. „Þessi hugmynd þróaðist kannski fyrst út frá því að ég átti sjálf í erfiðleikum með að treysta ýmsu í lífinu. Þá fór ég að velta fyrir mér þessu með fugla himins- ins, og hvort það sé ekki tómt kæruleysi að hugsa ekki fyrir framtíðinni. En ég held að við hugsum alltof mikið um það hvernig hlutirnir fari, því í raun og veru sköpum við okkur stund- um verri framtíð ef við sjáum hlutina alltaf fyrir okkur út frá óttanum.“ Ólöf er höfundur sýningarinn- ar ásamt leikhópnum. Ólafur Guð- mundsson leikstýrir. Þau Ólöf og Ólafur eru kjarninn í Furðuleik- húsinu, sem starfað hefur í tíu ár. „Við byrjuðum sem lítill leik- hópur í Fjölskyldugarðinum þar sem við vorum með götuleikhúsið Furðufjölskyldan. Eftir það ákváðum við að halda þessu áfram og Furðufjölskyldan varð að Furðuleikhúsinu. Við höfum sýnt fjölda leikrita. Byrjuðum á litlum ævintýrum sem fóru í leik- skólana, og síðan hefur þetta smám saman vaxið hjá okkur.“ ■ Hvetja börn til að treysta ■ LEIKLIST fös. 13. feb. - nokkur sæti laus lau. 14. feb. - nokkur sæti laus fös. 20. feb. - nokkur sæti laus lau. 21. feb. fös. 27. feb. lau. 28. feb. „Frábært - drepfyndið - átakanlegt“ Ekki við hæfi barna fös. 13. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 20. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 21. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 27. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 6. mars kl. 20 -laus sæti lau. 13. mars kl. 20 -laus sæti Gríman 2003 „Besta leiksýning ársins“ fös 13. feb kl. 20.00 örfá sæti lau 14. feb kl. 19.00 örfá sæti lau 21. feb kl. 19.00 nokkur sæti fim 26. feb. kl. 21.00 nokkur sæti lau 28. feb kl. 19.00 laus sæti Sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNO 562 9700 og sellofon@mmedia.is Edda Björgvinsdóttir leikkonahefur tekið á móti gestum í Iðnó undanfarið í hádeginu á föstudögum. Þar hefur hún verið með uppistand yfir súpu og heimabökuðu brauði þar sem hún spjallar á sínum óborganlegu nót- um um miðaldrakrísuna, og þá ekki síst hvernig það er að vera miðaldra hippi. Hádegisuppistand Eddu hófst í október síðastliðnum og komust lengi vel færri að en vilja, en nú í hádeginu er síðasta tækifærið því Edda hefur meira en nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Hún er að leika í 5stelpur.com, sem hefur heldur betur slegið í gegn í Austurbæ. Síðan er hún að fara af stað með kabarett á Kaffi Reykjavík ásamt syni sínum, Björgvini Franz Gíslasyni. „Hún verður veislustjóri. Síðan verðum við Kristjana Skúladóttir með söngdúettinn okkar, Geira og Villu. Svo ætlum við að hafa ýmist gestagrínara eða gestasöngvara,“ segir Björgvin Franz. Fyrsta kabarettkvöldið verður annað kvöld, og þá fá þau til liðs við sig þau Pál Óskar og Moniku. ■ ER GUÐ GÓÐUR? Leikþátturinn „Eins og fuglar himins- ins“ verður frumsýndur í Álftamýrar- skóla í dag. Þarna sjást Ingibjörg Stef- ánsdóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Bandaríska kvennapönk- sveitin Harum Scarum spilar í TÞM, eða Tónlistarþróunarmiðstöðinni, sem er staðsett að Hólmaslóð 2 út á Granda. Einnig spila hljómsveitirnar Dys, Inn- vortis, Heiða og Heiðingjarnir og Hryðjuverk. Ekkert aldurstakmark. ■ ■ LEIKLIST  10.00 Furðuleikhúsið frumsýnir leikritið Eins og fuglar himinsins í Álftamýrarskóla. Höfundur er Ólöf Sverr- isdóttir og leikhópurinn. Leikstjóri er Ólafur Guðmundsson. Leikarar eru Ingi- björg Stefánsdóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Tónlistina samdi Ingibjörg Stefánsdóttir.  12.00 Uppistand Eddu Björgvins- dóttur í hádeginu í Iðnó.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Chicago eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse á stóra sviðinu.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Spor- vagninn Girnd eftir Tennessee Willi- ams á nýja sviðinu.  20.00 Loftkastalinn sýnir Eldað með Elvis.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Sólin gleymdi dagsins háttatíma í síðasta skiptið á stóra sviðinu.  20.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýn- ir Meistarann og Margarítuna.  20.30 Leikdeild Ungmennafélags- ins Eflingar frumsýnir Landsmótið, sem er nýtt frumsamið leikverk eftir þá Jó- hannes Sigurjónsson og Hörð Þór Ben- ónýsson. Leikstjóri er Arnór Benónýsson og Jaan Alavere stýrir tónlistinni. Verkið er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri, Reykjadal.  21.00 Einleikurinn, Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur, er sýndur í Iðnó. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Brimkló verða á Players, Kópavogi.  23.00 Blúskvöld á Grand Rokk.  23.00 Í svörtum fötum verður í fé- lagsheimilinu Hnífsdal í kvöld.  Hljómar frá Keflavík verða með stórdansleik á Kringlukránni. ■ ■ DANSLIST  20.30 Danshópurinn Lipurtré stendur fyrir danssýningu í Tjarnarbíói. Miðasala er í Tjarnarbíói. EDDA BJÖRGVINS Síðasta hádegisuppistandið í Iðnó verður í dag. Tekst á við krísu ■ LEIKSÝNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.