Fréttablaðið - 13.02.2004, Síða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
Að ræna
banka
Ísland er ekki gott land til hefð-bundinna bankarána. Þetta sést
glöggt þegar litið er yfir bankarán
undanfarinna mánuða. Einn náungi
rændi banka á Suðurnesjum og skil-
di ránsfenginn eftir í skjalatösku, að
mig minnir, við afleggjarann að Bláa
lóninu. Auðvitað klikkaði þetta.
Þýskir ferðamenn fundu auðvitað
ránsfenginn og fóru með hann, eftir
þó nokkuð strögl, til lögreglunnar.
ANNAR RÆNDI banka á Eiðis-
torgi og ætlaði síðan að komast und-
an í strætó. Það mistókst auðvitað.
Hann var handtekinn í strætóskýl-
inu. Maður hefði nú haldið að eftir
að hafa rænt banka myndu menn
splæsa í leigubíl, en það var nú
ekki. Og núna í vikunni var banka-
rán í Hveragerði. Þar gerðu menn
þau algjöru grundvallarmistök að
velja Hveragerði til verknaðarins.
Þessir aðilar náðust auðvitað á
hlaupum um bæinn skömmu eftir
ránið. Þeir voru líka bíllausir og
hvert geta menn farið eftir að hafa
rænt banka í Hveragerði?
MÁLIÐ ER að það er afskaplega
erfitt að ræna banka á Íslandi yfir-
höfuð og komast upp með það. Bara
það að þjóðvegurinn skuli liggja í
hring skapar ákveðin vandræði. Þó
svo að bankaræningjarnir séu á bíl,
og reykspóli í burtu frá vettvangi,
þá þarf löggan í raun og veru ekki
annað en að bíða í nokkra daga
þangað til ræningarnir koma aftur
úr hinni áttinni.
OG SVO er auðvitað bara leiðin-
legt að ræna banka á Íslandi. Það er
lítið upp úr því að hafa, því pening-
arnir eru flestir einhvers staðar
annars staðar en í gjaldkerakössun-
um, og svo er líka endalaust rok.
Menn eru að göslast þetta í slyddu
og sudda, dettandi á hausinn á
hálkublettum. Og svo þekkja mann
allir. Það er nú eitt. Í rauninni er
ómögulegt að ræna banka á Íslandi
eftir hefðbundnum leiðum. Eina
leiðin er auðvitað bara sú að verða
sér úti um fé í Rússlandi og kaupa
helvítið. Það þýðir ekkert annað. ■
undur.is