Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 6
6 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Norður-Ameríka ■ Norðurlönd Veistusvarið? 1Síðasta ár var bönkunum gjöfult. Hvemikill var hagnaður þriggja stóru bankanna í fyrra? 2Eftir hverjum er vélsleði bæjarstjóraÍsafjarðarbæjar nefndur? 3Lítið og ungt fyrritæki á Grenivíkhefur sérþróað sjampó fyrir Reykvík- inga. Hvað heitir fyrirtækið? Svörin eru á bls. 38 SKÝRSLA Konur hafa einungis 72 prósent af launum karla fyrir sam- bærileg störf, samkvæmt launa- könnun nefndar um efnahagsleg völd kvenna, en nefndin var skipuð af forsætisráðherra vegna fram- kvæmdaáætlunar ríkisstjórnar- innar í jafnréttismálum. Um 21–24 prósent af þessum launamun er skýrður með ólíkum starfsvett- vangi, starfi, menntun og ráðning- arfyrirkomulagi kynjanna. „Það sem eftir stendur stafar meðal annars af því að hjónaband og barneignir hafa önnur áhrif á laun kvenna en karla. Dagvinnu- laun karla eru 4–5% hærri en ella ef þeir eru í sambúð eða hjúskap, en sambúð hefur lítil áhrif á laun kvenna,“ segir í niðurstöðum launakönnunarinnar. Árið 2001 voru konur fram- kvæmdastjórar í 18% íslenskra fyrirtækja og stjórnarformenn í 36% þeirra, en í fyrirtækjum með meira en 100 milljónir í skattskyld laun voru konur hins vegar um 10% framkvæmda- stjóra. Þá sýndi könnunin að kon- ur voru í meirihluta þeirra sem luku háskólanámi, en karlar sóttu einkum í iðn- og tæknigreinar. Viðhorfskönnunin sýndi að um- önnun barna og heimilisstörf voru að miklu leyti í höndum kvenna, jafnvel þótt flestir teldu að feður ættu engu að síður en mæður að sjá um uppeldi barna sinna. ■ Önnur tilraun til að sameina efri bekki Sameining rædd á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn jákvæðir. Bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar segir ekkert hafa sparast á sameiningu en vill sameina stærra svæði. Jarðgöng eru lykillinn. SVEITARSTJÓRNARMÁL Fram er komin í fræðsluráði Ísafjarðarbæjar til- laga um að færa efstu bekki grunnskólans á Flateyri og Suður- eyri til Ísafjarðar. Þetta er í annað sinn sem tilraun er gerð til þess að ná fram hagræðingu í skóla- kerfi sveitarfélagsins með því að færa saman efstu bekkina en hætt var við sameiningu 8., 9. og 10. bekkjar vegna andstöðu íbúa þorpanna. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að þar með hefðu krakkarnir sloppið við sam- kennslu með öðrum bekkjum. Halldór vill engu spá um það hvort tillagan verði samþykkt að þessu sinni en telur að slíkt yrði til mikilla bóta. Fulltrúar félagsmálaráðuneyt- isins og Sambands íslenskra sveit- arfélaga funduðu með vestfirsk- um sveitarstjórnarmönnum í vik- unni þar sem til umræðu voru sameining, kostir og gallar. Hall- dór bæjarstjóri segir að menn séu jákvæðir á frekari sameiningu, þrátt fyrir að sameining undir hatti Ísafjarðarbæjar hafi ekki skilað þeirri hagræðingu sem stefnt var að, meðal annars vegna skólamálanna. Halldór segir að ef til samein- ingar eigi að koma við Súðavík þannig að hægt sé að aka skóla- börnum á milli þá þurfi að koma til jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. „Í mínum huga koma til greina sameining Bolungarvíkur, Ísa- fjarðarbæjar og Súðavíkur og jafn- vel að sameining verði við sveitar- félög á sunnanverðum Vestfjörð- um. En í báðum tilvikum þurfi að koma til jarðgöng,“ segir Halldór. Súðavíkurgöngin ættu að mati Halldórs að vera frá flugvellinum í Skutulsfirði til Súðavíkur en tengingin við sunnanverða Vest- firði þyrfti að vera göng úr Dýra- firði í Arnarfjörð. „Þannig gætum við náð fram nauðsynlegri hagræðingu á svæð- inu. Aðalmálið við allar samein- ingar er að búa til öflugri stjórn- sýslueiningu. En það eru margir ókostir, samgöngulegir og rekstr- arlegir. Sameining fram að þessu hefur ekki skilað rekstrarhagræð- ingu. Á yfirstjórn sparast um 30 milljónir króna en á móti kemur aukinn kostnaður við samgöngur og fleira þannig að ekkert spar- ast,“ segir Halldór. rt@frettabladid.is VINSÆLL KONUNGUR Nær þrír af hverjum fjórum Svíum, eða 72 prósent, styðja Karl Gústaf konung samkvæmt nýrri skoð- anakönnun. Sextán prósent að- spurðra voru á andstæðri skoð- un og tólf prósent höfðu enga skoðun á málinu. EKKI ÁKÆRÐUR Jan O. Karlsson, fyrrum ráðherra í sænsku ríkis- stjórninni, verður ekki ákærður fyrir að hafa kallað George W. Bush Bandaríkjaforseta „þenn- an fjandans kall frá Texas“ á blaðamannafundi. Ummælin voru kærð til dómsmálaráðu- neytisins fyrir að vera rasísk og gera lítið úr Bandaríkjastjórn en ráðuneytið sá ekki ástæðu til að ákæra. Alþjóða Rauði krossinn: Saddam fær heimsókn GENF Bandarísk stjórnvöld hafa gefið Alþjóða Rauða krossinum leyfi til að hitta Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks. „Okkur hefur verið gefið grænt ljós á heimsókn,“ sagði Jak- ob Kellenberger, yfirmaður sam- takanna, í viðtali við svissneska dagblaðið Tribune de G e n e v e . Ekki er v i t a ð hvenær af heimsókn- inni getur orðið og h a f a bandarísk stjórnvöld ekki viljað tjá sig um málið. Bandaríkjastjórn lýsti Saddam stríðsfanga skömmu eftir að hann var handtekinn 13. desember í fyrra. Alþjóða Rauði krossinn óskaði þá eftir leyfi til að hitta hann en samkvæmt Genfarsátt- málanum um stríðsrekstur eiga samtökin rétt á því að ræða við alla stríðsfanga. ■ Lærið grunnatriði við að vinna brellur í tölvum fyrir auglýsingar, kvikmyndir eða myndbönd. N Á M S K E I Ð F R A M U N D A N Brellur og brögð fyrir kvikmyndir – Combustion kynning MySql gagnagrunnurinn er geysi- öflugur. Hér er hann notaður með PHP-vefforritunarmálinu. Lærið nýja möguleika hreyfimynda og borða (bannera) á vefsíðum. MySql gagnagrunnur FLASH – grunnnámskeið Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Fullt af skemmtilegum námskeiðum GÚSTA Allir félagsmenn í FBM fá afslátt af námskeiðum í prenti og margmiðlun. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is HALLDÓR HALLDÓRSSON Vill láta reyna á sameiningu grunnskóla til að ná fram hagræðingu. Friðarverðlaun Nóbels: Metfjöldi tilnefninga NOREGUR Úthlutunarnefnd friðar- v e r ð l a u n a Nóbels barst metfjöldi til- nefninga fyrir árið 2004. Mo- hamed ElBara- dei, yfirmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofn- u n a r i n n a r , Vaclav Havel, fyrrum forseti Tékklands, Hans Blix, fyrrum yf- irmaður vopna- eft ir l i tssveita Sameinuðu þjóðanna, Jacques Chirac Frakklandsforseti, og Jó- hannes Páll páfi annar eru á meðal þeirra sem tilnefndir eru til verð- launanna. Alls eru 129 einstakling- ar og 44 stofnanir tilnefndar. Að sögn Geirs Lundestad, formanns úthlutunarnefndarinnar, hafa þús- undir manna sent mótmælabréf vegna tilnefninga Tonys Blair, for- sætisráðherra Breta, og George W. Bush, Bandaríkjaforseta. ■ FLATEYRI Leggja átti niður efstu bekki grunnskólans en hætt var við vegna mótmæla. Nú er aftur komin fram tillaga um það sama. JACQUES CHIRAC Frakklandsforseti er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til friðarverðlauna Nóbels árið 2004. GEREYÐINGARVOPN Í SKIPUM Bandarísk stjórnvöld hafa gert samning við Líberíu sem heimil- ar bandaríska sjóhernum að fara um borð í þúsundir skipa á al- þjóðlegu hafsvæði til að leita að gereyðingarvopnum. Samkomu- lagið nær meðal annars til yfir 2000 erlendra skipa sem skráð eru í Líberíu. Bandaríkin stefna að því að gera sams konar sam- komulag við önnur ríki. ÞRÍR FÓRUST Í SNJÓFLÓÐI Þrír Bandaríkjamenn fórust í snjó- flóði í Banff-þjóðgarðinum í Kanada. Mennirnir voru við ísklifur í fossi þegar snjóflóðið féll. BUSH Á FUND HRYÐJUVERKA- NEFNDAR George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur sam- þykkt að fara á fund nefndar sem rannsakar hryðjuverka- árásarnir í Bandaríkjunum 11. september 2001. Bush neitar þó að tjá sig um það opinberlega hvað Bandaríkjastjórn hefði getað gert til koma í veg fyrir árásirnar. SADDAM HUSSEIN Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint fyrrum forseta Íraks sem stríðsfanga. ■ Norður-Ameríka Skýrsla um efnahagsleg völd kvenna: Hjónaband og barneignir skerða laun BLAÐAMANNAFUNDUR Nefnd um efnahagsleg völd kvenna kynnti niðurstöður launakönnunar í Þjóðmenn- ingarhúsinu, en nefndin var skipuð af for- sætisráðherra vegna framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.