Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 lifun flestra Bandaríkjamanna að hann sé að segja þeim satt. Það er sjaldgæfur eiginleiki.“ Aldur og lífsreynsla Talið berst að æskudýrkun í fjölmiðlum sem Páll segir vera heimskulega. Sjálfur varð hann fréttastjóri ekki orðinn þrítugur. Hann segist meðvitað hafa á þeim tíma ráðið fréttamenn sem voru eldri en hann. Hann bendir á að hjá virtustu og vinsælustu sjón- varpsfréttastofum heims sé aldur og reynsla sett í fyrsta sæti: „Channel 5, er einhver vinsælasta einkarekna fréttastöðin í Bret- landi. Hún er fersk og frjálsleg og með óvenju djarfa framsetningu á fréttum og markhópurinn er fyrst og fremst fólk innan við fimm- tugt. Stöðin auglýsti eftir frétta- mönnum um daginn og meðal skil- yrða var að fréttamennirnir væru eldri en fimmtugir. Spurðir um ástæðu þessa segja forsvarsmenn stöðvarinnar að fólk eldra en fimmtugt höfði best til fólks sem sé yngra en fimmtugt. Yngra fólk- ið trúir ekki jafnöldrum sínum þegar kemur að alvarlegum sam- félagsmálum. CBS hefur svipaða stefnu og segir að yngra fólk hafi ekki nægilega lífsreynslu til að segja fólki með trúverðugum hætti hvað snýr upp og niður á þjóðfélaginu. Sama finnst mér reyndar gilda um pólitíkina. Það er alltaf verið að klifa á því að það þurfi yngra fólk á þing. Mér sýn- ist þvert á móti að margir af þess- um yngstu þingmönnum hafi ná- kvæmlega ekkert til málanna að leggja. Mætti ég biðja um lífs- reyndari og þroskaðri þing- menn?“ „Stöðugt í stjórnarandstöðu“ Þegar Páll tekur nú við starfi fréttaþular á Stöð 2 er áhorf á fréttatíma Stöðvarinnar mun minna en á fréttir ríkissjónvarps- ins, en fréttir á báðum stöðvum eru á sama tíma. Stöð 2 hyggst nú snúa vörn í sókn. „Ég held að við höfum alla burði til þess að reka betri fréttastofu hér á Stöð 2 þannig að ég hlakka mikið til sam- keppninnar,“ segir Páll. „Hér inn- an dyra eigum við eftir að taka ákvörðun um það hvort við færum fréttatímann. Fyrir fjórum árum, eða svo, vorum við með svipað áhorf og ríkissjónvarpið. Þá var ég á því að við ættum að taka slag- inn og færa fréttatíma okkar og hafa hann á sama tíma og fréttir RÚV. Sú ákvörðun hefði verið tek- in út frá styrkleika. En þegar ákvörðunin var loks tekin, þrem- ur árum seinna, þá hafði áhorf á fréttir Stöðvar 2 minnkað til muna og burðum fréttastofunnar hrak- að af ýmsum ástæðum. Sú ákvörð- unin var því tekin út frá veikleika. Þess vegna tel ég þá ákvörðun hafa verið ranga.“ Fréttamennskan á Stöð 2 virk- ar oft mun harkalegri en á RÚV. Hefur Stöð 2 verið meðvitað í stjórnarandstöðu í fréttum sínum? „Stöð 2 hefur lengst af verið hvassari í framsetningu en RÚV. Það var meðvituð stefna sem var tekin í upphafi. Árið 1986, þegar við bjuggum til fréttastofuna, notaði ég stundum slagorð úr sænska Aftonblaðinu: „Stöðugt í stjórnarandstöðu“. Ég skilgreindi það ekki þannig að stöðin ætti að vera á móti einstökum stjórn- málaflokkum, heldur í þeim skiln- ingi að eitt af hlutverkum frétta- stofu væri að veita stjórnvöldum á hverjum tíma sterkt aðhald. Þetta finnst mér enn eiga við. Að öðru leyti er fréttastofa Stöðvar 2 ekki í stjórnarandstöðu, að minns- ta kosti ekkert frekar gagnvart þessari ríkisstjórn en öðrum rík- isstjórnum.“ Davíð og pólitíkin Páll er með próf í stjórnmála- sögu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og hafði lengi atvinnu af því að fylgjast með henni. En eftir því sem ég hef fylgst meira með henni þeim mun minni áhuga hef ég á að vera beinn þátttakandi í henni,“ segir hann. Hann er spurður hvaða stjórnmálamenn hann hafi í há- vegum og svarar: „Maður getur haft stjórnmálamenn í hávegum af svo mörgum ástæðum. Ekki endilega vegna þess að maður er sammála þeim, heldur vegna þess að manni finnst þeir skarpir og snjallir. Ég held að menn komist ekki fram hjá því að líta til Davíðs Oddssonar. Mér ofbýður reyndar stundum að fólki virðist fyrir- munað að tala um nokkurn skap- aðan hlut lengur en í fimm mínút- ur án þess að nefna Davíð Odds- son til sögunnar. Sumir eru svo helteknir af honum að þeir geta jafnvel ekki talað um blýmengun í sjávarspendýrum án þess að nefna Davíð. En Davíð hefur auð- vitað yfirskyggt íslenska pólitík síðustu áratugina og óhjákvæmi- lega verða aðrir samtíma stjórn- málamenn með einhverjum hætti einhverskonar hlutfall af honum. Jón Baldvin er auðvitað mjög eft- irminnilegur pólitíkus og ætli hann teljist ekki fara langt með að vera, ásamt Davíð, skemmtileg- asti pólitíkus síðustu áratuga. Steingrímur Hermannsson átti einnig sitt skeið, þótt með öðrum hætti væri.“ Stundum er sagt að stjórnmála- menn tapi á því að svara frétta- mönnum harkalega og setja ofan í við þá. Páll segir þetta einstak- lingsbundið: „Framganga í sjón- varpi kveikir misjafnar tilfinn- ingar hjá fólki. Ég var einu sinni með yfirheyrsluþætti á Stöð 2 þar sem gengið var mjög hart að mönnum. Stjórnmálamenn, eins og til dæmis Jón Baldvin, Svavar Gestsson og Davíð Oddsson voru alltaf tilbúnir að svara fyrir sig og gerðu það oftast vel. Þeir kölluðu aldrei fram samúð eða vorkunn áhorfandans. Eftir þættina var hringt og maður skammaður fyrir að hafa hlíft þeim og ekki gengið nógu hart fram. Aðrir stjórnmála- menn, eins og til dæmis Stein- grímur Hermannsson og Albert Guðmundsson, voru meðhöndlað- ir nákvæmlega eins í þessum þátt- um. Samt fékk maður hringingar strax eftir þáttinn þar sem fólk hellti sér yfir mann og spurði hvers lags dónaskapur og yfir- gangur þetta væri, hvort maður ætlaði að drepa mennina? Þessir stjórnmálamenn og viðbrögð þeirra kölluðu fram samúð.“ Vandi einkarekinna fjölmiðla Mikið hefur verið rætt um lagasetningu við hringamyndun á fjölmiðlamarkaði. „Ég skil vel að menn hafi áhyggjur af því að fjöl- miðlar safnist um of á fáar hend- ur,“ segir Páll. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að fara í gegnum þessa umræðu og meta að því loknu hvort ástæða sé til að setja um þetta sérstök lög. Mér er þó ekki ljóst hvernig þau lög ættu að hljóða, en það verður forvitnilegt að sjá niðurstöður nefndarinnar sem nú er að fjalla um þessi mál. Við skulum þó hafa í huga að það er ekki eins og Norðurljós séu að yfirtaka alla fjölmiðlun á Íslandi. Sé litið til veltu er Morgunblaðið eitt og sér stærra en samanlögð blaðaútgáfa Norðurljósa og Ríkis- útvarpið eitt er ámóta stórt og all- ur ljósvakahluti Norðurljósa. Við verðum einnig að gæta að því, að allir einkareknir fjölmiðlar á Ís- landi, að Mogganum undanskild- um, hafa lengst af verið nær því að deyja en lifa – og flestir reynd- ar dáið. Menn mega ekki með laga- setningu skerða rekstrargrund- völl einkarekinna fjölmiðla á Ís- landi, nógu veikur er hann fyrir. Hin hliðin á þessum peningi er nefnilega sú, að fyrir nokkrum misserum mátti litlu muna að Morgunblaðið yrði eina dagblaðið sem gefið væri út á Íslandi og Rík- isútvarpið eini fullburða ljósvaka- miðillinn. Ég leyfi mér að fullyrða að það ástand vill enginn.“ En hversu lengi ætlar Páll sér að vera á skjánum. Hann segir ekkert ákveðið í þeim efnum en þegar hann er spurður hvort hann eigi von á því að vera eins og Dan Rather, enn að lesa fréttir á átt- ræðisaldri, er hann fljótur til svars: „Nei, ég ætla ekki að deyja út úr þessu starfi“. Dan Rather er talinn hafa virðulega og hlýja nærveru á skjánum og þykir mjög trúverðugur. Hið sama má segja um Pál. Spurður um trúverðugleika, sem er svo nauðsynlegur í þessu starfi, segir Páll: „Ég vona að ég hafi hann til að bera. Ég vona alla- vega að ég hafi hagað mér þannig í gegnum mína fréttamannstíð að fólk hafi meiri tilhneigingu til að trúa því sem ég segi fremur en að halda að ég sé að skrökva því“. kolla@frettabladid.is Ég skil vel að menn hafi áhyggjur af því að fjölmiðlar safnist um of á fáar hendur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fara í gegnum þessa umræðu og meta að því loknu hvort ástæða sé til að setja um þetta sérstök lög. Mér er þó ekki ljóst hvernig þau lög ættu að hljóða, en það verður forvitnilegt að sjá niðurstöður nefndarinnar sem nú er að fjalla um þessi mál. Við skulum þó hafa í huga að það er ekki eins og Norðurljós séu að yfirtaka alla fjölmiðlun á Íslandi. Sé litið til veltu er Morgunblaðið eitt og sér stærra en samanlögð blaða- útgáfa Norðurljósa og Ríkisút- varpið eitt er ámóta stórt og allur ljósvakahluti Norður- ljósa. Við verðum einnig að gæta að því, að allir einka- reknir fjölmiðlar á Íslandi, að Mogganum undanskildum, hafa lengst af verið nær því að deyja en lifa – og flestir reyndar dáið. Menn mega ekki með lagasetningu skerða rekstrargrundvöll einka- rekinna fjölmiðla á Íslandi, nógu veikur er hann fyrir. ,, Salou Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika svæðisins, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Frá kr. 49.890 Miðað við 2 í íbúð á Novelty 20.maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Frá kr. 37.495 Miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára á Novelty 20.maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Í Salou er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar, ævintýralegir rússibanar, hvers kyns leiktæki, veitingastaðir, verslanir og fjölbreytt skemmtiatriði. Þessi sólarbær er því frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur. Salou skartar fallegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar að kvölda tekur. suður af Barcelona sólarperlan 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15 . mars og tryggðu þér 8.0 00 kr. afslátt í valdar brottfa rir. afsláttur ef þú b ókar strax. Vikulegt flug í sumar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.