Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 38
15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Ég er ekki vinsæll miðað viðmarga aðra,“ segir Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður Kastljóss, en hann stjórnaði tveimur fundum um helgina. Ann- ars vegar á ráðstefnu hjá Öryrkjabandalaginu sem haldin var á föstudag og hins vegar á málþingi hjá Kvenréttindafélagi Íslands í gær. En hvað veldur þessari gífur- legu ásókn í Kristján sem fundar- stjóra. Hefur hann til að bera ein- hverja sérstaka eiginleika sem ein- kenna þurfa góðan fundarstjóra? „Ég get lítið dæmt um það sjálfur,“ svarar hann af mikilli hógværð. „Sjálfsagt spilar það stórt hlutverk að ég er þekkt andlit úr sjónvarp- inu. Ég vona að ég sé ekki boðaður vegna þess að ég sé bjáni.“ Kristján bætir því við að hann sé afar vandlátur á hvaða verkefni hann tekur að sér og segist ekki gera mikið af því. Kristján er spurður út í veislu- stjórn. „Ég geri lítið af því að taka að mér þannig verkefni og lít ekki á mig sem skemmtikraft. Menn verða að þekkja sín takmörk.“ Þróttarar eru greinilega undan- tekning á reglunni en Kristján var veislustjóri á þorrablóti hjá þeim í gærkvöld. „Þróttarar njóta sér- staks velvilja hjá mér enda er ég gallharður stuðningsmaður.“ ■ Fundarstjórn KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ■ sjónvarpsmaður er vinsæll fundarstjóri. Stjórnaði tveimur fundum á jafnmörgum dögum. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 16,3 milljarðar króna. Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. PharmArctica.                !"#$ %&%'()!*#) +& &(* $,- .%&             !"#$ % &"'"##"() * + , -./00"() &1234 % &005&6"7'() 86$03"7'0&#5  1&9"(7#  0&#5(7#$ Í nýrri auglýsingaherferðTennet’s-bjórtegundarinnar er íslenska þjóðin tekin fyrir á mjög spaugilegan hátt. Íslenska konan er í öndvegi. Kynnt er til sögunn- ar kjarnakvendið Sigga sem finnst fátt betra en að sötra bjór í stingandi gaddi í sauðskinnsgæru á meðan hún gæðir sér á lunda. Því næst sést hún í Bláa lóninu þar sem hún tilkynnir að á Íslandi séu sex kvenmenn um hvern karl- mann. Skemmtanalífið er gert lít- ilfjörlegt og er engu líkara en að atriði sem á að sýna fólk í biðröð inn á skemmtistað sé tekið upp á jökli. „Þessi auglýsing var gerð fyrir einu og hálfu ári síðan,“ segir Birna Hafstein leikkona sem leik- ur Siggu í auglýsingunni. „Ég fór í prufu úti í London þar sem ég bý og þá voru þeir víst búnir að vera að leita að leikkonu fyrir hana í langan tíma en fundu aldrei það sem þeir vildu.“ Birna er stödd hér á landi til þess að leika í Chicago og In Transit sem frumsýnt var á Litla sviði Borgar- leikhússins á sunnudag. „Það sem ég held að þeir hafi verið að reyna segja er að á Ís- landi býr svolítið öðruvísi fólk. Eins og sést á útliti stúlkunnar. Ég er ljóshærð í alvörunni en þeir vildu alls ekki hafa týpískt skandinavískt útlit á þessu. Þess vegna er Sigga rauðhærð. Þeir völdu nokkur lönd til þess að taka auglýsingarnar í. Með því eru þeir að reyna að segja að þessi bjór sé drukkinn alls stað- ar í heiminum og á furðulegum stöðum. Ég veit t.d. að ein aug- lýsingin var tekin í Indlandi.“ Auglýsingin er gerð af breskri auglýsingastofu en Pegasus aðstoðaði við tökurnar hér. ■ KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Þessi röggsami stjórnandi Kastljósþáttanna er eftirsóttur fundarstjóri. Vona að ég sé ekki bjáni TENNET’S-AUGLÝSINGIN Auglýsing Tennets bjagar og gerir grín að íslenskum veruleika. Birna Haf- stein leikur aðalhlutverkið í henni. Auglýsingar BIRNA HAFSTEIN ■ leikur íslenskt kjarnakvendi í bjórauglýsingu. Auglýsingin dregur upp spaugilega hlið af Íslandi. Bjórauglýsing gerir grín að Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.