Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Rússneska kvikmyndin Mun- aðarleysingjar verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Aðgangur að kvik- myndasýningum MÍR er ókeypis.  21.00 Ellefubíó á Laugavegi 11. Sýndar verða myndirnar Wizards og Brazil. ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Kvartett Jóels Pálssonar verður með tónleika í gyllta salnum á Hótel Borg. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í vordagskrá djassklúbbsins Múlans, sem nú er að hefja sitt sjötta starfsár. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Þjóðleikhúsið sýnir Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sýnt á stóra sviðinu.  14.00 Borgarleikhúsið sýnir Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren á stóra sviðinu.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviðinu.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Chicago eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse á stóra sviðinu.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Erling eftir Hellstenius og Ambjörnssen í næst síðasta skiptið.  20.00 Nemendamótsfélag Verzlun- arskóla Íslands sýnir Sólsting í Loft- kastalanum. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Í Safnahúsinu Eyrartúni á Ísafirði verður opnuð sýning til minn- ingar um að liðin eru 100 ár frá upp- hafi heimastjórnar á Íslandi. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Orkuveita Reykjavíkur og Ferðafélag Íslands efna til fjölskyldu- göngu í Elliðaárdalnum. Leiðsögumenn verða þeir Einar Gunnlaugsson og Kristinn Þorsteinsson. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6. Að lokinni leiðsögn býður Orkuveitan upp á veitingar í Minjasafni sínu. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. ■ ■ FUNDIR  15.00 Listamannsspjall á Kjarvals- stöðum. Þórdís Alda Sigurðardóttir ræðir verk sín á samsýningunni Órar og skoðar sýninguna ásamt sýningar- gestum. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Myndlistarsýningu Jóns Gnarr, INRI, sem staðið hefur yfir í Fríkirkjunni í Reykjavík, lýkur í dag. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 34 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 FEBRÚAR Sunnudagur Djassklúbburinn Múlinn er aðtaka til starfa á ný eftir nokk- uð langt hlé. Klúbburinn hefur nú fengið inni í gyllta sal Hótel Borg- ar, þar sem vikulegir tónleikar hafa verið skipulagðir allt fram á sumar. „Klúbburinn hefur eiginlega legið niðri í eitt og hálft ár eða svo,“ segir Ólafur Jónsson tónlist- armaður, sem var einn þeirra sem stofnuðu Múlann árið 1997. „Við vorum síðast með tónleika í júní árið 2002. Síðan lentum við í svolitlum hrakhólum með hús- næði, og fyrir ári lést einn af helstu forvígismönnum okkar, sem var Jón Kaldal. Þá datt damp- urinn svolítið úr þessu.“ En nú er dampurinn kominn aftur og það er Jóel Pálsson saxó- fónleikari sem ríður á vaðið með tónleikum á Borginni í kvöld. Hann hefur fengið til liðs við sig þá Davíð Þór Jónsson á píanó, Tómas R. Árnason á bassa og Helga Svavar Helgason á tromm- ur. „Við verðum með lög eftir okk- ur sjálfa,“ segir Jóel, og bætir því við að lögin hans Tómasar verði þar væntanlega í meirihluta. „Manni hættir til að gera svo mikið vesen með alla tónleika, að við ákváðum að sleppa bara öllu þessu veseni núna og taka lög úr okkar eigin safni. Og allt verður það frekar aðgengilegt. Tilgang- urinn er hvort sem er aðallega sá að skemmta bæði sjálfum okkur og öðrum.“ Djassklúbburinn Múlinn er að sjálfsögðu skírður í höfuðið á Jóni Múla, sem var að sögn Ólafs guð- faðir margs í íslensku djasslífi. „Hann kom að stofnun þessa klúbbs og var líka eins konar guð- faðir hans.“ Mikil gróska hefur verið í ís- lenskri djasstónlist í vetur, og er nú svo komið að í hverri einustu viku er að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar hægt að hlusta á úr- vals djasstónlistarmenn spila ein- hvers staðar í bænum. „Já, nú er mikið að gerast,“ segir Jóel Pálsson. „Það var hálf- gerð ládeyða síðasta vetur fannst manni, en nú er Kaffi List komið með góða tónleikaröð tvisvar í viku, og svo verður Múlinn í gangi fram á sumar. Og það er greini- lega mikill áhugi hjá fólki, því að- sókn hefur verið góð. Og það er gaman að sjá að fólk kemur til að hlusta.“ ■ ■ TÓNLEIKAR SÝND kl. 8 og 10.40 SÝND kl. 4 og 8 LÚXUSSAL 2, 6 og 10 kl. 2 með ísl. taliÁLFUR kl. 1.40, 3.45 og 5.50UPTOWN GIRLS SÝND kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 FORSÝND KL. 2 OG 4 ÍSL. TEXTI SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 2.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 2, 4 og 6 M. ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 2, 4 og 8 M. ENSKU TALI kl. 1.45, 3.40 M. ÍSL. TALILOONEY TUNES kl. 1.45, 3.45 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO kl. 6HONEY SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND kl. 8.15 og 10 B. i. 14 ára EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl- skylduna með tónlist eftir Phil Collins! SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Hlaut 3 Empire-verðlaun, m.a. sem besta mynd og fyrir besta leik; Emma Thompson og Martine McCutcheon. HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com ★★★1/2 SV MBL ★★★★ BÖS FBL ★★★ Kvikmyndir.com ★★★ ÓTH Rás 2 HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 Sýnd kl. 10 B.i. 14 ára BROTHER BEAR kl. 3 0g 5 M. ÍSL. TALI kl. 8 og 10.20 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN kl. 2, 4, 6 og 8.15KALDALJÓS kl. 2 og 4LEITIN AÐ NEMÓ ÍSL. TAL kl. 3LOONEY TUNES ÍSL. TAL kl. 10.15 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 3, 6 og 8HEIMUR FARFUGLANNA SÝND Í STÓRA SALNUM KL. 3 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 3 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Sýnd kl. 7PROXIMÍTAS FILM-UNDUR KYNNIR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA ★★★ S.V Mbl. ★★★ Ó.H.T RÁS2 „Frábært - drepfyndið - átakanlegt“ Ekki við hæfi barna fös. 13. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 20. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 21. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 27. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 6. mars kl. 20 -laus sæti lau. 13. mars kl. 20 -laus sæti KVARTETTINN ÆFIR SIG Kvartett Jóels Pálssonar spilar í dag á fyrstu tónleikum á nýju starfsári djassklúbbsins Múlans í gyllta sal Hótel Borgar. Múlinn kominn á kreik á ný

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.