Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 20
20 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Maðurinn er... Myndlist vikunnar... Verðlaunakrossgátan NÓAR JARÐ-EPLI TVEIR EINS VÆTU Á HÚSI TÓNN LENGRA FRÁ EINS UM L ÞUKL SJ OG BRAGI RÆKTUÐ LÖND URGI FÉLAG RJÓÐA DEIGUR SKÓLA- STIG FÉLAG SÁ FYRSTI IÐKA÷Æ LÁT TÓMIR TVEIREINS HEYSÁTUR LOÐSKINN SIG TÆP- LEGA SKORTUR GUÐ KVABB ÆSING- URINN LÉST LAND KROPP ÓLMIR KONUNAFN UNG- VIÐIÐ FÆDDU Á FISKUM SKJÓLA EINS ÓHRÆDD ÷ G DRASL FUGL Á NÓTU HRÓS RÓLEG- HEIT TÓMU HRAFN ÓÐINS MJÖG REIÐ ELD- FJALL TÆPUR SÓLGUÐ STÓR AÐ VIÐ- BÆTTU MJÖÐM ÞVOTTUR HJÚK- RUNAR- KONU SNJÓ- BREIÐU ÞAÐ BESTA DVEL SKIP SKYLDU SLÁ NAFN SAM- KOMU- LAG PÍNA LÆTMALLA SNJÓ FÍKINN ÁTT 50 BELTI Á FÆTI SJÓN- VARPS- STÖÐ LÍKAMS- HLUTAR SLÓR LÍTA HREYF- ING OFN SPIL ÁTT SKEFUR HVÍLT EFTIR K IÐN KYRRÐ FÉLAG ÍLÁT ÁTT FYRSTUR KEYRI ULL HLUTAÐ- EIGANDA SÁR HANN Á FRÖNSKU KVAÐ SJ ÚK DÓ M UR .. BJAKK MAÐK UNDAN S .....FJÖLL ÓNEFNDUR STÓRA BRETLAND EFNI „HERSETA“ SÝNIR FRAMMÁ TVEIR EINS TVEIR EINS TVÍHLJÓÐI DANSLEIK BANDVEFIR FRÁ- VITA YNDI SÓLGUÐ UNDAN Ö KRAFTUR UNDAN F EKKI 1 2 3 5 4 1 2 3 4 5 ■ Lausnarorð gátunnar... KONUNG- UR FUGLA Vegleg verðlaun Fréttablaðið mun framvegisbjóða upp á verðlaunakross- gátu á sunnudögum. Vegleg verðlaun verða í boði hverju sinni. Að þessu sinni fær heppinn vinningshafi þrjá leikhúsmiða, sem hver gildir fyrir tvo, á leik- sýningar að eigin vali í Borgar- leikhúsinu. ■ Ari Edwald Við spurðum um Ara Edwald áblaðsíðu 26. Ari er fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins og hefur verið frá stofnun þeirra fyrir nokkrum árum. Áður var hann meðal annars ritstjóri Viðskiptablaðsins og aðstoðar- maður Þorsteins Pálssonar ráð- herra. Ari reyndi sjálfur fyrir sér í pólitíkinni en hafði ekki erindi sem erfiði. Mikið mæðir á honum í starfinu hjá SA en um helmingur allra launþega á almennum vinnu- markaði heyrir undir félög innan raða samtakanna. Eins og félög- um hans var tíðrætt um er Ari léttur og skemmtilegur og mátti það glögglega sjá í matreiðslu- þættinum, Heima er best, þar sem hann í ofanálag sýndi ágæta tilburði við eldamennskuna. ■ Málverk vikunnar er Sæþokaeftir Gunnlaug Scheving frá árinu 1968. Hann gaf Listasafni Íslands verkið árið 1970. Gunnlaugur Scheving er fæddur í Reykjavík 1904 en ólst upp á Aust- urlandi frá 1909 hjá fósturforeldr- um sínum Jóni Stefánssyni Scheving og Guðlaugu Jónsdóttur. Árið 1921 fór Gunnlaugur aftur til Reykjavíkur í nám í teikningu í einkaskóla Guðmundar Thorsteins- sonar listmálara og Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Eftir tveggja ára nám þar hélt Gunnlaugur til Kaupmannahafnar og hóf nám í teikniskóla Viggos Brandt og tveimur árum síðar hóf hann nám í Det kongelige Akademi for de Sønne Kunst hjá Ejnar Nielsen pró- fessor og Aksel Jørgensen og var Gunnlaugur þar til ársins 1929. Gunnlaugur fluttist heim til Íslands ári síðar og hélt sína fyrstu einka- sýningu á Seyðisfirði og í Kaup- mannahöfn veturinn 1929–1930. Þegar Gunnlaugur er að hefja sinn feril sem myndlistarmaður hafði íslensk myndlist einkennst af landslagsmálverki. En Gunnlaugur var ásamt fleiri ungum myndlistar- mönnum, sem komu fram á þessum árum, mun uppteknari af því að lýsa lífi vinnandi fólks. Líf og starf alþýðunnar bæði til sjós og lands var honum myndefni alla tíð, þótt meðhöndlun hans á myndefninu tæki markvissum breytingum í gegnum árin. Margir fleiri íslensk- ir myndlistarmenn fengust við svipað myndefni, en Gunnlaugur er sá myndlistarmaður hér á landi sem bar höfuð og herðar yfir aðra þegar kom að myndum af lífinu við sjóinn. Einkunnarorð hans sjálfs „stórfelldar, einfaldar og einlægar“ eiga vel við; þær eru stórbrotnar í stærð, draga fram sterka og svip- mikla drætti, og virðast koma frá djúpri innlifun. Ekki má gleyma þætti litarins, því það er ekki síst litanotkunin sem ljær myndunum svo mikinn trúverðugleika. Kaldir grænir og grænbláir og grængráir litir eru ríkjandi, en í bátnum eru hlýir litir sem tengjast mönnunum, stakkarn- ir í jarðlitum. Litirnir gegna tvennu hlutverki, annars vegar að kalla fram andrúmsloft sem skapast af þeim sérstöku birtuskilyrðum sem ríkja úti á rúmsjó, í þoku eða dumb- ungi, og á ýmsum tímum dags. Hins vegar gegna litir því hlutverki að skerpa á átök og andstæður sem eiga sér stað milli afla sem takast á í myndinni, milli manns og hafs. Gunnlaugur lést í árslok 1972. ■ SÆÞOKA Einkunnarorð Gunnlaugs sjálfs „stórfelldar, einfaldar og einlægar“ eiga vel við; myndir hans eru stór- brotnar í stærð, draga fram sterka og svipmikla drætti, og virðast koma frá djúpri innlifun. Fyrirkomulagið Skrifaðu lausnarorðið á kross- gátunni í SMS-skilaboðin „GAMAN KROSS LAUSNARORГ og sendu í þjónustunúmerið 1900. Dæmi: ef lausnarorðið er Hallgrímur sendir þú skeytið GAMAN KROSS HALLGRIMUR í þjónustunúmerið 1900. Dregið verður úr réttum lausn- um miðvikudaginn 18. febrúar. Frestur til að senda lausnir rennur út á hádegi þann dag. Hvert skeyti kostar 99 krónur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.