Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 18
18 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Páll Magnússon er kominn afturtil starfa á Stöð 2. Hann yfir- gaf fyrirtækið fyrir þremur árum til að gegna framkvæmdastjóra- starfi hjá Íslenskri erfðagrein- ingu en snýr nú aftur sem fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs Ís- lenska útvarpsfélagsins. Þar hef- ur hann yfirumsjón með allri dag- skrá á miðlum félagsins. Hann segir það starfstilboð hafa verið svo spennandi að hann hafi ekki getað annað en tekið því. Hann segir þau þrjú ár sem hann starf- aði hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið góða og holla reynslu. „Fólk sem hefur starfað við fjöl- miðla árum saman hefur tilhneig- ingu til að líta á þá sem einskonar nafla þjóðlífsins. Ég uppgötvaði á þessum þremur árum að svo er ekki. Það er mjög gott að koma aftur inn í fjölmiðlaheiminn haf- andi lært þá lexíu að fjölmiðlar eru ekki nema að litlu leyti hreyfi- afl samfélagsins heldur fyrst og fremst speglar þess. Og speglar eru auðvitað líka mikilvægir,“ segir hann. Honum liggur hlýtt orð til fyrrum yfirmanns síns, Kára Stefánssonar, sem er vægast sagt umdeildur maður í íslensku þjóðfélagi. „Kári er ekki allra en okkur lynti vel,“ segir Páll. „Það er lykilatriði í samskiptum manna á milli að þeir finni landamærin og fari ekki yfir þau, að minnsta kosti ekki án þess að biðjast af- sökunar. Við Kári fundum þessi landamæri og virtum þau. Okkar samstarf var mjög gott og á þess- um árum varð okkur vel til vina.“ Leyndardómar nærverunnar Auk þess að vera fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs er Páll fréttaþulur á Stöð 2, eins og hann var árum saman. Endur- komu hans á skjánum hefur verið fagnað, enda skapaði hann sér mikið traust í því starfi. „Sjálf- sagt er það smekksatriði hvað mönnum finnst vel gert í þessum efnum og hvað illa,“ segir Páll aðspurður um starf fréttaþular. „Ég held að hitt sé alveg óumdeilt að fólk hefur mismunandi góða og mikla nærveru í sjónvarpi og þessi nærvera er sambland af mörgum þáttum. Suma er hægt að skýra og greina en aðra ekki. Annaðhvort eru þeir til staðar eða þeir eru það ekki og þú veist ekki af hverju, en þú finnur það. Og þetta hefur ekkert með eðliskosti fólks að gera að öðru leyti. Það að hafa góða rödd, skýra framsögn og þokkalega framkomu nægir til dæmis ekki. Framleiðandi hjá BBC, sem ég talaði eitt sinn við, hafði þá kenningu að eitt af því sem réði talsverðu um það hvort fólk virkaði í sjónvarpi eða ekki væri hversu langt væri á milli augna þess! Því lengra sem var á milli augnanna því betra! Ég tek það fram að ég hef aldrei gefið mikið fyrir þessa kenningu og ekki tekið upp málbandið þegar ég ræð fólk til starfa. En í þessu starfi ávinna menn sér trúverðug- leika, hann er hvorki meðfæddur né keyptur. Og þar sem sam- keppni er mikil milli áþekkra fréttatíma, sem sendir eru út á svipuðum tíma dags, ræðst val á milli fréttatíma oft af því hvernig fólki líkar við fréttaþulina. Það er engin tilviljun að stóru sjónvarps- stöðvarnar í Ameríku hanga eins og hundar á roði á fréttaþulum sínum. Dan Rather hjá CBS er kominn á áttræðisaldur en er enn látinn lesa aðalfréttatímann á hverju einasta kvöldi. Það er upp- PÁLL MAGNÚSSON „Fólk sem hefur starfað við fjölmiðla árum saman hefur tilhneigingu til að líta á þá sem einskonar nafla þjóðlífs- ins. Ég uppgötvaði á þessum þremur árum að svo er ekki. Það er mjög gott að koma aftur inn í fjölmiðlaheiminn hafandi lært þá lexíu að fjölmiðlar eru ekki nema að litlu leyti hreyfiafl samfélagsins heldur fyrst og fremst speglar þess. Og speglar eru auðvitað líka mikilvægir.“ Einn vinsælasti fréttaþulur landsins, Páll Magnússon, ræðir um fréttamennsku, stjórnmál og fjölmiðla. Fjölmiðlar eru speglar samfélagsins Maður getur haft stjórnmálamenn í hávegum af svo mörgum ástæðum. Ekki endilega vegna þess að maður er sammála þeim, heldur vegna þess að manni finnst þeir skarpir og snjallir. Ég held að menn komist ekki fram hjá því að líta til Davíðs Oddssonar. Mér ofbýður reyndar stundum að fólki virðist fyrirmunað að tala um nokkurn skapaðan hlut lengur en í fimm mínútur án þess að nefna Davíð Odds- son til sögunnar. Sumir eru svo helteknir af honum að þeir geta jafnvel ekki talað um blýmengun í sjávarspen- dýrum án þess að nefna Davíð. En Davíð hefur auð- vitað yfirskyggt íslenska póli- tík síðustu áratugina og óhjá- kvæmilega verða aðrir sam- tíma stjórnmálamenn með einhverjum hætti einhvers- konar hlutfall af honum. ,, ANDLIT STÖÐVAR 2 Páll Magnússon og Edda Andrésdóttir. „Menn mega ekki með lagasetningu skerða rekstr- argrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, nógu veikur er hann fyrir. Hin hliðin á þess- um peningi er nefnilega sú, að fyrir nokkrum misserum mátti litlu muna að Morgunblaðið yrði eina dagblaðið sem gefið væri út á Íslandi og Ríkisútvarpið eini fullburða ljósvaka- miðillinn. Ég leyfi mér að fullyrða að það ástand vill enginn.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.