Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004 hann breytist með samhliða þróun reglna á innri markaði ESB. Við gerð samningsins komst nefnd fjögurra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins að þeirri niðurstöðu að hann bryti ekki full- veldisákvæði stjórnarskrárinnar, en það var þó afar umdeilt meðal fræðimanna. Í 21. grein stjórnar- krárinnar segir: „Forseti lýðveld- isins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis- ins, nema samþykki Alþingis komi til“. Færa má rök fyrir því að þróunin á rekstri samningsins hafi síðan hann var gerður verið með þeim hætti að hann takmarki fullveldi Íslands meira nú en í upphafi og brjóti orðið fullveldis- ákvæði stjórnarskrárinnar. Reglugerðir pósti EES-samningurinn er vissu- lega góður fyrir viðskiptalífið en í rekstri hans og þróun hafa komið í ljós ýmsir gallar. Sumir voru þekktir í upphafi aðrir hafa komið í ljós síðar. EES-samningurinn neyðir okkur Íslendinga til að mynda til að taka yfir alla löggjöf Evrópusambandsins sem gildir á innri markaðinum eða um 70–80 prósent af öllum lagagerðum ESB sem er töluvert umfram það sem menn gerðu ráð fyrir í uppahafi. EES-samningurinn felur þannig í sér stöðuga endurskoðun og upp- færslu á íslenskum lögum. Þetta hefur víðtæk áhrif fyrir íslensku stjórnsýsluna. Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknu mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskil- in. Á sumum sviðum, eins og í um- hverfismálum og matvælaeftir- liti, er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fullrúa ann- arra ríkja í Brussel, en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fullrúa á Íslandi. Borgarar ESB hafa jafnframt margvíslegar leið- ir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sem íslenskir borgar- ar hafa ekki en ákvarðanir í stofn- unum ESB byggja á fjölþættu samráði við sérfræðinga, stjórn- málamenn og hagsmunaaðila í að- ildarríkjunum. Með þessu móti höfum við Íslendingar framselt hluta af löggjafarvaldi okkar til ESB en höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á hana. Við fáum einfaldlega reglugerð- irnar sendar í pósti. Óvirkt neitunarvald Við rekstur EES-samningsins hefur komið í ljós að neitunar- valdið sem EFTA-ríkin hafa í orði kveðnu er óvirkt, nær ómögulegt er að hafna lagagerð frá ESB án þess að setja allan samninginn um leið í uppnám. Við þær aðstæður er það hlut- verk ESB að meta hvort slík neit- un hafi áhrif á það samræmi sem stefnt er að með samningnum og getur í framhaldi af því sagt samningnum upp á viðkomandi sviði. Ef svo reynist vera er ekki fráleitt að EES-samningurinn falli niður á því sviði sem við- komandi reglugerð nær til. Þar með væri grafið undan megin- forsendu samningsins um eins- leitni á öllu svæðinu; að sömu reglur eigi að gilda alstaðar á innri markaðinum. Ennfremur hefur slík höfnun ekki aðeins gildi fyrir viðkomandi ríki held- ur einnig fyrir hin EES-ríkin. Þeim væri þar með settur stóll- inn fyrir dyrnar og gætu, að öll- um líkindum, ekki heldur tekið upp viðkomandi lagagerð ein- hliða. Á gildistíma samningsins hefur þessi staða ekki enn komið upp, enda myndi slíkt leiða til mikillar óvissu í samstarfinu. Neitunarvaldinu hefur því aldrei verið beitt og innan EES hefur því verið líkt við kjarnorku- sprengju; það sé gott að eiga hana en afar óskynsamlegt að nota hana. Keðjuverkun færi í gang og ómögulegt er að sjá fyr- irfram fyrir endann á þess háttar uppákomu. Minna vægi EFTA EES-samningurinn var gerður milli tveggja jafn rétthárra ríkja- blokka og byggði á gagnkvæmum viðskiptalegum hagsmunum beggja aðila. Um var að ræða tólf ríki ESB og sex EFTA-ríki, með 30 milljónir íbúa sem voru að auki langmikilvægasti markaður Evrópusambandsríkjanna. Eftir að bróðurpartur EFTA-stoðarinn- ar, Austurríki, Finnland og Sví- þjóð, söðluðu um yfir í ESB að- eins ári eftir gildistöku EES- samningsins hefur vægi EFTA- ríkjanna minnkað töluvert og sí- fellt hefur orðið erfiðara fyrir okkur Íslendinga að ná hags- munamálum okkar í gegn. Form- leg staða samningsins er óbreytt en pólitískt vægi EFTA-stoðar- innar hefur minnkað mikið. Í upphafi var daglegt samstarf á grundvelli EES gjarnan byggt á anda samningsins en ekki endi- lega samkvæmt orðanna hljóðan. Þannig fengu EES-ríkin mun meiri aðgang að ákvarðanatöku innan ESB í þeim málum sem heyra undir innri markaðinn, heldur en kveðið er á um í samn- ingnum með beinum hætti. Til að mynda hafði Ísland í upphafi að- gang að fjölda nefnda sem undir- búa lagagerðir ESB sem síðan gilda fyrir allan innri markaðinn. Á undanförnum misserum virðist ESB hafa tekið þá stefnubreyt- ingu, meðvitað eða ómeðvitað, að túlka samninginn þröngt. EES- ríkjunum hefur í kjölfarið verið meinaður aðgangur að undirbún- ingsvinnu lagagerða, sem hefur leitt til þess að Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa nú miklu minni möguleika á að koma hags- munamálum sínum á framfæri heldur en í upphafi samningsins. Síauknir árekstrar Undanfarin misseri hafa reglulega komið upp ýmsir árekstar í samstarfinu milli EFTA-ríkjanna og ESB en vand- kvæði í rekstri samningsins virð- ast aukast eftir því sem árin líða. Til að mynda gekk ansi brösug- lega að tryggja stækkun EES samhliða stækkun ESB og sér raunar ekki enn fyrir endann á þeim hremmingum öllum saman. Samstarfið komst í alvarlegt upp- nám þegar framkvæmdastjórn ESB fór fram á 27 földun á fram- lagi Íslands í þróunarsjóð ESB og aftur þegar Liechtenstein neitaði að skrifa undir stækkun EES vegna óskyldra landadeilna í Tékklandi. Gera verður ráð fyrir að slík vandkvæði muni halda áfram að koma upp og jafnvel aukast ef ekki tekst að færa EES- samninginn nær þeim breyting- um sem orðið hafa innan ESB. Það eykur enn á vandræðin að EES-samningurinn er nú rekinn á lægra stigi en áður innan stjórn- sýslu ESB og svo virðist sem embættismenn sambandsins hafi misst áhugann á samstarfinu þótt þeir verði augljóslega að virða samningsskuldbindingar sínar. Embættismenn Íslands sem vinna á vettvangi samningsins hafa orðið þess varir í síauknu mæli að fulltrúar ESB taka nú minna tillit til hagsmuna EES- ríkjanna. Raunar eru ýmis merki þess að fulltrúar ESB líti á EES- samninginn sem tímabundna lausn sem þegar hefur fengið að lifa of lengi. Jafnvel sé það með- vituð stefna ESB, þótt ekki sé hún opinber, að gera ekkert sem er til þess fallið að framlengja lífdaga EES-samningsins. Til að mynda hefur verið haft eftir embættis- mönnum ESB að krafan um stór- aukin framlög í þróunarsjóð ESB hafi í raun verið atlaga að sjálfum EES-samningnum sem þeir vilji gjarnan losna við. Áhugaleysi ESB á samningn- um hefur til að mynda birst í því að í nýrri löggjöf ESB hefur brunnið við að EES-ríkin hrein- lega gleymist. Mörg dæmi eru um að EES-ríkjunum hafi ekki verið boðið upp á samráð um nýja lög- gjöf sem ætti þó að vera sam- kvæmt 99. grein samningsins sem kveður á um að leita skuli ráða hjá sérfræðingum EFTA á sama hátt og leitað er ráða hjá sérfræðingum ESB. Breytt ESB Evrópusambandið sjálft hefur breyst mikið frá því EES-samn- ingurinn var gerður en hann hef- ur ekki þróast í takt við þær breytingar. EES-samningurinn byggir á Rómarsáttmálanum og ákvæði hans eru samhljóma texta sáttmálans eins og hann var þeg- ar viðræðum lauk. Frá þeim tíma hafa þrír nýir sáttmálar ESB litið dagsins ljós; Maastricht 1993, Amsterdam 1997 og Nice 2000, en með þeim hafa orðið töluverðar breytingar á starfsemi og sam- starfsgrunni Evrópusambands- ríkjanna sem hefur bæði orðið nánara og samstarfssviðum verið fjölgað. Þá liggja fyrir drög að nýrri stjórnarskrá ESB en gildis- taka hennar mun enn breikka bil- ið í samsarfinu. Framkæmdastjórn ESB á sam- kvæmt EES-samningnum að tala máli EFTA-ríkjanna innan stofn- ana ESB en síðan samningurinn var gerður hefur verulega dregið úr völdum hennar. Aukið vægi Evrópuþingsins og ráðherraráðs- ins hefur orðið til þess að erfiðara reynist að fá framkvæmdastjórn- ina til að tala máli EES-ríkjanna gagnvart ráðinu og aðildarríkjun- um þar sem hún þarf að hafa meira fyrir því en áður að halda til streitu eigin sjónarmiðum og áhersluatriðum. Hefur það þrengt verulega um möguleika EES-ríkjanna til að hafa áhrif á Evrópulöggjöfina sem þó gildir á öllu EES-svæðinu eftir sem áður. Niðurlag Færa má rök fyrir því að EES- samningurinn falli orðið illa að breyttum stofnanaramma ESB og aukin krafa um lýðræði, gegnsæi og einsleitni gerir það að verkum að embættismannasamningur eins og EES fái minna vægi en áður. Af ofangreindu má fullyrða að vægi samningsins hafi minnk- að og að hann nái ekki lengur með fullnægjandi hætti yfir samstarf EES-ríkjanna og ESB. Þróunin hefur um leið fært EES-ríkin meira út á hliðarlínuna í evrópsku samstarfi. Við stækkun ESB, þeg- ar tíu ný ríki bætast við ESB-stoð- ina, má gera ráð fyrir að vægi EES-samningsins minnki enn frekar. Þá verða 25 ríki og 480 milljónir manna í ESB og þrjú ríki og 4,8 milljónir í EES. ■ Innheimtu- og greiðsluþjónusta ÁRANGUR - ÖRYGGI - HAGRÆÐI 533 3377 www.innheimta.is ÁTTU ÚTISTANDANDI KRÖFUR? VILTU BÆTA FJÁRSTREYMIÐ? Vinnum upp gólfdúka og gerum sem nýja. Tökum að okkur stór og smá verk. Gerum föst verðtilboð. 20 ára reynsla. Gólfþjónustan Komandi ehf. Uppl. í síma 895 9800 BÓN Hreinsun Húðun Viðhald EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Eiríkur Bergmann minnist þeirra tímamóta að tíu ár eru síðan Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Miklar deilur voru um samninginn á sínum tíma, en nú eru flestir þeirrar skoðunar að samningurinn hafi verið mikilvægt skref fyir þjóðina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.