Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1972. Skattamálaáróður Mbl. orð- inn að óðra manna æði Skattamál eru ákaflega heitt umræðuefni, sem vorilegt er, og hefur svo jafnan verið, enda snerta reglur um skattlagningu hins opinbera svo að segja hvert mannsbarn i landinu. Eins og til háttar á íslandi — og liklega i ílestum nágrannalöndum — verður örðugt að þjóna öllu rétt- læti með allsherjarreglum, sem hvergi sé vikið frá. Þvi valda hin mörgu tilbrigði atvinnulifs og mannlifs, og þurfa þvi aö koma til ýmis frávik. Núverandi rikisstjórn hefur efnt til róttækustu skatta- breytingar, sem lengi hefur verið gerð hér á landi. Þetta var mikil og knýjandi nauðsyn, þvi að skattakerfið var orðið gersam- lega óviðunandi og verkaði með svo mikluin þyngslum á afkomu fólks með lág laun og miölings tekjur, að gersamlega var ósamræmanlegt sjónarmiöum sæmilegra félagshyggjumanna. Hins vegar þarf engan aö un- dra, þótt hinn nýi stakkur veröi ekki sniðinn fullkomlega viö hæfi á einu ári. Reynslan er bezti skólinn, og skattreglur verður sifellt að endurskoða vegna þess, sem timinn breytir, hvað þá þegar farið er inn á alveg nýjar leiðir. Þótt meginstefnan sé rétt og mikilvægt réttlætisspor stigið má búast við, að einhverjir agnúar komi i ljós viö fyrstu reynslu, en rikisstjórnin, sem að þessum umbótum stendur, hefur áreiðanlega fullan hug á þvi að halda áfram endurskoðun og lag- færa þá annmarka, sem reynslan leiðir i ljós. Eölilegt er, aö mikill ágreiningur sé um þessar breytingar, þar sem beinlinis er um að ræða gerólikar þjóðmála- stefnur, annars vegar táknrænt ihaldsskattakerfi, sem leggur þungann af skattabyrðum eins og fært er á allan almenning, hins vegar kerfi félagshyggjusjónar- miða, þar sem reynt er að létta þeim efnaminni i þjóðfélaginu róðurinn og bæta og jafna hag hins almenna þegns, þannig að stórtekjumenn og gróðafyrirtæki beri mestan þunga. Rikisstjórn hinna fyrrnefndu sjónarmiða þokaöi þessum málum jafnt og þétt i þá átt, að skattabyröin væri á almenningi, en peninga- arðurinn nyti æ meira skatt- frelsis. I þessari hörðu orrahriö um skattana undanfarnar vikur, hefur margt verið sagt af litilli skyn- semi.en þvi meira striösæsingum. Er vafalaust dæmi um það aö finna á beggja vigstöðvum. Þó hlýtur það að verða mönnum mest ihugunarefni, hve Sjálf- stæöisflokkurinn og málgögn hans hafa varið skattvé sin og hið gamla kerfi af yfirgengilegum ofsa og hvergi sézt fyrir. Hefur verið beitt svo miklum og marg- vislegum blekkingum, talna- fölsunum og hrikalegum, tilbúnum dæmum til þess að hræða fólk á skattabreyt- ingunum, að mörgum er nú farið að skiljast, hvilikt fjöregg peningavaldið i landinu telur sig vera að verja. Þó tekur fyrst i hnúana, þegar fyrrverandi ráöherrar, sem ætla verður að óreyndu nokkra sjálfs- virðingu, gera sig seka um aug- ljósa samanburðarfölsun, eins og henti Ingólf Jónsson á dögunum, er hann bar saman gamla og nýja kerfið, án þess að taka niðurfell- ingu nefskattanna með i reikning- inn!! Og þegar þetta liggur i augum uppi og á það er bent, er verkið kórónað og réttlætt meö fárán- legum nýjum fölsunum i Morgun- blaðinu i vanmáttugri tilraun til þess að verja og afsaka Ingólf. Rétt er aö birta hér þetta sér- kennilega framlag Morgunblað- sins orörétt úr Staksteinum 15. marz: ,,I dæmum Ingólfs Jónssonar var hvorki reiknað með niður- fellingu nefskatta né hækkun fasteignaskatta, en þetta tvennt vegur hvort annað upp. Fast- eignaskattar veröa væntanlega viðast hvar lagðir á meö 50% álagi skv. heimild i væntanlegum lögum, vegna mikillar skerðingar á tekjustofnum. Þetta þýðir, að hækkun skatta á flestum ibúðum nemur frá 10 upp i 20 þús. kr. Nefskattar á einstaklinga hafa verið frá 8865 kr. i 10.605 kr. en á hjón 14.950 kr. Jafnvel þótt gert væri ráö fyrir, að nefskattar hefðu orðið aö hækka verulega eða upp i 16 til 22 þús.kr., eins og stjórnarflokkarnir hafa viljað halda fram, er ljóst að niður- felling nefskatta og hækkun fast- eignaskatta vega hvor aðra upp og frávik þar frá svo litil, að ekki skipta máli”. Fyrr má nú rota en dauðrota! Að halda þvi fram að „niðurfell- ing nefskatta og hækkun fast- eignaskatta vegi hvort annað upp”, er svo hrikaleg og augljós fölsun hverjum manni, að furðu- legt er að blað, sem ætlazt til þess að það sé talið með öllum mjalla, skuli bera hana á borð. Eftir nýju reglunum yrði fast- eignaskattur af ibúð, sem er 2 millj. að fasteignamati, og verður að teljast meira en meöallag, kr. 10 þús. og er það varla meira en helmingshækkun fra fyrri reglu. Þótt fasteignagjald væri lagt á 51 51 51 51 51 51 51 51 B0GBALLE áburðardreifarinn 15 15 15 15 15 15 15 15 Qi ER N0TAÐUR AF BÆNDUM UM ALLAN HEIM § 51 51 15 HHér á landi hefur þessi ágæti dreifariH ® þjónað bændum á annan áratug | Dreifarinn er bliaa tveimnr stillistöngum sem gera þaft mögirfegt aft dreifa a fteins tU aan dreifingu meftfram 15 15 15 Dreifarinn er búinn hrærara sem sér um ________ mulning á kögglum og |Q" tryggir þannig góða og “ jafna dreifingu áburð- arins. Gerð 325 rúmar 350-400 kg. - Verð með söluskatti kr/15.000 a KaupSélögln 51 , 51 Sombnnd iil.Mimiinnufdago Veladeild Ármúía 3, Rtiik. simi 38400 15 15 15 15 15 15 15 15 15 al5 IsElgSESIgSIgSöSSSSBSSElaölalalslÉilslslÉilslalals með 50% viðbót eftir heimild, yrði það ekki nema 15 þús. af þessari ibúð. Og jafnvel þótt dæmið væri sambærilegt um hjón, sem hafa greitt hvort tveggja, fasteigna- skatt og nefskatta. Þá „vegur” þetta tvennt „hvort annað” ekki betur upp en svo, að 22 þús. kr. niðurfelling kemur á móti svo sem 8—10 þús kr. hækkun. Svona augljóst vindhögg er þessi vörn Mbl fyrir fyrrverandi ráð- herrann. En það er miklu meira á spýtunni. Til þess að dæmi Mbl. stæðist i heild, yrðu húseigendur að vera jafnmargir með þjóðinni og nefskattsgreiðendur, en eins og allir vita eru þeir tvöfalt eða þrefalt fleiri, og i fjölmörgum fjölskyldum i sömu ibúð eru tveir, þrir, fjórir eða fleiri meðlimir, oft unglingar á skólaaldri, sem hafa þurft og hefðu þurft að greiða hina háu nefskatta, ef ekki væru niður felldir. I margri fjölskyldu litur dæmið þannig út, að fjölskyldan losnar við að greiða svo sem 60 þús. i nefskatta þriggja eða fjögurra meðlima, en á móti kemur svo sem 7 - 10 þús. kr. hækkun fasteignagjalds, eigi að bera þetta tvennt saman, sem auðvitað er fráleitt. Að gera þennan framangreinda samanburð á þann veg.sem Morgunblað gerir til varnar Ing- ólfi Jónssyni, og segja þá firru, að niðurfelline nef_skatta og hækkun fasteignagjalda éti hvað annað upp, er táknrænt dæmi um það, hve bardagaofsinn fyrir hag hinna rikari i þjóðfélaginu, hefur leitt ihaldið út i mikla ófæru. Jafnvel þótt finna mætti einhver- jar likur með þessum tölum i heild, sem alls ekki er um að ræða, er þessi samanburður ger- samlega út i hött vegna þess að þessar fáránlegu jöfnur, sem ihaldið setur upp, eiga I fæstum tilfellum við sömu skattþegna. Það verður ekki fyrr en hver skattþegn i landinu á sina ibúð, en allmikið mun á það vanta enn. —AK —III— IL.mí l!!!!l Fyrstu fimm beitinga- vélarnar eru nú tilbúnar. I Fiskaren 7. febrúar 1972 er eftirfarandi um beitingarvél. Mustard Stöberi & mek. versted hefur lokið smiði á fimm beitingavélum og er það haft eftir sölustjóra fyrirtækisins, Björn Bang. Næsta verkefnið er, segir hann, að selja þessar vélar, en þær munu kosta um 100.000.00 n. kr. eða um 1. 2-3 millj. isl. kr. Þessar fimm fyrstu vélar munu ganga undir nafninu „Mustard Autoline System”. Fullreynd var vélin siðastliðið sumar um borð i ms. Saltstein. Hugmyndir um vélina komu frá tveimur sjó- mönnum, þeim hásetanum Konrad O. Mamrad og skipstjór- anum Ole Alvstad. Vélin er að hluta gerð úr beitingavél Trio.sem er hluti af vélinni. Mikið hagræði mun vera að vélinni engir stampar verða notaðir, vélin raðar önglunum upp i stokk, þegar hún hefur tekið af snúning og beitu, auk þess sem hún hefur sett rétt lag á önglana. Beitingin fer fram um leið og linan er lögð, og er hún i einu lagi saman bundin, svo að ekki þarf að gera það um leið, eins og áður var gert. Vonast Norðmenn til, að þessar vélar verði reyndar sem viðast i Noregi, en þeir virðast ekki hafa mikinn áhuga sjálfir. Útlendingar munu aftur á móti hafa sýnt talsverðan áhuga, og ekki sizt islenzkir útgerðarmenn. Fiskirækt. I sama blaði og fréttin um beit- ingavélina birtist, er skýrt frá all- merkilegri tilraun um fiskirækt i bænum Torsken i Flakstad. Þar hafa bæjarbúar tekið höndum saman og komið upp smá klak- stöð, og hyggjast þeir með þess- ari tilraun sanna eða afsanna hvort hægt sé að koma á laggirn- ar nýjum atvinnurekstri. Greiöa þeir kostnaðinn við þessa tilraun að mestu, en fá smávegis styrk. Gelluskurður. Ennfremur segir frá þvi i þessu sama blaði, að skólabörn i Gylle- fjord séu það aðgangshörð við að skera gellur, að þau njóti ekki svefns. En svo háttar til þarna, að það er gamall sigur, að börn 12 til 13 ára skeri gellur á meðan þorskvertiðin stendur yfir. Eins og áður hófst gelluskurðurinn á venjulegum tima, en vel er greitt fyrir að skera gellur úr þorsk- hausunum, og er unnið við þessa iðju i akkorðsvinnu og vel borgað fyrir. Svo ötullega sóttu börnin vinnuna að þau komi i skólann illa sofin, og kvað svo rammt að þessu, að kennurunum þótti ekki hægt að láta málið afskiptalaust. Tilmæli komu um, að börnin yrðu ekki lengur en til kl. 02.00 að nóttu við vinnuna, en svo fóru leikar, að ekkert barnanna hætti vinn- unniá þeim tima, svo að illa horf- ir með svefn barnanna i Gylle- fjord. Ingólfur Stefánsson. SÝNIR Á M0KKAKAFFI Arni Finnbogason hefur opnað sýningu á 26 blýantsteikningum í Mokkakaffi á Skólavörðustfg. Myndirnar eru allar til sölu og kosta 3—12 þús. kr. Arni, sem er 78 ára gamall, er fæddur I Vestmannaeyjum. Hann var sjómaður þangaðtil fyrir 7 árum að hann fór Iland. t 50 ár var Arni for- maður á hinum og þessum bátum, og þar af var hann á eigin bát I 20 ár og stundaði ailtaf dragnótaveiðar. Sýning Arna verður opin næstu 3 vikurnar. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada OMEGA <nwmm JUpina. PIEnPOOT gnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Simi 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.