Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SIMI: 19294 lceland Products framleiðir á annað hundrað tegundir fiskrétta Heildarsala fyrirtækisins nam um 1820 millj. sl. ár Aðalfundur Iceland Products Inc, var haldinn fyrir nokkru I Reykjavik. Heildarsala fyrirtæk- isins jókst um 45% á s.l. ári, og nam hún um 1820 milljónum króna. Fyrirtækið hefur nú aukið fjölbreytni framleiðslunnar og framleiðir nú á annað hundrað tegundir fiskrétta. Iceland Products, Inc, er framleiðslu- og sölufyrirtæki fyrir frystar fiskafurðir i Band- rikjunum i eigu Sambandsins og frystihúsa, sem selja afurðir sinar i gegnum Sjávarafurðadeild Sambandsins. Mallorca og suður- strönd Spánar heilla SJ—Reykjavik. Þátttaka Islendinga i skipulögðum ferðum til ann- arra landa fer vaxandi. Mallorca og suðurströnd Spánar eru vinsælustu áfangastaðirnir enn sem fyrr, enda ferðir þangað til- tölulega ódýrastar. — Svo virðist sem almenningur sé að átta sig á þvi, að ódýrara er að taka þátt i skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa en ferðast upp á eigin spýtur, sagði Guðni Þórðarson for- stjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu i viðtali við Timann. Um helmingi fleiri ferða- menn bæði héðan og frá öðr- um löndum fara til Mallorca en suðurstrandar Spánar, sennilega vegna þess að þar er meira úrval af hótelum og fjölbreyttara skemmtanalif. — Ferðaskrifstofan Sunna skipuleggur ferðir i allar áttir eins og undanfarin ár, sagði Guðni Þórðarson enn- fremur. — Flestir fara til Mallorca, margir einnig til suðurstrandar Spánar, og Kaupmannahafnarferðir eru lika vinsælar. Nær upp- pantað er i Mallorcaferðir okkar i ágúst og spetember. Framhald á bls. 1 7. Stjórnarformaður Iceland Products, Inc, Erlendur Einars- son forstjóri, setti fundinn og stýrði honum. Erlendur flutti siðan skýrslu stjórnar og skýrði frá störfum stjórnarinnar á liðnu starfsári. Þvi næst flutti Othar Hansson, framkvæmdastjóri Iceland Products, Inc, skýrslu um rekst- ur Iceland Products og dóttur- fyrirtækja. Heildarsala á árinu 1971 var 20.685.000 dollarar, eða sem næst 1820 millj. króna, sem er um 45% aukning frá fyrra ári. Framleiðsla ýmissa fiskrétta i verksmiðju fyrirtækisins var um 11.500 tonn árið 1971, en var 10.160 tonn árið áður. Sala fiskrétta gekk vel á árinu, og vann verksmiðjan úr mestum hluta þeirra fiskblokka, sem Sambandsfrystihúsin fram- leiddu. Auk þess hefur reynzt nauðsynlegt að kaupa vaxandi magn ýmissa fiskblokka frá öðr- um lóndum til að mæta þörf verk- smiðjunnar. Ýmsar nýjar tegundir fiskrétta bættust við framleiðslu verk- smiðjunnar á árinu, og nemur fjöldi þeirra fiskitegunda, sem fyrirtækið hefur á boðstólum, hátt á annað hundrað. A árinu var lögð áherzla á að auka og styrkja umboðsmanna- kerfi fyrirtækisins i Bandrikj- unum. Iceland Products hefur reglulega kaupendur i 45 af 50 rikjum Bandarikjanna. A fyrstu 4 mánuðum þessa árs hefur orðið óvenjumikil aukning á framleiðslu og sölu verksmiðj- unnar, eða um 50% miðað við sama timabil áðið áður. Vertíð lokið Vertiðinni er lokið, og sjóm ennirnir bera neta- baujurnar i land. Vertiðin hefur verið misjöfn, og virðist scm verstöðvar a Snæfellsnesi og nokkrir staðir á Austurfjörðum hafi farið be/t út úr henni. Aftur á móti er hljóðið i stærstu ver- stöðvunum Sunnanlands heldur dauft. Til að minna á vertiðarlokin, birtum við þessa mynd af sjó- maniiinum, sem cr aö bera netabaujurnar á land i Itcykjavíkurhöfn. Timamynd Gunnar). Loks ný höfunda lög? EB—Reykjavfk. Loksins er komin veruleg hreyfing á höfundalagafrum- varpið i þinginu. Neðri deild af- greiddi frumvarpið til efri deildar i gær, þar sem það á eftiraö fara i gegn um þrjár umræður, áður en það veröur samþykkt, en liklega verður að teljast, að frum- varpið verði að lögum aöur en þetta þing er úti. Talsverður þrýstingur hefur verið utan þings ( á það, að frumvarpiö verði sem fyrst að lögum, enda engin furða, þar sem þetta mál hefur verið á döfinni allan siðasta áratug. Hægt að fækka ám en fá samt fleiri dilka OO-Reykjavik. Meðal þeirra tilrauna sem unnið er að á sauðf járræktar- búi Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á Hesti i Borgarfirði, er fóðrun lamba á gervimjólk, sem fram fara samhliða tilraunum með hormónalyf, sem ám er gefið svo að þær eignist fleiri af- kvæmi. Tilraunirnar með gervimjólkina hófust i fyrra og bendir allt til.að þær gefi góða raun, og að gæði kjöts og fallþungi dilkanna sé ekki siðri en þótt þeir gangi undir ánum sumarlangt. Þetta getur haft mikla þýðingu fyrir land- búnaðinn, þvi með þessu móti er mögulegt að framleiða meiri afurðir með færri ein- ingum, þ.e. ám, en nú er al- mennt gert. Stefán Scheving Thorsteins- son, sauðfjárræktarráðunaut- ur, hefur yfirumsjón með rannsóknunum. Hann sagði Timanum, að á búinu á Hesti væri nú 930fjár. Fullorðnar ær eru um 700. Helmingur þeirra eru bundnar i afkvæma- rannsóknum, og venjulega eru afkvæmarannsóknirnar mið- aðar við 10 hrúta á ári. Afkvæmarannsóknirnar eru mjög viðamiklar. Er mældur þroski dilkafallanna, sérstak- lega vöðvaþroski og fitu- þroski, og eins útvortis mál á skrokkunum, með tilliti til að bæta þá hvað snertir gæði. Dætur peirra hrúta, sem koma bezt út i afkvæmarannsókn, eru settar á til frekari af- kvæmarannsókna til aö sjá hvernig vissir hrútar reynast sem ærfeður. Eru ærnar I afkvæmarannsóknum tveggja og þriggja vetra, og er eftir það hægt að segja til um kyn- bótagildi hrútsins sem ærföð- ur. Fyrir utan afkvæmarann- sóknirnar fara fram fóðurtilraunir. A vetrum Framhald á bis. 17.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.