Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriðjudagur. 16. maí. 1972 r „Ovéfengjanlegt að Eddukvæðin hafi verið flutt svipað og rímur" segir dr. Hallgrímur Helgason, sem flyíur fyrirlestra um íslenzka tónlist í boði Háskólans Dr. Hallgrimur Helgason tón- skáld er nýlega kominn til lands- ins, en hann hefur undanfarin sex ár verið prófessor við Háskólann i Saskatschewan í Kanada, sem er i borginni Regina. Dr. Hallgrimur kennir þar hljómfræði, tónfræði- greinar, tónsmiði og sögu tón- fræðinnar. 14000 stúdentar eru við háskólann, þar af 70-120 árlega við tónlistarnám, en þeir veljast úr hópi 1600 nemenda tónlistar- skólans i borginni. Kennsla stend- ur yfir i háskólanum hálft árið, og kvað dr. Hallgrimur gott tækifæri gefast til annarrar vinnu i sumar- leyfinu, sem er fimm mánuðir. Þvi hefur hann varið til fyrir- lestrahalds i öðrum löndum, rit- starfa og tónsmiða. Dr. Hallgrim- ur heldur hér á næstu tveim vik- um sex fyrirlestra i tónmennta- fræðum i boði Heimspekideildar Háskóla Islands, sem hann nefnir Ljóð- og lagmyndun á íslandi frá landnámi til lýðveldis. t stuttu rabbi við dr. Hallgrim spurðum við hann m.a. um efni fyrir- lestranna: — Ég tek sérstaklega til með- ferðar Island sem útvörð Evrópu i vestri og þær merku geymdir, sem hér hafa varðveitzt, einkum i gömlum lagformum, sagði dr. Hallgrimur. —Égrek galdraljóð, Eddukvæöi, áfram til drótt- kvæða, fornra dansa og loks til rimna. Tónmenntafræði eru ung vísindagrein og þörf er á grund- vallarrannsóknum á mörgum sviðum. Þó má telja alveg óvefengjanleg, að Eddukvæði hafi verið flutt með formi, sem var einhvers staðar mitt á milli söngs og taltons, likt og rimur löngu siðar. Dr. Hallgrimur fjölyrðir ekki meira um fyrirlestra sina enda bezt fyrir áhugamenn að kynnast þeim af eigin raun i 1. kennslu stof'u Háskólans kvöldin 16., 17., 19., 24., 25. og 26. mai kl. 20.30. Við vikjum þvi talinu að tón- smiðum hans. — Fyrst vil ég nefna Dúó concertante fyrir flautu, klarinett og hljómsveit, sem ég hef nýlokið við. Dúó þetta er hvað form og hrynjandi snertir i anda gömlu is- lenzku kvæðalaganna. Þá er ég með i smiðum tvö önnur tónverk, Passacagliu fyrir tvö pianó fjórhent og Trió fyrir flautu, selló og pianó. — Og hvernig kanntu við þig i Vesturheimi? — Ég kann vel við fólkið. Það er gestrisið og hjálpsamt, og metur Tvær læknaheim- sóknir frá áramótum GPV — Trékyllisvik. 1 Timanum,, þriðjudaginn 25. . april, er birt frétt frá mér, sem hefur brenglazt svo, að ég hefði viljað leiðrétta hana litilsháttar. — I viðtalinu gat ég um komu þeirra lækna, sem þjónað hafa Hólmavikur— og Djúpuvikur héruðum frá s. 1. áramótum, hingað norður i Arneshrepp. I blaðinu segir svo:"Læknar hafa komið hér frá Hólmavik tvivegis frá áramótum og hafa dvalið um hálfan mánuð i senn. ,, — Af þessu má ætla, að læknarnir hafi haft hálfsmánaðar viðdvöl hér I Arneshreppi. —Svo góð er læknis- þjónustan ekki orðin hjá okkur enn, og liggur I þessu sá mis- skilningur, sem ég vildi leiðrétta. Það rétta er, að læknar Land spitalans hafa tekið að sér að þjóna þessum héruðum og skipzt á um það. Hafa sumir þeirra verið aðeins hálfan mánuð, en aðrir eitthvað lengur og setið á Hólmavik. Hingað norður hafa þeir aðeins komið i skyndiheim- sókn tvisvar frá áramótum, en staðið það lengi við, að öllum, sem þurftu, gafst kostur á að leita til þeirra. Eru hreppsbúar ánægðir og þakklátir fyrir hugul- semi þeirra við okkur, eins og réttilega kom fram i þessu viðtali við mig. mikils að fá mann með Evrópu- menntun til að hjálpa sér við að byggja upp sitt unga tónlistarlif. Fólk af Islenzku bergi er i hverri borg. 1 Regina einni eru 30 fjölskyldur. Flest er fólk þetta fætt vestra. Dóttir tönskáldsins okkar Sveinbjörns Sveinbjörnssonar býr I Calgary i Alberta, 79 ára gömul, og var nýlega að gefa út Ijóðabók. Afi hennar Þórður Sveinbjörnsson var fæddur 1787. — A tveim stórbýlum i naut- gripa- og hveitirækt I Wynyard rakst ég á stofur fullar af mál- verkum eftir Kjarval. Þar reynd- ust búa bændurnir Karl og Hjalti Guðnasynir, sem eru frændur Kjarvals heitins. 1 Wynyard bjó lika Björgvin Guðmundsson um skeið og hélt uppi tónlistarlífi. Við tslendingarnir i Regina hittumst hálfsmánaðarlega til að tala islenzku,skiptastá bókum og blöðum og hlusta á íslenzkar plöt- ur. Þá borðum við alltaf islenzkan mat, vinartertu, skyr, rúllupylsu o.sv. frv. Við þökkuðum dr. Hallgrimi samtalið, og hann lét i ljós, að þrátt fyrir að dvöl sin ytra væri orðin þetta löng, væri það alltaf ætlunin að snúa heim og að Island fengi að njóta þess, sem hann hefði lært. SJ Hver getur lagt mér lio? Árið 1834 kom i Miklabæjar- sókn i Blönduhlið, Skagafirði, 35 ára gömul ekkja, Sigriður Benediktsdóttir, með son sinn Benedikt, f. 30/01 1829, (hann var fermdur á Mælifelli 1843). Sigriður giftist aftur 14/10 1838 Guðmundi Jónssyni. Hann var þá sagður 38 ára. Börn þeirra urðu að minnsta kosti þessi: 1. Jóh, f. 21/04 1837 i Mið- húsum. 2. Sveinn, f. 06/08 1838 á Syðri Mælifellsá. 3. Jónas, f. 04/06 1840 á Lýtingsstöðum, d. 19/02 1841. 4. Sæunn, f. 19/3 1842, óvist hvar. 5. Monika, f. 26/02 1847 á Vöglum. Guðmundur Jónsson dó á Vöglum 29/10 1847 . Sundraðist þá fjölskyldan, en Monika varð eftir á Vöglum, og er þar á Aðalmanntali 1855. - Hún mun hafa gifzt i Eyjafirði eða á Akureyri, manni er hét Jónas Jónasson (Þingeying- ur?), börn þeirra urðu 4. Mann sinn og 2 börnin missti hún á Akureyri. Fór hún þá, með dæturnar sem eftir lifðu, til Canada 1888. Aðra dóttur sina missti hún 13 ára gamla, en hin, Kristin, giftist Jóhanni Halldórsson kaupmanniá Oak Point við Manitobavatn, og siðar á Lundar. Monika giftist aftur vestra, merkisbóndanum William Eccles i Cold Springs. Segir i Almananaki Ó. S. Thorgeirson 1910: „W. Eccles og kona hans eru talin með efnuðustu hjónum i byggðinni, og njóta almennrar virðingar og vel- vildar þar. Og ætið hefir Eccl- es með ráði og dáð stutt allan islenzkan félagsskap i byggð- inni, og má sem dæmi nefna það, að þau hjónin gáfu stærsta upphæð af öllum i byggðinni, þegar verið var að safna fé til þess að senda heim til lslands, til styrktar ekkjum drukknaðra manna, og eins þegar safnað var þar styrk til heilsuhælisins á Islandi." Þess er getið i sömu grein, að verið hafi bræðrabörn Sigriðar Benediktsdóttir, móðir Moniku Eccles, og Jón Sveinsson á Mælifelli. - Einnig er þar sagt,að Jónas, rfyrri maður Moniku hafi verið af ættsr. Þorláks Þórarinssonar, þess er „Þorlákskver" er kennt við. Kristin dóttir Moniku giftist Jóhanni Halldórsson eins og fyrr segir, og i Lundar Dia- mond Jubilee (1948) eru börn þeirra talin 6, 2 synir og 4 dæt- ur, eru þá 3 þeirra búsett á Lundar. Kristin hefir verið mjög fög- ur kona, eftir mynd að dæma. Ein dóttir hennar gat sér mik- inn orðsti fyrir dugnað sinn og fórnfýsi i félagsskap kvenna þeirra, er sáu um að senda hermönnum úr byggð- um sinum ýmsar nauðsynjar á vigvellina i Evrópu i heims- styrjöldinni siðari. Nú er það ósk barna Kristinar Halldórsson, að fá að vita eitthvað um ættingja sina hér á landi, og þá fyrst og fremst hvort systkini Moniku eiga niðja. Um föðurætt Kristinar hafa þau eitthvert hugboð, en þó væri öll fáanleg vitneskja þar um vel þegin. - Dóttir Kristinar skrifar mér, upp úr einhverri ættartölubók, handskrifaðri vestanhafs: „28. ættliður (frá Þórði Skeggja landnámsmanni): Guðrún, átti Jónas Jónasson á Bakka i Svarfaðardal. Börn þeirra: A. Svanhildur. Hún átti Jórund Jónsson i Hrisey. B. Astaþóra. Hún lærði fata- saum, og þegar hún var 26 ára lærði hún ljósmóðurfræði á Akureyri. Hefir dvalið i Winnipeg i 40 ár og stundað ljósmóðurstörf, aðallega meðal ensks fólks. Er nú'hjá Lofti Jörundssyni, systursyni sinum, og konu hans Jóninu i Winnipeg. C. Loftur, átti Aslaugu fyrir konu og eina dóttur, Guðbjörgu, hún átti Sigurbjörn Sigurðsson, bjuggu i Kræklingahlíð. Ekkert segir um, hvenær þetta er skrifað. — En bréf- ritari skrifar: „Eftir þvi sem mér skilst var Ásta Þóra hálf- systir afa mins (Jónasar)." En um systkini Moniku ömmu sinnar veit hún ekki neitt, og er það nú ósk min, að ef einhver sem þessar linur les, getur gefið upplýsingar um þetta fólk, geri svo vel að senda mér þær. Ég mun svo koma þeim til Halldórsson's systkinanna. i Nafn mitt og heimilisfang ' er: , SólveigGuðmundsdóttir ' Laufásvegi 75, Reykjavik. ! Simi i húsinu er 11816. ! Magni Guðmundsson: XXIX Stjórn á starfi og starfsmönnum - 4 Hver eru störf framkvæmda- stjóra? — Þó að furðulegt megi telja, hefir mjög litið verið ritað um petta efni. Háskóladeildir, er kenna stjórnsýslu (manage- ment), veita leiðsögn i undir- stöðugreinum hennar, svo.sem hagfræði og félagsfræði, og þær þjálfa nemendur I þeirri stjórn- tækni, sem reynzt hefir gagnleg, m.a. starfs- og aðferðarannsókn- um, fjárhagskönnunum, vinnslu og miðlun upplýsinga. En þegar að þvi kemur að kynna störf framkvæmdastjórans sjálfs, hafa deildirnar Htið fram að færa. Ekki er vitað, hvaða vínnubrögð hann notar i reynd, og enn siður, hver þau ættu að vera. Nýlega tók prófessor við McGill háskólann sér fyrir hendur að gera athugun á þessu sviði, er tók til aðalforstjóra i fimm amerisk- um stórfyrirtækjum. Var þar um að ræða skólakerfi I borgarút- hverfi, alþjóðlegt ráðgjafafyrir- tæki, meiri háttar úraframleið- anda, iðnfræði-firma og sjúkra- hús. Skal I þessu sambandi á það minnt, að lögmál og meginreglur stjórnsýslu eru hinar sömu, hvort sem i hlut á arðbær rekstur eða stofnun án ágóðasjónarmiðs. Verzlunarstjórinn og ráðherrann eru þar í sama báti. Þrettán forstjórahlutverk. — Niðurstöður prófessorsins voru þær, að forstjóri gegndi þrettán hlutverkum, er skipa mætti i þrjá meginflokka: (1) Fyrst eru fjögur svonefnd Stöðu-híutverk (status roles), er leiðir af valdsumboði forstjórans og ábyrgð i fyrirtækinu (eða stofnuninni). Þannig kemur hann fram sem lagalegur fulltrúifyrir- tækisins, er ræður þvi starfsfólk og staðfestir allar meiri háttar ákvarðanir. Sem formaður að nafnbót annast hann formsatriði og viðhafnarskyldur, eins og að undirrita bréf og stýra veizlum og hátiðum, en sem hvatamaður knýr hann undirmenn sina til starfa. Loks er hann tengiliður, eða sá starfsmannanna, sem er til þess hæfastur að mynda sambönd út á við. (2) Þá koma fimm upplýsinga- hlutverk, er stafa af valdastöðu forstjórans og stöðu hans sem tengiliðar. I þvl gervi má skoða hann sem eins konar taugamið- stöð, eða brennipunkt upp- lýsingamiðlunar varðandi skipu- lag og rekstur. Sem tengiliður beinir hann upplýsingum til utan- aðkomandiaðilaogsem lagalegur fulltrúi hefir hann — og hann einn — aðgáng að öllum starfsmönn- um fyrirtækisins sjálfs. 1 grund- vallaratriðum ber að lita á for- stjóra sem alhæfðan mann, en sérhvern undirmanna hans sem sérhæfðan eða umsjónarmann með sérhæfðu starfi. Auðvitað veit forstjórinn ekki alla hluti, en meira en nokkur annar i fyrirtæk- inu. Hin fjögur upplýsingahlutverk- in varða notkun fenginna upplýs- inga. Forstjórinn er talsmaður fyrirtækisins gagnvart um- heiminum, upplýsingamiðlari innan fyrirtækisins, sérfræðingur i málefnum þess og þvi i aðstöðu til að koma fram opinberlega fyr- ir atvinnugrein sina, loks mats- maður með úrskurðarvaldi (value determiner), er jafnar hagsmunaárekstra milli valda- hópa I fyrirtækinu. (3) Fjögur stefnumarkandi hlutverk lýsa myndugleika for- stjóra, þegar teknar eru veiga- miklar ákvarðanir. Þau áhrif hans eru bein afleiðing þriggja annarra hlutverka, þ.e. stöðu hans sem lagalegs fulltrúa fyrir- tækisins, sem taugamiðstöðvar og sem matsmanns, sbr. hér að framan. Hann er úthlutunarstjóri, sem hefir tilsjón með skiptingu fjár- ráða milli einstakra þátta I fyrir- tækinu. Hann er maður úrræða (crisis handler), sem tekur málin i sinar hendur, ef hætta steðjar að fyrirtækinu. Hann er framtaks- maðurinn, sem leitar uppi úr- lausnarefni og örvar með þvi til skoðanamyndunar og töku ákvarðana. Og hann er loks samningamaður, er kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins i við- skiptum við önnur fyrirtæki eða stofnanir. Framkvæmdaratriðin mörg, en linnulaus. — Könnunin leiddi i ljós, að verkefni framkvæmda- stjóra eru mikil að magni og þrot- laus, enda sjaldan tómstund á skrifstofutima. Einkennandi er, að þau eru margbreytileg, sam- vinn og án samhengis. Helmingur þeirra tók skemmri tlma en 9 minútur. Framkvæmdastjórinn virðisthvorki skipa niður störfum sinum I röð né kafa djúpt i einstök málefni. Hann lætur þau atriði helzt til sin taka, sem varða líð- andi stund, eru aðgreind og bund- in sérstöku tilefni. Hugmyndin um forstjóra sem rólegan, ger- hugulan mann, er áætlar og skipuleggur, er aðeins goðsögn. Forstjórinn vinnur í umhverfi „áreitis og viðbragða" og hefir rika hneigð til athafna. Það styður þessa ályktun, að forstjórarnir tóku munnlega miðla fram yfir skriflega. Þeir notuðu mjög sima og fundi, en slógu bréfaskriftum á frest, enda þeim litt að skapi. Litlar upplýs- ingar voru fyrir hendi i skýrslu- formi. Mas, orðasveimur og bollaleggingar mynduðu drjúgan skerf af fréttaefni þeirra. Niðurstaða. — Niðurstaða prófessorsins var sú, að fram- kvæmdastjórar starfi ekki vis- indalega. Litill hluti vinnu þeirra er ákveðinn fyrirfram eða eftir áætlun. Allar helztu upplýsingar fyrirtækisins eru geymdar i höfði framkvæmdastjórans sjálfs, og svo er einnig um þær aðferðir, sem beitt er, þegar ákvarðanir eru teknar. Þetta er skemmtilegt rann- sóknarefni fyrir þá, sem iðka stjórnsýslu eða nema. Þegar menn hafa náð að skilja vinnu- brögð framkvæmdastjórans, opn- ast þeim smátt og smátt leyndar- dómur stjórnarstarfans. Þá skap- ast möguleiki til framfara. Gaml- ar aðferðir vikja fyrir nýjum. I stað framkvæmdastjóra án hjálpartækja — með munnlegar upplýsingar og hugboð eða brjóstvit að vopni, kemur vis- indalega sinnaður framkvæmda- stjóri, er sækir styrk sinn i hag- fræði, félagsfræði og atferlis- fræði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.