Tíminn - 20.06.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 20.06.1972, Qupperneq 9
Þriðjudagur 20. júni 1972. TÍMINN ? Nýlega sögðum við frá þvi hér i Speglinum, að Spánverjar væru farnir að selja hallir sinar fyrir litið, en fáir vildu kaupa þær, vegna þess, hve dýrt er að eiga og reka slikt húsnæði. En það eru viðar til sölu hallir heldur en á Spáni. Hér sjáið þið mynd af þýzkri höll i Japan. Höllin heitir Rheinstein, og er hennar fyrst getið i skjölum frá þvi 1279. Höll þessi eða kastali var i eigu Mecklenburg-hertoganna, en nú er kastalinn til sölu. Þessi kastali verður seldur fyrir milli 40 og 50 milljónir króna, og nýr eigandi verður að gera sér grein fyrir þvi, að engu má breyta i höllinni eða utan hennar, þar sem hún er friðuð. ★ 4,4 milljón kr. olíuorkuver Rétt við Tasjkent, höfuðborg sovétlýðveldisins Usbekistan i Mið-Asiu, er verið að byggja nýtt, stórt oliuorkuver. Orku- veriðverður 4,4 milljónir kw, en stærsta oliuorkuver utan Sovét- rikjanna er i Vestur-Þýzkalandi og er það 2,7 milljónir kw. Fleiri sovétlýðveldi taka þátt i byggingu orkuversins. Mikill hluti vélanna er framleiddur i Osbekistan, en þar er véla- iðnaður á háu stigi. Fyrsta raforkuver i Mið-Asiu var tekið i notkun á fjórða ára- tugnum og var það liður i fyrstu rafvæðingaráætluninni, GOELRO. Raforkukerfi Usbekistans sér iðnaðinum fyrir allri þeirri orku, sem hann þarfnast. ★ Nýir málmfundir i Kasakstan Jarðfræðingar i Sovétlýðveldinu Kasakstan hafa fundið nýjar stórar járnnámur. Þær geta gefið af sér á ári 40 milljónir tonna af þakjárni i allt að heila öld. Á „oliuskaganum” Mangisjlak á austurstönd Kaspiahafs hafa ennfremur fundizt tvö ný oliu- svæði. Með þessari viöbót getur lýðveldið aukið oliuvinnsluna upp i 30 milljónir tonna árið 1975, sem þýðir skjótari fram- þróun i oliuhreinsunariðnaðin- um og i efnaiðnaðinum i Kasakstan. Land hækkar og land lækkar i Sovétrikjun- um Svæðakort yfir hreyfingar jarð- skorpunnar i Sovétrikjum hafa veriö rannsökuð i Leningrad. Á grundvelli nákvæmra mælinga hafa visindamennirnir komizt að þeirri niðurstöðu, að yfirborð jarðar sé á stöðugri hreyfingu. Karpatafjöllin hækka um 2 cm á hverju ári, Krim um 4 cm og Ukrainusvæðið um 8 cm. Hrað- ast hækkar þó fjallakeðjan i Kákasus — rúma 11 cm árlega. Samtimis sigur bakki Petjora- fljóts, Oral og suðaustur Karel- en. ★ 32 þús. rúmmetra timburfloti Dráttarbáturinn Kuzma Minin hefur flutt 32 þúsund rúmmetra timburflota 300 km niöur fyrir Norra Dvina alla leið til Archangelsk. Þetta er fyrsti stóri timburfloti þessa árs. Konan var 560 þúsund kr. virði Eiginkona og móðir lét lifið á Nils Jules götu i ósló, árið 1968, þegar verið var að skipta um þak á húsi einu við götuna, og eitthvert drasl af þakinu féll niður á konuna. Eftirlifandi eiginmaður hennar og sonur fóru fram á að fá 1.4 milljónir króna i skaðabætur, fyrir konuna, en tryggingafélagið neitaði og bauðst til þess að greiða feðgunum rúm 400 þúsund. Feðgarnir sættu sig ekki við þessi málalok, og málið var lagt fyrir dómst. og úrslitin urðu þau, að feðgarnir fengu 560 þúsund krónur. Dómurinn byggði ákvörðun sina á þvi, að konan hafði unnið utan heimilis hluta úr degi, og sú aukavinna og vinna hennar á heimilinu væri sem sagt 560 þúsund króna virði fyrir feðgana. Hefur þessi dómsniðurstaða vakið töluvert umtal i Noregi, og þykir mörgum, sem eiginkona og móðir sé ekki hátt skrifuð i þjóðfélaginu, ef hún er ekki meira virði en þetta. ★ „Já, eins og stálskip" Pétur i Krosshjáleigu fór með skipið hlaðið torfi úr Landeyja- sandi út i Vestmannaeyjar. Komst hann heilu og höldnu til Eyja, en svo var skipiö hrörlegt orðið, fúið og liðað, að menn héldu, að það myndi gliðna sundur undan þunga torfsins, þegar undan þvi féll i vörinni, þarsem Pétur lenti. Menn , sem nærstaddir voru, höfðu orð á þvi, að þetta væri lasin fleyta og tæpast i sjó leggjandi. ,,0, sei-sei nei”, sagði Pétur,. „Þegar torfið heldur að innan og sjórinn að utan, þá er þetta eins og stálskip — já stálskip segi ég”. ★ Söngferillinn í hættu Italska sópransöngkonan Renate Scott á senn von á öðru barni sinu, og nú segja menn, að söngferill hennar sé i hættu. Það ku nefnilega vera staðreynd, að rödd konunnar verði dýpri i hvert sinn, sem hún eignast. Hver veit nema Renate syngi ekki vögguljóðin yfir næsta barni sinu með hinni frægu og fögru sópranrödd sinni. Hér er Renate með son sinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.