Tíminn - 20.06.1972, Page 10

Tíminn - 20.06.1972, Page 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 20. júni 1972. Góðir islcndingar: þjóðhátiðardagurinn, 17. júni, er óaðskiljanlegur minn- ingunni um Jón Sigurðsson. Þess vegna höfum við i dag enn á ný lagt blómsveig að myndastyttu hans. l>egar lýðveldið var stofnað árið 1944 þótti sjálfsagt og eðli- legt að gera það á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Þjóðin vissi sem var, að enginn hafði lagt traustari grundvöll að sjálfstæðu þjóðriki á íslandi en hann og enginn hafði l'órnað meiru af starfskröftum sinum i þágu sjálfstæðisbar- attunnar en hann. Við lýð- veldisstofnunina var byggt á þeim grunni.sem hann lagði. Með því að tvinna saman i þjóðhátiðardeginum lýðveldis- stofnunina og fæðingardag Jóns Sigurðssonar var þjóðin að undirstrika þau sannindi, að lýðveldisstofnunin varð ckki af sjálfu sér eða fyrir nein söguleg lögmál heldur l'yrir markvissa og þrotlausa haráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og fullveldi. Þessi harátta reis ckki sjálfkrafa heldur fyrir atbcina margra forystumanna þjóðarinnar á löngu timabili. A engan er liallað þótt sagt sé, að Jón Sigurðsson hafi verið fremstur i flokki forystumanna okkar i sjálfstæðissókninni. Kyrir hið mikla framlag Jóns Sigurðssonar til sjálf- stæðisbaráttunnar hafa skáldin minnst hans og starfa lians i hcillandi Ijóðum. Á aldarafmæli hans 17. júni 1911 lýsti Þorstcinn Krlingsson honum og starfi hans með þessum orðum: ,,Af álfunnar stórmennum, cinn vcrður hann og ættlands síns friðustu sonum, það stendur svo skinandi mergð um þann mann af minningum okkar og vonum. Svo fékk hann þann kraft og þá foringjalund, af fræknlegri höfum vér orðið um stund og stækkað við hliðina á honum." Við tslendingar stöndum i ævarandi þakkarskuld við Jón Sigurðsson. Hann er og verður lýsandi fyrirmynd og áttaviti hvcrjum þeim, sem vill þjóna ættlandi sinu af heilum hug. Kn við skulum ekki gleyma þvi, góðir islendingar, hvorki á þessari hátiðarstundu né endranær, að sjálfstæöis- baráttunni lauk ekki við lýð- vcldisstofnun. Sjálfstæðis- baráttan er ævarandi i þeim skilningi, að við veröum jafnan að standa vörð um fengiö frelsi, efla og styrkja undirstööur islenzkrar þjóöar- tilveru og gæta fullveldis is- lands i smáu sem stóru. Jafn- framt þurfum viö stöðugt að leitast við að efla hagsæld landsmanna, og auka þekkingu og menningu þjóðarinnar. Kitt er þó það sjálfstæöis- mái, scm mest knýr á um þessar mundir. Þaö er land- hclgismálið. Alþingi bar gæfu til þcss að samþykkja sam- hljóða 15. febrúar með at- kvæðum allra þingmanna aö færa landhelgina út i 50 mílur 1. september. Þjóðin öll stendur einhuga að baki þeirri ákvörðun. Um það mál er nú sama samstillingin eiijs og var um lýðveldisstofnunina á sinum tima. Sú samstaöa er mikið fagnaðarefni. Og það er trú min, að hún muni færa okkur sigur, þó að baráttan kunni að verða ströng og krefjast fórna. fcg vona, að öilum sé orðið ljóst, að við látum ekki þvinga okkur til undanhalds i þessu máli. Kn við viljum sýna öðrum, sem hlut eiga aö máli, fulla sann- girni. Við lokum ekki sam- komulagsleið svo lengi sem nokkur von er á sanngjarnri lausn málsins. Viö vonum að aörar þjóðir, og þá ekki sizt þær þjóðir, scm við erum i sérstöku samstarfi við, kynni sér alla málavexti. Þá skilja þær, að hér er um sjálfan til- verugrundvöll þjóðarinnar að tefla og rétt okkar til þess að lifa sjálfstæðu efnahags- og menningarlifi á islandi. Þann rétt munum við verja til hins ýtrasta, jafnvel þó að við ofur- efli verði að eiga. i lýðveldishátiðarljóðum sinum segir Hulda m.a.: „Syng frelsissöngva, frjálsa þjóð við fánans bjarta þvt. Lát aldrei fölskvast æsku- glóð ver öllu þjáðu mild og góð. Lát rikja ró og vit.” Þessum hvatningarorðum skáldkonunnar ættum við ís- lendingar aldrei að gleyma. Að lokum óska ég lands- mönnum öllum til hamingju með daginn og læt i Ijós þá ósk og von,að við megum einhuga sækja fram til bættra lifskjara og aukinnar farsældar i þjóð- lifinu. ÞJÓÐHÁTÍÐARÁVARP ÓLAFS JÓHANNESSONAR FORSÆTISRÁÐHERRA FRELSIHVERRA? Á seinustu árum hefur borið allmikið á kröfum um það, sem kallað hefur verið opnari og frjálslegri umræða um hin ýmsu mál, ekki sist þjóðmál, kröfur um aukið frelsi félaga og opnari fé- lög, um verndun mannréttinda einstaklingsins og um það sem hátt stemmt hefur stundum veriö kallað, nýtt frelsi, nýtt lýðræði og nýtt þjóðfélag. Nokkuð sýnist nú misjafnt hversu vel hinum ýmsu aðilum, þ.e. félögum, stofnunum og ein- staklingum hefur á þessar kröfur litizt og viljað við þeim taka, en það bera að muna, að innan eins stjórnmálaflokks á Islandi hefur þessum kröfum og hávaðasömu boðendum þeirra verið einstak- lega vel tekið, og er það vel i flokki, sem alla tið hefur kennt sig við framfarir og frjálslynda um- bótastefnu, en mér sýnist aö á stundum sé um að ræða meiri há- vaða og bægslagang en raunveru- legan áhuga á að vinna að fram- gangi hugsjónanna háleitu, hjá þeim, sem talið hafa sig sérstaka boðbera hinnar „nýju" stefnu. Núverandi frammámenn i S.U.F. hafa flestir hverjir verið fremstir i flokki þeirra, sem kröf- ur hafa gert um aö flokkar, og þá sérstaklega Framsóknarflokkur- inn, starfi eins og þeir hafa kallaö þaö „fyrir opnum tjöldum” og sérstaka áherzlu hafa þeir lagt á nauðsyn hreinskilinnar umræðu um hin ýmsu vandamál, og enda talið að einmitt þessi atriði stuðl- uðu hvaö bezt aö lýðræði innan flokksins og „eölilegri endurnýj- un” hugmyndafræöinnar, en eitt er að boða kenningarnar, annað að lifa eftir þeim. Unghrefingar allra flokka hafa oft notið sérstaks umburðarlyndis stuðningsmanna flokkanna á þeirri forsendu að „unglingun- um” finnist þeir hafa svo mikiö aö segja, að ekki væri um að sak- ast þótt á stundum skorti nokkuð á um hversu vel þeir vönduðu málflutning sinn, og þessa hafa núverandi frammámenn i S.U.F. notiö og reyndar langt um efni fram, þvi i einn staö er næsta vafasamt að kalla alla þá ung- linga og i annan stað ber þeim að muna, aö seta i stjórn S.U.F. er trúnaöarstarf á vegum Fram- sóknarflokksins, auk þess sem sumir þeirra hafa á hendi fleiri trúnaðarstörf á flokksins vegum og i beinu framhaldi af þvi gera flokksmenn þær kröfur til þess- ara manna, að málflutningur þeirra sé samboðin þeim hug- sjónum frelsis og lýðræöis, sem flokkurinn kennir sig við. Lesendum blaðsins til glöggvunar, minni ég á, að þessir sitja i stjórn S.U.F. núna (sam- kvæmt upplýsingum flokksskrif- stofunnar): Már Pétursson lögfræðingur, Gunnlaugur Sigmundsson nemi, Þorsteinn Ólafsson viðskiftafræð- ingur, Friðgeir Björnsson lögfræöingur, Sverrir Herjólfsson kennari, Elias Jónsson blaöamaður, Guöbjartur Einarsson vélsmiða- meistari, Ólafur R. Grimsson lektor, Friörik Georgsson rafvélavirki, Hilmar Thorarensen bankafull- trúi, og Atli Freyr Guðmundsson nemi. En 1. varamaður er Jónatan Þórmundsson prófessor. Eitt þeirra mála, sem margir ofantalinna hafa mjög haft á oddi, er hin svokallaða sameining vinstri manna á islandi og sýnist nú mörgum, að þar sé farið af meira kappi en forsjá og að litiö fari fyrir skynsamlegri ihugun á pólitiskri þróun, og hafa „piltarn- ir” notið einstakrar þolinmæði stuðningsmanna Framsóknar- flokksins, þótt mörgum hafi oft blöskraö hávaöinn, en i Timanum 15. júni tekur steininn alveg úr um óhæfan málflutning. Hannes Jónsson, félagsfræð- ingur og blaöafulltrúi rikis- stjórnarinnar er einn þeirra manna, sem tekiö hafa þátt i um- ræðum um vinstra samstarfið og eins og þeir gátu við búizt sem Hannes þekktu, flutti hann mál sitt af festu og krafti og ég hygg að ekki sé ofsagt, að skoðanir Hannesar falli i sama farveg og skoðanir mikils þorra stuðnings- manna Framsóknarflokksins. Vist er og aö skoöanir sinar studdi Hannes glöggum rökum og skyn- samlegum, sem fengur var aö i þessa umræöu, sérstaklega þeim sem i raun vilja efla hreinskilnar og opinberar rökræður. Þar er auöséð á siöu S.U.F. i Timanum 15. júni, að stjórn S.U.F. (sem ber fulla ábyrgð á þeirri siðu) hefur talið aö á sig hafi hallað i umræðunum, en i stað þess að færa fram ný rök, eða reyna á annan hátt að sýna fram á að röksemdarfærsla Hannesar stæðist ekki, i anda hinnar frjálslyndu umræðu, er gripið til gamals alþekkts ráðs, sem ekkert á skylt við hreinskilni, nýjungar eða lýðræðisást. 1 fyrsta lagi er reynt að rang- túlka störf blaðafulltrúans og um leiö að læöa þvi að lesendum, að þegar Hannes Jónsson skrifar sem einstaklingur, og lýsir sinum skoðunum, sé hann aö misnota stöðu sina sem opinber embættis- maður og eyðileggja árangur starfs sins hjá rikisstjórninni. Þetta er siðleysi auk rökþrotsins. í öðru lagi er reynt á ósvifinn hátt að gera Hannes Jónsson tor- tryggilegan i augum starfsmanna Framsóknarflokksins, i augum ráðherra flokksins og ráðherra samstarfsflokkanna i rikisstjórn- inni. betta er atvinnurógur auk vesalmennskunnar. í þriöja lagi heimta „verðir” mannréttinda og lýðræðis, að þvi, sem þeir kalla „húsbóndavald” verði beitt við opinberan embætt- ismann til að kúga niður skoðanir hans sem einstaklings. Þetta er ómengaður fasismi. Prestastefna tslands verður haldin i Norræna húsinu dagana 20. — 22. b.m. Kl. 14. sama dag hef jast fundir i Norræna húsinu meö setningar- ræðu biskups. Þvi næst verða flutt framsöguerindi um aöalmál prestastefnunnar að þessu sinni, en það er Kirkjan og heimilið. Framsögumenn eru 3. Dr. Björn Björnsson prófessor, frú Geirþrúður Bernhöft og sr. Lárus Halldórsson. Samtimis prestastefnunni verður i Reykjavik stjórnar- fundur Norrænu Samkirkju- stofnunarinnar (Nordisk Ekumenisk Institut), sem hefur aðsetur i Sigtúnum en allar kirkjur Norðurlanda eiga aðild að. Biskup islands er I stjórninni og sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup/varamaður hans. _ Hingaö koma til þessa stjórnarfundar m.a. grisk- kaþólskur biskup frá Finnlandi (Jóhannes metrópóliti af Helsing- fors), lútherskur biskup frá Noregi (Per Lönning i Borg- stifti), 2 fulltrúar rómversk- Forráðamenn S.U.F. verða ekki beðnir um að vera skoðana- lausir eða láta af skoðunum sin- um, en þess er krafizt af þeim, að þeir standi við yfirlýsingarnar um frjálslyndið, hreinskilnina og lýðræðisástina, og siðast en ekki sizt að þeir sýni þann manndóm, að viðurkenna þegar þeim verða á jafn stórfelld mistök og S.U.F.- siðan i Timanum 15. júni var,en það gera þeir bezt með þvi ein- faldlega að biðjast afsökunar á sama vettvangi. Reykjavik 16. júni 1972 Einar Birnir. kaþólsku kirkjunnar á Norður- löndum, fulltrúar norrænna meþódista, baptista o.fl. Dagskrá Prestastefnu i dag verður sem hér segir: Kl. 10.30. Messa i Dómkirkjunni. Dr. Lars Thunberg docent prédikar. Sr. Þórir Stephensen og sr. Björn Jónsson þjóna fyrir altari. Kl. 14. Prestastefnan sett i Norræna húsinu. Biskup flytur ávarp og yfirlitsræöu. Kl. 15. Kaffihlé. Kl. 16. Kirkjan og heimilið Framsöguerindi. 1. Dr. Björn Björnsson prófessor: Fjölskyldan og þjóð- félagið. 2. Frú Geirþrúöur Hildur Bernhöft: Kirkjan og velferöar- mál aldraðra. 3. Sr. Lárus Halldórsson: Heimilismótun og kristin trú. Skipað I umræðuhópa. Kl. 18. Per Lönning biskup flytur erindi. Kl. 20.30. Prestskonur boönar i biskupsgarð. Á sama tima: Fundur með próföstum. Prestastefnan

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.