Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. júli 1972 TÍMINN 3 Bændaför til vinalanda EB-Reykjavik. 109 manns tóku þátt i bændaför Búnaðarfélags tslands, sem farin var I5r29. júni til Noregs og Dan- merkur. Mun ferðin hafa tekizt með ágætum, á marga staði farið ilöndunum ogmargtskoðað. M.a. buðu islenzku sendiherrahjónin i Kaupmannahöfn, öilum hópnum til sin á mánudaginn. Agnar Guðnason stýrði förinni ásamt Jóhanni Jónassyni. Danska landsliðið kemur í dag Danska landsliðið i knattspyrnu er væntanlegt til landsins i dag, en á morgun fer fram á Laugar- dalsvellinum landsleikur milli ts- lands og Danmerkur. Piltarnir, sem skipa islenzka landsliðið, voru i æfingabúðum um helgina og ættu þvi að koma friskir og endurnærðir til leiksins. nn Röddin, sem sagði morgunhönunum fréttirnar. 1 þúsund morgna, mörg þúsund morgna liklega eitthvað I kring- um þrjátiu ár hafa árrisulir menn , sem opna viðtækin sin i rauða- býtið á morgnana heyrt notalega rödd hægláts og æðrulauss manns flytja fréttir, ljúfar eða leiðar eftir atvikum, með þægi- legum hætti: Oft frekar segja þær heldur en lesa þær. Nú fyrir fáum vikum hætti þessi rödd að heyrast i útvarpinu á morgnana, og það eru margir, sem sakna hennar. Þeim, sem lengi hafa vanizt henni, finnst sem þeir hafi misst eitthvað, sem var hluti af lifi þeirra. Það er rödd Axels Thorsteins- sonar, sem morgunhanarnir heyra ekki lengur, h'vorki hús- móðirin, sem fer snemma til verka, né aðrir, sem árla eru á ferli. En hjá svona breytingum verður vist ekki komizt. Axel á orðið langan feril við blöð og út- varp, þvi að ég ætla, að þar hafi hann starfað samfleytt i nálega hálfa öld. Enginn islenzkur mað- ur, sem nú er uppi, mun lengur hafa þraukað á þeim vettvangi óslitið. En þegar hahn hóf þvilik störf, átti hann að baki litrika sögu, sem ekki verður vikið að hér, frekar öðru þvi, sem hann hefur verið við riðinn um dagana — aðeins drepið á, svo að eitthvað sé nefnt, að hann hefur lika sinnt rithöfundarstörfum og gefið út timarit. Afi hans var fæddur i móðuharðindunum. En þegar vakið hefur verið ■ máls á þvi, að ýmsum þykir skarð fyrir skildi, er morgunverkum Axels hjá. rikisútvarp-. inu er lokið, og sakna par góös vinar, hvort sem þeir þekktu hann i sjón eða ekki, sakar ekki að nefna annað, sem vissulega er sérkennilegt og fágætt. Það bregður ljósi á það, hversu skammt getur i rauninni verið aftur i fortið, sem okkur finnst sigld i órafjarlægð. Afi þessa manns, sem verið hefur fullgildur starfsmaður i samfélagi okkar fram á þessa vordaga, og kveður okkur vonandi ekki fyrir fullt og allt fyrst um sinn, var farinn að vappa, á stuttum fótum að visu, hlöð, og varpa i Móðuharð- indunum, einmitt i sveit i grennd við sjálfa Siðuelda. Það liðu sem sé liðugt 191 ár frá þvi, að Bjarni Þorsteinsson, siðar amtmaður á Arnarstapa, fæddist austur i Skaftafellssýslu, þar til Axel, son- arsonur hans hætti að fara flest- um landsmönnum fyrr á fætur til þess að safna handa okkur morg- AXEL THORSTEINSSON — afi hans var barn i móðuharöindunum. un fréttum. Þó var Bjarni amtmaður ekki nema fertugur maður, er brúð- kaupsveizla þeirra Sigriðar Hannesdóttur biskups stóð með veg og prýði austur i Odda og fimmtugur, er þjóðskáldið Stein- grimur Thorsteinsson, faðir Axels, fæddist vestur á Stapa. Steingrimur var aftur á móti tæp- lega háifsjötugur, er Axel fæddist 5. marz 1895. Ég er ekki að segja að þetta sé einsdæmi. Fáir ættliðir hafa oft teygt sig yfir undralangt timabil i sögu þjóðarinnar. Þannig voru 157 ár liðin frá fæðingu Arngrims lærða, er Hildur, dóttir hans, dó i Viðidalstungu árið 1725. Fágætt er betta þóað minnsta kosti. J.H. UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI frá kr. 14.102,- Beint (jotuflug báðar leiðir, brottför vikulega. Innifalið: gisting og morg- unverður á fyrsta flokks hóteli. 011 herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fleira. Þetta verða vinsælar ferðir til milljónaborgarinnar. Leikhús og skemmtanalif það víðfrægasta í ver- öldinni, en vöruhúsin hættulega L freistandi. Á LONDON Brottför i hverri viku. Innifalið: beint þotuflug báðar leiðir, gisting og tvær máltiðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu í Kaupmannahöfn með íslenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöi á mörgum hótelum og fá ódýrar fram- haldsferðir til flestra Evrópulanda með Tjæreborg og Sterling Airways. Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup- mannahafnar. Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið. KAUPMANNA HÖFN frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu i London. Brottför hálfs- mánaðarlega til 15. júní og I hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl i íbúðum i Palma og I baðstrandabæj- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba- dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu I Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskinsparadis Evrópu. Fjölskylduafsláttur. j MALLORCA YMSAR FERÐIR COSTADELSOL frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega, og i hverri viku eftir 27. júlí. Beint þotu-l flug báðar leiðir, eða með viðdvöl i| London. Sunna hefir samning um| gistirými á aftirsóttúm hótelum Torremolinos (Alay og Las Palomas) I og íbúðum, luxusibúðunum Playa-[ mar í Torremolinos og Soficobygg-j ingunum Perlas og fl. i Fuengirola ogl I Torremolinos. Islenzkir fararstjórar I Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu-1 aðstöðu i Torremolinos, þar sem [ alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- [ paradis Evrópu og Sunna getur boðið [upp á beztu hótel og ibúðir á hag- kvæmum kjörum. J Norðurlandaferð 15 dagar, brottför 29. júni. Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og | Sviþjóð. I Kaupmannahöfn - Rinarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rínarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júli. Vika i Kaupmannahðfn vika i I Sorrentoiog viku í Rómarborg. París - Rínarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon | J 20 dagar, brottför 7. október. I Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- [ I ferðanna með áætlunarflugi eða hinu | ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA | | gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa RRflftSKRIFSTDFflH SUHHft MHMSTBHI7 ^‘1640012070 Fylgizt með ferðaauglýsingum Sunnu í Tímanum á sunnudögunu Vísi á mánudögum og Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum á þriðjudögum og takið þátt í lesendagetraun í lok mánaðarins, þar sem vinningar eru ókeypis utanlandsferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.