Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. júli 1972 TÍMINN 19 „REGLUR” — Nei, þessi fer ekki inn! Ábyrgðarfullt andlit dyra- varðarins horfði meö mikilli vanþóknun á hinn væntanlega viðskiptavin, sem var svo djarfur að koma til dyranna eins og hann var klæddur — þ.e.a.s. i jakka og buxum og skyrtu — en án hálsbindis — i stað þess hafði manngarmur- inn silkiklút um hálsinn. — Af hverju ekki? — — Af hverju ekki, endurtók dyravörðurinn, sjáanlega óvanur þvi að vera krafinn skýringa á jafn augljósu atriði. — Nú þetta er ekki bindi — En þetta er i stil hvað við annað — — Það kemur mér ekkert við — svona eru reglurnar —- og þar með skall hurðin i lás og allir vita, að hér opna dyra- verðir ekki aftur hurðir til þess að hleypa þeim inn, sem einu sinni hafa gert sig seka um að koma til dyranna i ósamræmi við reglurnar. Þessi orðaskipti heyrði ég um daginn og þótt mikið hafi verið ritað um bindisregluna svonefndu, þá má ég lika til aö leggja þar orð i belg. 1 fyrsta lagi eru það þessar blessaðar „reglur”. Ekki veit ég til þess, aö nokkur gestur, sem orðið hefur fyrir þvi að vera neitað um inngöngu, hafi fengið að sjá þær. Sennilegast er það þannig með þær og iögin okkar i gamla daga, að dyraveröirnir læra þær utan- bókar — væntanlega eftir eigendum eöa framkvæmda- stjórum viökomandi veitinga- staða — og þylja þær svo upp. þegar þess gerist þörf, likt og lögsögumaðurinn forðum. Sá er hinsvegar munurinn á lög- sögumanninum á söguöld og dyraverðinum á atómöld, að sá siðarnefndi segir ekki einungis upp „lögin” heldur fellir einnig dóm sinn, kveður hann upp i heyranda hljóði og þeim úrskurði verður ekki áfrýjað. Ég veit ekki með vissu, hve langt er siðan bindin komust i tizku, en hálsskraut karl- manna hefur verið mjög breytilegt á undanförnum áratugum og öldum, eins og allir vita. Upp á siðkastið hefur karlmannatizkan þróazt þannig, að bindin eru á hröðum, skipulagslausum flótta, likt og hersveitir Adolfs Hitlers i Hússlandi forðurh — og i stað þess komnar t.d. pólóskyrtur, svo eitthvað sé nefnt. Og þá dettur mér i hug sagan af Snowdon lávarði og kvenmanninum. Lávarðurinn kom inn á Claridges hótelið i London, (sem Hótel Saga.svo tekið sé dæmi, reynir að likja eftir, og var þá meðai hinna fyrstu i þeirri borg, sem klæddist pólóslqrrtu. Eftir mjkið hvisl og ráöstefnur yfirþjóna og eftirlitsmanna þótti eftir atvikum rétt að leyfa lá- varöinum að koma inn. (Þar hafði dyravörðurinn ekki seinasta orðið). Þetta afrek lávarðarins er vert aö hafa i huga, þegar að honum er veitzt — hann ruddi póló- skyrtumönnunum braut inn á Claridges. Skömmu siðar kom í á sama hótel ein dáindisfin dama — sem ekki var á vegum lávarðarins — klædd eftir nýjustu tizku — i siðum buxum. Eftir ráðstefnu Senmh Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerCir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæðL Fljót og örugg þjónusta. ,SÖNNAK RÆStR BlLINN" Tækniver, afgreiðsla Laugavegi 168. - Sfmi 33 1 55. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar nú þegar aðVifilsstaða- liæli. Upplýsingar hjá forstöðukonunni á staðnum og i sima 42800. Reykjavik, 21. júni 1972. Skrifstofa rikisspitalanna Námskeið fyrir kennara í samfélagsfræðum Fáeinir kennarar geta komist að á námskeiði um sam- félagsfræðakennslu, sem Nordens Folkliga Akademi held- ur fyrir islenzka samfélagsfræðakennara i Kungálv, Svl- þjóö, dagana 6.—23. ágúst n.k. Hver þátttakandi i nám- skciðinu greiðir kr. 5.000,— I þátttökugjald, en að ööru leyti veröur námskeiðið (ferðir, dvalarkosnaður, kennsla) þálttakendum að kostnaðarlausu. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa á þátttöku, eru beðnir aö senda umsókn þess efnis til Menntamálaráöuneytisins, Skólarannsóknadeildar, Hverfisgptu 4—6, Reykjavik, fyr- ir hinn 30. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 10. júni 1972. svipaða þeirri sem þegar hefur verið lýst var henni synjað um inngöngu á þeim forsendum að hún væri ókven- lega til fara. (Þar hafði dyravörðurinn heldur ekki siðasta orðið). Eftir þvi sem næst verður komizt gilda hér gagnstæðar reglur. Kvenfólki er hleypt inn alls staðar, hvort heldur það er i buxum eða pilsum, stuttum buxum eða stuttum pilsum og kannski buxnalausu —. Hér gildir sú ,,regla” að kvenfólk sé kven- legt hvort heldur það iklæöist buxum eða pilsi. Um karlmennina gegnir lika öðru máli. Það þykir senni- lega „ókarlmannlegt” að vera bindislaus, en hinsvegar veit ég ekki til.að reynt hafi á inngönguleyfi manna, ef þeir presentera sig með bindi en i pilsi eða með bindi i stutt- buxum! Mér finnst, að veitinga- mennirnir ættu að reyna að samræma þessar „reglur” sinar innbyrðis hér á landi til að byrja með og siðan „reglum” erlendra kollega. Auk þess má benda á nauðsyn þess að leyfa erlendum feröa- mönnum að eyða aurunum sinum hér — úr þvi aö við eigum m.a. að vera ferða- mannaland — hvort heldur þeireru meðbindi eða ekki. Sé þeim leyft þaö — bindis- lausum — hvers eigum við heimamenn þá að gjalda? Páll Heiðar Jónsson. íiimm imwmirir Er STERKUR, framleiddur úr V-þýzkum og belgiskum vir. Er MJÚKUR þjáll og lipur að giröa með. Er MEÐ RÉTT GADDABIL handarbreidd Er Á STERKUM SPÓLUM spólast létt út. Er GÆÐAVARA löngu viöurkennd. Er ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA á hagkvæmu verði FRAMLEIÐANDI: VÍRIÐJAN H.F. Fossvogsbletti 3 — simi 20408. Timbur er líka eitt af því sem þér fáid hjá Byko Móta- og sperruviður i hentugustu þykktum, breiddum og lengdum. Einnig smíðaviður. Þilplötur hvers konar úr upphituðu geymsluhúsi. Góð aðstaða til skjótrar og öruggrar afgreiðslu. BYGGINGAVÖRUVERZLUN K0PAV0GS SÍMI 410 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.