Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 24
Og þeir eru vissir «m að fenjaguðinn eigi það! JU/A Við þurfum 1 leyfi þeirra tilaðfara þangað, Zakarias. Við látum Hvell lita á svæðið! Jk Ég ætla að >1 finna fenjaguðinnj í flugvél! Siðar. Hvað var þetta? ^ Liktist ljósglampa! Þögull skógur! Engin merki umferðar. J 'ndicata, Inc.. >972. Wotld righu nwvcd. P' Beinir hitaskotum að . mér! / Þarna er fenjaguðinn! Það er kviknað i vélinni! Hún ^ hrapar! framhald „Þetta hefur verið ánægju- legt starf” - sagði Guðlaugur Rósinkranz eftir kveðjuhóf í Þjóðleikhúsinu OV-Reykjavik. Tuttugasta og þriðja leikári Þjóðleikhússins lauk á föstu- dagskvöldið og héldu leikarar og annað starfsfólk hússins Guðlaugi Rósinkranz og frú kveðjuhóf i tilefni þess, en Guð- laugur lætur af störfum 1. sept- ember i haust. — Þeir vildu nota tækifærið og kveðja mig nú, sagði Guðlaugur Rósinkranz i viðtali við frétta- mann Timans i gær, —* þar sem leiðir okkar skiljast að þessu starfsári loknu. Ég er aðeins ráðinn til 1. september i haust en nýtt starfsár hefst ekki fyrr en þá. t hófinu i fyrrakvöld voru fluttar margar ræður. Valur Gislason talaði, Klemens Jóns- son, Halldór Laxness, Benedikt Arnason, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir — sem jafnframt er for- maður Leikarafélags Þjóðleik- hússins — Ævar R. Kvaran og Þorsteinn Sveinsson, form. Þjóðleikhússkórsins, sem siðan söng. Meðal viðstaddra var Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ölafsson og frú. Guðlaugur Rósinkranz lætur nú af störfum eftir 23ja ára starf við Þjóðleikhúsið. Hefur hann i blaðaviðtölum að undanförnu marglýst þvi yfir, að þrátt fyrir allt það, sem á honum hefur dunið, sjái hann ekki á nokkurn hátt eftir þeim 23 árum, sem hann hefur varið við Þjóðleik- húsið, dag og nótt eða þvi sem næst. Er ekki fjarri lagi að ætla, að fáir hefðu komizt jafnvel frá þessu erilsama og ábyrgðar- mikla starfi og einmitt Guð- laugur Rósinkranz. — Þetta hefur verið ákaflega ánægjulegt starf, sagði Guð- laugur, — og ekki spillti fyrir þvi þetta samkvæmi, sem var einstaklega ánægjulegt. Inni- legt og skemmtilegt. Og varla hefur spillt fyrir ánægjunni, að Þjóðleikhúsinu var færð að gjöf brjóstmynd af Guðlaugi Rósinkranz og fylgdi henni bréf, þar sem sagði, að styttunni skyldi komið fyrir ,,á góöum stað” i Þjóðleikhúsinu. Brjóstmyndina gerði Ragnar Kjartansson. Timinn sendir Guðlaugi Rósinkranz og konu hans beztu árnaðaróskir um ókomna tima. Aðstoðarskip Chichesters sökk eftir árekstur NTB-Reuter-Haag. Franskt veðurathugunarskip sem sent var til aöstoðar brezka sægarpinum Sir Francis Chichester, lenti i árekstri við togara fyrir utan vesturströnd Frakklands i gærmorgun. Sex manna af togaranum er saknað en þrir menn aðrir voru á togaranum.og var þeim bjargað um borð i veðurathugunarskipið. Togarinn sökk fljótlega eftir áreksturinn. sem átti sér stað fyrir vestan BoTdeaux. Sir Francis Chichester er á leið vestur yfir Atlantshaf á skútu sinni „Gipsy Mouth V”. Ferðin hjá honum hefur verið erfið, þar sem hinn sjötugi sæfari hefur átt við vanheilsu að striða i ferðinni. Heimildarmaður frönsku veðurathugunarstofunnar i Paris sagði i gær( að Sir Francis hafi verið búin-að afþakka alla aðstoð Frakka, er veðurathugunarskipið var sent til móts við hann. Brezka freigátan „Salisbury” er nú á leið til móts við Chichester og er reiknað með, að freigátan finni skútu Chichester fyrri hluta dags i dag. Mun freigátan fylgjast með för gamla mannsins það sem eftir er af leiö hans. Við háborðið i kveðjuhófinu á föstudagskvöldið. Frá vinstri eru Magnús Torfi menntamálaráðherra, Guðlaugur Rósinkranz, Hinrika Kristjánsdóttir, kona menntamálaráðherra, Valur Gislason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Halldór Laxness.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.