Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 2. júli 1972 Menn oq málefni Efnahagsmdlin og stjórnarandstaðan i • rjfs *<s„ ■ 18,6% árieg hækkun Þótt nokkrar verðhækkanir hafi orðiö hér siöustu mánuði, eru þær miklum mun minni en þær verð- hækkanir, sem hafa orðið hér á undanförnum árum. Þær hafa hins vegar vakið meiri athygli en ella sökum þess, að þær verða nær allar á tiltölulega stuttum tima eftir alllangt verðstöðvunar- timabil. Þrjú siðustu valdaár fyrrver- andi rikisstjórnar hækkaði fram- leiðslukostnaðurinn samkvæmt framfærsluvisitölunni um 18,6% til jafnaðar á ári. Hinn 1. janúar 1968, kom til framkvæmda nýr visitölugrundvöllur, og sam- kvæmt honum var framfærslu- visitalan þá merkt með tölunni 100. Hinn 1. nóv. 1970 var visitalan komin upp i 155 stig. Framfærslu-' kostnaður haföi m.ö.o. aukizt um 55% á þessum 34 mánuöum, en þaö svarar til 18,6% aukningar á ári. 1 nóvember 1970 kom verö- stöðvunin til sögunnar. Þá var öllum verðstöövunum frestað, og er þvi ekki hægt aö taka þaö tima- bil inn i samanburöinn. 9,7% hækkun Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda á siðastiiðnu sumri, var framfærsluvisitalan 155 stig, en er nú 170 stig. Hún hefur m.ö.o. hækkað um 15 stig, en það svarar til þess, að framfærslu- kostnaðurinn hefur hækkað um 9,7%. Á fyrsta valdaári vinstri stjórnarinnar hefur hækkun framfærslukostnaðarins þvi oröið nær helmingi minni en hún varð til jafnaðar á ári siöustu þrjú valdaár fyrrverandi rikis- stjórnar. Þess ber svo að gæta, að mikiö af þessum hækkunum rekur rætur sinar til rekstrarhækkana, sem voru orönar hjá fyrir- tækjunum áður en veröstöövunin tók gildi haustið 1970. T.d. rekur sú hækkun, sem dagblöðin hafa þegar fengið, öll rætur til rekstrarhækkana, sem voru orðnar fyrir verðstöövunina. A fyrrihluta verðstöðvunartima- bilsins, eða meöan fyrrverandi rikisstjórn sat aö völdum, áttu sér svo stað ýmsar rekstrarhækkanir hjá fyrirtækjum, sem ekki hefur verið tekið tillit til i verðlaginu fyrr en nú. Þá hefur bætzt við þetta veruleg hækkun á erlendum vörum, sökum óhagstæðra gengisbreytinga. Þegar þetta allt er tekiö meö i reikninginn, verður ekki annað sagt, en að núverandi rikisstjórn hafi tekizt furðuvel að sporna gegn veröhækkunum, enda hefur hún beitt miklu strangari verö- lagshömlum en fyrrverandi rikis- stjórn gerði. Eigi að siöur verður að stefna aö þvi að draga enn meira úr veröbólguhraöanum. Aukning kaupmáttar Það er eitt af loforöum rikis- stjórnarinnar i stjórnarsátt- málanum að stefna aö þvi að kaupmáttur láglaunafólks aukist um 20% á tveimur fyrstu stjórnarárunum. t sjónvarpsþætti siðastliðiö þriöjudagskvöld gerði Bjön Jónsson, forseti Alþýðusam- bands tslands, nokkra grein fyrir þvi, hvernig útlit væri meö full- næginguþessaloforös. Hann gerði samanburð á hækkun fram- íærslukostnaðar annars vegar og hækkun timakaups og vikukaups verkafólks hins vegar. Niður- staða hans varð þessi: Frá ársbyrjun 1970 til fyrsta ársfjórðungs 1971 nam kaup- máttaraukning timakaupsins 12,7% en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hefur hún numið 43%. Kaupmáttaraukning viku- kaupsins nam 12,7% frá árs- byrjun 1970 til fyrsta ársfjóröungs 1971, en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hefur hún numið 30,6%. Samkvæmt þessu hefur kaupmáttur timakaups verka- fólks aukizt um meira en 20% i valdatið núverandi rikisstjórnar, en kaupmáttaraukning viku- kaupsins hefur orðiö nokkru minni. Þaö veröur ekki sagt annað en að þessar tölur sýni, aö vel hafi miðað i þá átt að fullnægja áöur- nefndu loforði stjórnarsáttmál- ans. Blikur á lofti Þaö, sem nú skiptir launa- stéttirnar mestu máli, er aö reyna aö tryggja þá kaupmáttar- aukningu, sem náðst hefur, og að njóta svo til fulls þeirrar kaup- hækkunar sem koma á til fram kvæmda á næsta ári. Slíkur árangur, er sá mesti, sem raun- hæft er aö gera sér vonir um. Þessum árangri er vafalitiö hægt að ná, en hann næst þó ekki nema hægt verði að koma i veg fyrir nýtt kapphlaup milii kaupgjalds og verðlags næstu mánuðina. Ljóst er, að út- flutningsatvinnuvegirnir geta ekki tekið á sig meiri byrðar að sinni en þegar eru orðnar. Hins vegar eru fyrirsjáanlegar ýmsar verðhækkanir framundan, ef ekkert veröur að gert, og i kjölfar þeirra fara kauphækkanir og siöan nýjar vixlhækkanir. Slikt áframhald myndi stefna þeirri kaupmáttaraukningu, sem lág- launastéttirnar hafa fengiö, i fyllstu hættu. Rikisstjórnin og flokkar hennar gera sér þetta ljóst. Þvi eru nú hafnar viðræður við stéttasam- tökin um bráðabirgðaráðstafanir, sem gefi ráðrúm til að ihuga þessi mál betur. Það er sameiginlegur hagur allra, að samkomulag náist nú um slikar bráðabirgðaaö- gerðir. Það verður svo verkefni Alþingis i haust að ihuga þessi málnánarog fjalla um varanlegri ráðstafanir. Aróðurinn gegn krónunni Það vekur vaxandi undrun manna, hve stjórnarandstaðan er frámunalega le'leg. Málflutningur hennar er allur i molum og eins neikvæður og verða má. Að undanförnu hefur hann einkum beinzt að þvi aö ýta undir vantrú á krónuna. Óspart hefur verið gefið i skyn, aö gengifelling sé á næsta leiti.Ekki sizt hafa Mbl. og Visir verið iðin viö slikan áróður en Alþýðublaöið hefur tekiö undir, enda virðist það nú mark- mið þeirra, sem ráða Alþýðu- flokknum, að gera hann að litla bróður Sjálfstæðisflokksins i einu og öllu. Gengislækkunaráróður stjórnar- andstöðublaðanna er vafalitið fluttur i þvi skyni að gera rikis- stjórninni erfiöara fyrir. Sést vel á þvi, eins og ööru, hve ábyrgöar- laus stjórnarandstaöan er. En þótt þessi ‘áróöur verði að ein- hverju leyti til að gera róðurinn þyngri, mun hann eigi hafa áhrif á þá stefnu rikisstjórnarinnar að forðast gengisfellingu. Reynslan frá valdaferli fyrrverandi rikis- stjórnar sýnir bezt, að gengis- felling leysir ekki vandann heldur eykur hann. Rétta ráðið er þvert á móti að vekja aukna trú á krónuna og að þvi mun lika mark- visst stefnt. Stétt gegn stétt Aróður stjórnarandstööu- blaöanna um gengislækkun gæti á vissan hátt verið afsakanleeur, ef honum fylgdu ábend. um, hvað stjórnarandstaðan áliti nauðsyn- legt að gera til að tryggja kr. Þessu er hins vegar siður en svo að heilsa. Stjórnarandstöðublöðin varast að bendaánokkur úrræði, heldur ýta þvert á móti undir kröfur og stéttastrið, sem er vis- asti vegur til að stuöla að gengis- fellingu. Þannig var það aðalefni i viðtali.sem Mbl. birti við formann Sjálfstæðisflokksins fyrra laugar- dag, að bændur hefðu boriö meira úr býtum en verkamenn, og þyrftu þeir siöarnefndu nú að vinna fleiri minútur en áöur fyrir mjólkurlitra eöa kjötkg. Til- gangurinn var bersýnilega að ýta undir kröfur af hálfu verka- manna. En Mbl. fannst hér ekki nógaögert. Það birti forustugrein nokkrum dögum siðar, eða á mið- vikudaginn var, þar sem þvi var haldiö fram, aö rikisstjornin hefði alveg gleymt bændum og yröu þeir nú heldur betur að rétta hlut sinn og fá ekki minni skerf en verkamenn. Þannig reynir forusta Sjálfstæöisflokksins nú eftir megni aö ýta undir stétta- kröfur og stéttastfíö i landinu. Eðlileg krafa Við þetta er þó ekki látiö sitja. Stjórnarandstöðublööin taka kröftuglega undir allar kröfur um auknar opinberar framkvæmdir, enda þótt þau prediki jafnhliða að nauðsynlegt sé að draga úr fram- kvæmdum hins opinbera, sökum ofþenslu á vinnumarkaönum. Geir Hallgrimsson famfylgir þessari siöarnefndu kenningu þannig i verki.að hann hefur nær tvö faldaö framkvæmdafé Reykjavikurborgar á þessu ári og hækkað skattaálögur i samræmi við það. Þetta er framlaghans til að draga úr spennunni á vinnu- markaðnum. Ólafur Björnsson vakti athygli á þvi á fundi i Hagfræðinga- félaginu i vetur, að vinnubrögö stjórnarandstöðunnar hér væru allt önnur en vinnubrögð stjórnarandstöðuflokka i ná- grannalöndum okkar, t.d. Bret- landi og Danmörku. Þar teldi stjórnarandstaðan sér ekki sæmandi að leggja eingöngu stund á neikvæðan áróður, heldur legði fram tillögur, um, hvernig hún vildi leysa vandann. Ólafur Björnsson gerði kröfu til þess, að stjórnarandstaðan hér tæki upp hliðstæð vinnubrögð. Þessi áminnig Ólafs Björnssonar, hefur bersýnilega fallið i grýttan jarð- .veg, eins og oftast gerist meðal flokksbræðra hans, þegar hann mælir skynsamlegast. Stjórnlaust rekald Rétt er að taka það fram, aö það er ekki eingöngu sprottið af viljaleysi, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki fariö að ráði Ólafs Björnssonar og myndað sér ákveðna og ábyrga stefnu sem stjórnarandstöðuflokkur. Hér er ekki siður :um að kenna getuleysi foringjanna og valda- baráttu þeirra innbyrðis. Morgunblaðið sýndi greinilega vilja i þessa átt, þegar þaö birti forustugrein 5. febr. siðastliði nn um stöðu Sjálfstæðisflokksins i stjórnarandstöðu. Þar var greini- lega sýnt fram á, að Sjálfstæöis- flokkurinn hafi ekki verið búinn undir stjórnarandstöðu. Sökum samstarfsins viö Alþýðuflokkinn i „viðreisnarstjórninni” hafi hann ekki sinnt neitt menntamálum, heilbrlgðismálum og félags- málum um.margra ára skeiö. A þeim sviðum, sem hafi heyrt undir ráðuneyti hans, hafi em- bættismönnum hins vegar verið látið það eftir að marka stefnuna. Af framangreindum ástæðum hafi „stefnumótandi starf innan flokksins sjálfs fariö úr skorðum, og verið rýrar-en efni stóðu til.” 1 framhaldi af þessu krafðist Mbi. „endurnýjunar á afstöðu flokksins og viðhorfum til þessara málefna, sem mestu munu skipta á næstu árum.” Þetta var eðlileg krafa ritstjóra Mbl., sem eiga að annast málflutning fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Við þessari kröfu hefur þó alveg verið dauf- heyrzt. Þvert á móti hefur hringlið og stefnuleysið orðiö meira en nokkru sinni fyrr. Sjálf- stæöisflokkurinn minnir nú á ekkert fremur en stjórnlaust rek- ald, sem berst fyrir sjó og vindi. Foringjadeila í Sjálfstæðisflokknum Að sjálfsögðu eru það ýmsar ástæður,sem valda þvi, að Sjálf- stæðisflokkurinn minnir nú einna helzt á stjórnlaust rekald. Þar er formanni flokksins vissu- lega ekki einum um að kenna heldur hefur hann áreiö- anlega vilja til að gera sitt bezta, og sumt hefur honum tekizt vel. Skal þar einkum minnt á af- stöðu hans landhelgismálinu. En Jóhann Hafstein fær ekki nema litlu ra'ðið vegna samkeppni undirforinganna, sem vilja komast i sæti hans..Þeir sitja fleiri en tveir á svikráðum hver við annan, og vilji einn þetta, þá vill annar hitt, og útkoman verður hringl og stefnuleysi. Fyrir þjóðina er það mikið alvörumál, að þannig skuli vera ástatt i stærsta flokknum, þvi að þetta gerir hann miklu neikvæðari og ó- ábyrgari en ella. Það er lika siður en svo nokkur greiöi viö rikis- stjórnina að stjórnarandstaðan sé þannig i hálfgerðri upplausn,nei- kvæð og litils metin, þvi að hún veitir þá miklu minna og ófull- komnara aðhald en ella. Og ekki bætir stjórnarandstaöa Alþýðuflokksins úr skák, þar sem helztu foringjar hans hafa valiö flokknum þaö hlutverk að fylgja Sjálfstæðisflokknum sem fastast eftir i öllum höfuðmálum. Það er alvegeins og þeim finnist, að þeir séu enn i stjórn með Sjálfstæðis- flokknum! Ef til vill breytist þetta til batnaðar, þegar lausn fæst á foringjadeilunni i Sjálfstæðis- flokknum. En sú lausn er ekki sjáanleg, heldur virðist öllu lik legra að átökin og sun durlyndið haldi áfram að magnast i flokknum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.