Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 13
12 TÍMINN TÍMINN 13 Friörik Daníeisson segir frá við Kapelluna nálægt Straumsvlk. nú i hámarki, en vatnið hefur þá náttúru að hækka samfleytt i 7 ár, en siðan opnast einhverjar flóð- gáttir og eftir þrjú ár er tjörnin næstum þurr og yfirborð Kleifar- vatns sjálfs hefur lækkað að mun. Brátt var komið að höföanum þaðan sem okkar fyrsti leiðsögu- maður feröamanna, „Stebbi gæd” lét dreifa ösku sinni yfir vatnið, sumir segja ásamt inni- haldi einnar viskiflösku. Staðnæmzt var við hvera- svæöið, sem eitt sinn þótti óveru- legt, en þó var tekið fram, að i einum hvernum mætti beygja girði. Gestkomandi kaþólskir prestar erlendir voru þó ekki sammála annálaritaranum um það, þegar þeir skoðuðu borhol- una. Hér er lika gömul brenni- steinsnáma, en þaðan var brenni- steinninn fluttur um Ketilstig til Hafnarfjarðar, hina skemmtileg- ustu gönguleið. Lilja sungin við kirkju Mariu i Krisuvík Krisuvikurkirkja var i pápisku helguö Mariu guðsmóður. Við hana flutti sr. Habitsch ræðu og ungar stúlkur sungu sálm við ljóð úr Lilju Eysteins Ásgrimssonar, sem allir vildu kveðiö hafa. f grenndinni eru þrjár lækjarsytr- ur, eina rennandi vatnið á Reykjanesi. Frá tsólfsskálavegi sést til Hraunsvikur, sem nú heitir, og óbrennishólma, en þaðan var Krisuvikurkirkja flutt sennilega um 1340, er hraun rann yfir bæ- inn. Enn má sjá holur i hrauninu þar sem stoðir bæjarhúsanna voru áöur en þær urðu eldflóðinu að bráð. Viö sjáum ögmundarhraun og ótrúlegt er, að á þessum slóðum hafi Krisuvikurkirkja eitt sinn átt skógaritök. Að þvi er sagan hermir fékk ögmundarhraun nafn sitt af beljaka einum, sem bauö bónda að leggja veg yfir hraunið, fengi hann dóttur hans. Bónda þótti gott að fá veg yfir hiö arga ögmundarhraun, en illt að missa dóttur sina i hendurnar á þessu svolamenni, en gekk þó að þessum kostum. En þegar ög- mundur hvildist að loknu starfi, laumaðist bóndi að honum og drap hann. Nú liggur leiðin til Strandar- kirkju. Framhjá Geitahliö og Eldborg, en i Deildarskaröi þar á milli er sagt,að tröllkonurnar Kris og Herdis hafi barizt unz báðar lágu dauöar. Þarna er Hvitskeggshvammur, þar sem sr. Eirikur i Vogsósum safnaði jurt- um, sem menn trúðu að hann not- aði til galdra. Björgun í Engilsvík f fornsögunum segir að skip, sem flutti kirkjuvið, hafi lent i sjávarháska, út af staðnum þar sem Strandarkirkja stendur nú. Sjómennirnir hétu þvi, að ef þeir björguðust, þá skyldu þeir byggja kirkju þar sem þeir næðu landi. Skyndilega sáu þeir veru i konu- mynd á ströndinni, sem benti þeim hvar þeir skyldu sigla. Þeir lentu þar sem siðan heitir Engils- vik, og þannig varð upphaf Strandarkirkju, sem þykir siðan góð til áheita. Hún er sennilega auögust kirkja á landinu, og sjóðir hennar standa aö miklu leyti undir kirkjubyggingum viða um land, auk þess hefur kirkjan verið endurnýjuö utan og innan og ná- grennið verið prýtt og ræktaö. Skammt frá kirkjunni er styttan Landsýn eftir Gunnfriöi Jónsdótt- ur myndhöggvara, sem tók svo mikilli tryggö við Strönd og kirkj- una þar, að hún lét jaröa sig i kirkjugarðinum þar, þótt sjálf væri hún borin og barnfædd i allt öörum landsfjórðungi. Strandarkirk ja og Tómas Becket t Strandarkirkju flutti Agúst Eyjólfsson minni Mariu guðs- móður. Kirkjan var i kaþólskum sið helguð Mariu og einnig Tóm- asi erkibiskupi i Kantaraborg. Sigurveig Guðmundsdóttir minntist hans i kirkjunni enda hafði hann staðiö rækilega við aö gefa okkur ferðafólki gott veður, þvi fáir höfðu komiö aö Strönd i dýrlegra veðri en þetta Jóns- messukvöld. Tómas Becket fæddist 1118 og var þvi samtimamaöur Þorláks helga oj» Sæmundar fróða. Hann átti i utistöðum við konungs- valdið, sem hann taldi ganga á hlut kirkjunnar. Fór svo, að fjórir konungsmenn myrtu hann fyrir altarinu i Kantaraborgardóm- kirkju. Saga Tómasar og óhugnanlegt morðið i kirkjunni hefur ekki fyrir löngu orðið við- fangsefni nútímakvikmynda- gerðarmönnum. En Henry II. konúngur laut i lægra haldi fyrir Tómasi látnum að lokum og mátti fara pilagrimsferö að b.einum óvinar sins. Það er dálitið einkennilegt, að Tómas Becket andstæðingur konungsvaldsins var eftirlæti eins Sturlunga, Þorgilsar Skarða, sem vann að þvi öllum árum að koma tslendingum undir Noregskon- ung. Nóttina fyrir andlát sitt dvaldist Þorgils að Hrafnagili i Eyjafirði. Honum voru boðnir dansleikar og ýmiss konar skemmtun, en það sem hann ósk- aði sér helzt, var að heyra lesna sögu Tómasar erkibiskups. Svo var gert. Og þegar þar var komið sögu, er þvi var lýst, er krúna erkibiskups skildist frá bolnum, sagði Þorgils, að slikt væri fagur dauðdagi. Um nóttina komu óvinir Þorgilsar og vógu hann, og hlaut hann sama banasár og Strandarkirkja var áður helguð Mariu guðsmóöur og heiiögum Tómasi Becket erkibiskup af- Kantaraborg. Með kaþólskum ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ leikmönnum til helgistaða úr pápísku Frásögn og myndir Sólveig Jónsdóttir „Þessi fornu minni frá róm- verskri kristni eru sem ilmur úr jörðinni cf menn nálgast þau með opnum huga ög innri sýn. Landið okkar hefur að geyma ótæmandi arfleifð kaþólskrar fortiðar.” Eitthvað á þessa leiö fórust Sigurveigu Guðmundsdóttur, for- manni Félags kaþólskra leik- manna orö I Jónsmessuferö ka- þólsks fólks á laugardaginn var. Það var lika ýmislegt rifjað upp i þessari ferð til staöa, sem helg- aöir voru i kaþólskum siö, enda af nógu að taka i fróðleiksbrunni þeirra leiðsögumanna Sigur- veigar og Friöriks Danielssonar. Álllangt er siðan kaþólskir hafa efnt til ferðar sem þess- arar, en fyrir nokkrum ár- um fóru þeir um Suöurland og austur á Ægissiðu og þar var sungin messa i hellunum þar sem taliö er, aö Papar hafi hafzt viö. Eflaust veröa þó fleiri slikar ferö- ir eftir þá, sem nú var farin, þvi að hún tókst vel, enda veðurguð- irnir hlynntir ferðafólki. Sigur- veig formaður hafði raunar hvorki meira né minna en heitið á heilagan Tómas Becket erki- biskupaf Kantaraborg, sem haföi minnt hana rækilega á sig dagana áður en ferðin var farin. Dýrlingurinn i hrauninu Fyrsti áfangastaður voru rústir kapellunnar nálægt Straumsvik, sem hrauniö þar i kring er heitið eftir. Arið 1950 fann núverandi forseti Islands, dr. Kristján Eld- járn, ofurlitið mannlikan, sem greinilega var af hinni heiiögu mær Barböru dóttur Dioskórusar kaupmanns i Nikódemiu. Talið er að Kapelluhraun hafi runnið einhverntima á 13. eöa 14. öld. Eldflóðið steyptist úr óbrennishólum fyrir ofan Hafnarfjörð og yfir þann alfara- veg, sem frá fornu tii vorra daga liggur suður ti! verstöövanna á Reykjanesskaga. Við getum gert okkur i hugarlund vandræði fólksins þegar hraunið lokaöi Sr. Habitsch flytur ræðu við Krisuvikurkirkju. þessari beinu leiö. Þá neyddust menn til að taka stórkostlegan krók á leið sina, sem var hið mesta óhagræði. Yzta skorpan á brennandi hrauni storknar fljótt, þótt ógnvænlegur eldur sé lengi undir, og mjög snemma hafa menn lagt i brunann. Hugsum okkur þunna sauö- skinnsskó þessara tima manna og veslings klárana, sem urðu aö feta yfir svarta glóðina, þar sem hvert fótmál gat orðið að kynnum viö glóandi eldinn. Ekkert var til ráöa fyrir þessar kynslóðir, nema traustið á hið yfirnáttúrlega. Og hér kom eins og send af himni sagan um Barböru meyju, sem varnaöi gegn eldsvoða á ýmsa vegu. Barbara er dýrlingur málmbræöslumanna, slökkviliðs- manna og einnig ferðamanna. Guð heyrði betur bænir vegfar- enda um uggvænlegt hraunið ef henni var treyst til að biðja lika. Og undir eins og hraunið var nógu kólnað, hafa ferðamenn hafið byggingu litlu kapellunnar i þakklætisskyni og tii að hafa skjól til að biöja fyrir sér i á hættulegri ferö. Áljöfrarnir » Straumsvík og heilög Barbara Kapellan hefur alltaf veriö þekkt, en Barbara mær gleymd- ist, þegar hennar hjálpar var ekki lengur þörf. Trú sem þessi getur þó dofnað og lifnað aftur. Og Sigurveig Guðmundsdóttir hefur ákveðna hugmynd um, að enn geti heilög Barbara orðiö lands- mönnum til hjálpar. Hún álitur, að viturlegt væri af stjórn álvers- ins i Straumsvik að minnast Bar- böru meyjar, sem tengd er litlu kapellunni rétt viö þeirra eigin bæjardyr, nú þegar i athugun eru öll hugsanleg ráö til þess að forða þeim frá slysum, sem nálægt eldi vinna. Væri ekki úr vegi aö setja einhvers staðar mynd hennar i nánd viö verksmiðjuna og Kapell- una. Sigurveig telur einnig vitur- legt að fólk i eldbrunnu landi treysti aftur vináttubönd við heil- aga Barböru og leggi blóm inn i Kapelluna, þegar þaö á leið hjá, en hún er undir vernd þjóðminja- varöar, og þar má ekki hrófla við neinu. Eftir að heilagrar Barböru hafði verið minnzt i Kapellu- hrauni, svipaðist kaþólski ferða- hópurinn um áður en ferðinni var haldið áfram. Grindaskörð sáust vel, en þau bera samkvæmt sóknarlýsingu Jóns Vestmanns nafn af þvi, að Þórður haust- myrkur, sem bjó i Hlið i Selvogi og lét ryðja veg i gegnum skóg- inn, sem þarna var um allt, setti raftagrindur i skörðin, svo þau væru auðfundnari. Nú er ailur skógur lögnu horfinn á þessum slóðum, nema kannski eitt og eitt tré, a.m.k. er ein björk i Helga- felli enn. Næst var haldið áleiðis til Krisuvikur og athygli vakin á þvi, að tjörnin innar af Kieifarvatni er Tómas Becket. Heilagur Tómas hefur munað eftir Þorgilsi skarða vini sinum á dauðastundu hans. Maríubænir lesnar viö Kvennagönguhóia Frá Strönd sést vel að Kvenna- gönguhólum. Þangað gengu kon- urnar i Selvoginum biðjandi mariubænir, en af Kvennagöngu- hólum sáu þær til Kaldaðarness i Flóa, þar sem geymdur var hinn helgi kross. A þessu júnikvöldi tóku kaþólskar 20. aldarkonur upp þennan gamla sið i nýrri mynd og fóru með Mariukransinn i langferðabilunum, er ekið var frá Strönd, en hópurinn tók undir, og ýmsir höföu talnaband milli handa. Skammt frá Kvenna- gönguhólum með útsýni til Kald- aðarness var áð. Fólkið settist í ilmandi lyngið og Torfi Asgeirs- son sagði frá krossinum helga i Kaldaðarnesi. Krossinn i Kaldaöarnesi Krossinn var af ýmsum talinn kominn alla leið frá Róm og vigð- ur af páfa sjálfum eða einhverj- um vildarkardinála hans. Um skeið átti erlendur höfðingi að hafa haft hann á skipi sinu. Krossinn barst hingað til lands á Eyrarbakka og var settur upp i Kaldaöarneskirkju. Eitt sinn reyndu menn að hafa hann á burt úr kirkjunni, en hann var þá svo þungur, að þeir sem báru hann, gáfust upp áður en komið var að kirkjudyrum, en þegar farið var með krossinn aftur inn kirkjuna, brá svo við, að hann var léttur eins og blóm. Mikill átrúnaður var á krossinum helga, og voru gerðar svokallaðar heitgöngur tii Kaldaðarness. Dugöi stundum að sjá heim að Kaldaðarnesi, t.d. af Kambabrún, og Kvennagöngu- hólum, og fengu hryggir þá hugg- un og sjúkir heilsubót. Gissur Einarsson biskup lét taka krossinn niður og flytja i Skálholt. Það var ekki meira þarfaverk en svo, að Gissur lézt skömmu siöar, og var það talin hefndarráðstöfun. Átrúnaöur hélzt á krossinum eftir að hann kom á Skálholtsstað. En Gisli biskup Jónsson lét kljúfa hann sundur og brenna. Reyndu sem flestir að komast yfir flis úr honum eða ösku. Aður en haldið var af stað á ný, var beðið fyrir Jóhannesi Gunn- arssyni Hólabiskup, sem nú er nýlátinn. Siðan var haldið á siðasta við- komustaðinn i ferðinni, Riftún i ölfusi, myndarlegt barnaheimili kaþólska safnaðarins. Einn helgur staður kaþólsku var þó enn i leið okkar, Hjallakirkja, sem helguð var Ólafi helga Haralds- syni i kaþólskum sið; og var hans minnzt. I Riftúni, þar sem nú dveljast 32 börn, og mikil snyrti- mennska rikir, var höfð stutt við- staða, en siðan var haldið heim aftur eftir góða ferð. Dolenz ábóti af Hcnediktsreglu og sr. Sæmundur Vigfússon, viö hvera- svæðið i Krisuvik Austan Kapellunnar sjást leifar af ævagömlum vegi. Þrjár kaþólskar konur skoða leifarnar af kapellu heilagrar Barböru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.