Tíminn - 02.08.1972, Qupperneq 3
Miftvikudagur 2, ágúst 1972
TÍMINN
3
Friðrik Ölafsson skrifar
um níundu skákina
IIv: Spasski
Sv: Fischer
Semi-Tarrasch vörn.
I. d4
Spasskí heldur tryggð við
drottningarpeðsleikinn þrátt
fyrir erfiðleikana i 3. og 5.
skákinni. NU varð nokkur bið á
þvi, að Fischer léki fyrsta leik
sinum þar sem hann mætti
ekki til leiks fyrr en 10 min-
útur yfir fimm.
1. —, Kf(i
2. c4, e(i
3. Rf3
Spasski lék 3. Rc3 i 5. skák-
inni og upp kom nimzo-ind-
versk vörn, þ.e. 3. —, Bb4 4.
Rf3, c5 5. e3, Rc6 6. Bd3,
Bxc3+! o.s.frv. Spasski hélzt
illa á þessari stöðu og lenti
fljótlega i erfiðleikum.
3. —, d5
3. —, c5 gafst Fischer vel i 3.
skákinni, en hann álitur ráð-
legast að geyma þann leik til
siðari tima.
4. Rc3, c5
Fram að þessu hefur skákin
teflzt á sama hátt og 1. skákin
en hér breytir Fischer enn
einu sinni út af. Hann er litið
fyrir það gefinn að hjálpa and-
stæðingum sinum við undir-
búninginn. Með þessum sið-
asta leik svarts er komin upp
svonefnd semi-Tarrasch vörn.
5. cxd5, Rxd5
Fischer hefur einstaka sinn-
um beitt þessari vörn, m.a. i
einni skáka sinna við
Reshevsky i einvigi þeirra
1961 sem aldrei lauk. (Fischer
neitaði að halda þvi áfram
vegna ágreinings um frestun
einnar skákarinnar.)
(i. e4
Skarpasta áframhaldið.
Þessi leikur komst mjög i
tizku eftir að Spasski beitti
honum gegn Petrosjan i ein-
vigi þeirra um heims-
meistaratitilinn 1969 og vann
glæsilegan sigur.
6. —, Rxc3
7. bxc3, cxd4
8. cxd4, Rc6
Sjaldséður leikur i þessari
stöðu, en Fischer lumar alltaf
á einhverju nýju i hverri skák.
Skákin, Spasski-Petrosjan,
sem var sú 5. i einviginu 1969
tefldist á þessa leið: 8. —,
Bb4+ 9. Bd2, Rxd2+ 10.
Dxd2, 0-0 11. Bc4, Rc6 12. 0-0,
b6 13. Hadl,Bb7 14. Hfel, Hc8
15. d5 ! og hvi'tur náði yfir-
burðastöðu.
9. Bc4, 1)5 ?!
Sérstök aðferð til að koma
svarta drottningarbiskupnum
i spilið. Hvitur má að sjálf-
sögðu ekki drepa þetta peð
vegna drottningarskákarinn-
ar á a5 (10. Bxb5?, Da5+.)
Spassky
Friðrik
Fischer
10. Bd3
Hérkom sterklega til greina
að leika 10. Be2 til að hafa
betra vald á d-peðinu hvita.
10. —, Bb4 +
11. Bd2, Bxd2 +
12. I)xd2, a(>
13. a4, 0-0
Ef nú 14. axb5, þá —, Rxd4
15. Rxd4, Dxd4 og hvitur fær
engu áorkað.
14. I)c3, Bb7
15. axb5, axb5
16. 0-0
Heimsmeistarinn áræðir
ekki að drepa peðið á b5, enda
virðist litill akkur i þvi. T.d.
16. Hxa8, Dxa8 17. Bxb5, Re7
(eða til a7) og e-peðið hvita
verður ekki varið áfallalaust.
Eða 16. Bxb5,væri einfaldasta
leiðin fyrir svart — Hxal+ 17.
Dxal, Db6 og hvítur verður að
láta peðið af hendi aftur.
16. —, Db(>
17. Habl, 1)4
Hvitur hefur e.t.v. haft i
hyggju að svara þessum leik
með 18. d5, en komizt að raun
um það við nánari afthugun að
sá leikur leiðir tii einskis t.d.
18. d5, exd5 19. exd5, bxc3 20.
Hxb6, Ra5 og staðan leysist
upp.
18. Dd2
Eða 18. Db2, Hfd8.
18. —, Rxd4
Nú leysist skákin upp i
„steindautt” jafntefli.
19. Rxd4, I)xd4
20. Ilxb4, I)d7 '
21. Dc3
21. e5 hótar að visu 22.
Bxh7+, en Fischer andæfir
þeirri hótun einfaldlega með
21. —, Hfd8
21. —. Hfd8
22. llfbl, I)xd3
23. I)xd3, Ilxd:t
24. !Ixb7
Ekki þarf mikla skákkunn-
áttu til að gera sér grein fyrir
að þessi Staða er ekkert nema
jafntefli.
24. -. gs
25. Hb8+, Ilxll
26. Hxb8+, Kg7
27. f:t, Hd2
28. b4, b(>
Fischer litur ekki við peðinu
á h4, en reyna mátti 28. —, g4.
29. hxg5, hxg5
ABCDEFGH
ee
•o
at
oi
M
\k\
A!
A!
A
abcdefgh
Jafntefli.
Staðan nú 572 - 3X Fischer í vil:
DAUTT JAFNTEFLI” í 9. SKÁKINNI
»7
ET-Reykjavik.
9. einvigisskákinni lauk með
jafntefli eftir 29 leiki. Skákin var
ein sú bragðdaufast, sem tefld
liefur verið liingað til í þessu ein-
vigi. Hún var engu að siður
skemnitileg á að horfa og lengi
framan af varð ekki ráðið, hvor
stæði bctur.
Spasski kaus drottningarleik i
upphafi, en Fischer beindi skák-
inni inn á braut svonefndrar
semi-Tarrasch varnar. Siðar tóku
við uppskipti, er leiddu að lokum
til „dauðrar jafnteflisstöðu”.
Eftir þetta leiðir Fischer enn
með 2 vinningum, hefur nú hlotið
5 1/2 gegn 3 1/2 . 10. einvigisskák-
in vcrður væntanlega tefld á
morgun (fiinmtudag).
Byrjunin svipuð fyrstu
skákinni
Spasski hefur 9. einvigisskák-
ina með drottningarleiknum: d4.
Fischer svarar með Rf6 og
leikirnir eru þeir sömu og i 1. ein-
vigisskákinni, unz áskorandinn
breytir útaf i 4. leik: c5. Sá leikur
beinir skákinni i farveg svonefnds
semi-Tarrach varnarafbrigðis.
Staðan að loknum fyrstu 10
leikjunum er tviræð og menn ekki
á eitt sáttir um stöðu keppenda.
Sumir segja, að hvitur standi bet-
ur, að vigi, aðrir veðja á svartan
(e.t.v. vegna trúar á ofurmátt
Fischers) — þessi skák getur
endað hvernig sem er!
Uppskipti — en skiptar
skoöanir
Skákin liðast áfram og þeir tvi-
menningarnir halda áfram að
skipta upp mönnum og peðum, ef
ekki vill betur. Ég bregð mér nið-
ur i skýringasal, þar sem Jón
Þorsteinsson, fyrrv. al-
þingismaður, er i óða önn að
skýra leikina og spá fyrir um
framhaldið. Jón telur, að staðan
sé torræð þessa stundina, en telur
hana skýrast verulega að 4-5
leikjum loknum. Benóný
Benónýsson er ekki sammála
Jóni og segir: „Hvitur
hefurbetri stöðu.” Og menn velta
vöngum yfir þessari staðhæfingu
Benónýs meðan skákin þokast
fram á við.
Þeir keppendurnir hafa nú (að
loknum 16 leikjum) notað svipað
an tima til umhugsunar. (Spasski
var vissulega með betri tima
framan af, en Fischer hefur leikið
fremur hratt upp á siðkastið.)
Drottningakaup — jafn-
tefli ekki umflúið
f 22. leik lætur Fischer til skar-
ar skriða og leikur DxBd3, neyðir
sem sagt Spasski i drottninga-
kaup. Nú tekur skákin alltaf á sig
meiri og meiri jafnteflissvip. Ég
spyr John Collins, lærifaðir
Fischers, um stöðuna og hann
svarar: „Mér sýnist þetta vera
dautt jafntefli.” Það er eru orð að
sönnu, þvi að að loknum 29. leik
semja keppendurnir um jafntefli.
— Ekki óvænt úrslit, úr þvi, sem
komið er.
Og þeir Fischer og Spasski flýta
sér að yfirgefa keppnisstaðinn. Sá
fyrrnefndi rýkur burtu ásamt Sæ-
mundi Pálssyni i Citroen-bifreið
Sæmundar, en heimsmeistarinn
ekur á braut i Range-Rover
þeirra Rússanna.
Bent Larsen: „Jafnteflis-
leg skák".
Ég spyr danska stórmeistarann
Bent Larsen um nýafstaðna skák
þeirra Fischers og Spasskis.
„Staðan var alltaf i jafnvægi.
Að visu hafði Spasski eitt sinn
möguleika á vinningi, en hann
notfærði sér það tækifæri ekki
réttilega. Annars gerði Spasski
sig áreiðanlega ánægðan með
jafntefli — og á sama hátt tók
Fischer enga áhættu i þessari
skák.”
Ég spyr Larsen, hverjir mögu-
leikar séu fyrir Spasski á sigri i
einviginu. (Áður hafði danski
stórmeistarinn lýst þvi .yfir, að
ynni Spasski þessa skák, þá væru
50% likur á sigri hans i einviginu.
Tapaði hann hins vegar, minnk-
uðu likurnar um helming, niður i
25%).
„Möguleikar Spasskis eru
sannarlega litlir i dag. Þó verður
auðvitað að reikna með honum.
Spasski er að min áliti betri skák-
maður en Fischer, takist honum
vel upp.”
Ég get bætt þvi við til gamans,
að júgóslavneskur blaðamaður
spurði Larsen i gærkvöld, hver
væri bezti skákmaður heimsins.
Daninn svaraði án umhugsunar:
„Þú veizt liklega, að til er skák-
meistari, sem heitir Bent Larsen.
Og þú veizt væntanlega lika, að
hvorki Spasski né Fischer eru
beztir i heiminum i dag!”
Fátt að frétta utan skák-
borðsins
Engar kvikmyndir voru teknar
i keppnissalnum i gær. Chester
Fox var daufur i dálkinn og sagði,
að ekkert hefði þokazt i áttina sið-
ustu daga. Kvikmyndatöku-
mennirnir voru sama sinnis, enda
litil furða.
Guðmundur G. Þórarinsson var
svartsýnn á, að kvikmyndun hæf-
ist nokkurn tima. Hann sagði það
sina skoðun, að segja ætti mynda-
tökumönnum Fox upp störfum,
þar eð þeir sætu með öllu að-
gerðarlausir á fullu kaupi. Að
öðru leyti kvað Guðmundur fátt
fréttnæmt hafa gerzt i þessu
máli: Fischer sæti fastur við sinn
keip og á meðan stæði allt fast.
PMscher á ferð og flugi
Spasski hefur að mestu haldið
sig inni við upp á siðkastiö, enda
kvefaður.
Fischer hefur á hinn bóginn
farið viða. Hann var t.d. boðinn
til kvöldverðar af Sæmundi
Pálssyni og frú að heimili þeirra,
Sörlaskjóli 46. Þau hjónin buðu
skákmeistaranum upp á innlenda
nautasteik ásamt ýmiss konar
þjóðlegu góðgæti. Fischer kynnt-
ist þar islenzkri gestrisni á is-
lenzku heimili og er það vel. (Ég
er viss um að áskorandanum er
það ómetanlegt að eiga þann
hauk i horni sem Sæmundur er.
Það hlýtur aö róa taugarnar aö
vita af manni, sem treysta má og
er jafnframt íslendingur með
þekkingu á öllum aðstæðum.) í
fyrrinótt óku þeir Fischer og Sæ-
mundur um borgina, i bifreið þess
siðarnefnda. Lét Fischer svo um
mælt i gær, að hann vildi helzt
ekki upp i annað farartæki stiga
en Citroen-bifreið þessa islenzka
vinar síns.
Þá fór Fischer i siglingu um
sundin blá um helgina. Sú ferð
var skipulögð af bandarisku
blaðasamsteypunni Life og Time.
A sunnudagskvöld skoðaöi
áskorandinn svo glænýtt einbýlis-
hús, sem hann hefur fengið til
umráða. Að sögn var hann
ánægður með bústaðinn, en bað
þó um þykkari gluggatjöld i
svefnherbergið.
Fjöltefli í
Útgarði
David Levy, alþjóðlegur
meistari frá Skotlandi, teflir fjöl-
tefli við unglinga undir 17 ára
aldri i Útgarði i kvöld (miðviku-
dagskvöld) og hefst það kl. 8.
Krakkar! Takið með ykkur töfl
og 100 krónur, sem er upphæð
þátttökugjaldsins.
Reikningur
Reykjavíkurborgar
Hér i þessum pistlum hefur
áður verið grcint frá gagnrýni
þeirri. sem fulltrúar minni-
lilutaflokkanna i borgarstjórn
Kcykjavikur héldu uppi við af-
grciðslu á reikningi borgar-
sjóðs Reykjavikur fyrir áriö
1971. Komu fulltrúar minni-
hlutans i veg fyrir áform
ihaldsins um að afgreiða og
samþykkja reikninginn, þrátt
fyrir tugi athugasemda og
óútkljáðra atriða, villa, sem
bcnt hafði verið á. Svo fór, að
reikningurinn var afgreiddur
nicð fyrirvara um leiðrétting-
ar skv. bókun, sem borgar-
stjórinn sá sig tilneyddan að
gera.
i Þjóðviljanum i gær er
drepið á 2 atriði, sem fulltrúar
minnihlutans i borgarstjórn-
inni gerðu m.a. að umtalsefni i
þeim umræðum, sem fram
fóru i borgarstjórninni, er
rcikningurinn var til af-
greiðslu. Þjóðviijinn segir:
Ótekjufærðar eignir
„í skýrslu endurskoðunar-
dcildar lteykjavikurborgar er
gcrð samskonar athugasemd
við 5. lið i rekstrarreikningi
borgarinnar er snerta hrein-
lælismál. Þcssir liðir eru:
Lóðahreinsun, sorphreinsun,
sorpeyðingarstöð, sorptunnur
og lok, og holræsahrcinsun.
Hjá þessum eru útistandandi
ótckju- og eignafærðar tekjur,
samanlagt tæpar 800 þús. kr.
Þetta eru mcð öðrum orðum
lekjur, sem borgin á, en
livergi hafa verið færðar til
bókar. Ilvernig sem leitað er i
reikningi borgarinnar er ekki
hægt að finna stafkrók fyrir
þvi að þessi upphæð sé til sem
cign. Eini staðurinn þar sem
upplýsingar er að finna um
þessar eignir eru væntanlega
vinnubækur verkstjóra við-
komandi deilda. Áreiðanleiki
þeirra upphæða, sem endur-
skoðunardeildin tclur að úti-
standandi séu hjá hverri deild
(samanlagt um 800 þús.), er
allavega véfengjanlegur.
Þessi inistök i bókhaldinu
vekja einnig spurningar um
hvort, og að hve miklu leyti,
það sé tilviljunum háö, hvað af
ra un v eru leg u m tekjum
borgarinnar hafi verið fært
inn á reikning sem tekjur, hve
iniklar upphæðir kunni að
liggja úti á minnisblöðum hjá
vcrkstjórum og öðrum starfs-
mönnum borgarinnar, ellegar
i reikningum sem ekki er búið
að meta að hve miklu leyti
muni vera innheimtanlegir.
Bók 415
Vert er að gefa sérstakan
gauni því sem segir í skýrslu
endurskoðunardeildar um
reikninga Almannavarna:
„Ekki voru færöar til tekna
seldar birgðir aö fjárhæð kr.
528.099.00 og til gjalda keyptar
birgðir kr. 400.000.00.
Sala og kaup þessi fóru um
sparisjóðsbók nr. 415...”.
Um viðskiptahætti þá sem
hér er lýst mætti ugglaust
skrifa langt mál þvi að þeir
bjóða upp á fleiri hættur en i
fljótu bragði kann að virðast.
Það er allavcga óvenjulegt
að sparisjóðsbók sé jöfnum
liönduin látin gegn hlutverki
gjaldkera og bankareiknings.
Iiandhafa sparisjóðsbókar-
innar er trúað fyrir þvi að
leggja inn á hana andvirði
seldra birgða og taka út úr
lienni peninga til að borga
Frh. á bls. 15