Tíminn - 02.08.1972, Side 9
Miðvikudagur 2. ágúst 1972
TÍMINN
9
Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn
Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ititstjórar: Þór-x;:S;:
ZOíÍÍ arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson
Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Tlmáns)
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, ■ Ritstjórnarskrifý:;:;:!:;:
stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306^^;
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-;;;:;:;:;;;
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjald;;;;;;;;;;;
225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein
takið. Blaðaprent h.f.
Fólkið, sem Mbl.
minnist ekki d
í landinu munu nú vera um 15 þúsund elli- og
örorkulifeyrisþegar. Kjör þessa fólks hafa ver-
ið mjög misjöfn. Margir ellilifeyrisþegar hafa
ágæta afkomu, en á undanförnum árum hafa
kjör ýmissa þeirra verið svo bág, að jaðrað
hefur við þjóðarhneyksli.
Kjör ellilifeyrisþega hafa ráðizt af þvi i
hvaða starfsstéttum menn hafa starfað ævidag
sinn og hve öflugur og gróinn lifeyrissjóður
stéttar þeirra hefur verið. En þeir, sem bezt
settir eru i þessu tilliti, eins og t.d. opinberir
starfsmenn,sem verið hafa i efri launaflokk-
um, þurfa sannarlega ekki að kvarta þegar til
ýmissa annarra jafnaldra þeirra er litið.
A ldraðir opinberir starfsmenn njóta t.d. fullr-
ar verðtryggingar á lifeyri sinum, sem skatt-
þegnar landsins greiða. Þeir fá 60% af þeim
launum, sem greidd eru i þeim launaflokki er
þeir voru i siðast og hækki starfsstétt þeirra i
launaflokki njóta þeir þeirrar hækkunar að
auki.
Með þeim flokkatilfærslum, sem urðu hjá
opinberum starfsmönnum og umtalsverðum
launahækkunum sl. 2 ár, hafa kjör fjölmargra
ellilifeyrisþega stórbatnað. Má nefna dæmi
þess, að sumir hafi nú laun, sem hafi meiri
kaupmátt, en þeir nutu nokkru sinni á ævi
sinni.
Þetta er ekki dregið fram her til að halda þvi
fram, að þessi laun séu of há eða óverðskulduð,
eða að þetta fólk sé of vel haldið. Alls ekki. Hins
vegar er á þetta drepið til að benda á þann
mikla mismun, sem er á kjörum og réttarstöðu
ellilifeyrisþega gagnvart okkar flókna lifeyris-
sjóðakerfi eftir þvi i hvaða stétt menn hafa
starfað, þvi þetta fólk hefur allt ski’Iað þjóð-
félaginu ómetanlegu starfi, sem þakka ber og
virða.
Það voru þúsundir ellilifeyrisþega, sem litið
annað höfðu fyrir sig að leggja annað en hinn
almenna ellilifeyri almannatryggingakerfis-
ins. Hann var orðinn svo lágur undir lok „við-
reisnar”, að það viðurværi var ekki unnt að
flokka undir neitt annað en ómannúðlega með-
ferð á gamalmennum.
Núverandi rikisstjórn var staðráðin i þvi að
jafna kjör gamla fólksins og þess vegna hefur
hún tekið upp tekjutryggingu, sem er nú 22
þúsund krónur á mánuði fyrir hjón.
Það fólk, sem nýtur þessarar tekjutrygging-
ar á þessu ári telur hvorki meira né minna en 4
þúsund manns. Þetta fólk fékk ekki neinar
skattaálögur frá núverandi rikisstjórn, heldur
stórkostlegar kjarabætur. En það er ekki um
þetta fólk, sem Mbl. skrifar. Þessi stóri hópur
er gleymdur i þeim herbúðum, enda var hann
það lika i 12 ár meðan Sjálfstæðisflokkurinn
leiddi stjórnarsamstarfið við „tryggingaflokk-
inn” innan háðsmerkja.
— TK
Forustugrein úr The Economist:
PARÍSARVIÐRÆÐURNAR
GÆTU B0RIÐ ARANGUR
Bæði Rússar og Kínverjar eru hlynntir samningum
JAFNVEL þó að svo ólík-
lega færi, að Nixon forseti tap-
aði i forsetakosningunum i
nóvember, skildi hann samt
eftir sig merkileg spor. Utan-
rikisstefna Bandarikjanna er
farin að sýna meiri merki
áætlunar- og vitsmunalegrar
samræmingar i skiptum við
umheiminn, eins og hann er úr
garði gerður, en hún hefir gert
undangengin 20 ár.
Nú tiðkast að taka svo til
orða, að ekki sé nema einn
alvarlegur hlykkur á sléttum
hring þeirra millirikjasam-
skipta, sem Nixon forseti hefir
efnt til umhverfis hnöttinn, og
hann sé i Vietnam. Þetta má
til sanns vegar færa, ef sleppt
er smá misfellum á stöku stað
eins og i Egyptalandi og Ind-
landi.
Spurningin er svo, ’ hvorl
þessi hringur greiði fyrir
lausn Vietnamvandans eða
Vietnam eyðileggi hringinn.
Parisarviðræðurnar hófust
aftur tveimur mánuðum eftir
að sókn Norður-Vietnama batt
enda á þær i bili, og segja
mætti, — lágt að visu, — að
samningaöflin, sem Nixon
hefir leyst úr læðingi, kunni að
reynast Hanoimönnum um
megn.
VITASKULD ákvaröa Norð-
ur-Vietnammenn þetta sjálfir,
og gerðu meira að segja, þó að
Sóvétmenn og Kinverjar
hættu allri aðstoð við þá. Jafn-
vel þó að til þess kæmi yrði her
Suður-Vietnama sennilega
ekki fær um að ganga milli
bols og höfuðs á her Norður-
Vietnama, en það væri eina
leiðin til að svifta Le Duan og
Truong Ching og félaga
ákvörðunarvaldinu.
Raunar munu hvorki Kin-
verjar né Sovétmenn hætta á
þær svikaásakanir, sem óhjá-
kvæmilega dyndu á þeim ef
þeir hættu aðstoð sinni. Kin-
verjar senda enn létt vopn
suður yfir landamærin og eru
reiðubúnir að dæla oliu i
bráðabirgðaplaströrin, sem
Norður-Vietnamar eru að
reyna að leggja frá landa-
mærunum til Hanoi. Og enn
eru nokkrir rússneskir skrið-
drekar á leiðinni eftir járn-
brautunum i Kina. Nixon hefir
þó gefið báðum hinum kepp-
andi verndurum Norður-
Vietnam ástæðu til að hafa aö-
stoðina ekki meiri en svo, að
rikisstjórnin i Hanoi sann-
færist um, aö hún geti ekki
unnið sigur i styrjöldinni með
þeim aðferðum, sem hún nú
beitir — eða árás með hefð-
bundnum vopnum — en senni-
lega á hún ekki á öðru völ eins
og komið er.
NIXON hefir lánazt þaö, sem
John Kennedy eða Lyndon
Johnson gátu hvorugur komið
til leiðar, eða að sannfæra
Rússa og Kinverja um, aö þeir
hafi gildari ástæðu til að óttast
hvorir aðra en Bandarikin,
auk þess sem Vietnamvandinn
sé helzta hindrun þess, sem
þeir einkum vænta sér frá
Bandarikjamönnum. Kin-
verjum var sagt þetta skýrt og
greinilega i yfirlýsingunni,
sem gefin var út i febrúar,
þegar heimsókn Nixons til
Kina llauk. Þar stóð, að næsta
stig fjarlægingar Banda-
rikjamanna frá Formósu yrði
að biöa þess, að „spenna rén-
aði á svæðinu”.
Rússum hefir fremur verið
gefið þetta i skyn en sagt ber-
um oröum. Kissinger tók þó
fram, þegar Nixon lauk heim-
sókn sinni til Moskvu i mai, að
lána frá Bandarfkjunum, sem
sovézkt atvinnulif þyrfti svo
mjög á að halda, væri fremur
Nixon fnrspti.
að vænta „eftir að sambúð
okkar batnar yfirleitt”.
Þannig mætast báðir bogar
hringsins yfir Hanoi. Banda-
rikjamenn hafa lagt duflum
framan við hafnir Norður-
Vietnam, verndararnir virð-
ast hafa sætt sig við endur-
nýjaðar loftárásir á Norður-
Vietnam og nú hefir bæði
Rússum og Kinverjum verið
gefið til kynna, að þeim sé
hagur að lausn Vietnam-máls-
ins — allt skerðir þetta mögu-
leika Norður-Vietnama til að
halda styrjöldinni áfram.
EKKI má heldur ganga
fram hjá þeim fórnum, sem
Norður-Vietnamar verða að
færa vegna striðsins að öðru
leyti. Þegar Anthony Lewis
frá New York Times var á ferð
i Norður-Vietnam i mai i vor
sá hann sumt af hörmungun-
um, sem sprengjuvarpararnir
valda af mistökum, hirðuleysi
og stundum jafnvel af blóð-
þorsta. Hann hefir lög að
mæla þegar hann segir, að
þeir, sem eru andstæðir hlut-
deild Norður-Vietnama i
styrjöldinni, hvað þá aðrir,
ættu að hafa i huga þján-
ingarnar, sem fólk verður að
þola fyrir þá einu sök, að lúta
rikisstjórn, sem hefir sett sér
það mark, að ná suðurhluta
landsins undir sig með valdi.
Að baki allra styrjalda vakir
hin skelfandi viðleitni til að
kaupa sig undan þjáningum i
framtiðinni með dauða fólks
og eyðileggingu heimila i
nútið. Hvorugt þetta má
nokkurn tima úr minni liöa.
Láti Norður-Vietnamar
undan þeim þrýstingi, sem
þeir veröa fyrir, eiga þeir um
tvær ólikar leiðir að velja.
Megi marka fregnir frá Ind-
landi eftir að Podgorny forseti
Sovétrikjanna var þar á ferö i
júni, eru óskir Rússa i ætt við
vopnahléið, sem Nixon forseti
stakk upp á 8. mai, þegar hann
tilkynnti hafnbannið á Norður-
Vietnam. Nixon hefir þrennt
að bjóða Norður-Vietnömum,
ef þeir taka hann á orðunum,
sem hann sagði þá. Hann get-
ur i fyrsta lagi aflétt hafn-
banninu, i öðru lagi látið hætta
loftárásunum og i þriðja lagi
fallizt á að flytja burt þær 39
þúsundir bandariskra her-
manna, sem ætlað er að vera
áfram i Suður-Vietnam.
NORÐUR-VIETNAMAR
hafa einnig þrennt fram að
færa. Sé talið eftir mikilvægi i
hermálum en ekki stjórn-
málum er fyrst að nefna skil
bandariskra striðsfanga, i
öðru lagi brotthvarf með her-
inn frá Suður-Vietnam, án
þess að heita þvi, að senda
hann ekki á vettvang á ný, og i
þriðja lagi að samþykkja
vopnahlé undir eftirliti,
þannig að þeir yrðu sekir um
brot á alþjóðasamþykkt, ef
þeir hæfu árásir að nýju að
ári. Ef til vill snúast leyni-
legar viðræður þeirra Henry
Kissingers og Le Duc Tho
næstu vikur einmitt um það,
hvor geti fengið mest fyrir
minnst i verzlun með þessi sex
seljanlegu atriði.
Norður-Vietnamar vona
vitanlega, að Nixon sé svo
mikið kappsmál að fá striðs-
fangana heim fyrir kosningar,
að hann sé reiðubúinn að
greiða hæsta verð. Efamál er
að svo sé, en hann kynni að
fallast á skil striðsfanganna
fyrir brottflutning siðustu
bandarisku hermannanna 39
þúsund snemma á næsta ári til
dæmis. Aðstoð þá, sem Suður-
Vietnamar kunna að þurfa á
að halda þar eftir, mætti án
vandkvæða veita frá sjöunda
flotanum og flugherstöðvun-
um i Thailandi, auk nokkur
þúsund fyrrverandi banda-
riskra hermanna, sem Saigon-
stjórn gæti ráðið til sin upp á
kaup. Eins og sakir standa er
þó sennilegra að hann haldi
sig viö vopnahlé undir eftirliti
— sem hann stakk upp á i mai
— eða að minnsta kosti brott-
flutning Norður-Vietnamhers
undir eftirliti frá þeim fáu
svæðum, sem hann hefir enn á
valdi sinu i Suður-Vietnam.
MEGINDEILAN stendur þó
um, hver eigi að standa við
stjórnvölinn i Saigon. Þess
vegna er kaupskapurinn, sem
vikið er að hér á undan, ekki
aðlaðandi i augum Norð-
ur-Vietnama, og þeir kunna
að kjósa fremur að þræöa
aðrar samningaleiðir. Þeim
mistókst sóknin i ár og þvi
gæti vopnahlé undir eftirliti
eða brottflutningur Norður-
Vietnamhers torveldað nýja
sókn aö ári gegn mun djarfari
her Suður-Vietnama en áður.
Skipti á striðsföngum og leif-
anna af bandariska hernum
svifta Norður-Vietnama sið-
asta áhrifamikla magnaran-
um á bandariskt almennings-
álit til þrýstings á valdhafann
i Hvita húsinu. Norður-
Vietnamar kunna þvi að taka
þann kostinn að semja um
höfuðtilefni styrjaldarinnar,
eða með öðrum orðum þaö,
hver skuli stjórna i Saigon.
Anægjulegt væri, ef Nórður-
Vietnamar sættu sig viö það,
sem páfinn stakk upp á um
daginn, eöa frjálsar, leyni-
legar kosningar um allt
Vietnam. Thieu forseti hefir
einnig stungið upp á þessu i
suðurhluta landsins. Gallinn
er sá, að rfkisstjórn Noröur-
Vietnam hefir aldrei sýnt
minnsta vott um vilja til aö
halda eðlilegar kosningar,
hvað þá að þola andstöðu,
sem gæfi út eigin blöð og hefði
beinan aðgang að kjósendum.
ÞARNA verður ekki um
samkomulagsgrundvöll að
ræöa, nema einhvers staðar
milli tilboðs Thieu og kröfu
kommúnista. Hann hefir boöið
að segja af sér mánuði áður en
fram fari kosningar undir
eftirliti nefndar, sem Þjóð-
frelsishreyfingin eigi aðild að.
Þeir hafa ekki einungis krafizt
Framhald á bls. 19