Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 6
6 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa ■ Flóttamannaráð GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68,62 -0.54% Sterlingspund 129,75 0,32% Dönsk króna 11,66 0,03% Evra 86,91 0,03% Gengisvísitala krónu 120,46 0,62% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 481 Velta 10.716 milljónir ICEX-15 2.525 0,76% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 6.244.859 Landsbanki Íslands hf. 265.117 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 256.055 Mesta hækkun Marel hf. 7,38% AFL fjárfestingarfélag hf. 2,98% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,30% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -3,03% Medcare Flaga -1,92% Samherji hf. -0,90% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.584,7 0,2% Nasdaq* 2.012,5 0,3% FTSE 4.507,5 0,2% DAX 3.995,3 0,1% NK50 1.356,1 0,1% S&P* 1.139,7 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir forseti Ukraínu, semDavíð Oddsson forsætisráðherra fundaði með í fyrradag? 2Hvaða kröfugerð ríkisins hefur valdiðtitringi á meðal sveitarfélaga á Suð- vesturlandi? 3Mannskæður jarðskjálfti varð í Afr-íku í byrjun vikunnar. Í hvaða landi? Svörin eru á bls. 38 Skötu- og lúðustofnar við Ísland: Slæmt ástand og ofveiði ALÞINGI Ástand skötu- og lúðu- stofna er slæmt og veiðiálag á þá er of mikið, samkvæmt svari sjávarútvegsráðherra við fyrir- spurn Össurar Skarphéðinsson- ar, Samfylkingunni, um veiðar á þessum tegundum. Fram kemur að lúða og skata séu langlífar tegundir sem geti orð- ið mjög stórar, en þær séu löngu komnar inn í veiðina áður en þær verði kynþroska og veiðist fyrst og fremst sem meðafli. Í svari ráðherra segir enn- fremur að frjósemi skötunnar sé lítil þar sem hún eignist fá lifandi afkvæmi og slíkum teg- undum sé sérstaklega hætt við ofveiði. Þótt engar upplýsingar liggi fyrir um þróun stofn- stærðar skötu er talið víst að ástand hennar sé afar slæmt. Árlegur afli var fram til árs- ins 1972 um fimmtán hundruð tonn, en árið 2002 veiddust ein- ungis tæplega 60 tonn. Vísitöl- ur lúðu í stofnmælingu botn- fiska og afli lúðu á sóknarein- ingu benda til þess að lúðu- stofninn sé í mikilli lægð og er ástandið orðið langvinnt. Haf- rannsóknastofnunin hefur und- anfarin ár lagt til að gripið verði til aðgerða til verndar lúðustofninum. ■ Öll skynsemi mælir með síldarsamningi Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir Norðmenn ekki sýna neinn vilja til að ná niðurstöðu í samningi um norsk-íslenska síldarstofninn. Segir að Íslendingum liggi minna á en öðrum samningsþjóðum. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er ekkert að gerast eins og er en öll skynsemi stendur til þess að menn nái sam- an um einhverja niðurstöðu sem báðir aðilar geti unað sáttir við,“ segir Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra um þá pattstöðu sem samningur um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum er í eftir að Norðmenn slitu viðræð- um í framhaldi þess að engar und- irtektir urðu við kröfu þeirra um stóraukna hlutdeild. „Norðmenn áttu frumkvæði að því fyrir rúmu ári að ganga út úr samningunum sem í gildi voru,“ segir Árni. „Það eru alltaf flókin vandamál samfara því að komast að niður- stöðu varðandi nýtingu flökku- stofna sem ganga inn og út af alþjóðasvæð- um og lögsögum landa,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingum liggi minna á en öðrum þjóðum sem standi að síldarsamningnum. „Það ber heilmikið í milli því Norðmenn halda enn uppi þessari kröfu um 70 prósenta hlutdeild. Þetta hefur ekki áhrif eins og er og það brennur meira á Norð- mönnum, Evrópusambandinu og Færeyingum að ná samkomulagi heldur en okkur. Síldin kemur seinna inn á okkar veiðisvæði og okkur liggur minnst á því að semja,“ segir Árni. Sjávarútvegsráðherra segir að síldardeilan hafi haft þau áhrif að Íslendingar sögðu upp samningi um loðnuveiðar sem Norðmenn stunda í íslenskri lögsögu. „Við sögðum reyndar upp loðnusamningnum á sínum tíma í tengslum við þetta og gerðum síðan breytingar á samningnum frá því að vera langtímasamn- ingur í það að vera einungis til eins árs í senn. Okkur fannst óeðlilegt að vera með langtíma- samning varðandi loðnuna á sama tíma og Norðmenn voru með kröfur í síldinni frá ári til árs,“ segir Árni. rt@frettabladid.is Olíuborpallar: Barist gegn hrotunum OSLÓ, AP Nokkrir norskir stjórnmála- menn og verkalýðsforkólfar hafa lýst áhyggjum af hrotum starfsmanna olíuborpalla. Karin Andersen, þingmaður sós- íalísta, krafði Victor Norman atvinnu- málaráðherra svara við því hvernig hann hygðist taka á vandanum. Vand- inn er sagður sá að hrotur sumra starfsmanna haldi vöku fyrir þeim sem verða að deila með þeim her- bergi í tvær vikur í senn. „Ef fólk er þreytt getur það gert mistök,“ sagði Geir Heddeland, formaður félags verkamanna á olíuborpöllum. Hann segir vandamálið hrjá um 700 af rúm- lega þúsund félagsmönnum sínum. ■ SKOTIÐ Á MÓTMÆLENDUR Íbúi í þorpinu Lira grátbiður lögregluna að hætta að skjóta á mótmælendur. Fjórir féllu í mótmælaaðgerðum: Herinn drap uppreisnar- menn ÚGANDA, AP Úgandski herinn segist hafa drepið 21 uppreisnarmann sem tók þátt í blóðugri árás á flóttamannabúðir í norðurhluta Úganda um helgina. Fjórir létust í mótmælaaðgerð- um sem brutust út í þorpinu Lira eftir að herinn sendi frá sér ofan- greinda yfirlýsingu. Æstur múgur barði tvo menn til dauða en tveir féllu og að minnsta kosti fimm særðust þegar lögreglan skaut að mannfjöldanum. Vaxandi óánægju hefur gætt meðal íbúa í norðurhluta Úganda sem krefjast þess að stjórnvöld skeri upp herör gegn uppreisnar- mönnum. Hátt í 200 óbreyttir borgarar féllu í árásinni síðustu helgi. ■ UMBOÐ FRAMLENGT Ríkisstjórn- in hefur fallist á tillögu félags- málaráðherra um að framlengja umboð Flóttamannaráðs um eitt ár. Hlutverk ráðsins er að leggja til við ríkisstjórnina heildar- stefnu og skipulag er varðar mót- töku á flóttamönnum. AUKIN ÖRYGGISGÆSLA Hert hefur verið á öryggisgæslu Jacques Chirac forsætisráð- herra eftir að einn helsti for- ystumaður al-Kaída hryðju- verkahreyfingarinnar for- dæmdi bann Frakka við því að múslimastúlkur bæru slæður í skólum landsins. Chirac er í op- inberri heimsókn í Ungverja- landi. FÓRST Í SJÚKRAFLUGI Kona sem slasaðist alvarlega í skíðaslysi í Austurríki lét lífið þegar þyrla sem átti að flytja hana á sjúkra- hús hrapaði. Flugmaður þyrl- unnar, læknir og sjúkraliði slös- uðust allir í flugslysinu og voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús. VEIÐAR Samkvæmt upplýsingum sem sjávarútvegs- ráðherra hefur gert opinberar á Alþingi að beiðni Össurar Skarphéðinssonar er lúðu- stofninn í mikilli lægð og er ástandið orðið langvinnt. Einnig er ástand skötustofnsins slæmt og veiðiálag á hann of mikið. SÍLDVEIÐAR Ekkert er að gerast í samningum við Norðmenn um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. „Það ber heilmikið í milli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.