Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004                                              !       !    "" # $    %  "         "   & '(  ! )# *    +(     , !   # $ !      -       .        )              #          !  #         !   ) /   % "   )0  !    1+ &      # /   %       '2(    #   ! &  &  .      ! &#    3(    !) 4    .     ) 5     )                                                  !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -               HNEFALEIKAR Fjörutíu ár voru í gær liðin frá sögufrægum bardaga Muhammad Ali og Sonny Liston um heimsmeistaratitilinn í hnefa- leikum. Liston var þáverandi meistari og allir spáðu honum sigri en áskorandinn Ali kom, sá og sigraði. „Þetta var mikilvægasti bar- daginn minn vegna þess að ég sannaði að ég væri nógu góður til að vera meistari,“ sagði Ali í við- tali við The Times. „Fyrst var ég hræddur. Fólk hélt að hann myndi rústa mér en ég sannaði hið gagn- stæða.“ Ali, sem hét þá skírnar- nafni sínu Cassius Clay, vann bar- dagann auðveldlega. Liston gafst upp sitjandi í horni sínu eftir sjöttu lotu. Kapparnir mættust aftur ári síðar og þá vann Ali á ný með rothöggi í fyrstu lotu. ■ ALI Vann Liston auðveldlega eftir sex lotu bardaga. 40 ár frá viðureign Ali og Liston: Mikilvægasti bardaginn EIÐUR SMÁRI Eiður Smári Guðjohnsen berst um boltann við Philipp Lahm, leikmann Stuttgart, í leik liðanna í gær. FÓTBOLTI Manchester United sótti Porto heim og var hart barist frá upphafi til enda. Quinton Fortune kom United í 1-0 á 14. mínútu eft- ir að Vitor Baia, markvörður Porto, hafði varið skot frá Paul Scholes. Þetta var 300. mark United í Meistaradeildinni og í Evrópu- keppni meistaraliða. Suður-Afr- íkumaðurinn Benni McCarthy jafnaði metin fyrir heimamenn fimmtán mínútum síðar eftir sendingu frá Dmitri Alenichev. Staðan í hálfleik var því 1-1. McCarthy bætti síðan öðru marki sínu við fyrir Porto þegar 15 mín- útur voru til leiksloka með frá- bæru skallamarki í þverslána og inn. Þrátt fyrir 2-1 tap er staða United-manna engu að síður ágæt fyrir heimaleik þeirra á Old Trafford enda skoruðu þeir mikil- vægt mark á útivelli. Þess má geta að Roy Keane, harðjaxlinn í liði United, var rekinn út af á 87. mínútu eftir að hafa stigið ofan á markvörðinn Vitor Baia. Keane missir því af síðari leik liðanna og er það skarð fyrir skildi í liði United. Chelsea vann góðan útisigur á Stuttgart, 1-0. Sigurmark Lund- únaliðsins kom eftir tíu mínútna leik. Boltinn hrökk þá af Fernando Meira, leikmanni Stuttgart, í eigið net eftir sendingu frá Glen John- son. Eiður Smári Guðjohnsen, sem hóf leikinn í framlínunni ásamt Hernan Crespo, fékk gott færi eft- ir hálftíma leik en tókst ekki að nýta það. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Chelsea og tókst liðinu að halda forystunni allan síðari hálf- leikinn. Sigur Chelsea var óvænt- ur, því fyrir leikinn hafði Stuttgart unnið alla þrjá heimaleiki sína í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Deportivo vann Juventus á Spáni með einu marki gegn engu. Alberto Luque skoraði sigurmark Deportivo undir lok fyrri hálfleiks eftir að Frakkanum Lilian Thuram tókst ekki að hreinsa boltann frá markinu. Lyon frá Frakklandi vann óvæntan útisigur á spænska liðinu Real Sociedad. Það var sjálfsmark Gabriel Schurrer, leikmanns Real, sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Síðari leikirnir í 16 liða úrslit- um Meistaradeildarinnar verða háðir dagana níunda og tíunda mars. ■ ÚRSLIT Í GÆR Deportivo-Juventus: 1-0 Stuttgart-Chelsea: 0-1 Porto-Manchester United: 2-1 Real Sociedad-Lyn: 0-1 AP /M YN D Chelsea og United í ágætri stöðu Seinni fjórir leikirnir í 16 liða úrslitum meistara- deildar Evrópu fóru fram í gærkvöldi. Chelsea og Manchester Utd. eru í ágætri stöðu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.