Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 25
25FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 ■ Kvikmyndir Það er algengur misskilningurað það að vinna Óskarsverð- launin sé ávísun á blómlegan frama í Hollywood. Margir leikar- ar hafa hreinlega horfið af hvíta tjaldinu eftir að hafa unnið. Aðrir upplifðu hápunkt ferils síns á Óskarskvöldinu og nokkrir virð- ast hafa misst allan metnað og að- eins tekið hæstu tilboðum eftir sigurinn, sama hversu slæm kvik- myndahandritin voru. Hver man ekki eftir leikaran- um F. Murray Abraham? Hmm... hann vann nú samt Óskarinn og Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 1984 fyrir myndina Amadeus. Honum gekk mjög illa að fá hlut- verk þrátt fyrir sigurinn og var kominn í sjónvarpið strax í upp- hafi tíunda áratugarins. Louise Fletcher vann aukaleik- araverðlaunin fyrir One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975 en hefur þurft að sætta sig við aukahlutverk í B-myndum síð- an. Mercedes Ruehl átti blóm- legan feril alveg þar til að hún vann Óskarinn fyrir aukahlut- verk sitt í The Fisher King árið 1991. Eftir það hefur hún þurft að sætta sig við ömurleg hlut- verk. Óheppnastur var Haing S. Ngor sem vann fyrir aukahlut- verk sitt í The Killing Fields árið 1984. Hann náði að vinna sér inn fyrir húsaleigunni í 12 ár á eftir, þangað til hann var drepinn vegna afstöðu sinnar í mannrétt- indamálum. Það er nánast eins og það hvíli bölvun yfir því að vinna Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. Þær konur sem vinna þar hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í Hollywood. Sem dæmi um þetta má nefna Miru Sorvino, sem vann fyrir Mighty Aphrodite árið 1995, Marisu Tomei, sem vann fyrir My Cousin Vinny árið 1992, Whoopi Goldberg, sem vann fyrir Ghost árið 1990, Kim Basinger, sem vann fyrir L.A. Confidential árið 1997, og Önnu Paquin, sem vann fyrir The Piano árið 1993, þá 13 ára gömul. Hún tók reyndar þá ákvörðun að einbeita sér að skólanum frekar en leiklist eft- ir sigurinn. Ekki hafa allir karlleikarar nýtt sér sigurinn sem skyldi. Þar má nefna George Kennedy sem vann fyrir myndina Cool Hand Luke árið 1967 en missti svo fer- il sinn í sandinn og Cuba Gooding Jr. sem vann árið 1996 fyrir Jerry Maguire en sést aðeins þessa daganna í barna- eða froðu- myndum. Þær leikkonur sem hafa unnið aðalleikaraverðlaunin hafa oft misstigið sig í hlutverkavali. Þar má nefna Gwyneth Paltrow sem vann fyrir Shakespeare in Love árið 1998. Hún hefur átt erfitt uppdráttar og fallið í froðu og þunglyndi frá því að hún vann. Helen Hunt hefur lítið sést frá því að hún vann fyrir As Good as It Gets árið 1997 og Hilary Swank sést varla lengur þrátt fyr- ir að hafa unnið styttuna eftir- sóttu árið 1999 fyrir Boys Don’t Cry. Aðrar skvísur, Angelina Jolie og Halle Berry, virðast svo hafa meiri áhuga á því hversu há launaávísunin er og hafa baðað sig í froðu frá því að þær unnu stytturnar. Angelina Jolie hefur ekki sést í bitastæðu hlutverki frá því að hún vann fyrir Girl, Inter- rupted árið 1999 og Halle Berry virðist ætla að fara sömu leið þrátt fyrir sigurinn árið 2002 fyr- ir Monster’s Ball. ■ Igby Goes Down fjallar um IgbySlocumb, gáfaðan sautján ára uppa frá New York, sem virðist ekkert allt of þakklátur fyrir það líf sem honum var gefið. Þannig á hann heilmikið sameiginlegt með Holden Caufield, aðalpersónu bókarinnar Bjargvætturinn í grasinu eftir J.D. Salinger. Igby er kaldhæðinn djöfull sem er ekkert stoltur af því að foreldrar hans eigi sand af seðl- um. Hann er í andlegri uppreisn gegn fjölskyldu sinni en liðsmenn hennar ganga fæstir heilir til skógar. Pabbi hans er geðklofi, mamma hans úti á þekju og eldri bróðir hans stjórnsamur pólitíkus og hákarl á uppleið. Igby er handviss um að hans bíði betra líf annars staðar og er staðráðinn í því að finna það. Þeg- ar hann áttar sig á því að hann er búinn að klúðra námsferli sínum í rándýrum einkaskóla flýr hann til New York og fótar sig í listasen- unni á Manhattan. Þar kynnist hann fleiri týndum sálum sem gera lítið annað en að flækja líf hans enn meira. Það virðist vera nær óumflýjanlegt fyrir Igby að falla á botninn. Aðalleikari myndarinnar, Ki- eran Culkin, hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn og unnið til verðlauna. Hann er yngri bróðir barnastjörnunnar Macaulay Culkin, sem lék í Home Alone- myndunum. ■ SMS um myndirnar í bíó COLD MOUNTAIN Gagnrýnandi Fréttablaðsins var bara nokkuð hrifinn af stórmyndinni Cold Mountain, sem tilnefnd er til 7 Óskarsverðlauna. Igby á niðurleið Kvikmyndir ÓSKARSVERÐLAUNIN ■ Verða afhent í 76. skiptið í Los Angel- es á aðfaranótt mánudags. En er það svo mikið happ að fá Óskar frænda upp á arinhillu? Er svo gott að vinna Óskarinn? F. MURRAY ABRAHAM Hver man ekki eftir F. Murray Abraham? Hér sést hann í Óskarsverðlaunarullu sinni í Amadeus og svo sem geimvera í Star Trek 14 árum síðar. Cold Mountain „Ef litið er framhjá því hvað aðalhetjurnar eru fáránlega fagrar og hvað illmennin eru óskaplega ill (eitt dusilmennið er al- binói) er hér á ferðinni virkilega vönduð og heillandi stórmynd sem allir sem hafa elskað ættu að sjá.“ KD House of Sand and Fog „Leikararnir eru hver öðrum betri og ber sérstaklega að nefna írönsku leikkonuna Shohreh Aghdashloo, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og er vel að því komin. Myndin hentar ekki þung- lyndum eða þeim sem stóla á farsælan endi. Hins vegar ættu áhugasamir um dramatískar og grípandi kvikmyndir hik- laust að skella sér. Góða skemmtun?“ KD Gothika „Peningur og bestu fagmenn í bransanum geta ekki bætt upp fyrir gallað handrit. Það eru gloppur og gryfjur í söguþræðin- um sem ná að eyðileggja upplifunina. Þegar nær dregur endanum missir mynd- in algjörlega flugið, sem er synd því að flugtakið var vel heppnað og þjónustan um borð mjög fagmannleg.“ KD Lost in Translation Virkilega hugljúf og manneskjuleg kvik- mynd. Hún hefur dáleiðandi áhrif, þökk sé að hluta til frábærri tónlist, og nær að hrífa áhorfandann með sér í óvenjulegt og mjög svo skemmtilegt ferðalag. Drífið ykkur í bíó! KD Monster Hér er á ferðinni óslípaður demantur. Lítil mynd með risastórt og miskunnarlaust hjarta... Einföld og beinskeytt leikstjórn Patti Jenkins skilar eftirminnilegri mynd þar sem Charlize Theron fer með leiksig- ur. Óskarinn er hennar. KD Something’s Gotta Give „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu fyndin myndin var. Hafði séð sýnishornið og óttaðist að búið væri að spila út öllum bröndurunum þar, en svo er ekki. Fínasta skemmtun.“ BÖS Big Fish Big Fish er glæsilegt ævintýri. Hún fær þig til að hlæja, gráta og hrífast með. Hreinn unaður frá upphafi til enda. Fimm stjörnur! BÖS 21 Grams Þessi mynd er stórkostleg þó að hún sé ljót, og hjálpar okkur að skilja mannlega hegðun. Það er nefnilega auðvelt að skilja allar ákvarðanir persónanna, þó að þær séu oftast sjúkar og rangar. BÖS The Haunted Mansion Sem fjölskyldumynd er þetta ágætis skemmtun og mun betra en þetta Disney-drasl sem þjóðinni er boðið upp á á hverjum föstudegi. Það er bara sorglegt að sjá hvað hefur orðið af Eddie Murphy og hvernig hann hefur þróast sem grín- leikari. SS THE PASSION OF THE CHRIST Hin umtalaða mynd Mel Gibson um síð- ustu klukkustundirnar í lífi Jesú Krists verð- ur frumsýnd hér á landi 12. mars en ekki 2. apríl eins og upphaflega stóð til. Mikið hefur verið skrifað um myndina enda verða trúmál alltaf hitamál. Hér sést leikar- inn Jim Caviezel í hlutverki Jesú. IGBY GOES DOWN Heimilislífið hjá Igby er ekkert sérstaklega heilbrigt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.