Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 15
Í ljósi þess að um störf mín viðHeilsugæslustöðina í Búðar- dal og í sveitarstjórn Dala- byggðar hefur verið fjallað í fjölmiðlum undanfarna mánuði, vil ég koma eftirfarandi á fram- færi. Óformlegar upplýsingar Fáum hefur dulist að sótt hef- ur verið að mér síðustu misserin með ýmsum hætti. Hugmyndaflug S-lista-manna í sveitarstjórn Dalabyggðar hef- ur verið með eindæmum og einskis látið ófreistað í þeirri viðleitni að koma mér á kné. Þóra Stella Guðjónsdóttir, þriðji maður á S-lista og stjórn- armaður í rekstrarnefnd dvalar- heimilisins Silfurtúns, sendi inn formlegt erindi til Landlæknis- embættisins í byrjun desember sl. þar sem hún fer fram á tafar- lausa rannsókn á því hvort ég hafi brotið lög um persónu- vernd, reglur vísinda- og siða- nefndar og ekki síst trúnað og þagnarskyldu gagnvart skjól- stæðingum mínum á dvalar- heimilinu Silfurtúni. Var mér gert að sök að vinna „skýrslu“ um heilsufar vistmanna í heim- ildarleysi og án nokkurrar vit- neskju stjórnar og vistmanna. Meint skýrsla ku hafa verið unnin vegna náms sem ég stunda og átti ég að hafa sent hana til Kanada og víðar. Í of- análag var mér gefið að sök að hafa vegið mjög að starfsheiðri starfsmanna heimilisins og sak- að þá um vanhirðu. Málflutning sinn byggði Þóra Stella á óform- legum upplýsingum er hún mun hafa fengið á stjórnarfundi dvalarheimilisins þann 28. nóv- ember 2003. Gróf aðför að starfsheiðri Þess má geta að ég sem hjúkrunarfræðingur annaðist RAI-mat fyrir skjólstæðinga heimilisins sem sýnir fram á raunverulegan aðbúnað og ástand skjólstæðinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum og er m.a. stuðst við það mat við út- reikninga á hjúkrunarþyngd. Enn fremur er rétt að geta þess að ég vann að verkefni í heilsu- hagfræði sl. haust vegna náms sem ég stunda er fjallaði um breytt rekstrarform ónafn- greinds dvalarheimilis úti á landi. Í því verkefni var ekki unnið með neinar persónulegar upplýsingar né trúnaðarmál, eingöngu tillögur að breyttu rekstrarformi í hagfræðilegum skilningi. Eftir athugun á málatilbúnaði Þóru Stellu úrskurðaði Land- læknisembættið að ásakanir hennar í minn garð væru með öllu tilhæfulausar. Sú niður- staða kom mér hreint ekki á óvart enda málflutningur henn- ar gróf aðför að starfsheiðri mínum og æru. Skuldastaða mína við sveitarfélagið Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti S-lista, lagði fram bókun með fyrirspurn um skuldastöðu mína við sveitarfélagið og Hita- veitu Dalabyggðar, á opnum sveitarstjórnarfundi í desember sl., sem um 40 manns sóttu. Sem reyndur sveitarstjórnarmaður og fyrrverandi oddviti ætti hon- um að vera ljóst að slíkar fyrir- spurnir eru ekki lagðar fram á opnum fundum enda varða slík- ar upplýsingar trúnað og þagn- arskyldu við íbúa. Hins vegar hefur hann, eins og allir sveitar- stjórnarmenn, ótakmarkaðan aðgang að gögnum sveitar- félagsins og því auðsótt mál fyr- ir hann að fá slíkar upplýsingar og meðhöndla sem trúnaðarmál. Ekki er gott að segja til um hvað Sigurði Rúnari gekk til en vart hefur bókun hans verið lögð fram vegna umhyggju um minn hag á þessum síðustu og verstu tímum. Rétt er að geta þess að sveitarstjóri bauð mér samning vegna greiðslna minna við sveit- arfélagið sem fól í sér að laun mín gengu beint inn á viðskipta- mannareikning minn hjá sveit- arfélaginu og voru þau skulda- jöfnuð vegna húsaleigu og fleira. Slíkt fyrirkomulag er al- gengt hjá sveitarfélögum og sem sveitarstjórnarmaður í byggðarráði voru þau gögn Sig- urði Rúnari aðgengileg hvenær sem hann óskaði eftir eða taldi þörf á. Tilgangurinn að sverta mig og skaða mannorð mitt Félagsmálaráðuneytið hefur að beiðni minni fjallað um bókun Sig- urðar Rúnars og kemur m.a. fram í áliti ráðuneytisins að slíkar fyr- irspurnir eigi ekki rétt á sér á opn- um fundum sveitarstjórna enda um viðkvæm trúnaðarmál að ræða sem heyra undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna sem og starfsmanna sveitarfélaga. Aðfarir þessar virðast gerðar í þeim eina tilgangi að sverta mig og skaða mannorð mitt og svo er um fleiri sem hafa verið gerðar á síðustu misserum. Við skulum spyrja að leikslokum. ■ Við töldum rétt að láta ykkur,áskrifendur ríkissjónvarps- ins, vita að Sjónvarpið mun ekki kaupa meira íslenskt efni á þessu ári. Jú, jú, við endurtökum, ekk- ert meira íslenskt efni verður keypt á árinu að óbreyttu. Það er febrúar, og sjoppunni hefur verið lokað. Mikil gróska Á undanförnum árum hefur verið talað um mikla grósku, jafnvel sprengingu, í íslenskri heimildarmyndagerð. Við undir- ritaðir tökum undir þetta, það hefur átt sér stað bylting með til- komu stafrænnar upptökutækni. Ríkissjónvarpið hefur með litlu móti getað tekið á móti þess- ari grósku og aðstandendur þess ekki sýnt nægilega ábyrgð sem nær eini kaupandinn. RÚV hefur greitt lágar fjárhæðir fyrir inn- lendar heimildarmyndir. Þetta er öðruvísi en áður var og hefur ástandið stigversnað undanfarin ár. Þegar farið er fram á skýring- ar á þessu er lítið um svör. Ef ekki verður tekið á þessu máli sem allra fyrst er hætt við að illa fari. Þeir sem bera ábyrgð á fjár- magni til innlends dagskrárefnis á RÚV hafa ekki staðið sig. Menntamálaráðherra og síðast en ekki síst kvikmyndagerðar- menn bera mikla ábyrgð á þessu ástandi. Kaupverð heimildarmynda Að ekki skuli vera enn, árið 2004, hlúð að svo mikilvægum samtímaheimildum og menningu sem fylgja iðngreininni er með öllu óskiljanlegt. Vegna fjárhags- þrengsla RÚV hefur kaupverð á heimildarmyndum verið vel und- ir eðlilegum mörkum og þær að- stæður sem dagskrárstjóra inn- lends dagskrárefnis RÚV er boð- ið upp á eru algerlega óþolandi. Nýstofnuð heimildarmyndadeild undir Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur bætt eilítið úr skák, en það eitt og sér bætir sáralítið upp það tekjutap sem greinin líður. RÚV stundar viðskipti við margar starfsgreinar, svo sem lögmenn, tölvusérfræðinga, leigubílstjóra, myndatökumenn og svo framvegis. Kvikmyndar- gerðarmenn sem Sjónvarpið kaupir efni af eru þeir einu sem verða að samþykkja að vinna undir taxta. Þessi listgrein sem aðrar hefur það eðli að velgengni innan henn- ar veltur á frumkvæði og frum- leika í verki. Svo virðist í þessu samfélagi sem öðrum kapitalísk- um samfélögum að þegar fólk er „ráðið“ til að gera eitthvað þá fái það borgað, frumkvæði framkall- ar samúðarsvip og undirborgun, líkt og þegar maður hélt tombólu sem krakki. Afar margar fram- bærilegar myndir og kvikmynda- gerðarmenn hafa orðið fyrir barð- inu á þessu ástandi. Auka þarf fjármagn K v i k m y n d a g e r ð a r m e n n , menntamálaráðherra og RÚV hafa sofnað á verðinum. Við þessari þróun þarf að sporna. Við undirritaðir krefjumst þess af menntamálaráðherra að auknu fjármagni verði veitt til kaupa á ís- lenskum heimildarmyndum og að RÚV verði skapað það starfs- umhverfi sem það á skilið. Stofnunin veltir rúmlega þrem- ur milljörðum á ári og af því eru um 50 milljónir til kaupa á heimild- armyndum. Leggjum til að sú tala verði hækkuð í að minnsta kosti 100 milljónir, svo að ástandið verði viðunandi. ■ 15FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2004 THE ICELANDIC FOOD AND HOSPITALITY SHOW FÍFAN SÝNINGARHÖLL, SMÁRANUM, KÓPAVOGI FEBRÚAR, 2004 KAUPSTEFNA DAGSKRÁ FIMMTUDAGUR KL. 16.00 - 20.00 FÖSTUDAGUR KL.10.00 - 20.00 FIMMTUDAGUR 26/2 KL. 16.00 - HÚSIÐ OPNAÐ - Opnunarhóf í boði landbúnaðarráðherra KL. 16.30 - SETNING SÝNINGARINNAR MATUR 2004 ÁVÖRP FLYTJA: Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogsbæjar Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf. Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra KL. 16.00 - 20.00 KJÖTIÐNAÐUR -Útstilling og dæming KL. 16.00 - 20.00 Svæði matreiðslu- og framreiðslumanna -Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu FÖSTUDAGUR 27/2 KL. 11.00 - 20.00 ELDHÚS 1-5 -Forkeppni í keppninni um Matreiðslumann ársins 2004 KJÖTIÐNAÐUR -Útstilling og dæming Kl. 12.00 - 18.00 Þjóna- og kokkasvæði -Æfing nema í framreiðslu vegna Norrænu nemakeppninnar KL. 13.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna KL. 16.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna OPI‹ UM HELGINA FYRIR ALMENNING Yfirlýsing GUÐRÚN JÓNA GUNNARSDÓTTIR ■ hjúkrunarfræðingur skrifar um starf sitt í Dalabyggð. Umræðan Kæru áhorfendur ríkissjónvarpsins ÓLAFUR JÓHANNESSON OG RAGNAR SANTOS ■ skrifa um íslenskt efni í Ríkissjónvarpinu. Umræðan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.