Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 8
8 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Blankir hjá RÚV „Peningunum er varið í ólymp- íuleika og EM í handbolta á meðan íslenskir kvikmynda- gerðarmenn mega éta það sem úti frýs“. Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður í DV 25. febrúar um þá stöðu sem uppi er hjá Ríkisút- varpinu þar sem peningar til innlendrar dag- skrárgerðar eru uppurnir. Tímafrek rannsókn „Kannski er þessi deild undir- mönnuð“. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Geralds Sullenberger, í Fréttablaðinu 25. febrúar um rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra á Baugsmálinu sem enn sér ekki fyrir endann á 18 mánuðum eftir að hún hófst. Margt breytt „Mér sýnist að margt hafi breyst. Eftir að kommúnisminn hrundi er hér bjartara yfir eins og gerðist allstaðar þar sem slíkar stefnur hverfa“. Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið 25. febrúar í tilefni af opinberri heimsókn sinni til Úkraínu. Orðrétt Tvö þjóðlendumál hafa fallið ríkinu í óhag í Héraðsdómi Suðurlands: Ríkið áfrýjar til Hæstaréttar ÞJÓÐLENDUR Dæmt hefur verið í tveimur þjóðlendumálum í Héraðs- dómi Suðurlands og voru báðir dóm- arnir ríkinu í óhag. Samkvæmt upp- lýsingum frá Ríkislögmanni hefur báðum málunum verið áfrýjað til Hæstaréttar. Reiknað er með að mál- in verði tekin fyrir í Hæstarétti í haust. Málin eru mjög skyld og tengjast bæði þjóðlendum í uppsveitum Ár- nessýslu, en það svæði var hið fyrsta sem óbyggðanefnd fjallaði um. Í öðru málinu vildi ríkið ógildingu á úrskurði óbyggðanefndar um þjóð- lendur í Biskupstungum. Héraðs- dómur Suðurlands hafnaði kröfum ríkisins og komst að þeirri niður- stöðu að land innan landamerkja jarða bænda í Biskupstungum teldist ekki til þjóðlendna eins og ríkið hélt fram. Í hinu málinu stefndi Blá- skógabyggð ríkinu vegna afréttar sem nær inn undir Hveravelli. Í hér- aði þótti sannað að Bláskógabyggð ætti landið á grundvelli kaupsamn- ings frá því um miðja 19. öld þegar Biskupstungnahreppur keypti landið af kirkjum í Biskupstungum. Dóm- urinn féll því Bláskógabyggð í hag. Ástæðan fyrir því að ríkið hefur áfrýjað þessum dómum er að það tel- ur mikilsverða opinbera hagsmuni fólgna í því að dómstólar skeri strax úr um helstu lögfræðileg álitaefni. Málin eru með öðrum orðum talin hafa fordæmisgildi fyrir mál sem kunna að koma upp síðar. ■ Hreinn og klár skrípaleikur Formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar segir ótækt að ríkið sé að gera kröfur í þinglýst eignarlönd. Hann segir framkvæmd laganna um þjóðlendur allt aðra en hann hafi átt von á. Margeir Ingólfsson, formaðurbyggðaráðs Bláskógabyggð- ar, gagnrýnir harðlega framferði ríkisins í þjóðlendumálinu. „Það var farið af stað með það fyrir augum að skera úr um eign- arhald á landi sem enginn gæti sannað eignarhald á,“ segir Mar- geir. „Það voru allir sammála um að ef ekki væri hægt að sanna eignarhald á landi myndi það falla undir þjóðlendur. Síðan kemur rík- ið með kröfugerðir sem ná langt út fyrir þetta, því alls staðar er það að gera kröfur á þinglýst eignar- lönd. Mér finnst þetta mál í raun allt hreinn og klár skrípaleikur.“ Margeir segist ekki hafa átt von á því að framkvæmd laga um þjóð- lendur, sem samþykkt voru 1998, yrði með þeim hætti sem raun beri vitni. „Ríkið gerði þá kröfu að það yrði klipið af þeim jörðum sem næstar væru hálendinu og dregin lína rétt fyrir ofan bæjarásinn og það er ósanngjarnt. Ég bý á einni efstu jörð Biskupstungna. Af hverju má ég ekki eiga mína jörð alveg eins og einhver á jörð við Stokkseyri? Af hverju er sú eign- arheimild eitthvað ómerkari en önnur? Af hverju var línan ekki dregin við Selfoss, hver eru rök- in?“ Bláskógabyggð fór í mál vegna úrskurðar óbyggðanefndar um að hluti efstu jarða í Biskupstungum væri eign ríkisins. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi Bláskóga- byggð í hag meðal annars á grundvelli kaupsamnings frá því um miðja 19. öld þegar Biskups- tungnahreppur keypti landið af kirkjum í Biskupstungum. Ríkið hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Margeir segist hóflega bjart- sýnn á að Hæstiréttur staðfesti dóminn. „Það er hins vegar alveg ljóst að ef þetta 150 ára gamla afsal hjá okkur heldur ekki, þá heldur ekki heldur nokkurra ára gam- alt afsal Orkuveitunnar.“ Margeir segir ansi merkilegt að loksins núna, þegar ríkið hafi gert kröfur í jarðir á Suðvestur- landi, hafi þjóðlendumálið náð eyrum almennings og ýmissa ráðamanna. „Þegar ríkið gerði kröfur í jarðir á Suðurlandi virtist við- horfið vera það að bændur væru að reyna að leggja undir sig há- lendið með frekju og yfirgangi. Nú er ríkið farið að höggva nær mönnum og þá rísa þeir á aftur- lappirnar.“ trausti@frettabladid.is BRÉF FRÁ TITANIC SELT Á UPP- BOÐI Bréf sem einn af farþegum skemmtiferðaskipsins Titanic skrifaði áður en lagt var upp í hina örlagaríku siglingu yfir Atl- antshafið var selt á uppboði fyrir sem svarar um 1,7 milljónum ís- lenskra króna. Sex manns buðu í bréfið, sem ritað var fimm dög- um áður en skipið sigldi á ísjaka og sökk 15. apríl 1912. Bréfritar- inn hafði farið frá borði þegar skipið kom við í Cherbourg í Frakklandi. 43 KÍLÓ AF HERÓÍNI Í RÚTUNNI Rúmenska lögreglan lagði hald á 43 kílógrömm af heróíni sem fannst í rútu í norðausturhluta landsins. Fjórir Tyrkir og tveir rúmenskir rútubílstjórar hafa verið handteknir vegna málsins. TÖK stendur fyrir „Tölvuökuskírteini” – European Computer Driving License (ECDL) og er alþjóðleg viður- kenning á tölvufærni viðkomandi, útgefið af Skýrslutæknifélagi Íslands. Hagnýtt og skemmtilegt 90 stunda tölvunámskeið þar sem nemendum gefst kostur á að taka TÖK próf samhliða náminu og öðlast þar með alþjóðlega viður kenningu á tölvukunnáttu sinni. Tími: Morgunnámskeið hefst 1. mars Kvöldnámskeið hefst 15. mars. Stgr.verð: 61.275.- Grunnatriði upplýsingatækni Windows stýrikerfið Ritvinnsla með Word Excel töflureiknir Tölvupóstur og Internetið Access gagnagrunnur Power Point glærugerð Námsgreinar Sláttuvélamarkaðurinn Faxafeni 14 SÍMI 517-2010 OG 897-3613 Notaðir Golf bílar á góðu verði Hæstiréttur í Bandaríkjunum: Aftöku frestað á elleftu stundu WASHINGTON, AP Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað á elleftu stundu að fresta aftöku fanga í Texas. Fregnir af úrskurðinum bárust í fangelsið níu mínútum áður en aftakan átti að fara fram. Delma Banks var fundinn sek- ur um að hafa drepið fyrrum sam- starfsmann sinn á skyndibitastað í Texas árið 1980. Dómararnir samþykktu einhljóða að gefa Banks annað tækifæri til að áfrýja dauðadómnum og gagn- rýndu harðlega þá embættismenn í Texas sem fóru með mál hans. Í úrskurði hæstaréttar kemur fram að Banks hafi ekki fengið sann- gjarna málsmeðferð þar sem sak- sóknarar hafi haldið mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir verj- endum. ■ UPPSVEITIR ÁRNESSÝSLU Tvö dómsmál hafa fallið sem tengjast þjóðlendum í uppsveitum Árnessýslu. Svæðið var hið fyrsta sem óbyggðanefnd tók til málsmeðferðar. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Margeir Ingólfsson segir ansi merkilegt að loksins núna, þegar ríkið hafi gert kröfur í jarðir á Suðvesturlandi, hafi þjóðlendumálið náð eyrum almennings og ýmissa ráðamanna. Forsvarsmenn Orkuveitunnar eru á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kröfugerðina harðlega. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.