Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 16
Flestir af þessum viðburðumeru þess eðlis að við erum mjög stolt að hafa fengið þá hing- að á listahátíð,“ segir Þórunn Sig- urðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, sem verður haldin dagana 14. – 31. maí. Dagskrá listahátíðar hefur verið kynnt og kennir þar margra grasa á nær öllum listsviðum. „Við erum sérstaklega stolt að fá leikhóp frá þjóðleikhúsi Georgíu sem mun sýna Þrett- ándakvöld eftir Shakespeare og rússneskan munkakór frá Moskvu. Hvorugur hópurinn er mikið á ferðinni á listahátíðum þessi árin og því mjög sérstakt að fá þá hingað. Olga Borodina, óp- erusöngkona, millilendir hér á milli óperuhúsanna í Metropolit- an og Scala og syngur með Sin- fóníuhljómsveitinni. Þá erum við mjög spennt fyrir írsk-íslenska verkefninu þar sem Hilmar Örn og Donal Lunny munu leiða saman hesta sína. Það verður gaman að sjá hvernig þessi tónlistararfur Íra og Íslend- inga á eftir að blandast saman. Hérna er verið að búa til nýtt verkefni en ekki bara að túra á milli landa. Fyrir okkur er það mikið atriði að listafólkið á hátíð- inni sé á leiðinni upp en ekki nið- ur, að þetta sé fólk á leiðinni á tindinn. Ef það hefur verið þar lengi, eins og nóbelskáldið Seam- us Heaney, veljum við fólk sem er alltaf að gera nýja og ferska hluti en eru ekki bara seld vöru- merki.“ Auk allra erlendu listamann- anna verður mikið af innlendum listamönnum sem munu taka þátt. „Það er ekki nema einn mælikvarði sem gildir um þátt- töku listamanna á alþjóðlegum listahátíðum og við erum ekki í neinum smáþjóðaleikum. Ís- lenskir listamenn sem verða á hátíðinni eru allir með nýstárleg verkefni sem við sjáum ekki dags daglega.“ Einnig segir Þórunn að íslensku listamennirnir væru ekki valdir til þátttöku nema því einungis að þeir hefðu eitthvað fram að færa. „Listahátíðin mun einkennast af fjölbreytni og andstæðum og á henni verður eitthvað sem höfðar til sem flestra.“ svanborg@frettabladid.is 16 26. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Það hefur verið einstaklegagefandi að ganga niður Laug- aveginn að Austurstræti frá því á fimmtudag en þá var lífgað upp á Bankastrætið með því að breyta ljósastaurum í risavaxna túlibana auk þess sem ný högg- mynd eftir Steinunni Þórarins- dóttur var afhjúpuð, gangandi vegfarendum til aukins munað- ar. Verkið heitir Rætur og sýnir tvær ryðgaðar manneskjur veita hvorri annarri félagsskap. „Ég hef notað töluvert mikið pottjárn sem ryðgar,“ segir Stein- unn. „Ég nota mjög mörg mismun- andi efni og það er yfirleitt ein- hver ástæða fyrir efnisvalinu. Ryðgaða járnið er þá tenging við jörðina og hið jarðbundna. Stund- um hef ég notað ál sem mótvægi við það sem táknar þá himininn.“ Manneskjurnar tvær í Banka- strætinu eru rammaðar inn í kassa sem stíga upp úr jörðinni. Steinunn hefur mun betri lýsingu á þessu. „Upp úr götunum á köss- unum vaxa tvær manneskjur. Þar er þetta stífa form á móti hinu líf- ræna sem vex upp. Þar er teng- ingin við titilinn. Þetta er eins og tré sem vex upp. Rætur eru mjög viðkvæmur hluti af plöntunni en um leið kannski sá sterkasti. Manneskjurnar eru andspænis hvor annarri.“ Steinunn segir manneskjurnar vera kynlausar en verkið er gjöf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til Reykjavíkurborgar. Steinunn hefur ekki ennþá lent í því að ölvaðir listamenn nætur- lífsins bæti höfundareinkennum sínum á verk hennar en miðað við staðsetningu nýju höggmyndar- innar hlýtur það að teljast líklegra en áður. „Nú reynir á borgarbúa,“ segir Steinunn og hlær. „Þarna er mikið að gerast um helgar en verkið þolir nú ýmislegt. Ég vona að menn fari mjúkum höndum um Ræturnar.“ ■ Sverrir Hermannsson, fyrrv. ráðherra, er 74 ára í dag. Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðar- maður er 45 ára í dag. Bjarni Guðjónsson knattspyrnumaður er 25 ára í dag. Listir LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK ■ Dagskráin fyrir 14. – 15. maí hefur verið kynnt. Listir RÆTUR Í BANKASTRÆTI ■ Ný höggmynd eftir Steinunni Þórar- insdóttur var afhjúpuð í síðustu viku í Bankastrætinu.MICHAEL BOLTON Söngvarinn og hjartaknúsarinn er 51 árs. 26. febrúar STEINUNN OG RÆTUR Steinunn með ryðguðum börnum sínum í Bankastrætinu. Ryðgað fólk í Bankastræti Sex manns fórust og rúmlegaþúsund fórust þegar íslamskir öfgamenn sprengdu sprengju í bílageymslu World Trade Center í New York. Sprengingin olli miklu uppnámi á Manhattan enda brást lögregla harkalega við og lokaði götum og stöðvaði ferðir neðan- jarðarlesta. Lögreglan lokaði einnig Empire State byggingunni vegna sprengjuhótunnar sem reyndist vera gabb þegar upp var staðið. Flestir þeirra sem voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna þjáðust af reykeitrun en krabba- meinsvaldandi asbestryk dreifð- ist í miklu magni á staðnum og hamlaði meðal annars rannsókn- arvinnu um stund. Dökkan reyk lagði upp eftir skrifstofubyggingunni og yfir næsta nágrenni hennar á Manhatt- an. Lyftur voru stöðvaðar og fólk neyddist til að brjóta rúður til þess að geta andað að sér fersku lofti. World Trade Center varð aftur skotmark hryðjuverkamanna þann 11. september árið 2001 með enn hörmulegri afleiðingum en þá hrundu báðir turnarnir og um 3000 manns fórust. ■ TVÍBURATURNARNIR Öfgasinnaðir múslimar sprengdu bíl- sprengju í bílageymslu í kjallara World Tra- de Center árið 1993. Sex létust og um þúsund manns slösuðust. WORLD TRADE CENTER ■ Hryðjuverkamenn sprengdu sprengju í kjallara byggingarinnar. 26. febrúar 1981 Bjarni Tryggvason, Furugerði 1, Reykja- vík, áður til heimilis í Unufelli 14, lést sunnudaginn 22. febrúar. Júlíus Júlíusson kennari, Skálarhlíð, Siglufirði, lést mánudaginn 23. febrúar. Fríður Jóhannesdóttir, Birkilundi 7, Ak- ureyri, lést þriðjudaginn 24. febrúar. Sigríður Theodóra Árnadóttir lést mánudaginn 23. febrúar. Nanna Þormóðs, síðast til heimilis í Logafold 56, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. 13.30 Andri Snær Þorvaldsson, Bakka- stöðum 159, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Leó Guðlaugsson húsasmíða- meistari, Víghólastíg 20, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. 15.00 Helgi Sæmundsson ritstjóri, síð- ast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 15.00 Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Hamarsbraut 17, Hafnarfirði, verð- ur jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju. 15.00 Herborg Jónasdóttir verður jarð- sungin frá Seljakirkju. ■ Jarðarfarir Sprenging í World Trade Center Listahátíð er uppspretta nýrra verka Áskær dóttir okkar, systir og barnabarn Linda Guðjónsdóttir Dunhaga 11, Reykjavík er lést af slysförum föstudaginn 20. febrúar sl. verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 1. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Ellen Ólafsdóttir Guðjón Kárason Ólöf Ása Guðjónsdóttir Hulda Ólafsdóttir Ólafur Sveinsson Lillý Ása Kjartansdóttir Innilegar þakkir og kveðjur til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur og styrktu á ýmsan hátt vegna fráfalls, minningarathafnar og útfarar elskulegra foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, langafa og langömmu Guðgeirs Guðmundssonar og Katrínar Sigrúnar Brynjólfsdóttur Kirkjuvegi 1, Vík í Mýrdal Sú vinátta og samúð, sem okkur var sýnd á þessum erfiðu tímum, er mikils virði. Guð blessi ykkur öll. Bryndís Guðgeirsdóttir Birgir Jónsson Egilína S. Guðgeirsdóttir Eyjólfur Árni Rafnsson Guðmundur Pétur Guðgeirsson Þorgerður Einarsdóttir Ragnar Þórir Guðgeirsson Hildur Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn RUSTAVELI LEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið í Tblisi í Georgíu verður með eitt atriðið á Listahátíð Reykjavíkur í ár. Alla dagskrána má finna á artfest.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.