Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI „Við hugsum þetta til langs tíma og teljum Straum einn besta kostinn á markaðnum í dag,“ segir Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, um kaup óstofnaðs hlutafélags undir forystu hans á tæplega tíu prósenta hlut í fjárfestingarbank- anum Straumi. Tryggingamiðstöð- in keypti tólf prósenta hlut með fyrirvara um samþykki Fjármála- eftirlitsins. Þá jók Magnús Krist- insson útgerðarmaður hlut sinn í Straumi. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir verðmæti Straums hafa vaxið mikið, sér- staklega eftir að bankinn breyttist úr fjárfestingarsjóði í fjárfesting- arbanka. Miklir fjármunir Ís- landsbanka og Sjóvár-Almennra hafi verið bundnir í þessari fjár- festingu, sem hafi skilað góðum arði. „Hækkunin gaf tilefni til þess að endurskoða stöðuna og það varð niðurstaðan að selja stærsta hlutann og nýta hagnað- inn til lækkunar eiginfjár til hags- bóta fyrir alla hluthafa bankans.“ Straumur er skilgetið afkvæmi Íslandsbanka og nú eru þau tengsl rofin. „Þetta eru tímamót í sögu Straums eftir langt og farsælt samstarf við Íslandsbanka sem hefur skilað miklum ávinningi. Við teljum mikil tækifæri í sam- starfi við þá sem nú keyptu í bank- anum,“ segir Þórður Már Jóhann- esson, framkvæmdastjóri Straums fjárfestingarbanka. Miklar hræringar hafa verið í kringum eignarhald Íslands- banka. Landsbankinn hefur sótt að bankanum. Meðal þess sem bankinn er talinn hafa ásælst er hlutur Íslandsbanka í Straumi. Með viðskiptunum hefur þeirri leið verið lokað. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 28. febrúar 2004 – 58. tölublað – 4. árgangur VIÐSKIPTI STÖÐVUÐ Kauphöll Ís- lands greip inn í markaðinn í gær og stöðv- aði viðskipti með hlutabréf í Pharmaco eftir að gengi bréfa félagsins hafði hækkað verulega. Sjá síðu 2 ENGIN LAUSN Neyðarástand skapast í heimahjúkrun ef ekki semst um nýjan alsturssamning fyrir mánudag. Efnt verður til borgarafundar um málið í Glæsibæ í dag. Sjá síðu 2 GATES ENN RÍKASTUR Bill Gates er ríkasti maður heims, samkvæmt árleg- um lista Forbes. Höfundur bókanna um Harry Potter og stofnendur bandaríska netfyrirtækisins Google eru ný á listanum. Sjá síðu 4 NEITAR HRAÐAKSTRI Rútubílstjóri sem Blönduóslögregla mældi á 108 kíló- metra hraða vefengir mælinguna. Lögregl- an stendur fast á sínu og bendir rútubíl- stjóranum á dómstólaleiðina. Sjá síðu 8 Erum hvorki djöflar né englar ● keyrði á sviðsmanninn Ólafía Hrönn Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 46 Vikan sem var ● orti um lífið og tilveruna Ási í Bæ: ▲ SÍÐA 14 90 ár frá fæðingu skáldsins ● pönkið bjargar honum frá sófanum Gunnþór Sigurðsson: ▲ SÍÐA 46 Laugardagskvöld Hljómsveitin Mínus hefur verið í umræðunni í kjölfar þess að henni var meinað um að spila á Samfésballi. Frosti Logason gítarleik- ari svarar fyrir sig og félaga sína. ▲SÍÐA 22 ● nýir bílar ● góð ráð Síðasti kratinn í Hafnarfirði bílar o.fl. Árni Hjörleifsson: ▲ SÍÐA 36 VEÐRIÐ Í DAG 52%74% MILT Í BORGINNI OG DÁLITL VÆTA Hennar kann þó að verða vart víða, einkum þó á vesturhelmingi landsins. Heldur meiri vindur sunnantil en norðan. Morgun- dagurinn ósköp svipaður. Sjá síðu 6 Mínus svarar fyrir sig: Glímdi við hamslausa matarfíkn Kona sem glímdi við hamslausa fíkn í mat segir frá reynslu sinni í viðtali við Frétta- blaðið. Líf hennar var undirselt matarinn- kaupum og stanslausu áti. Mál Mörthu Stewart: Meginsök vísað frá NEW YORK, AP Alvarlegustu ásökun- inni á hendur bandarísku sjón- varpsstjörnunni Mörthu Stewart var vísað frá dómi í New York í gær. Stewart er sökuð um að nýta sér innherjaupplýsingar til þess að hagnast á hlutabréfaviðskipt- um með bréf í tæknifyrirtækinu ImClone Systems. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að engin leið væri til þess að sakfella Stewart fyrir að hafa vís- vitandi logið að fjárfestum með því að lýsa því yfir að viðskipti hennar með hlutabréfin hefðu verið lögmæt. Enn standa fjögur ákæruatriði eftir. ■ SS BIKARÚRSLIT Úrslitaleikir í bikar- keppni karla og kvenna í handknattleik fara fram í dag. Klukkan 13 mætast kvennalið ÍBV og Hauka en klukkan 16.30 leika Fram og KA til úrslita. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. SÍÐA 16 ▲ FRÖNSKUM BÆNDUM BRUGÐIÐ Bændur í vesturhluta Frakklands eru uggandi um salatuppskeru sína vegna hrets sem gekk yfir í gær. Snjónum kyngdi niður og mældist hann rúmlega hálfur metri þar sem mest var. Þúsundir íbúa á Bretaníuskaga urðu rafmagnslausar og tafir urðu á umferð. Mikil hálka var á vegum og hafa yfirvöld bannað umferð stærri bíla. Bannið gildir áfram í dag. Ofát:             LÍKFUNDUR „Það hefur verið stað- fest að Vaidas Jucevicius dó ekki af völdum eitrunar,“ segir Arnar Jensson hjá Ríkislögreglustjóra um rannsókn líkfundarins í Nes- kaupstað. Hann bætir við að hvorki amfetamín né kókaín hafi fundist í blóðsýnum hins látna. Sama sé að segja um áfengi. Arnar segir að grunur leiki á að Jucevicius hafi dáið þar sem hann hafi ekki náð að skila fíkniefnun- um út úr líkamanum. Veikindi þess vegna hafi dregið hann til dauða. Við krufningu fundust 400 grömm af fíkniefnum, trúlega am- fetamíni, í iðrum mannsins. Fíkni- efnunum var pakkað í 50 til 60 gúmmíhylki. Arnar vildi í samtali við Frétta- blaðið ekki upplýsa hvort einhver þremenninganna hafi játað aðild að málinu. Hann segir að engin önnur dánarorsök en eitrun hafi verið úti- lokuð. Arnar segir rökstuddan grun vera fyrir því að Jucevicius hafi verið fluttur látinn frá Reykjavík til Neskaupstaðar föstudaginn sjötta febrúar í Pajero-bílaleigu- jeppa. Líkið hafi verið vafið inn í tólf fermetra gólfteppi, þunnt, blátt eða gráblátt með svampbotni. Lög- reglu er kunnugt um hvar teppið var keypt og að hinir grunuðu hafi keypt teppið föstudaginn sjötta febrúar. Lögreglan leitar nú að teppinu og telur að því hafi verið fleygt í Neskaupstað, í Reykjavík eða á leiðinni þar á milli. Öll lög- regluembætti á þeirri leið sem og starfsmenn sorpstöðva hafa leitað að teppinu en án árangurs. Lög- regla biður alla sem geta veitt ein- hverjar upplýsingar um teppið að gefa sig fram. hrs@frettabladid.is Sjá nánar bls. 4 Fluttur látinn í gólfteppi austur Vaidas Jucevicius dó ekki vegna eitrunar af fíkniefnum sem fundust í iðrum hans. Lögregla leitar að teppi sem líkið var vafið í á leiðinni til Norðfjarðar. Íslandsbanki selur í Straumi fjárfestingarbanka: Straumur floginn úr hreiðri Kjaraviðræður á almennum markaði: Sérsamningar undirritaðir KJARAVIÐRÆÐUR Fulltrúar Starfs- greinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu í gær und- ir nýja sérkjarasamninga fyrir fiskverkafólk og verkafólk í fisk- eldisstöðum. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins eru þetta fyrstu sérkjarasamningar Starfs- greinasambandsins sem eru und- irritaðir í þessari lotu. Flóabanda- lagið hefur þegar gengið frá sér- kjarasamningum og bókunum fyrir þrjá til fjóra hópa. Samningamenn verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurek- enda þinga hjá ríkissáttasemjara í dag og vonast menn til að þar verði línur skerptar nokkuð. Til stendur að fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar hitti ráðherra úr ríkisstjórninni á næstu dögum og ræði aðkomu stjórnvalda að samningum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.