Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 40
VARAMENN Í VINÁTTULEIKJUM Alþjóðlega knattspyrnuráðið fundar í London um helgina og ræðir tillögur að breytinugm á knattspyrnulögunum. Þeir ræða meðal annars tillögu um tak- mörkun á fjölda varamanna í vin- áttuleikjum. Þjálfarar enska, ítal- ska og franska landsliðsins hafa lýst yfir andstöðu. BARMBY TIL FOREST Leeds United hefur lánað Nick Barmby til Nottingham Forest í einn mán- uð. Leeds keypti Barmby frá Liverpool í ágúst 2002 fyrir 2,75 milljónir punda en hann lék áður með Tottenham, Middlesbrough og Everton. Frumraun Barmby með Forest verður heimaleikur gegn Bradford í dag. 40 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Fótbolti STALLONE BOXAR Leikarinn Sylvester Stallone, sem sló í gegn sem Rocky Balboa, mun taka þátt í nýjum raunveruleikaþáttum sem kallast The Contender. Þar verður kappinn í hlut- verki læriföðurs ungra boxara sem stefna á toppinn. Sá besti fær í sinn hlut eina milljón dollara, eða um 70 milljónir króna. Box Eiður Smári Guðjohnsen: Látið Ranieri í friði FÓTBOLTI Eiður Smári hefur hvatt almenning til að leyfa Claudio Ranieri að stunda starf sitt í friði. Ranieri, sem hefur fengið um 15 milljarða króna til leikmanna- kaupa, hefur verið undir miklum þrýstingi eftir nokkuð misjafnt gengi upp á síðkastið. Liðið er níu stigum á eftir Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn og er dottið út úr enska bikanum. Nánast eina von liðsins til að ná í titil er að sigra Meistaradeild Evrópu. „Fólk ætti að láta hann vera og gefa honum vinnufrið. Það myndi auðvelda okkur öllum vinnuna;“ sagði Eiður. „Við sjáum til í lok leiktíðarinnar hvað gerist ef það verður þá eitthvað. Sem betur fer held ég að hann láti þetta ekki hafa áhrif á sig. Það lítur ekki út fyrir að hann sé undir þrýstingi. Hann vinnur sína vinnu eins og vana- lega. Málið er að knattspyrnustjór- inn er ekki bara undir þrýstingi, við erum það allir,“ sagði hann. Eiður telur að Chelsea, sem sækir Manchester City heim á morgun, eigi enn möguleika á meistaratitilinum. „Það voru mikil vonbrigði að tapa á móti Arsenal vegna þess að þetta voru þrjú mik- ilvæg stig. En ef við náum góðum úrslitum á næstunni og Arsenal tapar stigum þá gætum við átt möguleika.“ ■ Óvissa með framtíð Veigars Páls: Gæti hætt hjá KR KNATTSPYRNA Mál Veigars Páls Gunnarssonar eru í enn meiri óvis- su í dag en þau voru í gær. Norska liðið Stabæk vill fá hann og Veigar telur sig geta farið til félagsins án greiðslu. Því eru KR-ingar ósam- mála og segja þeir Veigar vera samningsbundinn félaginu enda gerði hann nýjan leikmannasamn- ing við félagið í byrjun árs. Veigar hefur aftur á móti ekki skrifað undir KSÍ-samning við KR og því telur hann sig lausan allra mála en því vill KR ekki una. „Ég ætla mér að komast til Noregs og spila fyrir Stabæk. KR hafði lofað því að standa ekki í vegi mínum ef ég fengi tækifæri til þess að gerast atvinnumaður en það er nákvæmlega það sem þeir eru að gera núna,“ sagði Veigar Páll. „Ég er hundfúll og þessi fram- koma kemur mér á óvart þar sem samskipti okkar hafa alla tíð ver- ið mjög góð,“ sagði Veigar en hann útilokar ekki að hætta hjá KR fái hann ekki að fara til Nor- egs. „Ég veit ekkert hvað ég geri en ég útiloka ekki að hætta að spila hjá KR komist ég ekki út.“ Kristinn Kjærnested, stjórnar- maður hjá KR-Sport, vildi ekki tjá sig um ummæli Veigars Páls en sagði að KR væri í viðræðum við Stabæk. ■ FÓTBOLTI Arsenal er í toppsæti deildarinnar með sjö stiga forskot á Manchester United. Charlton situr aftur á móti því fimmta og getur komist upp fyrir Newcastle með sigri í dag. „Þeir eru náttúrulega búnir að vera í dúndurformi allt keppnis- tímabilið og eru taplausir, þannig að þetta er leikur þar sem þú hef- ur í rauninni engu að tapa,“ segir Hermann um leikinn við Arsenal. Hann vill ekki meina að Charlton ætli að leggjast í vörn á Highbury. „Maður reynir alla vega ekki að pakka í vörn og láta þá fá boltann. Þeir hafa svo marga gæðaleik- menn að þeir refsa þér bara. Við ætlum bara reyna að vinna þá.“ Hermann játar að jafntefli væru ágætis úrslit en ætlar sér engu að síður sigur. „Það er náttúrulega komin pressa á þá. Þeir hljóta að tapa einhvern tímann,“ segir hann og hlær. Aðspurður um erfiðasta and- stæðinginn í liði Arsenal nefnir Hermann Frakkann Thierry Henry til sögunnar. „Hann hefur verið svakalegur í vetur og er stöðugt að bæta sig, sem ætti nú ekki að vera hægt. Hann er búinn að vera sér á báti. En fyrir utan hann þá eru þarna fullt af topp- spilurum sem hafa verið að spila vel líka.“ Gengi Charlton hefur verið vonum framar á leiktíðinni. Liðið hefur náð að halda sér á meðal efstu liða í allan vetur, þvert á hrakspár fótboltasérfræðinga. Að sögn Hermanns eru ástæður vel- gengninnar margvíslegar. „Það er hörkugóður andi í hópnum og stjórinn veit hvað hann er að gera. Klúbburinn er líka búinn að stim- pla sig inn og þarna er mikið af góðum leikmönnum. Síðan er æft stíft og vel tekið á því. Það skilar sér út á völlinn.“ Hermann vill ekki viðurkenna að félagið hafi sett stefnuna á Meistaradeildina en veit þó að möguleikinn er fyrir hendi. „Víst það eru búnir 2/3 hlutar af keppn- istímabilinu og við erum ennþá í Evrópusæti þá er bara að reyna að halda því,“ segir hann. „Annars er þetta gamla klisjan, að taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað gerist. Í dag er engin ástæða til að vera að gefa eitthvað eftir.“ Hermann á erfitt með að nefna einn samherja umfram annan sem er betra að spila með. Hann sér þó eftir Scott Parker, sem var seldur til Chelsea á dögunum. „Parker heillaði mig svakalega sem leik- maður og maður skilur vel að hann vilji fara til stærri klúbbs. Hvaða klúbbur sem er myndi sakna leikmannsins. Hann á eftir að sýna það og sanna að hann er framtíðar enskur landsliðsmaður og bara þvílíkur klassaspilari.“ Hvað varðar ensku meistara- baráttunna býst Hermann við að Arsenal klári dæmið. „Ég veðjaði á Manchester í byrjun móts en það hefur verið þeim dýrkeypt að missa Rio Ferdinand. Þá vantar varnarmann, það er engin spurn- ing. Ég er hissa á að Ferguson skildi ekki hafa farið í vasann og eytt í varnarmann. Ef þú lítur á lið Manchester og síðan á Chelsea og Arsenal, þá eru nokkrir farþegar í Manchester. Ef þú ætlar að vera á toppnum hefðurðu ekki efni á því.“ Hermann vill ekki spá fyrir um úrslit leiksins í dag en hefur þetta að segja: „Ég vona bara að við náum að spila almennilegan leik og sýna hvað við getum. Vonandi skilar að einhverjum stigum,“ segir landsliðsmaðurinn sterki að lokum, tilbúinn í slaginn. freyr@frettabladid.is Almennur hluti 1b Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Önnur námskeið í mars Þjálfari 1a – Almennur hluti Patreksfjörður 5. mars Skíðanámskeið fyrir fatlaða Hlíðarfjall 12. mars Þjálfari 2a – Almennur hluti Rvk. 12. mars Skíðanámskeið fyrir fatlaða Hlíðarfjall 19. mars Þjálfari 1b – Almennur hluti Neskaupstaður 26. mars Þjálfari 1a – Almennur hluti Ísafjörður (dags. ákv. síðar) Þjálfari 1b – Almennur hluti Akureyri (dags. ákv. síðar) Helgina 5. – 7. mars n.k. verður Þjálfari 1b – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1a – almennum hluta. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1b hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri undir eftirliti yfirþjálfara. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 3. mars. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálparnámskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is AP /M YN D LEIKIR UM HELGINA LAUGARDAGUR: Arsenal-Charlton Blackburn-Southampton Everton-Aston-Villa Fulham-Man.Utd Leicester-Wolves Man.City-Chelsea SUNNUDAGUR: Leeds-Liverpool Portsmouth-Newcastle STAÐAN Félag L S Arsenal 26 64 Man. Utd 26 57 Chelsea 26 55 Newcastle 26 41 Charlton 26 40 Liverpool 25 38 Aston Villa 26 37 Birmingham 25 36 Fulham 26 35 Tottenham 26 34 Bolton 26 34 Southampton 26 32 Middlesbr. 25 31 Man. City 26 27 Blackburn 26 27 Everton 26 26 Portsmouth 25 23 Wolves 26 23 Leicester City 26 22 Leeds United 26 21 Hefur engu að tapa á Highbury Hermann Hreiðarsson, varnarjaxlinn í liði Charlton, mætir Thierry Henry og félögum í Arsenal í miklum Lundúnarslag á Highbury í dag. HERMANN Í baráttu við Fredrik Ljungberg í fyrri leik Charlton og Arsenal á The Valley í októ- ber. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.