Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2004 45 Dýrt spaug FÓLK Ákvörðun Janet Jackson að sýna brjóst sitt á söngatriði sínu í úrslitaleik bandaríska ruðnings- boltans mun reyn- ast henni dýrkeypt. Hún missti í kjöl- farið hlutverk sitt sem Lena Horne í væntanlegri sjón- varpsmynd um ævi hennar. Fyrir það átti að greiða henni um 1.300 milljónir íslenskra króna. Jackson var rekin úr hlutverk- inu eftir að yfirmönnum ABC bárust kvartanir frá Horne sjálfri sem vildi alls ekki sjá Jackson leika sig. Þetta er mikið áfall fyrir Janet sem er einlægur aðdáandi Lenu Horne og dreymdi um að fá að leika hana í myndinni. Það er greinilega rándýrt að sýna brjóstin á röngum stöðum. ■ Batman á byrjunarreit KVIKMYNDIR Fimmta Batman-mynd- in, sem tekin verður að hluta til á Ís- landi í mars, er heitt umræðuefni þessa dagana og það er ekki síst tit- ill myndarinnar sem hefur verið á milli tannanna á fólki. Síðast þegar fréttist átti myndin að heita Bat- man: Intimidation eða jafnvel Bat- man: The Intimidation Game. Þessar tillögur eru nú foknar út í veður og vind og framleiðandinn Warner Brother’s hefur nú látið þau boð út ganga að nýja myndin muni heita Batman Begins, sem er vita- skuld rökrétt þar sem myndin mun fjalla um uppruna Leðurblöku- mannsins og ástæðurnar að baki því að Bruce Wayne fór að spranga um skikkjuklæddur með grímu. Þá er þetta nafn líka í anda fyrri mynd- anna Batman, Batman Returns og Batman Forever. Síðustu mynd, Batman&Robin, reyna svo flestir að gleyma. ■ JANET JACKSON Hefði betur sleppt brjóstaflassinu fræga. BATMAN Christopher Nolan, sem á að baki mynd- irnar Memento og Insomnia, leikstýrir fimmtu Batman-myndinni sem ákveðið hefur verið að beri titilinn Batman Begins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.